Þurfa ekki að birta andsvör Votta Jehóva Jón Þór Stefánsson skrifar 25. ágúst 2023 11:03 Rúv Vísir/Vilhelm Ríkisútvarpið þarf ekki að birta andsvör Votta Jehóva vegna umfjöllunar á miðlum þess um trúarhópinn. Þetta kemur fram í úrskurði fjölmiðlanefndar, en þar segir að andsvörin sem Vottar Jehóva vildu koma á framfæri þóttu of löng. Einnig þóttu þau fela í sér meira en leiðréttingar á staðreyndum málsins, en nefndin bendir á að aðilar eigi ekki rétt á að koma sjónarmiðum sínum á framfæri að öðru leyti. Umfjöllun Ríkisútvarpsins var bæði í útvarpsþáttunum Þetta helst og í Kastljósi í janúar á þessu ári. Í þessum þáttum var rætt við sama viðmælanda um upplifun sína af Vottum Jehóva þar sem ofbeldi og trúarinnrætingu var lýst. Jafnframt var vísað til umfjöllunar Kompás á Stöð 2 frá árinu 2022 þar sem nokkrar konur, fyrrverandi Vottar Jehóva, fjölluðu um atburði sem þær urðu vitni að sem meðlimir trúarhópsins, en þær lýstu meðal annars flengingum á börnum. Í byrjun mars á þessu ári sendu Vottar Jehóva leiðréttingarkröfu til Ríkisútvarpsins sem var síðan ítrekuð nokkrum dögum síðar. Andsvörin vildu Vottar Jehóva fá birt á vef Ríkisútvarpsins þar sem samtökin höfðu verið sökuð um alvarleg mannréttindabrot, hótanir, kúgun og andlegt og líkamlegt ofbeldi. Þau voru hins vegar ekki birt. Þá vísuðu Vottar málinu til fjölmiðlanefndar sem óskaði sjónarmiða Ríkisútvarpsins. RÚV benti á lög um fjölmiðla og sögðu andsvör Votta fara yfir tíma- og lengdarmörk sem nauðsynleg þættu til að leiðrétta staðreyndir málsins. Jafnframt fælist í því annað og meira en einföld leiðrétting á staðreyndum. Fjölmiðlanefnd hafnaði kröfu Votta Jehóva á þeim forsendum sem RÚV gaf upp. Hægt er að lesa ákvörðun fjölmiðlanefndar hér. Trúmál Fjölmiðlar Fjölmiðlalög Ríkisútvarpið Mest lesið Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því Innlent „Ég má ekki heita Hrísey en ég má heita Rodriguez“ Innlent „Þau eru að herja á börnin okkar“ Innlent Lofthelgi aftur lokað í Álaborg vegna drónaflugs Erlent James Comey ákærður vegna Rússarannsóknar Erlent Skvísur séu almennt frekar næringarsnauðar og börnin geti orðið matvönd Innlent Minna fólk á að hafa vistir til þriggja daga á heimilinu Innlent Lægð sem valdi meiri usla Innlent Breytingar í vændum á skrifstofu forseta Innlent Dæmigert hundaflaut að spyrja hvort kynin séu tvö Innlent Fleiri fréttir Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því „Ég má ekki heita Hrísey en ég má heita Rodriguez“ Skvísur séu almennt frekar næringarsnauðar og börnin geti orðið matvönd „Þau eru að herja á börnin okkar“ Skipulagði bæjarferðir að vestan þannig að hann kæmist í Blóðbankann Lægð sem valdi meiri usla Minna fólk á að hafa vistir til þriggja daga á heimilinu Dæmigert hundaflaut að spyrja hvort kynin séu tvö Grafalvarleg staða í Danmörku, trampólínlægð og hundaflaut Viðvörunarstig hækkað: Auknar líkur á gosi Refsing fyrir að nauðga þroskaskertum manni milduð Breytingar í vændum á skrifstofu forseta Stærðarinnar grjót féll á fjölfarinn veg Bein útsending: Farið yfir það nýjasta í krabbameinsrannsóknum „Handagangur í öskjunni“ leiddi til þess að menntskælingar fengu áfengi Skæð fuglaflensa greindist á Norðurlandi Uppsagnir hjá Norðuráli í dag Þingmenn ræða stjórnlausa veðmálastarfsemi: Íslendingar Evrópumeistarar Stórt framfaraskref að færa Blóðbankann í Kringluna Austurstræti orðið að göngugötu Íbúar Ártúnsholts hrósa sigri gegn borginni - í bili Fyrsta trampólínlægðin væntanleg á morgun Dóttirin fær einungis að mæta einu sinni í viku í frístund Drónar í Danaveldi og Blóðbankinn opnar í Kringlunni „Skoðun mín skiptir ekki máli“ Nýtt Lækjartorg á ís þar til flóðamat liggur fyrir 3,2 stiga skjálfti í Mýrdalsjökli Óskaði aðstoðar með gríðarstóran hníf Hegðun Helga kunni að skýra skort á símtölum Enska verði orðin ráðandi í atvinnulífi um miðja öld Sjá meira
Umfjöllun Ríkisútvarpsins var bæði í útvarpsþáttunum Þetta helst og í Kastljósi í janúar á þessu ári. Í þessum þáttum var rætt við sama viðmælanda um upplifun sína af Vottum Jehóva þar sem ofbeldi og trúarinnrætingu var lýst. Jafnframt var vísað til umfjöllunar Kompás á Stöð 2 frá árinu 2022 þar sem nokkrar konur, fyrrverandi Vottar Jehóva, fjölluðu um atburði sem þær urðu vitni að sem meðlimir trúarhópsins, en þær lýstu meðal annars flengingum á börnum. Í byrjun mars á þessu ári sendu Vottar Jehóva leiðréttingarkröfu til Ríkisútvarpsins sem var síðan ítrekuð nokkrum dögum síðar. Andsvörin vildu Vottar Jehóva fá birt á vef Ríkisútvarpsins þar sem samtökin höfðu verið sökuð um alvarleg mannréttindabrot, hótanir, kúgun og andlegt og líkamlegt ofbeldi. Þau voru hins vegar ekki birt. Þá vísuðu Vottar málinu til fjölmiðlanefndar sem óskaði sjónarmiða Ríkisútvarpsins. RÚV benti á lög um fjölmiðla og sögðu andsvör Votta fara yfir tíma- og lengdarmörk sem nauðsynleg þættu til að leiðrétta staðreyndir málsins. Jafnframt fælist í því annað og meira en einföld leiðrétting á staðreyndum. Fjölmiðlanefnd hafnaði kröfu Votta Jehóva á þeim forsendum sem RÚV gaf upp. Hægt er að lesa ákvörðun fjölmiðlanefndar hér.
Trúmál Fjölmiðlar Fjölmiðlalög Ríkisútvarpið Mest lesið Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því Innlent „Ég má ekki heita Hrísey en ég má heita Rodriguez“ Innlent „Þau eru að herja á börnin okkar“ Innlent Lofthelgi aftur lokað í Álaborg vegna drónaflugs Erlent James Comey ákærður vegna Rússarannsóknar Erlent Skvísur séu almennt frekar næringarsnauðar og börnin geti orðið matvönd Innlent Minna fólk á að hafa vistir til þriggja daga á heimilinu Innlent Lægð sem valdi meiri usla Innlent Breytingar í vændum á skrifstofu forseta Innlent Dæmigert hundaflaut að spyrja hvort kynin séu tvö Innlent Fleiri fréttir Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því „Ég má ekki heita Hrísey en ég má heita Rodriguez“ Skvísur séu almennt frekar næringarsnauðar og börnin geti orðið matvönd „Þau eru að herja á börnin okkar“ Skipulagði bæjarferðir að vestan þannig að hann kæmist í Blóðbankann Lægð sem valdi meiri usla Minna fólk á að hafa vistir til þriggja daga á heimilinu Dæmigert hundaflaut að spyrja hvort kynin séu tvö Grafalvarleg staða í Danmörku, trampólínlægð og hundaflaut Viðvörunarstig hækkað: Auknar líkur á gosi Refsing fyrir að nauðga þroskaskertum manni milduð Breytingar í vændum á skrifstofu forseta Stærðarinnar grjót féll á fjölfarinn veg Bein útsending: Farið yfir það nýjasta í krabbameinsrannsóknum „Handagangur í öskjunni“ leiddi til þess að menntskælingar fengu áfengi Skæð fuglaflensa greindist á Norðurlandi Uppsagnir hjá Norðuráli í dag Þingmenn ræða stjórnlausa veðmálastarfsemi: Íslendingar Evrópumeistarar Stórt framfaraskref að færa Blóðbankann í Kringluna Austurstræti orðið að göngugötu Íbúar Ártúnsholts hrósa sigri gegn borginni - í bili Fyrsta trampólínlægðin væntanleg á morgun Dóttirin fær einungis að mæta einu sinni í viku í frístund Drónar í Danaveldi og Blóðbankinn opnar í Kringlunni „Skoðun mín skiptir ekki máli“ Nýtt Lækjartorg á ís þar til flóðamat liggur fyrir 3,2 stiga skjálfti í Mýrdalsjökli Óskaði aðstoðar með gríðarstóran hníf Hegðun Helga kunni að skýra skort á símtölum Enska verði orðin ráðandi í atvinnulífi um miðja öld Sjá meira