Í fullum rétti til að setja stórt spurningamerki við hugmynd Guðrúnar Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 24. ágúst 2023 15:12 Guðmundur Ingi Guðbrandsson, félags-og vinnumarkaðsráðherra. Vísir/Vilhelm Guðmundur Ingi Guðbrandsson, félags-og vinnumarkaðsráðherra, sagðist heyra skilaboðin sem honum bárust vegna mála flóttafólks sem svipt hefur verið þjónustu. Ráðherrann ávarpaði fund sem haldinn var af 28 félagasamtökum í gær vegna málsins og sagðist meðal annars setja stórt spurningamerki við hugmyndir dómsmálaráðherra um lokað búsetuúrræði fyrir fólk í ólögmætri dvöl hérlendis. „Ég er þeirrar skoðunar að það sé gott að taka samtal, ekki síst um erfið og þung mál sem þetta mál vissulega er,“ sagði ráðherrann í ávarpi sínu sem horfa má á í heild sinni hér fyrir neðan. Hann sagði augljóst að framkvæmd nýrra laga væri miklum vandkvæðum háð. Það hefði ekki verið vilji Alþingis að fólk lenti á götunni þegar ný lög um flóttafólk voru samþykkt í vor. Svaraði spurningum úr sal Guðmundur svaraði þá nokkrum spurningum sem beint var til hans á fundinum. Hann sagðist vera sammála því sem komið hefði fram á fundinum um að málsmeðferðartími væri of langur. Þá nefndi Guðmundur spurningu til sín um það hvort stjórnvöld væru að stefna að því að koma upp lokuðu búsetuúrræði hér á landi fyrir fólk í ólögmætri dvöl sem einhverra hluta vegna kemst ekki úr landi. „Það sem ég hef heyrt af þessu í umræðunni og rætt við dómsmálaráðherra, þá eru þetta hugmyndir sem koma frá henni sem stjórnmálamanni og hún verður að bera ábyrgð á þeim hugmyndum sínum sjálf.“ Guðmundur Ingi var eini ráðherra ríkisstjórnarinnar sem þekktist boð félagasamtakanna um að mæta á fundinn.Vísir/Vilhelm Guðmundur sagði þetta vera eitthvað sem oft hefði verið í umræðunni áður. Sú leið hafi hins vegar ekki verið farin í þeirri löggjöf sem samþykkt var á Alþingi í vor. „Og ég myndi almennt segja að í þessum málum þurfi að koma fram hugmyndir og lausnir sem eru færar samkvæmt þeim lögum sem við störfum eftir í dag og ef það er farið að ræða um einhverjar breytingar á slíku, þá verða þær breytingar að vera settar fram með þeim hætti að það sé hægt að fara með þær í gegnum Alþingi og samþykkja þær og ég get bara einfaldlega ekki svarað því, vegna þess að ég veit ekki nákvæmlega hvernig dómsmálaráðherrann okkar hugsar þetta.“ Hann sagði Guðrúnu hafa sett slíkar hugmyndir fram. Hún væri í fullum rétti til þess. „En ég er líka í fullum rétti til þess að segja að ég set stórt spurningamerki við það, þetta er eitthvað sem minn flokkur hefur ekki horft til hingað til. Þess vegna eru þetta kannski óljósar hugmyndir á þessu stigi en mér finnst ekkert athugavert við það að ræða hlutina, rétt eins og við erum að ræða málin hér í dag.“ Margmenni var á fundinum í salarkynnum Hjálpræðishersins.Vísir/Vilhelm Flóttamenn Flóttafólk á Íslandi Hælisleitendur Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Mest lesið Fjöldi fórnarlamba eftir skothríð og íkveikju í kirkju mormóna Erlent Skora á Snorra að gefa kost á sér Innlent Árásir stóðu yfir í rúma tólf tíma Erlent Bíll valt eftir flótta undan lögreglu og þrír slösuðust Innlent Banna dróna yfir Danmörku Erlent Með bílinn fullan af fíkniefnum Innlent Lögreglan með málið til rannsóknar Innlent Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Innlent Rak frá Bretlandi til Íslands á einum mánuði Innlent Segist hafa hafnað boði til einkaeyju Epsteins Erlent Fleiri fréttir Umfangsmiklar árásir og símengað neysluvatn Báturinn áður sokkið í sömu höfn og án skýringar Drukkinn ökumaður keyrði á þrjá bíla og reyndi að stinga af Um 200 nemendur eru í lögreglunámi á Akureyri Skora á Snorra að gefa kost á sér Bíll valt eftir flótta undan lögreglu og þrír slösuðust Reiknað með afskiptum af öllum samkomum Vítisengla Lögreglan með málið til rannsóknar Áframhaldandi aðgerðir gegn Vítisenglum Geirfinnsmálið, orkuöflun, gjaldeyrishöftin og íslenskan á Sprengisandi Drógu aflvana bát í land í Neskaupstað Með bílinn fullan af fíkniefnum „Það verður boðið fram í nafni VG“ Loka aftur fyrir umferð á slóðum Vítisengla „Þjóðaröryggisráð er ekki upp á punt“ Rak frá Bretlandi til Íslands á einum mánuði Bátur sekkur við Hafnarfjarðarhöfn Ellilífeyrisþegar sá hópur sem hafi það einna best Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Þór sækist eftir endurkjöri Furðar sig á þjóðaröryggisráði og rándýr barnaafmæli Aftur flagnar Vesturbæjarlaug: „Eins og hún sé með skallablett“ Þyrlan kölluð út vegna vélsleðaslyss á Langjökli „Gervigreind er líka fyrir heimilið“ Hringvegurinn opnaður á ný klukkan 17 Snæfellsnes orðið að vistvangi UNESCO „Stór húsnæðis- og efnahagspakki“ á leiðinni Afplána líklegast í fjögur til fimm ár á Litla Hrauni Þungir dómar ekki óvæntir og fyrsti vistvangur landsins Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Sjá meira
„Ég er þeirrar skoðunar að það sé gott að taka samtal, ekki síst um erfið og þung mál sem þetta mál vissulega er,“ sagði ráðherrann í ávarpi sínu sem horfa má á í heild sinni hér fyrir neðan. Hann sagði augljóst að framkvæmd nýrra laga væri miklum vandkvæðum háð. Það hefði ekki verið vilji Alþingis að fólk lenti á götunni þegar ný lög um flóttafólk voru samþykkt í vor. Svaraði spurningum úr sal Guðmundur svaraði þá nokkrum spurningum sem beint var til hans á fundinum. Hann sagðist vera sammála því sem komið hefði fram á fundinum um að málsmeðferðartími væri of langur. Þá nefndi Guðmundur spurningu til sín um það hvort stjórnvöld væru að stefna að því að koma upp lokuðu búsetuúrræði hér á landi fyrir fólk í ólögmætri dvöl sem einhverra hluta vegna kemst ekki úr landi. „Það sem ég hef heyrt af þessu í umræðunni og rætt við dómsmálaráðherra, þá eru þetta hugmyndir sem koma frá henni sem stjórnmálamanni og hún verður að bera ábyrgð á þeim hugmyndum sínum sjálf.“ Guðmundur Ingi var eini ráðherra ríkisstjórnarinnar sem þekktist boð félagasamtakanna um að mæta á fundinn.Vísir/Vilhelm Guðmundur sagði þetta vera eitthvað sem oft hefði verið í umræðunni áður. Sú leið hafi hins vegar ekki verið farin í þeirri löggjöf sem samþykkt var á Alþingi í vor. „Og ég myndi almennt segja að í þessum málum þurfi að koma fram hugmyndir og lausnir sem eru færar samkvæmt þeim lögum sem við störfum eftir í dag og ef það er farið að ræða um einhverjar breytingar á slíku, þá verða þær breytingar að vera settar fram með þeim hætti að það sé hægt að fara með þær í gegnum Alþingi og samþykkja þær og ég get bara einfaldlega ekki svarað því, vegna þess að ég veit ekki nákvæmlega hvernig dómsmálaráðherrann okkar hugsar þetta.“ Hann sagði Guðrúnu hafa sett slíkar hugmyndir fram. Hún væri í fullum rétti til þess. „En ég er líka í fullum rétti til þess að segja að ég set stórt spurningamerki við það, þetta er eitthvað sem minn flokkur hefur ekki horft til hingað til. Þess vegna eru þetta kannski óljósar hugmyndir á þessu stigi en mér finnst ekkert athugavert við það að ræða hlutina, rétt eins og við erum að ræða málin hér í dag.“ Margmenni var á fundinum í salarkynnum Hjálpræðishersins.Vísir/Vilhelm
Flóttamenn Flóttafólk á Íslandi Hælisleitendur Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Mest lesið Fjöldi fórnarlamba eftir skothríð og íkveikju í kirkju mormóna Erlent Skora á Snorra að gefa kost á sér Innlent Árásir stóðu yfir í rúma tólf tíma Erlent Bíll valt eftir flótta undan lögreglu og þrír slösuðust Innlent Banna dróna yfir Danmörku Erlent Með bílinn fullan af fíkniefnum Innlent Lögreglan með málið til rannsóknar Innlent Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Innlent Rak frá Bretlandi til Íslands á einum mánuði Innlent Segist hafa hafnað boði til einkaeyju Epsteins Erlent Fleiri fréttir Umfangsmiklar árásir og símengað neysluvatn Báturinn áður sokkið í sömu höfn og án skýringar Drukkinn ökumaður keyrði á þrjá bíla og reyndi að stinga af Um 200 nemendur eru í lögreglunámi á Akureyri Skora á Snorra að gefa kost á sér Bíll valt eftir flótta undan lögreglu og þrír slösuðust Reiknað með afskiptum af öllum samkomum Vítisengla Lögreglan með málið til rannsóknar Áframhaldandi aðgerðir gegn Vítisenglum Geirfinnsmálið, orkuöflun, gjaldeyrishöftin og íslenskan á Sprengisandi Drógu aflvana bát í land í Neskaupstað Með bílinn fullan af fíkniefnum „Það verður boðið fram í nafni VG“ Loka aftur fyrir umferð á slóðum Vítisengla „Þjóðaröryggisráð er ekki upp á punt“ Rak frá Bretlandi til Íslands á einum mánuði Bátur sekkur við Hafnarfjarðarhöfn Ellilífeyrisþegar sá hópur sem hafi það einna best Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Þór sækist eftir endurkjöri Furðar sig á þjóðaröryggisráði og rándýr barnaafmæli Aftur flagnar Vesturbæjarlaug: „Eins og hún sé með skallablett“ Þyrlan kölluð út vegna vélsleðaslyss á Langjökli „Gervigreind er líka fyrir heimilið“ Hringvegurinn opnaður á ný klukkan 17 Snæfellsnes orðið að vistvangi UNESCO „Stór húsnæðis- og efnahagspakki“ á leiðinni Afplána líklegast í fjögur til fimm ár á Litla Hrauni Þungir dómar ekki óvæntir og fyrsti vistvangur landsins Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Sjá meira