Áframhaldandi bann hafi alvarleg áhrif á ríkisstjórnarsamstarfið Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 28. ágúst 2023 12:15 Teitur Björn Einarsson þingmaður Sjálfstæðismanna telur einsýnt að matvælaráðherra leyfi hvalveiðar að nýjur. Verði það ekki niðurstaðan muni hafi það alvarleg áhrif á ríkisstjórnarsamstarfið. Svandís Svavarsdóttir matvælaráðherra mun væntanlega skýra frá ákvörðun sinni í málinu á næstu dögum. Vísir Þingmaður Sjálfstæðisflokksins telur einsýnt að matvælaráðherra leyfi hvalveiðar að nýju enda hafi hún brotið lög með því að banna þær. Verði það ekki niðurstaðan muni hafi það alvarleg áhrif á ríkisstjórnarsamstarfið. Von er á nýrri skýrslu um hvernig draga má úr frávikum við veiðar á langreyðum í dag. Gjáin sem hefur verið milli Vinstri grænna og Sjálfstæðisflokksins í hvalveiðimálinu svokallaða birtist glöggt í ályktunum flokksráðsfunda ríkisstjórnarflokkanna um helgina. Vinstri grænir lýstu yfir fullum stuðningi við ákvörðun matvælaráðherra um að banna veiðar á stórhvelum á sínum fundi. Sjálfstæðismenn ályktuðu hins vegar að ráðherrann hefði með fyrirvaralausri frestun hvalveiða hvorki virt stjórnsýslulög né gætt meðalhófs. Teitur Björn Einarsson er þingmaður Sjálfstæðisflokksins í atvinnuveganefnd. „Sjálfstæðisflokkurinn hafnar þeirri stjórnsýslu sem matvælaráðherra hafði upp í júní þegar hún frestaði upphafi veiðitímabilsins með mjög gerræðislegum hætti. Fundurinn fordæmir þau vinnubrögð,“ segir Teitur. Starfshópur Svandísar Svavarsdóttur matvælaráðherra um leiðir til að fækka frávikum við veiðar á langreyðum skilar niðurstöðum sínum í dag samkvæmt upplýsingum úr ráðuneytinu. Væntanlega mun ráðherrann skýra frá ákvörðun sinni um hvalveiðar í framhaldinu enda rennur hvalveiðibannið út um mánaðamótin. Teitur telur liggja fyrir hver ákvörðun Svandísar verður. „Mér þykir einsýnt að hvalveiðar hefjist aftur 1. september, Pólitískt liggur það fyrir að Vinstri grænir enda eru á móti hvalveiðum en þetta mál var sérstaklega tekið fyrir í umræðum formanna flokkanna við myndun þessara ríkisstjórnar. Það er alveg skýrt og hefur komið fram í máli formanns Sjálfstæðisflokksins að Sjálfstæðisflokkurinn hafnaði því einfaldlega að það færi inn í stjórnarsáttmála að að hvalveiðar yrðu bannaðar þannig að þetta er hin pólitíska afstaða sem er uppi og ég vænti þess að hún muni ekki breytast,“ segir Teitur. Aðspurður um hvaða áhrif það hefði á ríkisstjórnarsamstarfið að matvælaráðherra framlengdi hvalveiðibannið svarar Teitur: „Ég get ekki ímyndað mér að matvælaráðherra komist að þeirri niðurstöðu að hún ætli að halda áfram að brjóta lög. Auðvitað væri það mjög alvarlegt ef ráðherra í ríkisstjórninni gengi fram með slíkum hætti áfram. Ég hef sagt það áður og segi það aftur að matvælaráðherra með sínum aðgerðum í júni skaðaði þetta ríkisstjórnarsamstarf,“ segir Teitur. Hvalveiðar Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Vinstri græn Sjálfstæðisflokkurinn Tengdar fréttir Andstaðan eykst almennt en fleiri konur segjast hlynntar veiðunum Andstaða við hvalveiðar hefur aukist á Íslandi samkvæmt nýrri könnun Maskínu fyrir Náttúruverndarsamtök Íslands. 42 prósent segjast nú mótfallin hvalveiðum, samanborið við 35 prósent í maí 2022. 28. ágúst 2023 07:53 Hvetur Íslendinga til að framlengja hvalveiðibannið Bandaríski stórleikarinn Jason Momoa hvetur íslensk stjórnvöld til þess að framlengja veiðibann á stórhvelum og hætta hvalveiði alfarið. Hann segir Íslendinga hugrakka að hafa bannað hvalveiðar í sumar. 25. ágúst 2023 14:03 Svandís hafi gerst sek um valdníðslu í hvalveiðimálinu Þingmenn í atvinnuveganefnd eru ekki par sáttir við ákvörðun Svandísar Svavarsdóttur matvælaráðherra um stöðvun hvalveiða skömmu fyrir vertíð. Ný skýrsla um efnahagsleg áhrif breyti engu þar um. 23. ágúst 2023 15:30 Mest lesið Vonsviknir ferðamenn og reiði út í Icelandair vegna hækkunar fargjalda Innlent Arnarflug lifað lengst í samkeppni við Icelandair Innlent Misstu allt samband við Internetið Erlent Ísraelar samþykkja friðaráætlun Trumps Erlent Tilkynnt um dróna yfir Keflavíkurflugvelli Innlent Erlendir miðlar fjalla um gjaldþrot Play Erlent Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Innlent Þriggja ára fangelsi: Tók ekki mark á lygilegri frásögn Innlent Lítur svo á að hann njóti ekki trausts og hefur beðist lausnar Innlent Bílstjórinn þrettán ára Innlent Fleiri fréttir Vonsviknir ferðamenn og reiði út í Icelandair vegna hækkunar fargjalda Arnarflug lifað lengst í samkeppni við Icelandair Fall Play frá öllum hliðum Tilkynnt um dróna yfir Keflavíkurflugvelli Þriggja ára fangelsi: Tók ekki mark á lygilegri frásögn Neyðast til að millilenda, tapaður peningur og rándýr flug heim Lítur svo á að hann njóti ekki trausts og hefur beðist lausnar Banaslys á Skagavegi 2024: Drukknaði eftir að hafa misst stjórn í beygju Sjokk, stress og særindi í Leifsstöð Bein útsending: Lýðheilsuvísar 2025 kynntir Ekki erfitt að vera föst í 25 gráðum en ástæðan sorgleg „Óvænt og líka mjög leiðinlegt“ Play hættir að fljúga, hundruð missa vinnuna og strandaglópar í Leifsstöð Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Fara yfir stöðuna vegna Play og skipuleggja sig Bílstjórinn þrettán ára Vísað burtu af hóteli og svo handtekinn í sameign 29 prósent heimila skipuð einstæðingum: „Meðvituð ákvörðun til að njóta frelsis“ Aldrei neinn afsláttur gefinn í flugprófunum Allt niður í þriggja mánaða fiðluleikara „Virðist bitna á saklausum ferðamönnum“ „Ákveðinn miski“ að geta ekki treyst vatninu Flúði próflaus undan lögreglu með einum of marga farþega þegar bíllinn valt Umfangsmiklar árásir og símengað neysluvatn Báturinn áður sokkið í sömu höfn og án skýringar Drukkinn ökumaður keyrði á þrjá bíla og reyndi að stinga af Um 200 nemendur eru í lögreglunámi á Akureyri Skora á Snorra að gefa kost á sér Bíll valt eftir flótta undan lögreglu og þrír slösuðust Reiknað með afskiptum af öllum samkomum Vítisengla Sjá meira
Gjáin sem hefur verið milli Vinstri grænna og Sjálfstæðisflokksins í hvalveiðimálinu svokallaða birtist glöggt í ályktunum flokksráðsfunda ríkisstjórnarflokkanna um helgina. Vinstri grænir lýstu yfir fullum stuðningi við ákvörðun matvælaráðherra um að banna veiðar á stórhvelum á sínum fundi. Sjálfstæðismenn ályktuðu hins vegar að ráðherrann hefði með fyrirvaralausri frestun hvalveiða hvorki virt stjórnsýslulög né gætt meðalhófs. Teitur Björn Einarsson er þingmaður Sjálfstæðisflokksins í atvinnuveganefnd. „Sjálfstæðisflokkurinn hafnar þeirri stjórnsýslu sem matvælaráðherra hafði upp í júní þegar hún frestaði upphafi veiðitímabilsins með mjög gerræðislegum hætti. Fundurinn fordæmir þau vinnubrögð,“ segir Teitur. Starfshópur Svandísar Svavarsdóttur matvælaráðherra um leiðir til að fækka frávikum við veiðar á langreyðum skilar niðurstöðum sínum í dag samkvæmt upplýsingum úr ráðuneytinu. Væntanlega mun ráðherrann skýra frá ákvörðun sinni um hvalveiðar í framhaldinu enda rennur hvalveiðibannið út um mánaðamótin. Teitur telur liggja fyrir hver ákvörðun Svandísar verður. „Mér þykir einsýnt að hvalveiðar hefjist aftur 1. september, Pólitískt liggur það fyrir að Vinstri grænir enda eru á móti hvalveiðum en þetta mál var sérstaklega tekið fyrir í umræðum formanna flokkanna við myndun þessara ríkisstjórnar. Það er alveg skýrt og hefur komið fram í máli formanns Sjálfstæðisflokksins að Sjálfstæðisflokkurinn hafnaði því einfaldlega að það færi inn í stjórnarsáttmála að að hvalveiðar yrðu bannaðar þannig að þetta er hin pólitíska afstaða sem er uppi og ég vænti þess að hún muni ekki breytast,“ segir Teitur. Aðspurður um hvaða áhrif það hefði á ríkisstjórnarsamstarfið að matvælaráðherra framlengdi hvalveiðibannið svarar Teitur: „Ég get ekki ímyndað mér að matvælaráðherra komist að þeirri niðurstöðu að hún ætli að halda áfram að brjóta lög. Auðvitað væri það mjög alvarlegt ef ráðherra í ríkisstjórninni gengi fram með slíkum hætti áfram. Ég hef sagt það áður og segi það aftur að matvælaráðherra með sínum aðgerðum í júni skaðaði þetta ríkisstjórnarsamstarf,“ segir Teitur.
Hvalveiðar Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Vinstri græn Sjálfstæðisflokkurinn Tengdar fréttir Andstaðan eykst almennt en fleiri konur segjast hlynntar veiðunum Andstaða við hvalveiðar hefur aukist á Íslandi samkvæmt nýrri könnun Maskínu fyrir Náttúruverndarsamtök Íslands. 42 prósent segjast nú mótfallin hvalveiðum, samanborið við 35 prósent í maí 2022. 28. ágúst 2023 07:53 Hvetur Íslendinga til að framlengja hvalveiðibannið Bandaríski stórleikarinn Jason Momoa hvetur íslensk stjórnvöld til þess að framlengja veiðibann á stórhvelum og hætta hvalveiði alfarið. Hann segir Íslendinga hugrakka að hafa bannað hvalveiðar í sumar. 25. ágúst 2023 14:03 Svandís hafi gerst sek um valdníðslu í hvalveiðimálinu Þingmenn í atvinnuveganefnd eru ekki par sáttir við ákvörðun Svandísar Svavarsdóttur matvælaráðherra um stöðvun hvalveiða skömmu fyrir vertíð. Ný skýrsla um efnahagsleg áhrif breyti engu þar um. 23. ágúst 2023 15:30 Mest lesið Vonsviknir ferðamenn og reiði út í Icelandair vegna hækkunar fargjalda Innlent Arnarflug lifað lengst í samkeppni við Icelandair Innlent Misstu allt samband við Internetið Erlent Ísraelar samþykkja friðaráætlun Trumps Erlent Tilkynnt um dróna yfir Keflavíkurflugvelli Innlent Erlendir miðlar fjalla um gjaldþrot Play Erlent Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Innlent Þriggja ára fangelsi: Tók ekki mark á lygilegri frásögn Innlent Lítur svo á að hann njóti ekki trausts og hefur beðist lausnar Innlent Bílstjórinn þrettán ára Innlent Fleiri fréttir Vonsviknir ferðamenn og reiði út í Icelandair vegna hækkunar fargjalda Arnarflug lifað lengst í samkeppni við Icelandair Fall Play frá öllum hliðum Tilkynnt um dróna yfir Keflavíkurflugvelli Þriggja ára fangelsi: Tók ekki mark á lygilegri frásögn Neyðast til að millilenda, tapaður peningur og rándýr flug heim Lítur svo á að hann njóti ekki trausts og hefur beðist lausnar Banaslys á Skagavegi 2024: Drukknaði eftir að hafa misst stjórn í beygju Sjokk, stress og særindi í Leifsstöð Bein útsending: Lýðheilsuvísar 2025 kynntir Ekki erfitt að vera föst í 25 gráðum en ástæðan sorgleg „Óvænt og líka mjög leiðinlegt“ Play hættir að fljúga, hundruð missa vinnuna og strandaglópar í Leifsstöð Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Fara yfir stöðuna vegna Play og skipuleggja sig Bílstjórinn þrettán ára Vísað burtu af hóteli og svo handtekinn í sameign 29 prósent heimila skipuð einstæðingum: „Meðvituð ákvörðun til að njóta frelsis“ Aldrei neinn afsláttur gefinn í flugprófunum Allt niður í þriggja mánaða fiðluleikara „Virðist bitna á saklausum ferðamönnum“ „Ákveðinn miski“ að geta ekki treyst vatninu Flúði próflaus undan lögreglu með einum of marga farþega þegar bíllinn valt Umfangsmiklar árásir og símengað neysluvatn Báturinn áður sokkið í sömu höfn og án skýringar Drukkinn ökumaður keyrði á þrjá bíla og reyndi að stinga af Um 200 nemendur eru í lögreglunámi á Akureyri Skora á Snorra að gefa kost á sér Bíll valt eftir flótta undan lögreglu og þrír slösuðust Reiknað með afskiptum af öllum samkomum Vítisengla Sjá meira
Andstaðan eykst almennt en fleiri konur segjast hlynntar veiðunum Andstaða við hvalveiðar hefur aukist á Íslandi samkvæmt nýrri könnun Maskínu fyrir Náttúruverndarsamtök Íslands. 42 prósent segjast nú mótfallin hvalveiðum, samanborið við 35 prósent í maí 2022. 28. ágúst 2023 07:53
Hvetur Íslendinga til að framlengja hvalveiðibannið Bandaríski stórleikarinn Jason Momoa hvetur íslensk stjórnvöld til þess að framlengja veiðibann á stórhvelum og hætta hvalveiði alfarið. Hann segir Íslendinga hugrakka að hafa bannað hvalveiðar í sumar. 25. ágúst 2023 14:03
Svandís hafi gerst sek um valdníðslu í hvalveiðimálinu Þingmenn í atvinnuveganefnd eru ekki par sáttir við ákvörðun Svandísar Svavarsdóttur matvælaráðherra um stöðvun hvalveiða skömmu fyrir vertíð. Ný skýrsla um efnahagsleg áhrif breyti engu þar um. 23. ágúst 2023 15:30