Sjór gæti flotið upp og grjóti skolað á land í stórstreymi og óveðri Kjartan Kjartansson skrifar 31. ágúst 2023 14:19 Fyrsta haustlægð ársins skellur á annað kvöld. Sjávarstaða gæti verið óvenjuhá þar sem veðrið hittir á stórstreymi. Vísir/Vilhelm Sjávarstaða gæti orðið óvenjuhá við sunnanvert landið þegar stórstreymt verður um það leyti sem gular stormviðvaranir taka gildi annað kvöld. Hætta er á að sjór fljóti upp á bryggjum og að grjóti skoli upp á vegi eða garða við þessar aðstæður. Gular viðvaranir fyrir landið sunnan- og vestanvert auk miðhálendisins taka gildi frá klukkan 21:00 annað kvöld. Spáð er sauðaustan hvassviðri eða stormi og rigningu. Um hálftíma áður en fyrstu viðvaranirnar taka gildi verður flóð á suðvestanverðu landinu. Það verður stærsta útreiknaða stórstreymisflóð ársins samkvæmt viðvörun sem Landhelgisgæslan gaf út í morgun. Því megi gera ráð fyrir nokkuð þungri öldu og áhlaðanda með suður- og vesturströndinni sem geri sjávarhæð mögulega hærri en útreikningar gefa til kynna. Hvatti Gæslan til aðgæslu við sjávarsíðuna og að eigendur skipa og báta í höfnum huguðu að þeim áður en flóðið og veðrið brestur á. Ölduspá Vegagerðarinnar sem gildi klukkan 21:00 laugardagskvöldið 2. september. Þá er gert ráð fyrir átta til tíu metra ölduhæð suðvestur af landinu.Vegagerðin Gætir helst við á sunnanverðu Reykjanesi Óli Þór Árnason, veðurfræðingur á Veðurstofu Íslands, segir að þegar flóð, mikill vindur og lægð þetta nálægt landi leggist á eitt hafi það áhrif á sjávarhæð. Hún verði hærri fyrir vikið. Þó að versta veðrið verði ekki byrjað á flóði annað kvöld sé lægðin farin að nálgast. Þá geti áhlaðandi orðið þokkalega mikill. „Menn þurfa bara að vera vakandi fyrir því að sjávarstaðan sé kannski í hærri kantinum. Sumar bryggjur hafa farið upp undir dekkið þannig að það getur flotið upp einhvers staðar. Eins líka ef vindur stendur þannig beint upp á land getur það ýtt grjóti upp á garða og vegi sem liggja nálægt sjó,“ segir Óli Þór. Byggð við Faxaflóa og Vestmannaeyjar ætti að vera ágætlega varin í suðaustanáttinni. Áhrifanna af sjávarstöðunni gæti helst gætt á sunnanverðu Reykjanesi, til dæmis Grindavík. Þrátt fyrir að lægðin gangi tiltölulega hratt yfir landið má reikna með leiðinlegu veðri áfram um helgina. Óli Þór segir að ágætlega hvasst verði og þokkalega kröftugar skúrir. „Það verður alveg hressilegt veður alla helgina,“ segir hann. Veður Hafið Grindavík Mest lesið „Við þurfum ekki öll að fara á sjúkrahús“ Innlent Drónaútgerð?: Þingmaður hefur áhyggjur af rússneskum skipum við Færeyjar Erlent Ætlar að peppa herforingjana á fundinum fordæmalausa Erlent Ýmsar aðferðir til að ná niður drónum Innlent Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Innlent „Við viljum bara finna fyrir öryggi“ Innlent Vilja RÚV af auglýsingamarkaði Innlent Anna ljósa fallin frá Innlent Jónína vill taka við af Ásmundi Einari Innlent Fyrsta haustlægðin mætt til landsins Veður Fleiri fréttir Byrjað að moka í Hringveginn en talsverð vinna framundan Tíu gistu í fangageymslu og þar af tveir „peruölvaðir“ „Við þurfum ekki öll að fara á sjúkrahús“ Vilja RÚV af auglýsingamarkaði Ýmsar aðferðir til að ná niður drónum Jónína vill taka við af Ásmundi Einari „Við viljum bara finna fyrir öryggi“ Gerður sveitarstjóri Þingeyjarsveitar Þungur dagur, myndir frá óveðrinu og ítrekuð innbrot Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Anna ljósa fallin frá Ásmundur Einar segir skilið við stjórnmálin Bætir þrepi við greiðsluþátttökukerfið „Ég bý ekki einu sinni í Reykjavík“ Táningsstúlkur dæmdar fyrir að flytja inn efni sem var ekki bannað Ekki liðnir níu dagar þegar það var aftur brotist inn Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Dómsuppkvaðning í Gufunesmálinu og óveður í aðsigi Meirihluti íbúa ánægður með flutning stórtónleika á sunnudag Annar fulltrúa Framsóknar hættur í bæjarstjórn Kópavogs Vímuefnaneysla talin meginorsök banaslyss við Hraunsnef Vaktin: Stefán og Lúkas dæmdir í 17 ára fangelsi Ekki búin að ákveða hvort þjóðaröryggisráð verði kallað saman „Ég hef aldrei séð svona mikið vatn í Jökulsá“ Grindavíkurgersemin Birna Óladóttir fallin frá Kristrún í pallborði með Starmer, Carney og Albanese Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Hugmyndir kynntar um „miðstöð jaðaríþrótta“ í Toppstöðinni Telja dagana frá síðasta innbroti Rannsaka líkamsárás og fjárkúgun Sjá meira
Gular viðvaranir fyrir landið sunnan- og vestanvert auk miðhálendisins taka gildi frá klukkan 21:00 annað kvöld. Spáð er sauðaustan hvassviðri eða stormi og rigningu. Um hálftíma áður en fyrstu viðvaranirnar taka gildi verður flóð á suðvestanverðu landinu. Það verður stærsta útreiknaða stórstreymisflóð ársins samkvæmt viðvörun sem Landhelgisgæslan gaf út í morgun. Því megi gera ráð fyrir nokkuð þungri öldu og áhlaðanda með suður- og vesturströndinni sem geri sjávarhæð mögulega hærri en útreikningar gefa til kynna. Hvatti Gæslan til aðgæslu við sjávarsíðuna og að eigendur skipa og báta í höfnum huguðu að þeim áður en flóðið og veðrið brestur á. Ölduspá Vegagerðarinnar sem gildi klukkan 21:00 laugardagskvöldið 2. september. Þá er gert ráð fyrir átta til tíu metra ölduhæð suðvestur af landinu.Vegagerðin Gætir helst við á sunnanverðu Reykjanesi Óli Þór Árnason, veðurfræðingur á Veðurstofu Íslands, segir að þegar flóð, mikill vindur og lægð þetta nálægt landi leggist á eitt hafi það áhrif á sjávarhæð. Hún verði hærri fyrir vikið. Þó að versta veðrið verði ekki byrjað á flóði annað kvöld sé lægðin farin að nálgast. Þá geti áhlaðandi orðið þokkalega mikill. „Menn þurfa bara að vera vakandi fyrir því að sjávarstaðan sé kannski í hærri kantinum. Sumar bryggjur hafa farið upp undir dekkið þannig að það getur flotið upp einhvers staðar. Eins líka ef vindur stendur þannig beint upp á land getur það ýtt grjóti upp á garða og vegi sem liggja nálægt sjó,“ segir Óli Þór. Byggð við Faxaflóa og Vestmannaeyjar ætti að vera ágætlega varin í suðaustanáttinni. Áhrifanna af sjávarstöðunni gæti helst gætt á sunnanverðu Reykjanesi, til dæmis Grindavík. Þrátt fyrir að lægðin gangi tiltölulega hratt yfir landið má reikna með leiðinlegu veðri áfram um helgina. Óli Þór segir að ágætlega hvasst verði og þokkalega kröftugar skúrir. „Það verður alveg hressilegt veður alla helgina,“ segir hann.
Veður Hafið Grindavík Mest lesið „Við þurfum ekki öll að fara á sjúkrahús“ Innlent Drónaútgerð?: Þingmaður hefur áhyggjur af rússneskum skipum við Færeyjar Erlent Ætlar að peppa herforingjana á fundinum fordæmalausa Erlent Ýmsar aðferðir til að ná niður drónum Innlent Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Innlent „Við viljum bara finna fyrir öryggi“ Innlent Vilja RÚV af auglýsingamarkaði Innlent Anna ljósa fallin frá Innlent Jónína vill taka við af Ásmundi Einari Innlent Fyrsta haustlægðin mætt til landsins Veður Fleiri fréttir Byrjað að moka í Hringveginn en talsverð vinna framundan Tíu gistu í fangageymslu og þar af tveir „peruölvaðir“ „Við þurfum ekki öll að fara á sjúkrahús“ Vilja RÚV af auglýsingamarkaði Ýmsar aðferðir til að ná niður drónum Jónína vill taka við af Ásmundi Einari „Við viljum bara finna fyrir öryggi“ Gerður sveitarstjóri Þingeyjarsveitar Þungur dagur, myndir frá óveðrinu og ítrekuð innbrot Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Anna ljósa fallin frá Ásmundur Einar segir skilið við stjórnmálin Bætir þrepi við greiðsluþátttökukerfið „Ég bý ekki einu sinni í Reykjavík“ Táningsstúlkur dæmdar fyrir að flytja inn efni sem var ekki bannað Ekki liðnir níu dagar þegar það var aftur brotist inn Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Dómsuppkvaðning í Gufunesmálinu og óveður í aðsigi Meirihluti íbúa ánægður með flutning stórtónleika á sunnudag Annar fulltrúa Framsóknar hættur í bæjarstjórn Kópavogs Vímuefnaneysla talin meginorsök banaslyss við Hraunsnef Vaktin: Stefán og Lúkas dæmdir í 17 ára fangelsi Ekki búin að ákveða hvort þjóðaröryggisráð verði kallað saman „Ég hef aldrei séð svona mikið vatn í Jökulsá“ Grindavíkurgersemin Birna Óladóttir fallin frá Kristrún í pallborði með Starmer, Carney og Albanese Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Hugmyndir kynntar um „miðstöð jaðaríþrótta“ í Toppstöðinni Telja dagana frá síðasta innbroti Rannsaka líkamsárás og fjárkúgun Sjá meira