Vitni að dýraháska hafi tilkynningar- og hjálparskyldu Kristinn Haukur Guðnason skrifar 30. ágúst 2023 11:04 Fimm kindur hafa rekið á fjöru í Vatnsfirði. Samsett. Facebook/Reykhólahreppur Héraðsdýralæknir hjá Matvælastofnun segir að fólk hafi tilkynningar- og hjálparskyldu þegar það sér dýr í háska. Tilkynning hefur borist um kindadauðann í Vatnsfirði. „Þetta er hlutur sem getur gerst. Það eru sumar kindur sem skila sér ekki af fjalli að hausti. Það getur verið að þær hafi farið í sjóinn eða fallið fyrir björg eða lenda í skurðum,“ segir Daníel Haraldsson, héraðsdýralæknir í norðvesturumdæmi. Eins og Vísir greindi frá í vikunni hefur Sveinn Viðarsson á Hvammi í Vatnsfirði á sunnanverðum Vestfjörðum séð fimm dauðar kindur reka á land á einni viku. En þær fara langt út á sker í fjöru en lenda í sjálfheldu þegar flæðir að. Eigandinn er Jóhann Pétur Ágústsson á Brjánslæk. Lausaganga víða við strandlengjuna Daníel segir að ef kindur fara ítrekað í sjóinn á einhverjum stað er farið í að athuga landfræðilegar aðstæður. Matvælastofnun hafi ekki borist næg gögn til að fara í neinar slíkar athuganir á þessum stað. „Okkur er ekki kunnugt um að þetta sé viðvarandi vandamál þarna,“ segir Daníel og að víða sé aukin hætta á þessu. „Lausaganga sauðfjár á sér stað með fram stórum hluta strandlengjunnar og svona aðstæður eru mjög víða. Svo sem hjá fé sem er í fjörubeit eða í eyjum. Það kemur fyrir að þær festast á blindskeri og eru ekkert voða glúrnar að koma sér frá því ef það flæðir að þeim.“ Það sama gildir um annað búfé, svo sem nautgripi eða hross, og jafn vel fólk. „Það er einhver hætta fólgin í þessu fyrir alla, þegar aðstæður eru svona,“ segir hann. Skylt að tilkynna eða hjálpa Matvælastofnun barst tilkynning frá óviðkomandi aðila vegna færslu á Facebook þar sem þetta mál hefur verið til umræðu. Daníel ítrekar að vitni hafa tilkynningarskyldu að gera eiganda eða bónda viðvart um dýr í háska. Ef ekki sé vitað hver eigi dýrið þá eigi að tilkynna það lögreglu. Daníel segir einnig að fólk hafi björgunarskyldu þegar dýr séu í háska en þurfi ekki að setja sig í hættu þó. „Ef þetta hefði verið hnédjúpt og maður með fulla heilsu hefði honum borið skylda til að hjálpa,“ segir Daníel um kindur sem lenda í hrakningum sem þessum. Línan sé þó ekki svarthvít. Vesturbyggð Dýraheilbrigði Dýr Mest lesið Þau kvöddu á árinu 2025 Erlent Hitinn fór í 19,8 stig og desembermetið slegið Veður Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Innlent Seinfeld og Friends-leikari látinn Erlent Fundu yfir milljón skjöl sem tengjast Epstein Erlent Fimm fórust í þyrluslysi á Kilimanjaro Erlent Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Innlent Hvar er opið á aðfangadag? Innlent Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Innlent Arion banki varar við svikaherferð Innlent Fleiri fréttir Þörf á að skerpa á verklagi spítalans í heimilisofbeldismálum Engin jólamessa vegna rafmagnsleysis Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Maðurinn fundinn Sigríður Halldórsdóttir nýr ritstjóri Kastljóss Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Forsætisráðuneytið eyddi meiru í almannatengla í fyrra en í ár Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Svanhildur Sif heiðruð Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Sjá meira
„Þetta er hlutur sem getur gerst. Það eru sumar kindur sem skila sér ekki af fjalli að hausti. Það getur verið að þær hafi farið í sjóinn eða fallið fyrir björg eða lenda í skurðum,“ segir Daníel Haraldsson, héraðsdýralæknir í norðvesturumdæmi. Eins og Vísir greindi frá í vikunni hefur Sveinn Viðarsson á Hvammi í Vatnsfirði á sunnanverðum Vestfjörðum séð fimm dauðar kindur reka á land á einni viku. En þær fara langt út á sker í fjöru en lenda í sjálfheldu þegar flæðir að. Eigandinn er Jóhann Pétur Ágústsson á Brjánslæk. Lausaganga víða við strandlengjuna Daníel segir að ef kindur fara ítrekað í sjóinn á einhverjum stað er farið í að athuga landfræðilegar aðstæður. Matvælastofnun hafi ekki borist næg gögn til að fara í neinar slíkar athuganir á þessum stað. „Okkur er ekki kunnugt um að þetta sé viðvarandi vandamál þarna,“ segir Daníel og að víða sé aukin hætta á þessu. „Lausaganga sauðfjár á sér stað með fram stórum hluta strandlengjunnar og svona aðstæður eru mjög víða. Svo sem hjá fé sem er í fjörubeit eða í eyjum. Það kemur fyrir að þær festast á blindskeri og eru ekkert voða glúrnar að koma sér frá því ef það flæðir að þeim.“ Það sama gildir um annað búfé, svo sem nautgripi eða hross, og jafn vel fólk. „Það er einhver hætta fólgin í þessu fyrir alla, þegar aðstæður eru svona,“ segir hann. Skylt að tilkynna eða hjálpa Matvælastofnun barst tilkynning frá óviðkomandi aðila vegna færslu á Facebook þar sem þetta mál hefur verið til umræðu. Daníel ítrekar að vitni hafa tilkynningarskyldu að gera eiganda eða bónda viðvart um dýr í háska. Ef ekki sé vitað hver eigi dýrið þá eigi að tilkynna það lögreglu. Daníel segir einnig að fólk hafi björgunarskyldu þegar dýr séu í háska en þurfi ekki að setja sig í hættu þó. „Ef þetta hefði verið hnédjúpt og maður með fulla heilsu hefði honum borið skylda til að hjálpa,“ segir Daníel um kindur sem lenda í hrakningum sem þessum. Línan sé þó ekki svarthvít.
Vesturbyggð Dýraheilbrigði Dýr Mest lesið Þau kvöddu á árinu 2025 Erlent Hitinn fór í 19,8 stig og desembermetið slegið Veður Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Innlent Seinfeld og Friends-leikari látinn Erlent Fundu yfir milljón skjöl sem tengjast Epstein Erlent Fimm fórust í þyrluslysi á Kilimanjaro Erlent Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Innlent Hvar er opið á aðfangadag? Innlent Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Innlent Arion banki varar við svikaherferð Innlent Fleiri fréttir Þörf á að skerpa á verklagi spítalans í heimilisofbeldismálum Engin jólamessa vegna rafmagnsleysis Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Maðurinn fundinn Sigríður Halldórsdóttir nýr ritstjóri Kastljóss Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Forsætisráðuneytið eyddi meiru í almannatengla í fyrra en í ár Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Svanhildur Sif heiðruð Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Sjá meira