Lukaku gæti endað í hlýjum faðmi Mourinho Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 25. ágúst 2023 18:31 Gætu sameinað krafta sína á nýjan leik. Alex Livesey/Getty Images Eftir að hafa verið orðaður við sitt fyrrum félag Inter brenndi Romelu Lukaku allar brýr til Mílanó þegar hann virtist á leið til Juventus. Það féll upp fyrir en það stöðvaði ekki leið Lukaku til Ítalíu. Nú virðist hann vera á leið til Rómaborgar þar sem fyrrverandi þjálfari hans ræður ríkjum. Ferill hins þrítuga Lukaku hefur verið heldur undarlegur síðustu misseri. Eftir að verða Ítalíumeistari með Inter vorið 2021 ákvað framherjinn að ganga aftur í raðir Chelsea á Englandi en hann var upphaflega á mála hjá félaginu frá árinu 2011 til 2014. Lukaku leið hins vegar ekki vel hjá Chelsea og var fljótur að koma sér í vandræði með því að tala um hversu mikið hann elskaði Inter og vildi spila fyrir félagið á nýjan leik. Hann var á endanum lánaður aftur til Ítalíu á síðustu leiktíð og talið var næsta öruggt að Inter myndi kaupa hann í sumar. Vandamálið er að Inter á voða lítið af pening til að eyða í leikmenn, félagið hefur aðeins eytt rúmum 35 milljónum evra í leikmenn í sumar á meðan rúmar 130 milljónir evra hafa komið inn fyrir sölur á leikmönnum. Það ásamt því að Lukaku var einnig í viðræðum við Juventus á sama tíma varð til þess að Inter hætti við að fá leikmanninn í sínar raðir. Stuttu eftir að Juventus dró sig út úr „kapphlaupinu“ varð ljóst að Lukaku virðist alveg sama hvar á Ítalíu hann spilar. Nú hefur Lukaku verið orðaður við Roma þar sem José Mourinho er við stjórnvölin. Þeir þekkjast ágætlega en Lukaku var þjálfari Manchester United þegar Lukaku kom þangað. Roma are in talks with Chelsea about taking striker Romelu Lukaku on loan this season.#BBCFootball— BBC Sport (@BBCSport) August 25, 2023 Roma er í leit að framherja þar sem Tammy Abraham er meiddur og Chelsea virðist tilbúið að leyfa Lukaku að fara á láni. Mauricio Pochettino, þjálfari Chelsea, hefur ekki útilokað að nota Lukaku en markmiðið virðist þó að losa hann af launaskrá og senda hann frá Lundúnum. Hvort liðin nái hins vegar saman um kaup og kjör, ásamt kaupverði næsta sumar, á eftir að koma í ljós. Félagaskiptaglugginn í stærstu deildum Evrópu lokar 1. september en er þó opinn örlítið lengur í Tyrklandi og Sádi-Arabíu. Fréttin hefur verið uppfærð. Fótbolti Enski boltinn Ítalski boltinn Mest lesið Ótrúlegt golfhögg í reiðiskasti slær í gegn á netinu Golf Sárt tap gegn Dönum á HM Handbolti Í beinni: Bröndby - Víkingur | Tekst loksins að slá út Dani? Fótbolti Leik U21 liðs Man United hætt vegna meiðsla leikmanns Enski boltinn Nýja stórstjarna Liverpool fékk ekki að hafa sjónvarp heima hjá sér Enski boltinn Labbaði í fjórtán tíma á keppnisstað og vann síðan 63 km ofurhlaup Sport Stuð á Víkingum í Kaupmannahöfn Fótbolti Mikael Neville ósáttur við liðið sitt Fótbolti Viktor Gísli fær treyju númer eitt hjá Barcelona Handbolti Fókus á bolta ekki bullur: „Á ekki að sjást í kringum fótboltaleiki“ Fótbolti Fleiri fréttir Í beinni: Tindastóll - Þróttur | Halda gestirnir sér í titilbaráttu? Í beinni: Bröndby - Víkingur | Tekst loksins að slá út Dani? Í beinni: Breiðablik - Zrinjski | Hundruð milljóna í húfi Stuð á Víkingum í Kaupmannahöfn Sjáðu eitt af mörkum ársins og þrennu Jordyn Rhodes Enska augnablikið: Englar og djöflar Sjáðu varamennina bjarga PSG og vítakeppnina í Ofurbikarnum „Ætlum ekki að sprengja þetta í lausaloft“ Vonar að mótmælunum sé lokið fyrir slaginn við Víking Leoni færist nær Liverpool Halldór framlengir til ársins 2028 við Breiðablik Mikael Neville ósáttur við liðið sitt Tony Adams vill að Arsenal skipti um fyrirliða Sjáðu stelpurnar taka yfir N1 mótið á Akureyri Rooney sár út í Tom Brady: „Fannst hann vera mjög ósanngjarn“ Chelsea gefur fjölskyldu Jota hluta af HM-bónusunum Er ekki loksins kominn tími á það að við vinnum Danina? Nýja stórstjarna Liverpool fékk ekki að hafa sjónvarp heima hjá sér Enska augnablikið: AGUERO!! Fókus á bolta ekki bullur: „Á ekki að sjást í kringum fótboltaleiki“ Leik U21 liðs Man United hætt vegna meiðsla leikmanns Calvert-Lewin á leið til Leeds Guðmundur í grænt Willum lagði upp sigurmark Birmingham Njarðvík með fjögurra stiga forskot á toppnum PSG kom til baka og vann Ofurbikarinn í vítakeppni Uppgjörið: Valur - Stjarnan 4-2 | Rhodes með þrennu í seinni hálfleik Jón Daði skoraði fyrsta markið fyrir Selfoss í þrettán ár og Fylkir á botninum Jason Daði og félagar fá Rauðu djöflana í heimsókn Mótherjarnir afsaka sig fyrir fram: „Hvort sem það er leikrit eða ekki“ Sjá meira
Ferill hins þrítuga Lukaku hefur verið heldur undarlegur síðustu misseri. Eftir að verða Ítalíumeistari með Inter vorið 2021 ákvað framherjinn að ganga aftur í raðir Chelsea á Englandi en hann var upphaflega á mála hjá félaginu frá árinu 2011 til 2014. Lukaku leið hins vegar ekki vel hjá Chelsea og var fljótur að koma sér í vandræði með því að tala um hversu mikið hann elskaði Inter og vildi spila fyrir félagið á nýjan leik. Hann var á endanum lánaður aftur til Ítalíu á síðustu leiktíð og talið var næsta öruggt að Inter myndi kaupa hann í sumar. Vandamálið er að Inter á voða lítið af pening til að eyða í leikmenn, félagið hefur aðeins eytt rúmum 35 milljónum evra í leikmenn í sumar á meðan rúmar 130 milljónir evra hafa komið inn fyrir sölur á leikmönnum. Það ásamt því að Lukaku var einnig í viðræðum við Juventus á sama tíma varð til þess að Inter hætti við að fá leikmanninn í sínar raðir. Stuttu eftir að Juventus dró sig út úr „kapphlaupinu“ varð ljóst að Lukaku virðist alveg sama hvar á Ítalíu hann spilar. Nú hefur Lukaku verið orðaður við Roma þar sem José Mourinho er við stjórnvölin. Þeir þekkjast ágætlega en Lukaku var þjálfari Manchester United þegar Lukaku kom þangað. Roma are in talks with Chelsea about taking striker Romelu Lukaku on loan this season.#BBCFootball— BBC Sport (@BBCSport) August 25, 2023 Roma er í leit að framherja þar sem Tammy Abraham er meiddur og Chelsea virðist tilbúið að leyfa Lukaku að fara á láni. Mauricio Pochettino, þjálfari Chelsea, hefur ekki útilokað að nota Lukaku en markmiðið virðist þó að losa hann af launaskrá og senda hann frá Lundúnum. Hvort liðin nái hins vegar saman um kaup og kjör, ásamt kaupverði næsta sumar, á eftir að koma í ljós. Félagaskiptaglugginn í stærstu deildum Evrópu lokar 1. september en er þó opinn örlítið lengur í Tyrklandi og Sádi-Arabíu. Fréttin hefur verið uppfærð.
Fótbolti Enski boltinn Ítalski boltinn Mest lesið Ótrúlegt golfhögg í reiðiskasti slær í gegn á netinu Golf Sárt tap gegn Dönum á HM Handbolti Í beinni: Bröndby - Víkingur | Tekst loksins að slá út Dani? Fótbolti Leik U21 liðs Man United hætt vegna meiðsla leikmanns Enski boltinn Nýja stórstjarna Liverpool fékk ekki að hafa sjónvarp heima hjá sér Enski boltinn Labbaði í fjórtán tíma á keppnisstað og vann síðan 63 km ofurhlaup Sport Stuð á Víkingum í Kaupmannahöfn Fótbolti Mikael Neville ósáttur við liðið sitt Fótbolti Viktor Gísli fær treyju númer eitt hjá Barcelona Handbolti Fókus á bolta ekki bullur: „Á ekki að sjást í kringum fótboltaleiki“ Fótbolti Fleiri fréttir Í beinni: Tindastóll - Þróttur | Halda gestirnir sér í titilbaráttu? Í beinni: Bröndby - Víkingur | Tekst loksins að slá út Dani? Í beinni: Breiðablik - Zrinjski | Hundruð milljóna í húfi Stuð á Víkingum í Kaupmannahöfn Sjáðu eitt af mörkum ársins og þrennu Jordyn Rhodes Enska augnablikið: Englar og djöflar Sjáðu varamennina bjarga PSG og vítakeppnina í Ofurbikarnum „Ætlum ekki að sprengja þetta í lausaloft“ Vonar að mótmælunum sé lokið fyrir slaginn við Víking Leoni færist nær Liverpool Halldór framlengir til ársins 2028 við Breiðablik Mikael Neville ósáttur við liðið sitt Tony Adams vill að Arsenal skipti um fyrirliða Sjáðu stelpurnar taka yfir N1 mótið á Akureyri Rooney sár út í Tom Brady: „Fannst hann vera mjög ósanngjarn“ Chelsea gefur fjölskyldu Jota hluta af HM-bónusunum Er ekki loksins kominn tími á það að við vinnum Danina? Nýja stórstjarna Liverpool fékk ekki að hafa sjónvarp heima hjá sér Enska augnablikið: AGUERO!! Fókus á bolta ekki bullur: „Á ekki að sjást í kringum fótboltaleiki“ Leik U21 liðs Man United hætt vegna meiðsla leikmanns Calvert-Lewin á leið til Leeds Guðmundur í grænt Willum lagði upp sigurmark Birmingham Njarðvík með fjögurra stiga forskot á toppnum PSG kom til baka og vann Ofurbikarinn í vítakeppni Uppgjörið: Valur - Stjarnan 4-2 | Rhodes með þrennu í seinni hálfleik Jón Daði skoraði fyrsta markið fyrir Selfoss í þrettán ár og Fylkir á botninum Jason Daði og félagar fá Rauðu djöflana í heimsókn Mótherjarnir afsaka sig fyrir fram: „Hvort sem það er leikrit eða ekki“ Sjá meira