Segja Prigozhin hafa verið ráðinn af dögum Samúel Karl Ólason skrifar 24. ágúst 2023 19:46 Frá minnisvarða um Prigozhin við höfuðstöðvar Wagner Group í Pétursborg. AP/Dmitri Lovetsky Bráðabirgðaniðurstaða leyniþjónustusamfélags Bandaríkjanna er að rússneski auðjöfurinn Yevgeny Prigozhin, sem átti málaliðahópinn Wagner Group, hafi verið ráðinn af dögum. Heimildarmenn fjölmiðla vestanhafs eru þó ekki sammála um hvort að talið sé að einkaflugvél hans hafi verið skotin niður yfir Rússlandi í gær eða hvort sprengju hafi verið komið fyrir um borð í flugvélinni. Sumir segja það alfarið óljóst, aðrir segja sprengju hafa verið notaða og þá segja aðrir að flugvélin hafi verið skotin niður. Verið var að fljúga einkaflugvél Prigozhin frá Moskvu til Pétursborgar í gær þegar hún féll til jarðar í minnst tveimur hlutum. Vitni segjast hafa heyrt háværar sprengingar og myndbönd hafa sýnt mögulega flugslóð eldflaugar úr loftvarnarkerfi. Mikil óvissa ríkir þó um af hverju flugvélin féll til jarðar og er einnig talið að sprengja hafi sprungið um borð. Patrick S. Ryder, talsmaður varnarmálaráðuneytis Bandaríkjanna, sagði í kvöld að Bandaríkjamenn hefðu engar upplýsingar sem bentu til þess að flugvélin hefði verið skotin niður. 'We don't have any information to indicate right now that there was some surface to air missile that took down a plane.'Pentagon Press Secretary Patrick S. Ryder speaks on the plane crash near Moscow that repordedly ended Prigozhin's lifehttps://t.co/yMLgwZCCNb Sky 501 pic.twitter.com/VpCCyoWO9n— Sky News (@SkyNews) August 24, 2023 Vladimír Pútín, forseti Rússlands, hefur heitið því að dauði Prigozhin verði rannsakaður en varar við því að rannsókn gæti tekið langan tíma. Flugmálayfirvöld í Rússlandi segja að tíu lík hafi fundist í braki flugvélarinnar en ekki hefur formlega verið staðfest að Prigozhin sé einn þeirra. Menn innan Wagner og yfirvalda í Rússlandi hafa þó sagt blaðamönnum að svo sé. Sjá einnig: Pútin tjáir sig og lofar rannsókn á dauða Prigozhin Pútín er efstur á lista yfir þá sem gætu hafa banað Prigozhin en eins og frægt er gerði auðjöfurinn skammlífa uppreisn í Rússlandi í sumar. Rússland Innrás Rússa í Úkraínu Vladimír Pútín Mest lesið Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Innlent Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Erlent Hvar er opið á aðfangadag? Innlent Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Erlent Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Innlent Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Innlent Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Innlent Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Innlent Arion banki varar við svikaherferð Innlent Innflytjendamálin almenningi efst í huga Innlent Fleiri fréttir Kynnti drög að nýrri friðaráætlun Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Nýjar ákærur á hendur Russell Brand Fleiri Epstein-skjöl birt: Bað um „óviðeigandi vinkonur“ Saka AfD um að ganga erinda Kremlverja Kínverjar og Rússar lýsa yfir stuðningi við Venesúela Skapari Call of Duty lést í bílslysi Trump nefnir nýja kynslóð orrustuskipa í höfuðið á sjálfum sér „Bandaríkin eiga ekki að taka yfir Grænland“ Nýr ritstjóri stöðvaði umfjöllun um brottvísanir Trump Breiddi út faðminn fyrir rasista: „Þið þurfið ekki að biðjast afsökunar á að vera hvít lengur“ Sprengdu rússneskan hershöfðingja í loft upp í Moskvu Undirbúningur árásarinnar stóð yfir í marga mánuði Trump skipar sendifulltrúa fyrir Grænland Segir unnið að því að móta sameiginlega nálgun Bandaríkjanna, Úkraínu og Evrópu Sýknaður af nauðgun eftir að hafa verið skimaður fyrir sjaldgæfri svefnröskun Málið sem Trump getur ekki losað sig við Grunaður um manndráp eftir að tveggja ára drengur féll úr blokk Fóru um borð í vélvana rússneskt skip Baulað á Albanese á minningarathöfn á Bondi-strönd Kvarta yfir ritskoðun Epstein-skjala: „Við vitum ekki hvað við vitum ekki“ Níu skotnir til bana á krá Sextán ára fékk greitt fyrir að færa Epstein stúlkur Ljósmyndir horfnar úr Epstein-skjölunum, þar á meðal ein af Trump Vilja dauðarefsingu af borðinu vegna hagsmunaáreksturs ráðherra Pútín sagður hafa valið Witkoff Gerðu umfangsmiklar árásir gegn ISIS í Sýrlandi Það helsta úr fyrsta skammti Epstein-skjalanna Epstein-skjölin birt Sjá meira
Sumir segja það alfarið óljóst, aðrir segja sprengju hafa verið notaða og þá segja aðrir að flugvélin hafi verið skotin niður. Verið var að fljúga einkaflugvél Prigozhin frá Moskvu til Pétursborgar í gær þegar hún féll til jarðar í minnst tveimur hlutum. Vitni segjast hafa heyrt háværar sprengingar og myndbönd hafa sýnt mögulega flugslóð eldflaugar úr loftvarnarkerfi. Mikil óvissa ríkir þó um af hverju flugvélin féll til jarðar og er einnig talið að sprengja hafi sprungið um borð. Patrick S. Ryder, talsmaður varnarmálaráðuneytis Bandaríkjanna, sagði í kvöld að Bandaríkjamenn hefðu engar upplýsingar sem bentu til þess að flugvélin hefði verið skotin niður. 'We don't have any information to indicate right now that there was some surface to air missile that took down a plane.'Pentagon Press Secretary Patrick S. Ryder speaks on the plane crash near Moscow that repordedly ended Prigozhin's lifehttps://t.co/yMLgwZCCNb Sky 501 pic.twitter.com/VpCCyoWO9n— Sky News (@SkyNews) August 24, 2023 Vladimír Pútín, forseti Rússlands, hefur heitið því að dauði Prigozhin verði rannsakaður en varar við því að rannsókn gæti tekið langan tíma. Flugmálayfirvöld í Rússlandi segja að tíu lík hafi fundist í braki flugvélarinnar en ekki hefur formlega verið staðfest að Prigozhin sé einn þeirra. Menn innan Wagner og yfirvalda í Rússlandi hafa þó sagt blaðamönnum að svo sé. Sjá einnig: Pútin tjáir sig og lofar rannsókn á dauða Prigozhin Pútín er efstur á lista yfir þá sem gætu hafa banað Prigozhin en eins og frægt er gerði auðjöfurinn skammlífa uppreisn í Rússlandi í sumar.
Rússland Innrás Rússa í Úkraínu Vladimír Pútín Mest lesið Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Innlent Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Erlent Hvar er opið á aðfangadag? Innlent Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Erlent Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Innlent Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Innlent Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Innlent Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Innlent Arion banki varar við svikaherferð Innlent Innflytjendamálin almenningi efst í huga Innlent Fleiri fréttir Kynnti drög að nýrri friðaráætlun Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Nýjar ákærur á hendur Russell Brand Fleiri Epstein-skjöl birt: Bað um „óviðeigandi vinkonur“ Saka AfD um að ganga erinda Kremlverja Kínverjar og Rússar lýsa yfir stuðningi við Venesúela Skapari Call of Duty lést í bílslysi Trump nefnir nýja kynslóð orrustuskipa í höfuðið á sjálfum sér „Bandaríkin eiga ekki að taka yfir Grænland“ Nýr ritstjóri stöðvaði umfjöllun um brottvísanir Trump Breiddi út faðminn fyrir rasista: „Þið þurfið ekki að biðjast afsökunar á að vera hvít lengur“ Sprengdu rússneskan hershöfðingja í loft upp í Moskvu Undirbúningur árásarinnar stóð yfir í marga mánuði Trump skipar sendifulltrúa fyrir Grænland Segir unnið að því að móta sameiginlega nálgun Bandaríkjanna, Úkraínu og Evrópu Sýknaður af nauðgun eftir að hafa verið skimaður fyrir sjaldgæfri svefnröskun Málið sem Trump getur ekki losað sig við Grunaður um manndráp eftir að tveggja ára drengur féll úr blokk Fóru um borð í vélvana rússneskt skip Baulað á Albanese á minningarathöfn á Bondi-strönd Kvarta yfir ritskoðun Epstein-skjala: „Við vitum ekki hvað við vitum ekki“ Níu skotnir til bana á krá Sextán ára fékk greitt fyrir að færa Epstein stúlkur Ljósmyndir horfnar úr Epstein-skjölunum, þar á meðal ein af Trump Vilja dauðarefsingu af borðinu vegna hagsmunaáreksturs ráðherra Pútín sagður hafa valið Witkoff Gerðu umfangsmiklar árásir gegn ISIS í Sýrlandi Það helsta úr fyrsta skammti Epstein-skjalanna Epstein-skjölin birt Sjá meira