Ísfirðingar útvega lóð undir lendingarstað fyrir geimverur Atli Ísleifsson skrifar 3. september 2023 08:00 Elísabet Gunnarsdóttir hjá ArtsIceland hefur unnið að því að koma upp verki hins þýska Björn Dahlem á Ísafirði í samstarfi við listamanninn. Vonast er til að verkið verði komið upp á næstu mánuðum. Aðsendar Bæjarráð Ísafjarðarbæjar hefur samþykkt tillögu nefndar um stofnun lóðar undir listaverkið Lendingarstað fyrir geimskip á Seljalandsdal fyrir ofan bæinn. Þetta kemur fram í fundargerð bæjarráðs, en um er að ræða sex metra hátt listaverk þýska listamannsins Björn Dahlem sem til stendur að reisa á bílastæði við gamla skíðaskálann á næstu mánuðum. Elísabet Gunnarsdóttir hjá ArtsIceland hefur verið tengiliður Dahlem sem starfar við Bauhaus-háskólann í Weimar, og unnið að því að láta verkið verða að veruleika í firðinum. „Björn Dahlem var hjá okkur á Ísafirði skömmu fyrir Covid og varð strax hrifinn og sá fyrir sér að verkið gæti sæmt sér vel á Seljalandsdal. Hann er búinn að fjármagna verkið og stefnir að því að setja upp svona verk víðs vegar um heim, meðal annars í Japan.“ „Drulluhrædd“ Elísabet segir staðsetninguna vera alveg frábæra þarna fyrir ofan bæinn. „Það er góður vegur þangað upp að gönguskíðasvæðinu. En hugsunin er að verkið verði þarna tímabundið í nokkur ár, kannski þrjú til fimm. Við ætluðum í þetta núna í ágúst eða september en það er möguleiki að þetta dragist fram á vor. Það þarf að byggja pall og koma skúlptúrnum svo ofan á.“ Hún segir þó einhverja „drulluhrædda“ við hugmyndir um að koma upp slíkum lendingarstað fyrir geimverur. „Ég fæ alls konar skemmtilegar athugasemdir, eins og hvernig eigi að verjast geimverunum ef þær koma, hvort þetta verði eins með skemmtiferðaskipin, að geimverurnar flæði yfir bæinn eins og ferðamennirnir. Fólk er nú samt yfirleitt brosandi þegar það kemur með þessar athugasemdir,“ segir Elísabet. Hún segir um sex metra turn að ræða með speglum á. „Þannig að hann sést langt að. Þetta er líka hugsað sem íhugunarstaður þar sem fólk gæti sest niður, velt fyrir sér öðrum víddum og komist út úr hversdeginum. Það er hugsunin á bakvið þetta.“ Mikið aðdráttarafl Arna Lára Jónsdóttir, bæjarstjóri Ísafjarðarbæjar, segist sömuleiðis mjög spennt fyrir því að fá listaverkið til bæjarins. „Mér finnst þetta mjög skemmtilegt og kallast kannski svolítið á við útsýnispallinn í Bolungarvík. Þetta er hugsað bæði fyrir ferðamenn og heimamenn og verður auðvitað staðsett á miklu útivistarsvæði í Seljalandsdal. Ég held að þetta verði mikið aðdráttarafl, hvort sem það verður fyrir geimverur eða aðra,“ segir Arna Lára létt í bragði. Styttur og útilistaverk Ísafjarðarbær Geimurinn Menning Mest lesið Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Innlent Hvar er opið á aðfangadag? Innlent Kynnti drög að nýrri friðaráætlun Erlent Skiluðu hagnaði á kosningaári Innlent Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Innlent Arion banki varar við svikaherferð Innlent Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Innlent Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Erlent Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Innlent Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Erlent Fleiri fréttir Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Maðurinn fundinn Sigríður Halldórsdóttir nýr ritstjóri Kastljóss Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Forsætisráðuneytið eyddi meiru í almannatengla í fyrra en í ár Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Svanhildur Sif heiðruð Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Meðallaun upplýsingafulltrúa hækkuðu hlutfallslega mest Skötuilmurinn leggst yfir landið og Samkeppniseftirlitið ætlar að fylgjast vel með bensínverðinu Áfram auknar líkur á eldgosi Sjá meira
Þetta kemur fram í fundargerð bæjarráðs, en um er að ræða sex metra hátt listaverk þýska listamannsins Björn Dahlem sem til stendur að reisa á bílastæði við gamla skíðaskálann á næstu mánuðum. Elísabet Gunnarsdóttir hjá ArtsIceland hefur verið tengiliður Dahlem sem starfar við Bauhaus-háskólann í Weimar, og unnið að því að láta verkið verða að veruleika í firðinum. „Björn Dahlem var hjá okkur á Ísafirði skömmu fyrir Covid og varð strax hrifinn og sá fyrir sér að verkið gæti sæmt sér vel á Seljalandsdal. Hann er búinn að fjármagna verkið og stefnir að því að setja upp svona verk víðs vegar um heim, meðal annars í Japan.“ „Drulluhrædd“ Elísabet segir staðsetninguna vera alveg frábæra þarna fyrir ofan bæinn. „Það er góður vegur þangað upp að gönguskíðasvæðinu. En hugsunin er að verkið verði þarna tímabundið í nokkur ár, kannski þrjú til fimm. Við ætluðum í þetta núna í ágúst eða september en það er möguleiki að þetta dragist fram á vor. Það þarf að byggja pall og koma skúlptúrnum svo ofan á.“ Hún segir þó einhverja „drulluhrædda“ við hugmyndir um að koma upp slíkum lendingarstað fyrir geimverur. „Ég fæ alls konar skemmtilegar athugasemdir, eins og hvernig eigi að verjast geimverunum ef þær koma, hvort þetta verði eins með skemmtiferðaskipin, að geimverurnar flæði yfir bæinn eins og ferðamennirnir. Fólk er nú samt yfirleitt brosandi þegar það kemur með þessar athugasemdir,“ segir Elísabet. Hún segir um sex metra turn að ræða með speglum á. „Þannig að hann sést langt að. Þetta er líka hugsað sem íhugunarstaður þar sem fólk gæti sest niður, velt fyrir sér öðrum víddum og komist út úr hversdeginum. Það er hugsunin á bakvið þetta.“ Mikið aðdráttarafl Arna Lára Jónsdóttir, bæjarstjóri Ísafjarðarbæjar, segist sömuleiðis mjög spennt fyrir því að fá listaverkið til bæjarins. „Mér finnst þetta mjög skemmtilegt og kallast kannski svolítið á við útsýnispallinn í Bolungarvík. Þetta er hugsað bæði fyrir ferðamenn og heimamenn og verður auðvitað staðsett á miklu útivistarsvæði í Seljalandsdal. Ég held að þetta verði mikið aðdráttarafl, hvort sem það verður fyrir geimverur eða aðra,“ segir Arna Lára létt í bragði.
Styttur og útilistaverk Ísafjarðarbær Geimurinn Menning Mest lesið Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Innlent Hvar er opið á aðfangadag? Innlent Kynnti drög að nýrri friðaráætlun Erlent Skiluðu hagnaði á kosningaári Innlent Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Innlent Arion banki varar við svikaherferð Innlent Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Innlent Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Erlent Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Innlent Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Erlent Fleiri fréttir Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Maðurinn fundinn Sigríður Halldórsdóttir nýr ritstjóri Kastljóss Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Forsætisráðuneytið eyddi meiru í almannatengla í fyrra en í ár Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Svanhildur Sif heiðruð Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Meðallaun upplýsingafulltrúa hækkuðu hlutfallslega mest Skötuilmurinn leggst yfir landið og Samkeppniseftirlitið ætlar að fylgjast vel með bensínverðinu Áfram auknar líkur á eldgosi Sjá meira