„Í mínum huga alveg skýrt að ríkisfjármálin eru á réttri leið“ Margrét Björk Jónsdóttir skrifar 25. ágúst 2023 19:11 Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra kynnti á blaðamannafundi í morgun áform ríkisstjórnarinnar um að ráðast í 17 milljarða hagræðingu í rekstri á næsta ári. Vísir/Vilhelm Fjármála- og efnahagsráðherra segir efnahagsumsvif mikil hér á landi og að fá lönd hafi vaxið hraðar út úr Covid-faraldrinum en Ísland. Aðgerðir ríkistjórnarinnar gegn verðbólgu sem kynntar voru í júní hafi verið nauðsynlegar og skynsamlegar. Í morgun kynnti hann áform ríkisstjórnarinnar um að ráðast í sautján milljarða hagræðingu í rekstri á næsta ári. Uppsagnir hjá ríkisstarfsmönnum er meðal aðgerða sem gripið verður til hjá stofnunum til að hagræða í rekstri ríkisins. Spara á fimm milljarða með lækkun launakostnaðar. Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra segir erfitt að segja til um nákvæmar tölur í því samhengi en það geti komið ólíkt niður á einstökum ríkisstofnunum. „Í sumum tilvikum verður hægt að gera það með því að endurráða ekki í störf sem eru að losna. Starfsmannavelta er töluverð í ríkiskerfinu eins og annars staðar í samfélaginu. Góðu fréttirnar eru þær að atvinnustigið á Íslandi er hátt, þeir sem mögulega missa störf sín eru þá að koma út á vinnumarkað þar sem er eftirspurn eftir fólki. En útfærslan á þessu öllu ræðst af samtali milli ráðuneyta og einstakra ríkisstofnana,“ sagði Bjarni. En það er ekki hægt að draga fjöður yfir það, einhversstaðar mun þurfa að hagræða. Hann útilokar ekki að til uppsagna komi í ráðuneytunum. „Það er alveg viðbótar aðhaldskrafa á ráðuneytin. Það getur birst með ýmsum hætti, það kann að birtast með því að það verði ekki ráðið aftur í stöður sem losna. Í einhverjum tilvikum er ekki hægt að útiloka að það verði fækkun.“ Bjarni segir að vörður verði áfram staðinn um framlínustarfsemi, meðal annars á sviði heilbrigðismála, löggæslu, dómstóla og menntamála. Allt stefnir í að staða ríkissjóðs verði hundrað milljörðum krónum betri en spáð var fyrir um í fyrra.Vísir/Vilhelm Aukin gjöld á skemmtiferðaskip og fiskeldisfyrirtæki Samhliða þessum aðgerðum er gert ráð fyrir tekjuráðstöfunum að svipuðu umfangi. Mestu muni þar um notkunargjöld vegna rafmagns- og tengiltvinnbifreiða, aukna gjaldtöku á ferðaþjónustu, þ.á.m. af skemmtiferðaskipum, og hækkun gjalds á fiskeldisfyrirtæki á árinu 2024. „Skemmtiferðaskiptin og viðbótargjaldtaka af fiskeldinum munu skila nokkrum milljörðum, um þremur til fimm milljörðum,“ segir Bjarni. „Þannig að þetta, ásamt nýju gjaldakerfi fyrir rafmagns og tengiltvinnbifreiðar sem munu nú fara að borga fyrir það að nota vegakerfið, bara til jafns við aðrar bifreiðar, mun skila ríkjunum tekjum á móti þessum aðhaldsráðstöfunum.“ Hlutverk Seðlabankans frekar en ríkisstjórnarinnar að ná tökum á verðbólgunni Bjarni segir efnahagsumsvif mikil hér á landi og að fá lönd hafi vaxið hraðar út úr Covid faraldrinum en Ísland. Þá hafi sýnt sig að aðgerðir ríkisstjórnarinnar gegn verðbólgu sem kynntar voru í júní hafi verið nauðsynlegar og skynsamlegar. Bjarni segir að vörður verði áfram staðinn um framlínustarfsemi, meðal annars á sviði heilbrigðismála, löggæslu, dómstóla og menntamála. Vísir/Vilhelm „Það er í mínum huga alveg skýrt að ríkisfjármálin eru á réttri leið. Við erum langt á undan áætlun að ná endum saman í ríkisfjármálum, og ég hef trú á að við getum náð tökum á verðbólgunni þó það sé meginhlutverk Seðlabankans að gera það,“ segir Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra. Hér fyrir neðan er hægt að sjá upptöku af blaðamannafundinum í morgun. Rekstur hins opinbera Alþingi Fjárlagafrumvarp 2024 Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Mest lesið Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Innlent Skipulagðir glæpahópar farnir að útvista ofbeldi Innlent Stöðvar framkvæmdir við nýja Kaffistofu Samhjálpar Innlent Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Innlent „Annaðhvort þessir 28 liðir eða gífurlega erfiður vetur“ Erlent Skaut fimmtán skotum 25 sekúndum eftir að hann mætti Erlent Svona lítur friðaráætlun Bandaríkjamanna og Rússa út Erlent Flestir vilja að störf sérstaks saksóknara verði rannsökuð Innlent Stöðvuðu stækkun Sigöldustöðvar Innlent Sjálfa kom í bakið á þrautreyndum dópsala Innlent Fleiri fréttir Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Viðreisn hafi tekið upp málflutning Miðflokksins Hernaðarstuðningur hækkar ekki og Rutte kunnugt um „íslenska öryggismódelið“ 80% nemenda á Laugarvatni eru í kór menntaskólans Ráðherra hvatti börn til þess að mótmæla bókstafakerfi Flestir vilja að störf sérstaks saksóknara verði rannsökuð Meira í varnarmál og heitar umræður í beinni Erlendum vasaþjófum vísað úr landi Stöðvuðu stækkun Sigöldustöðvar Kanna fýsileika landeldis á Bakka Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Vara við netsvikum í nafni Skattsins Tæp tvö ár fyrir smygl á tæpum tveimur kílóum af kókaíni Hafa áhyggjur af fjármögnun loftslagsaðgerða stjórnvalda Stöðvar framkvæmdir við nýja Kaffistofu Samhjálpar Öryrkjar fá nú síður gjafsókn Fjörðurinn orðinn tvöfalt stærri Sveinn Óskar leiðir listann áfram Foreldrar eigi líka að leggja símann frá sér Samgönguáætlun ekki afgreidd á haustþingi Spáir enn desembergosi Ný fjármögnunarleið að ryðja sér til rúms og friðaráætlun í Úkraínu gagnrýnd Margir skorað á Ingibjörgu í formanninn Játaði líkamsárás en sleppur í bili vegna tölvubréfs dómara Bílvelta og árekstur í hálkunni Vísbendingar um að færri unglingar drekki áfengi Ráðin bæjarritari í Hveragerði Vilja tryggja stöðu ungs fólks í prófkjöri Samfylkingarinnar Kanna hug Grindvíkinga til framtíðar í Grindavík Sjá meira
Uppsagnir hjá ríkisstarfsmönnum er meðal aðgerða sem gripið verður til hjá stofnunum til að hagræða í rekstri ríkisins. Spara á fimm milljarða með lækkun launakostnaðar. Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra segir erfitt að segja til um nákvæmar tölur í því samhengi en það geti komið ólíkt niður á einstökum ríkisstofnunum. „Í sumum tilvikum verður hægt að gera það með því að endurráða ekki í störf sem eru að losna. Starfsmannavelta er töluverð í ríkiskerfinu eins og annars staðar í samfélaginu. Góðu fréttirnar eru þær að atvinnustigið á Íslandi er hátt, þeir sem mögulega missa störf sín eru þá að koma út á vinnumarkað þar sem er eftirspurn eftir fólki. En útfærslan á þessu öllu ræðst af samtali milli ráðuneyta og einstakra ríkisstofnana,“ sagði Bjarni. En það er ekki hægt að draga fjöður yfir það, einhversstaðar mun þurfa að hagræða. Hann útilokar ekki að til uppsagna komi í ráðuneytunum. „Það er alveg viðbótar aðhaldskrafa á ráðuneytin. Það getur birst með ýmsum hætti, það kann að birtast með því að það verði ekki ráðið aftur í stöður sem losna. Í einhverjum tilvikum er ekki hægt að útiloka að það verði fækkun.“ Bjarni segir að vörður verði áfram staðinn um framlínustarfsemi, meðal annars á sviði heilbrigðismála, löggæslu, dómstóla og menntamála. Allt stefnir í að staða ríkissjóðs verði hundrað milljörðum krónum betri en spáð var fyrir um í fyrra.Vísir/Vilhelm Aukin gjöld á skemmtiferðaskip og fiskeldisfyrirtæki Samhliða þessum aðgerðum er gert ráð fyrir tekjuráðstöfunum að svipuðu umfangi. Mestu muni þar um notkunargjöld vegna rafmagns- og tengiltvinnbifreiða, aukna gjaldtöku á ferðaþjónustu, þ.á.m. af skemmtiferðaskipum, og hækkun gjalds á fiskeldisfyrirtæki á árinu 2024. „Skemmtiferðaskiptin og viðbótargjaldtaka af fiskeldinum munu skila nokkrum milljörðum, um þremur til fimm milljörðum,“ segir Bjarni. „Þannig að þetta, ásamt nýju gjaldakerfi fyrir rafmagns og tengiltvinnbifreiðar sem munu nú fara að borga fyrir það að nota vegakerfið, bara til jafns við aðrar bifreiðar, mun skila ríkjunum tekjum á móti þessum aðhaldsráðstöfunum.“ Hlutverk Seðlabankans frekar en ríkisstjórnarinnar að ná tökum á verðbólgunni Bjarni segir efnahagsumsvif mikil hér á landi og að fá lönd hafi vaxið hraðar út úr Covid faraldrinum en Ísland. Þá hafi sýnt sig að aðgerðir ríkisstjórnarinnar gegn verðbólgu sem kynntar voru í júní hafi verið nauðsynlegar og skynsamlegar. Bjarni segir að vörður verði áfram staðinn um framlínustarfsemi, meðal annars á sviði heilbrigðismála, löggæslu, dómstóla og menntamála. Vísir/Vilhelm „Það er í mínum huga alveg skýrt að ríkisfjármálin eru á réttri leið. Við erum langt á undan áætlun að ná endum saman í ríkisfjármálum, og ég hef trú á að við getum náð tökum á verðbólgunni þó það sé meginhlutverk Seðlabankans að gera það,“ segir Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra. Hér fyrir neðan er hægt að sjá upptöku af blaðamannafundinum í morgun.
Rekstur hins opinbera Alþingi Fjárlagafrumvarp 2024 Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Mest lesið Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Innlent Skipulagðir glæpahópar farnir að útvista ofbeldi Innlent Stöðvar framkvæmdir við nýja Kaffistofu Samhjálpar Innlent Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Innlent „Annaðhvort þessir 28 liðir eða gífurlega erfiður vetur“ Erlent Skaut fimmtán skotum 25 sekúndum eftir að hann mætti Erlent Svona lítur friðaráætlun Bandaríkjamanna og Rússa út Erlent Flestir vilja að störf sérstaks saksóknara verði rannsökuð Innlent Stöðvuðu stækkun Sigöldustöðvar Innlent Sjálfa kom í bakið á þrautreyndum dópsala Innlent Fleiri fréttir Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Viðreisn hafi tekið upp málflutning Miðflokksins Hernaðarstuðningur hækkar ekki og Rutte kunnugt um „íslenska öryggismódelið“ 80% nemenda á Laugarvatni eru í kór menntaskólans Ráðherra hvatti börn til þess að mótmæla bókstafakerfi Flestir vilja að störf sérstaks saksóknara verði rannsökuð Meira í varnarmál og heitar umræður í beinni Erlendum vasaþjófum vísað úr landi Stöðvuðu stækkun Sigöldustöðvar Kanna fýsileika landeldis á Bakka Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Vara við netsvikum í nafni Skattsins Tæp tvö ár fyrir smygl á tæpum tveimur kílóum af kókaíni Hafa áhyggjur af fjármögnun loftslagsaðgerða stjórnvalda Stöðvar framkvæmdir við nýja Kaffistofu Samhjálpar Öryrkjar fá nú síður gjafsókn Fjörðurinn orðinn tvöfalt stærri Sveinn Óskar leiðir listann áfram Foreldrar eigi líka að leggja símann frá sér Samgönguáætlun ekki afgreidd á haustþingi Spáir enn desembergosi Ný fjármögnunarleið að ryðja sér til rúms og friðaráætlun í Úkraínu gagnrýnd Margir skorað á Ingibjörgu í formanninn Játaði líkamsárás en sleppur í bili vegna tölvubréfs dómara Bílvelta og árekstur í hálkunni Vísbendingar um að færri unglingar drekki áfengi Ráðin bæjarritari í Hveragerði Vilja tryggja stöðu ungs fólks í prófkjöri Samfylkingarinnar Kanna hug Grindvíkinga til framtíðar í Grindavík Sjá meira