„Að fá lyfið á svörtum markaði er ekkert auðveldara en að fá það í apóteki“ Helena Rós Sturludóttir skrifar 26. ágúst 2023 12:19 Vilhjálmur Hjálmarsson, formaður ADHD samtakanna, segir ekki hlaupið að því að fólk með ADHD, sem finni fyrir lyfjaskorti vegna lyfsins Elvanse, skipti um lyfið. Vísir/Arnar Formaður ADHD samtakanna segir lyfjaskort setja allt úr skorðum hjá þeim einstaklingum sem eru með ADHD og fá ekki lyfin sín. Lyfið sé jafn ófáanlegt á svörtum markaði og í apótekum. Greint var frá því í hádegisfréttum okkar í gær að ADHD lyfið Elvanse hafi verið ófáanlegt í rúman mánuð hér á landi. Dæmi væru um að fólk reyni að útvega sér lyfið á svörtum markaði. Vilhjálmur Hjálmarsson, formaður ADHD samtakanna, segir skortinn ekki bundinn við Ísland. „Að fá þetta á svörtum markaði er ekkert auðveldara en að fá það í apóteki ef lyfið fæst ekki. Þetta er ekki sér íslenskt vandamál. Þetta er að gerast í Evrópu og löngu byrjað að gerast í Ameríku. Ekki bara þetta lyf heldur lyf sem byggja á svipuðu virku efni,“ segir Vilhjálmur. Fyrst hafi borið á skortinum fyrir um þremur mánuðum og að stór hluti þeirra sem séu á lyfinu Elvanse hafi prófað önnur lyf sem hafi ekki hentað. Ekki sé hlaupið að því að skipta um lyf. „Það fer allt úr skorðum. Það skiptir miklu máli fyrir manneskju með ADHD að halda rútínu, sofa reglulega, ná hvíld og bara það að taka ekki inn lyf setur allt annað úr skorðum og það er erfitt fyrir marga og jafnvel mjög slæmt,“ segir Vilhjálmur jafnframt. Fjölmargir séu nú án lyfja og vandamálið sé stórt. Hins vegar þýði lítið að agnúast út í Lyfjastofnun á Íslandi þar sem skorturinn sé á heimsvísu. Forstjóri Lyfjastofnunar brýndi fyrir fólki í gær að vera ekki að nota annara manna lyf og að það ætti annað hvort að taka sér lyfjafrí eða tala við sinn lækni. Undir það tekur Vilhjálmur. „Þú átt aldrei að nota annarra manna lyf það er ekkert öðruvísi en að finna lyf á svörtum markaði,“ segir hann og bætir við að fólk geti ekki gengið úr skugga um að það sé að fá rétt lyf og magn á götunni. Lyf Heilbrigðismál ADHD Tengdar fréttir Lyfjaávísunum fjölgað mun meira en fólki Frá árinu 2018 hefur lyfjaávísunum fjölgað nærri þrefalt meira en Íslendingum. Þetta kemur fram í ársskýrslu Lyfjastofnunar fyrir árið 2022 sem birt var í dag. 6. júní 2023 19:04 Flugáhöfnum bannað að nota ADHD-lyf Icelandair tilkynnti áhöfnum sínum að notkun á ADHD-lyfjum sé alfarið bönnuð í dag. Þeir starfsmenn sem eru á slíkum lyfjum þurfa að fá flughæfi sitt metið hjá lækni. Tímafrekt getur verið að vera metinn hæfur aftur eftir notkun lyfjanna. 11. maí 2023 22:24 Starfsfólk getur átt von á að vera sent í tilviljanarkenndar skimanir Formaður ADHD samtakana gagnrýnir að ADHD-lyf séu bönnuð meðal flugliða Icelandair og segir það fornaldarhugsunarhátt. Málið hafi áhrif á fjölda fólks sem nú þurfi að velja á milli starfs síns eða nauðsynlegra lyfja. Starfsfólk getur átt von á að vera sent í tilviljanarkenndar skimanir. 12. maí 2023 13:25 Mest lesið Vaktin: Stefán og Lúkas dæmdir í 17 ára fangelsi Innlent „Ég hef aldrei séð svona mikið vatn í Jökulsá“ Innlent Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Innlent Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Innlent Vímuefnaneysla talin meginorsök banaslyss við Hraunsnef Innlent Telja dagana frá síðasta innbroti Innlent Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því Innlent Von á mesta vindinum í marga mánuði Veður Grindavíkurgersemin Birna Óladóttir fallin frá Innlent „Ég má ekki heita Hrísey en ég má heita Rodriguez“ Innlent Fleiri fréttir Ekki liðnir níu dagar þegar það var aftur brotist inn Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Dómsuppkvaðning í Gufunesmálinu og óveður í aðsigi Meirihluti íbúa ánægður með flutning stórtónleika á sunnudag Annar fulltrúa Framsóknar hættur í bæjarstjórn Kópavogs Vímuefnaneysla talin meginorsök banaslyss við Hraunsnef Vaktin: Stefán og Lúkas dæmdir í 17 ára fangelsi Ekki búin að ákveða hvort þjóðaröryggisráð verði kallað saman „Ég hef aldrei séð svona mikið vatn í Jökulsá“ Grindavíkurgersemin Birna Óladóttir fallin frá Kristrún í pallborði með Starmer, Carney og Albanese Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Hugmyndir kynntar um „miðstöð jaðaríþrótta“ í Toppstöðinni Telja dagana frá síðasta innbroti Rannsaka líkamsárás og fjárkúgun Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því „Ég má ekki heita Hrísey en ég má heita Rodriguez“ Skvísur séu almennt frekar næringarsnauðar og börnin geti orðið matvönd „Þau eru að herja á börnin okkar“ Skipulagði bæjarferðir að vestan þannig að hann kæmist í Blóðbankann Lægð sem valdi meiri usla Minna fólk á að hafa vistir til þriggja daga á heimilinu Dæmigert hundaflaut að spyrja hvort kynin séu tvö Grafalvarleg staða í Danmörku, trampólínlægð og hundaflaut Viðvörunarstig hækkað: Auknar líkur á gosi Refsing fyrir að nauðga þroskaskertum manni milduð Breytingar í vændum á skrifstofu forseta Stærðarinnar grjót féll á fjölfarinn veg Bein útsending: Farið yfir það nýjasta í krabbameinsrannsóknum „Handagangur í öskjunni“ leiddi til þess að menntskælingar fengu áfengi Sjá meira
Greint var frá því í hádegisfréttum okkar í gær að ADHD lyfið Elvanse hafi verið ófáanlegt í rúman mánuð hér á landi. Dæmi væru um að fólk reyni að útvega sér lyfið á svörtum markaði. Vilhjálmur Hjálmarsson, formaður ADHD samtakanna, segir skortinn ekki bundinn við Ísland. „Að fá þetta á svörtum markaði er ekkert auðveldara en að fá það í apóteki ef lyfið fæst ekki. Þetta er ekki sér íslenskt vandamál. Þetta er að gerast í Evrópu og löngu byrjað að gerast í Ameríku. Ekki bara þetta lyf heldur lyf sem byggja á svipuðu virku efni,“ segir Vilhjálmur. Fyrst hafi borið á skortinum fyrir um þremur mánuðum og að stór hluti þeirra sem séu á lyfinu Elvanse hafi prófað önnur lyf sem hafi ekki hentað. Ekki sé hlaupið að því að skipta um lyf. „Það fer allt úr skorðum. Það skiptir miklu máli fyrir manneskju með ADHD að halda rútínu, sofa reglulega, ná hvíld og bara það að taka ekki inn lyf setur allt annað úr skorðum og það er erfitt fyrir marga og jafnvel mjög slæmt,“ segir Vilhjálmur jafnframt. Fjölmargir séu nú án lyfja og vandamálið sé stórt. Hins vegar þýði lítið að agnúast út í Lyfjastofnun á Íslandi þar sem skorturinn sé á heimsvísu. Forstjóri Lyfjastofnunar brýndi fyrir fólki í gær að vera ekki að nota annara manna lyf og að það ætti annað hvort að taka sér lyfjafrí eða tala við sinn lækni. Undir það tekur Vilhjálmur. „Þú átt aldrei að nota annarra manna lyf það er ekkert öðruvísi en að finna lyf á svörtum markaði,“ segir hann og bætir við að fólk geti ekki gengið úr skugga um að það sé að fá rétt lyf og magn á götunni.
Lyf Heilbrigðismál ADHD Tengdar fréttir Lyfjaávísunum fjölgað mun meira en fólki Frá árinu 2018 hefur lyfjaávísunum fjölgað nærri þrefalt meira en Íslendingum. Þetta kemur fram í ársskýrslu Lyfjastofnunar fyrir árið 2022 sem birt var í dag. 6. júní 2023 19:04 Flugáhöfnum bannað að nota ADHD-lyf Icelandair tilkynnti áhöfnum sínum að notkun á ADHD-lyfjum sé alfarið bönnuð í dag. Þeir starfsmenn sem eru á slíkum lyfjum þurfa að fá flughæfi sitt metið hjá lækni. Tímafrekt getur verið að vera metinn hæfur aftur eftir notkun lyfjanna. 11. maí 2023 22:24 Starfsfólk getur átt von á að vera sent í tilviljanarkenndar skimanir Formaður ADHD samtakana gagnrýnir að ADHD-lyf séu bönnuð meðal flugliða Icelandair og segir það fornaldarhugsunarhátt. Málið hafi áhrif á fjölda fólks sem nú þurfi að velja á milli starfs síns eða nauðsynlegra lyfja. Starfsfólk getur átt von á að vera sent í tilviljanarkenndar skimanir. 12. maí 2023 13:25 Mest lesið Vaktin: Stefán og Lúkas dæmdir í 17 ára fangelsi Innlent „Ég hef aldrei séð svona mikið vatn í Jökulsá“ Innlent Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Innlent Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Innlent Vímuefnaneysla talin meginorsök banaslyss við Hraunsnef Innlent Telja dagana frá síðasta innbroti Innlent Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því Innlent Von á mesta vindinum í marga mánuði Veður Grindavíkurgersemin Birna Óladóttir fallin frá Innlent „Ég má ekki heita Hrísey en ég má heita Rodriguez“ Innlent Fleiri fréttir Ekki liðnir níu dagar þegar það var aftur brotist inn Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Dómsuppkvaðning í Gufunesmálinu og óveður í aðsigi Meirihluti íbúa ánægður með flutning stórtónleika á sunnudag Annar fulltrúa Framsóknar hættur í bæjarstjórn Kópavogs Vímuefnaneysla talin meginorsök banaslyss við Hraunsnef Vaktin: Stefán og Lúkas dæmdir í 17 ára fangelsi Ekki búin að ákveða hvort þjóðaröryggisráð verði kallað saman „Ég hef aldrei séð svona mikið vatn í Jökulsá“ Grindavíkurgersemin Birna Óladóttir fallin frá Kristrún í pallborði með Starmer, Carney og Albanese Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Hugmyndir kynntar um „miðstöð jaðaríþrótta“ í Toppstöðinni Telja dagana frá síðasta innbroti Rannsaka líkamsárás og fjárkúgun Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því „Ég má ekki heita Hrísey en ég má heita Rodriguez“ Skvísur séu almennt frekar næringarsnauðar og börnin geti orðið matvönd „Þau eru að herja á börnin okkar“ Skipulagði bæjarferðir að vestan þannig að hann kæmist í Blóðbankann Lægð sem valdi meiri usla Minna fólk á að hafa vistir til þriggja daga á heimilinu Dæmigert hundaflaut að spyrja hvort kynin séu tvö Grafalvarleg staða í Danmörku, trampólínlægð og hundaflaut Viðvörunarstig hækkað: Auknar líkur á gosi Refsing fyrir að nauðga þroskaskertum manni milduð Breytingar í vændum á skrifstofu forseta Stærðarinnar grjót féll á fjölfarinn veg Bein útsending: Farið yfir það nýjasta í krabbameinsrannsóknum „Handagangur í öskjunni“ leiddi til þess að menntskælingar fengu áfengi Sjá meira
Lyfjaávísunum fjölgað mun meira en fólki Frá árinu 2018 hefur lyfjaávísunum fjölgað nærri þrefalt meira en Íslendingum. Þetta kemur fram í ársskýrslu Lyfjastofnunar fyrir árið 2022 sem birt var í dag. 6. júní 2023 19:04
Flugáhöfnum bannað að nota ADHD-lyf Icelandair tilkynnti áhöfnum sínum að notkun á ADHD-lyfjum sé alfarið bönnuð í dag. Þeir starfsmenn sem eru á slíkum lyfjum þurfa að fá flughæfi sitt metið hjá lækni. Tímafrekt getur verið að vera metinn hæfur aftur eftir notkun lyfjanna. 11. maí 2023 22:24
Starfsfólk getur átt von á að vera sent í tilviljanarkenndar skimanir Formaður ADHD samtakana gagnrýnir að ADHD-lyf séu bönnuð meðal flugliða Icelandair og segir það fornaldarhugsunarhátt. Málið hafi áhrif á fjölda fólks sem nú þurfi að velja á milli starfs síns eða nauðsynlegra lyfja. Starfsfólk getur átt von á að vera sent í tilviljanarkenndar skimanir. 12. maí 2023 13:25