„Það er allt í lagi“ Samúel Karl Ólason skrifar 31. ágúst 2023 11:05 Jevgení Prígósjín í Afríku, skömmu áður en hann dó. Gray Zone Myndband, sem talið er eitt það síðasta sem tekið var af rússneska auðjöfrinum Jevgení Prígóshín var birt í gær. Það mun hafa verið tekið upp í Afríku nokkrum dögum áður en hann dó og ræddi hann meðal annars það að fólk hefði áhyggjur af honum og öryggi hans. Eins og frægt er dó auðjöfurinn og stríðsherrann, sem rak málaliðahópinn Wagner Group, í síðustu viku þegar einkaflugvél hans féll til jarðar skammt frá Moskvu. Aðrir leiðtogar Wagner voru um borð en talið er að mennirnir hafi verið myrtir og að flugvélin hafi verið skotin niður eða að sprengju hafi verið komið fyrir um borð. „Fyrir þá sem er að tala um hvort ég sé á lífi eða ekki, hvernig ég hef það, þá er helgi núna í seinni helming ágúst 2023. Ég er í Afríku,“ sagði Prigósjín í myndbandinu. Þá staðhæfði hann að hann hefði það fínt. „Það er allt í lagi.“ Myndbandið var birt á Telegram á rás sem tengist málaliðahópnum en í frétt Reuters segir að klæðnaður hans sé sambærilegur þeim sem hann var í á öðru myndbandi sem hafði verið birt áður. Þar segir einnig að myndbandið hafi líklega verið tekið upp 19. eða 20. ágúst, nokkrum dögum áður en Prígósjín dó. Yfirvöld í Moskvu þvertaka fyrir að Vladimír Pútín, forseti Rússlands, hafi látið bana Prígósjín en segja mögulegt að flugvélinni hafi verið grandað. Spjótin beinast að Pútín vegna uppreisnar Prígósjíns gegn Pútín og forsvarsmönnum varnarmálaráðuneytis Rússlands í sumar. Auðjöfurinn samdi um frið við Pútín en varði sínum síðustu dögum á flakki um heiminn og reyndi að halda lífi í viðskiptaveldi sínu í Afríku og Mið-Austurlöndum. Hann er svo sagður hafa farið til Moskvu til að reyna að koma í veg fyrir að varnarmálaráðuneytið tæki yfir málaliðahópinn. Skömmu eftir flugtak frá Moskvu féll flugvélin svo til jarðar. Rússland Vladimír Pútín Innrás Rússa í Úkraínu Hernaður Tengdar fréttir Ætla ekki að rannsaka flugvélarhrap Prigozhin eftir alþjóðareglum Rússnesk yfirvöld synjuðu ósk brasilískra flugmálayfirvalda um sameiginlega rannsókn eftir alþjóðlegum reglum á því hvað grandaði flugvél Jevgeníj Prigozhin, rússneska málaliðaforingjans, að svo stöddu. Rússar eru ekki skyldugir til þess þó að alþjóðleg flugmálayfirvöld mæli með því. 30. ágúst 2023 08:57 Prigozhin úrskurðaður látinn eftir erfðarannsókn Eigandi Wagner málaliðahópsins, Yevgeny Prigozhin, hefur verið úrskurðaður látinn samkvæmt niðurstöðum úr erfðarannsókn sem gerð var á líkamsleifunum sem fundust í braki einkaþotu Prigozhin sem hrapaði á miðvikudag. 27. ágúst 2023 11:31 Skipar málaliðum Wagners að sverja hollustueið Vladimír Pútín, Rússlandsforseti, hefur undirritað tilskipun sem kveður á um að allir starfsmenn Wagner-málaliðahópsins, auk annarra rússneskra málaliðahópa, skuli sverja Rússlandi hollustueið. 26. ágúst 2023 19:16 Mest lesið Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Innlent Hvar er opið á aðfangadag? Innlent Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Erlent Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Erlent Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Innlent Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Innlent Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Innlent Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Innlent Arion banki varar við svikaherferð Innlent Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Innlent Fleiri fréttir Kynnti drög að nýrri friðaráætlun Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Nýjar ákærur á hendur Russell Brand Fleiri Epstein-skjöl birt: Bað um „óviðeigandi vinkonur“ Saka AfD um að ganga erinda Kremlverja Kínverjar og Rússar lýsa yfir stuðningi við Venesúela Skapari Call of Duty lést í bílslysi Trump nefnir nýja kynslóð orrustuskipa í höfuðið á sjálfum sér „Bandaríkin eiga ekki að taka yfir Grænland“ Nýr ritstjóri stöðvaði umfjöllun um brottvísanir Trump Breiddi út faðminn fyrir rasista: „Þið þurfið ekki að biðjast afsökunar á að vera hvít lengur“ Sprengdu rússneskan hershöfðingja í loft upp í Moskvu Undirbúningur árásarinnar stóð yfir í marga mánuði Trump skipar sendifulltrúa fyrir Grænland Segir unnið að því að móta sameiginlega nálgun Bandaríkjanna, Úkraínu og Evrópu Sýknaður af nauðgun eftir að hafa verið skimaður fyrir sjaldgæfri svefnröskun Málið sem Trump getur ekki losað sig við Grunaður um manndráp eftir að tveggja ára drengur féll úr blokk Fóru um borð í vélvana rússneskt skip Baulað á Albanese á minningarathöfn á Bondi-strönd Kvarta yfir ritskoðun Epstein-skjala: „Við vitum ekki hvað við vitum ekki“ Níu skotnir til bana á krá Sextán ára fékk greitt fyrir að færa Epstein stúlkur Ljósmyndir horfnar úr Epstein-skjölunum, þar á meðal ein af Trump Vilja dauðarefsingu af borðinu vegna hagsmunaáreksturs ráðherra Pútín sagður hafa valið Witkoff Gerðu umfangsmiklar árásir gegn ISIS í Sýrlandi Það helsta úr fyrsta skammti Epstein-skjalanna Epstein-skjölin birt Sjá meira
Eins og frægt er dó auðjöfurinn og stríðsherrann, sem rak málaliðahópinn Wagner Group, í síðustu viku þegar einkaflugvél hans féll til jarðar skammt frá Moskvu. Aðrir leiðtogar Wagner voru um borð en talið er að mennirnir hafi verið myrtir og að flugvélin hafi verið skotin niður eða að sprengju hafi verið komið fyrir um borð. „Fyrir þá sem er að tala um hvort ég sé á lífi eða ekki, hvernig ég hef það, þá er helgi núna í seinni helming ágúst 2023. Ég er í Afríku,“ sagði Prigósjín í myndbandinu. Þá staðhæfði hann að hann hefði það fínt. „Það er allt í lagi.“ Myndbandið var birt á Telegram á rás sem tengist málaliðahópnum en í frétt Reuters segir að klæðnaður hans sé sambærilegur þeim sem hann var í á öðru myndbandi sem hafði verið birt áður. Þar segir einnig að myndbandið hafi líklega verið tekið upp 19. eða 20. ágúst, nokkrum dögum áður en Prígósjín dó. Yfirvöld í Moskvu þvertaka fyrir að Vladimír Pútín, forseti Rússlands, hafi látið bana Prígósjín en segja mögulegt að flugvélinni hafi verið grandað. Spjótin beinast að Pútín vegna uppreisnar Prígósjíns gegn Pútín og forsvarsmönnum varnarmálaráðuneytis Rússlands í sumar. Auðjöfurinn samdi um frið við Pútín en varði sínum síðustu dögum á flakki um heiminn og reyndi að halda lífi í viðskiptaveldi sínu í Afríku og Mið-Austurlöndum. Hann er svo sagður hafa farið til Moskvu til að reyna að koma í veg fyrir að varnarmálaráðuneytið tæki yfir málaliðahópinn. Skömmu eftir flugtak frá Moskvu féll flugvélin svo til jarðar.
Rússland Vladimír Pútín Innrás Rússa í Úkraínu Hernaður Tengdar fréttir Ætla ekki að rannsaka flugvélarhrap Prigozhin eftir alþjóðareglum Rússnesk yfirvöld synjuðu ósk brasilískra flugmálayfirvalda um sameiginlega rannsókn eftir alþjóðlegum reglum á því hvað grandaði flugvél Jevgeníj Prigozhin, rússneska málaliðaforingjans, að svo stöddu. Rússar eru ekki skyldugir til þess þó að alþjóðleg flugmálayfirvöld mæli með því. 30. ágúst 2023 08:57 Prigozhin úrskurðaður látinn eftir erfðarannsókn Eigandi Wagner málaliðahópsins, Yevgeny Prigozhin, hefur verið úrskurðaður látinn samkvæmt niðurstöðum úr erfðarannsókn sem gerð var á líkamsleifunum sem fundust í braki einkaþotu Prigozhin sem hrapaði á miðvikudag. 27. ágúst 2023 11:31 Skipar málaliðum Wagners að sverja hollustueið Vladimír Pútín, Rússlandsforseti, hefur undirritað tilskipun sem kveður á um að allir starfsmenn Wagner-málaliðahópsins, auk annarra rússneskra málaliðahópa, skuli sverja Rússlandi hollustueið. 26. ágúst 2023 19:16 Mest lesið Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Innlent Hvar er opið á aðfangadag? Innlent Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Erlent Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Erlent Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Innlent Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Innlent Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Innlent Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Innlent Arion banki varar við svikaherferð Innlent Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Innlent Fleiri fréttir Kynnti drög að nýrri friðaráætlun Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Nýjar ákærur á hendur Russell Brand Fleiri Epstein-skjöl birt: Bað um „óviðeigandi vinkonur“ Saka AfD um að ganga erinda Kremlverja Kínverjar og Rússar lýsa yfir stuðningi við Venesúela Skapari Call of Duty lést í bílslysi Trump nefnir nýja kynslóð orrustuskipa í höfuðið á sjálfum sér „Bandaríkin eiga ekki að taka yfir Grænland“ Nýr ritstjóri stöðvaði umfjöllun um brottvísanir Trump Breiddi út faðminn fyrir rasista: „Þið þurfið ekki að biðjast afsökunar á að vera hvít lengur“ Sprengdu rússneskan hershöfðingja í loft upp í Moskvu Undirbúningur árásarinnar stóð yfir í marga mánuði Trump skipar sendifulltrúa fyrir Grænland Segir unnið að því að móta sameiginlega nálgun Bandaríkjanna, Úkraínu og Evrópu Sýknaður af nauðgun eftir að hafa verið skimaður fyrir sjaldgæfri svefnröskun Málið sem Trump getur ekki losað sig við Grunaður um manndráp eftir að tveggja ára drengur féll úr blokk Fóru um borð í vélvana rússneskt skip Baulað á Albanese á minningarathöfn á Bondi-strönd Kvarta yfir ritskoðun Epstein-skjala: „Við vitum ekki hvað við vitum ekki“ Níu skotnir til bana á krá Sextán ára fékk greitt fyrir að færa Epstein stúlkur Ljósmyndir horfnar úr Epstein-skjölunum, þar á meðal ein af Trump Vilja dauðarefsingu af borðinu vegna hagsmunaáreksturs ráðherra Pútín sagður hafa valið Witkoff Gerðu umfangsmiklar árásir gegn ISIS í Sýrlandi Það helsta úr fyrsta skammti Epstein-skjalanna Epstein-skjölin birt Sjá meira
Ætla ekki að rannsaka flugvélarhrap Prigozhin eftir alþjóðareglum Rússnesk yfirvöld synjuðu ósk brasilískra flugmálayfirvalda um sameiginlega rannsókn eftir alþjóðlegum reglum á því hvað grandaði flugvél Jevgeníj Prigozhin, rússneska málaliðaforingjans, að svo stöddu. Rússar eru ekki skyldugir til þess þó að alþjóðleg flugmálayfirvöld mæli með því. 30. ágúst 2023 08:57
Prigozhin úrskurðaður látinn eftir erfðarannsókn Eigandi Wagner málaliðahópsins, Yevgeny Prigozhin, hefur verið úrskurðaður látinn samkvæmt niðurstöðum úr erfðarannsókn sem gerð var á líkamsleifunum sem fundust í braki einkaþotu Prigozhin sem hrapaði á miðvikudag. 27. ágúst 2023 11:31
Skipar málaliðum Wagners að sverja hollustueið Vladimír Pútín, Rússlandsforseti, hefur undirritað tilskipun sem kveður á um að allir starfsmenn Wagner-málaliðahópsins, auk annarra rússneskra málaliðahópa, skuli sverja Rússlandi hollustueið. 26. ágúst 2023 19:16