213 látnir af völdum Covid og metfjöldi greindur með lekanda Hólmfríður Gísladóttir skrifar 30. ágúst 2023 07:15 Þátttaka barna í almennum bólusetningum var heldur slakari árið 2022 en á árum áður. Getty/Sean Gallup Samtals létust 213 einstaklingar árið 2022 þar sem Covid-19 var undirliggjandi orsök. Mynstur inflúensu var óvenjulegt og óvenjumikið um grúppu A streptókokkasýkingar, bæði hálsbólgu og skarlatssótt, og innlagnir á sjúkrahús vegna ífarandi sýkinga. Þetta er meðal þess sem kemur fram í ársskýrslu sóttvarna fyrir árið 2022. „Á árinu 2022, eins og á árunum 2020–2021, snerist stór hluti af starfsemi sóttvarnalæknis um COVID-19 en stærsta bylgja COVID-19 reið yfir þá um áramót og fram á vor 2022. Minni bylgja kom svo um sumarið,“ segir í inngangi að skýrslunni. „Mynstur árlegrar inflúensu var óvenjulegt árið 2022, með stærri bylgju en venjulega um vorið eftir engan inflúensufaraldur árið á undan. Síðan kom inflúensan óvenjusnemma um haustið 2022 og þegar upp var staðið höfðu greinst um tvöfalt fleiri staðfest tilfelli yfir árið miðað við meðaltal. Veturinn 2022 skapaðist þannig töluvert álag á heilbrigðisþjónustu vegna COVID-19, inflúensu og RS-veirusýkinga, sem allar geisuðu á sama tíma.“ MPX, áður kölluð (apabóla) barst hingað til lands og sextán einstaklingar greindust en enginn hefur greinst það sem af er ári 2023, þrátt fyrir viðvaranir um nýjan faraldur í sumar. Sautján einstaklingar greindust með berkla árið 2022, sem er heldur meiri fjöldi en hefur greinst undanfarin ár. Fjórir greindu voru með íslenskt ríkisfang en þrettán með erlent. Aukninguna kann að mega rekja til aukins fjölda umsækjenda um alþjóðlega vernd. „Enn er algengast að einstaklingar með íslenskt ríkisfang sem greinast með berklasjúkdóm séu fæddir fyrir 1970 og hafi sögu um berklasmit eða nánd við berklasjúklinga á barnsaldri eða yngri árum,“ segir í skýrslunni. Mesti fjöldi lekandasýkinga í meira en 30 ár Hvað varðar kynsjúkdóma greindust 158 einstaklingar með lekanda árið 2022, sem er mesti fjöldi sem greinst hefur hér á landi í meira en 30 ár. 70 prósent sýkinga voru hjá körlum en áhyggjur eru uppi vegna aukningar hjá ungum konum, þar sem sjúkdómurinn getur valdið sýkingum og ófrjósemi. Mögulegar skýringar á aukningunni almennt eru minni notkun smokka og aukin fjöldi bólfélaga. Svipaður fjöldi greindist með klamydíu og sárasótt og hefur greinst síðustu ár. Alls greindust 39 einstaklingar með HIV, 28 karlar og ellefu konur. Í 56 prósent tilvika var um að ræða nýgreiningu en í 44 prósent tilvika hafði sýkingin greinst áður erlendis. Tveir greindust með alnæmi á árinu, báðir umsækjendur um dvalarleyfi. Enginn lést af völdum alnæmis á árinu. Einn einstaklingur greindist með Creutzfeldt-Jakob sjúkdóminn (CJS) á árinu 2022, kona á miðjum aldri sem lést fljótlega eftir greiningu. „Tvisvar áður hefur CJS greinst hér á landi á síðari árum svo vitað sé, árin 2006 og 2020 og létust báðir einstaklingarnir stuttu eftir greiningu vegna sjúkdómsins.“ Heilbrigðismál Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bólusetningar Mest lesið Breytingar í vændum á skrifstofu forseta Innlent Hegðun Helga kunni að skýra skort á símtölum Innlent Boðar alla herforingjana á fordæmalausan skyndifund Erlent Uppsagnir hjá Norðuráli í dag Innlent Segir NATO og ESB hafa lýst yfir stríði við Rússland Erlent „Handagangur í öskjunni“ leiddi til þess að menntskælingar fengu áfengi Innlent Nýtt Lækjartorg á ís þar til flóðamat liggur fyrir Innlent Dæmigert hundaflaut að spyrja hvort kynin séu tvö Innlent Leikskóli heimtar tugi þúsunda fyrir „listaverk“ barnanna Erlent Minna fólk á að hafa vistir til þriggja daga á heimilinu Innlent Fleiri fréttir „Þau eru að herja á börnin okkar“ Skipulagði bæjarferðir að vestan þannig að hann kæmist í Blóðbankann Lægð sem valdi meiri usla Minna fólk á að hafa vistir til þriggja daga á heimilinu Dæmigert hundaflaut að spyrja hvort kynin séu tvö Grafalvarleg staða í Danmörku, trampólínlægð og hundaflaut Viðvörunarstig hækkað: Auknar líkur á gosi Refsing fyrir að nauðga þroskaskertum manni milduð Breytingar í vændum á skrifstofu forseta Stærðarinnar grjót féll á fjölfarinn veg Bein útsending: Farið yfir það nýjasta í krabbameinsrannsóknum „Handagangur í öskjunni“ leiddi til þess að menntskælingar fengu áfengi Skæð fuglaflensa greindist á Norðurlandi Uppsagnir hjá Norðuráli í dag Þingmenn ræða stjórnlausa veðmálastarfsemi: Íslendingar Evrópumeistarar Stórt framfaraskref að færa Blóðbankann í Kringluna Austurstræti orðið að göngugötu Íbúar Ártúnsholts hrósa sigri gegn borginni - í bili Fyrsta trampólínlægðin væntanleg á morgun Dóttirin fær einungis að mæta einu sinni í viku í frístund Drónar í Danaveldi og Blóðbankinn opnar í Kringlunni „Skoðun mín skiptir ekki máli“ Nýtt Lækjartorg á ís þar til flóðamat liggur fyrir 3,2 stiga skjálfti í Mýrdalsjökli Óskaði aðstoðar með gríðarstóran hníf Hegðun Helga kunni að skýra skort á símtölum Enska verði orðin ráðandi í atvinnulífi um miðja öld Heiðra Íslendinga með því að gera 17. júní að fánadegi Hafnar fullyrðingum þingmanns um innrætingu Skrítið að vita af ósprunginni handsprengju í næstu götu Sjá meira
Þetta er meðal þess sem kemur fram í ársskýrslu sóttvarna fyrir árið 2022. „Á árinu 2022, eins og á árunum 2020–2021, snerist stór hluti af starfsemi sóttvarnalæknis um COVID-19 en stærsta bylgja COVID-19 reið yfir þá um áramót og fram á vor 2022. Minni bylgja kom svo um sumarið,“ segir í inngangi að skýrslunni. „Mynstur árlegrar inflúensu var óvenjulegt árið 2022, með stærri bylgju en venjulega um vorið eftir engan inflúensufaraldur árið á undan. Síðan kom inflúensan óvenjusnemma um haustið 2022 og þegar upp var staðið höfðu greinst um tvöfalt fleiri staðfest tilfelli yfir árið miðað við meðaltal. Veturinn 2022 skapaðist þannig töluvert álag á heilbrigðisþjónustu vegna COVID-19, inflúensu og RS-veirusýkinga, sem allar geisuðu á sama tíma.“ MPX, áður kölluð (apabóla) barst hingað til lands og sextán einstaklingar greindust en enginn hefur greinst það sem af er ári 2023, þrátt fyrir viðvaranir um nýjan faraldur í sumar. Sautján einstaklingar greindust með berkla árið 2022, sem er heldur meiri fjöldi en hefur greinst undanfarin ár. Fjórir greindu voru með íslenskt ríkisfang en þrettán með erlent. Aukninguna kann að mega rekja til aukins fjölda umsækjenda um alþjóðlega vernd. „Enn er algengast að einstaklingar með íslenskt ríkisfang sem greinast með berklasjúkdóm séu fæddir fyrir 1970 og hafi sögu um berklasmit eða nánd við berklasjúklinga á barnsaldri eða yngri árum,“ segir í skýrslunni. Mesti fjöldi lekandasýkinga í meira en 30 ár Hvað varðar kynsjúkdóma greindust 158 einstaklingar með lekanda árið 2022, sem er mesti fjöldi sem greinst hefur hér á landi í meira en 30 ár. 70 prósent sýkinga voru hjá körlum en áhyggjur eru uppi vegna aukningar hjá ungum konum, þar sem sjúkdómurinn getur valdið sýkingum og ófrjósemi. Mögulegar skýringar á aukningunni almennt eru minni notkun smokka og aukin fjöldi bólfélaga. Svipaður fjöldi greindist með klamydíu og sárasótt og hefur greinst síðustu ár. Alls greindust 39 einstaklingar með HIV, 28 karlar og ellefu konur. Í 56 prósent tilvika var um að ræða nýgreiningu en í 44 prósent tilvika hafði sýkingin greinst áður erlendis. Tveir greindust með alnæmi á árinu, báðir umsækjendur um dvalarleyfi. Enginn lést af völdum alnæmis á árinu. Einn einstaklingur greindist með Creutzfeldt-Jakob sjúkdóminn (CJS) á árinu 2022, kona á miðjum aldri sem lést fljótlega eftir greiningu. „Tvisvar áður hefur CJS greinst hér á landi á síðari árum svo vitað sé, árin 2006 og 2020 og létust báðir einstaklingarnir stuttu eftir greiningu vegna sjúkdómsins.“
Heilbrigðismál Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bólusetningar Mest lesið Breytingar í vændum á skrifstofu forseta Innlent Hegðun Helga kunni að skýra skort á símtölum Innlent Boðar alla herforingjana á fordæmalausan skyndifund Erlent Uppsagnir hjá Norðuráli í dag Innlent Segir NATO og ESB hafa lýst yfir stríði við Rússland Erlent „Handagangur í öskjunni“ leiddi til þess að menntskælingar fengu áfengi Innlent Nýtt Lækjartorg á ís þar til flóðamat liggur fyrir Innlent Dæmigert hundaflaut að spyrja hvort kynin séu tvö Innlent Leikskóli heimtar tugi þúsunda fyrir „listaverk“ barnanna Erlent Minna fólk á að hafa vistir til þriggja daga á heimilinu Innlent Fleiri fréttir „Þau eru að herja á börnin okkar“ Skipulagði bæjarferðir að vestan þannig að hann kæmist í Blóðbankann Lægð sem valdi meiri usla Minna fólk á að hafa vistir til þriggja daga á heimilinu Dæmigert hundaflaut að spyrja hvort kynin séu tvö Grafalvarleg staða í Danmörku, trampólínlægð og hundaflaut Viðvörunarstig hækkað: Auknar líkur á gosi Refsing fyrir að nauðga þroskaskertum manni milduð Breytingar í vændum á skrifstofu forseta Stærðarinnar grjót féll á fjölfarinn veg Bein útsending: Farið yfir það nýjasta í krabbameinsrannsóknum „Handagangur í öskjunni“ leiddi til þess að menntskælingar fengu áfengi Skæð fuglaflensa greindist á Norðurlandi Uppsagnir hjá Norðuráli í dag Þingmenn ræða stjórnlausa veðmálastarfsemi: Íslendingar Evrópumeistarar Stórt framfaraskref að færa Blóðbankann í Kringluna Austurstræti orðið að göngugötu Íbúar Ártúnsholts hrósa sigri gegn borginni - í bili Fyrsta trampólínlægðin væntanleg á morgun Dóttirin fær einungis að mæta einu sinni í viku í frístund Drónar í Danaveldi og Blóðbankinn opnar í Kringlunni „Skoðun mín skiptir ekki máli“ Nýtt Lækjartorg á ís þar til flóðamat liggur fyrir 3,2 stiga skjálfti í Mýrdalsjökli Óskaði aðstoðar með gríðarstóran hníf Hegðun Helga kunni að skýra skort á símtölum Enska verði orðin ráðandi í atvinnulífi um miðja öld Heiðra Íslendinga með því að gera 17. júní að fánadegi Hafnar fullyrðingum þingmanns um innrætingu Skrítið að vita af ósprunginni handsprengju í næstu götu Sjá meira