Brutu gegn átján konum á veitingastað og bar föður þeirra Hólmfríður Gísladóttir skrifar 24. ágúst 2023 07:38 Það hefur vakið mikla reiði að bræðurnir skuli hafa komist upp með brot sín í mörg ár og ekki verið stöðvaðir fyrr. Getty Bræðurnir Danny og Roberto Jaz hafa verið dæmdir í 17 ára fangelsi fyrir kynferðisbrot gegn samtals átján konum. Málið hefur vakið mikla reiði á Nýja-Sjálandi, þar sem bræðurnir notuðu bar og veitingastað föður síns til að fremja brotin. Bræðurnir eru 40 og 38 ára gamlir og komust upp með brot sín í fjögur ár áður en þeir voru handteknir. Þeir störfuðu hjá föður sínum, á barnum Mama Hooch og veitingastaðnum Venuti í Christchurch, þar sem þeir byrluðu fyrir fórnarlömbum sínum. Margar kvennanna voru táningar þegar árásirnar áttu sér stað. Danny var ákærður fyrir brot gegn fimmtán konum og er sagður hafa ráðist á margar þeirra á salernum staðanna. Roberto var dæmdur fyrir brot gegn fimm konum, meðal annars einni sem hann myndaði á meðan henni var nauðgað á veitingastaðnum. Bræðurnir voru ákærðir fyrir samtals 69 brot, þar á meðal nauðganir, önnur kynferðisbrot, ofbeldi og byrlun, auk þess sem þeir voru fundnir sekir um að hafa myndað nokkrar kvennanna án samþykkis. Dómarinn í málinu sagði brot bræðranna fordæmalaus í sögu landsins og skikkaði báða til að afplána að minnsta kosti helming dómsins áður en þeir geta sótt um reynslulausn. Sex kvennanna lásu upp yfirlýsingu í dómsal á þriðjudag. Ein þeirra sagði bræðurna hafa svipt hana sjálfstæðinu og að hún myndi aldrei fyrirgefa þeim. Þá ávarpaði hún Danny: „Mér skilst að þú eigir dóttur... einn daginn verður hún 19 ára. Hún mun alast upp í heimi þar sem líkurnar á því að hún lendi í klóm manns á borð við þig eru einn af fjórum.“ Bræðurnir játuðu hluta brotanna en hvorugur hefur sýnt iðrun, að því er fram kemur í frétt Guardian. Nýja-Sjáland Kynferðisofbeldi Mest lesið Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því Innlent „Ég má ekki heita Hrísey en ég má heita Rodriguez“ Innlent „Þau eru að herja á börnin okkar“ Innlent Lofthelgi aftur lokað í Álaborg vegna drónaflugs Erlent James Comey ákærður vegna Rússarannsóknar Erlent Skvísur séu almennt frekar næringarsnauðar og börnin geti orðið matvönd Innlent Breytingar í vændum á skrifstofu forseta Innlent Minna fólk á að hafa vistir til þriggja daga á heimilinu Innlent Lægð sem valdi meiri usla Innlent Fullorðinn karlmaður lést í bílslysi Innlent Fleiri fréttir Lofthelgi aftur lokað í Álaborg vegna drónaflugs James Comey ákærður vegna Rússarannsóknar Segir NATO og ESB hafa lýst yfir stríði við Rússland Boðar alla herforingjana á fordæmalausan skyndifund Enn lítið vitað um leyniskyttuna og tilefni árásarinnar í Dallas Hóta Demókrötum með umfangsmiklum uppsögnum Fimm ára fangelsi fyrir að taka við fúlgum fjár frá Gaddafi Keppast við að ákæra Comey Trump krefst rannsóknar á „þríþættu skemmdarverki“ hjá SÞ Drónaflug í Danmörku: „Fjölþáttaógnin er að raungerast“ Leikskóli heimtar tugi þúsunda fyrir „listaverk“ barnanna Ætlar sér að koma böndum á sjónvarpsstöðvar Macron telur Trump ekki fylgjandi innlimun Vesturbakkans Sést til dróna við fjóra flugvelli í Danmörku Flugvellinum í Álaborg lokað vegna drónaflugs Segja árásina hafa beinst gegn ICE Pútín auki einfaldlega stríðsreksturinn verði hann ekki stöðvaður Sprenging í Osló talin tengjast sænsku glæpagengi Þrír skotnir af leyniskyttu við byggingu ICE í Dallas Biðjast afsökunar á „svörtum kafla“ í sögu Danmerkur og Grænlands Kenna Trump-liðum um bæði rúllustigann og textavélina Ekki staðfest hvort það hafi verið drónar sem röskuðu flugumferð í Osló Ekki pappírstígur heldur alvöru björn Vinsælum þáttarstjórnanda sagt upp vegna ásakana um brot gegn unglingsstúlku Drónamálið enn óupplýst: „Við erum heimskir nýgræðingar“ Kimmel snéri aftur, Trump til mikillar óánægju Rússland sé „pappírs tígur“ og Úkraínumenn geti unnið landið aftur Ákærði hálfur Íslendingur: Játaði morðið á Instagram tveimur vikum eftir það Sprenging í Osló og stórt svæði girt af Ryan Routh sekur um að reyna að myrða Trump Sjá meira
Bræðurnir eru 40 og 38 ára gamlir og komust upp með brot sín í fjögur ár áður en þeir voru handteknir. Þeir störfuðu hjá föður sínum, á barnum Mama Hooch og veitingastaðnum Venuti í Christchurch, þar sem þeir byrluðu fyrir fórnarlömbum sínum. Margar kvennanna voru táningar þegar árásirnar áttu sér stað. Danny var ákærður fyrir brot gegn fimmtán konum og er sagður hafa ráðist á margar þeirra á salernum staðanna. Roberto var dæmdur fyrir brot gegn fimm konum, meðal annars einni sem hann myndaði á meðan henni var nauðgað á veitingastaðnum. Bræðurnir voru ákærðir fyrir samtals 69 brot, þar á meðal nauðganir, önnur kynferðisbrot, ofbeldi og byrlun, auk þess sem þeir voru fundnir sekir um að hafa myndað nokkrar kvennanna án samþykkis. Dómarinn í málinu sagði brot bræðranna fordæmalaus í sögu landsins og skikkaði báða til að afplána að minnsta kosti helming dómsins áður en þeir geta sótt um reynslulausn. Sex kvennanna lásu upp yfirlýsingu í dómsal á þriðjudag. Ein þeirra sagði bræðurna hafa svipt hana sjálfstæðinu og að hún myndi aldrei fyrirgefa þeim. Þá ávarpaði hún Danny: „Mér skilst að þú eigir dóttur... einn daginn verður hún 19 ára. Hún mun alast upp í heimi þar sem líkurnar á því að hún lendi í klóm manns á borð við þig eru einn af fjórum.“ Bræðurnir játuðu hluta brotanna en hvorugur hefur sýnt iðrun, að því er fram kemur í frétt Guardian.
Nýja-Sjáland Kynferðisofbeldi Mest lesið Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því Innlent „Ég má ekki heita Hrísey en ég má heita Rodriguez“ Innlent „Þau eru að herja á börnin okkar“ Innlent Lofthelgi aftur lokað í Álaborg vegna drónaflugs Erlent James Comey ákærður vegna Rússarannsóknar Erlent Skvísur séu almennt frekar næringarsnauðar og börnin geti orðið matvönd Innlent Breytingar í vændum á skrifstofu forseta Innlent Minna fólk á að hafa vistir til þriggja daga á heimilinu Innlent Lægð sem valdi meiri usla Innlent Fullorðinn karlmaður lést í bílslysi Innlent Fleiri fréttir Lofthelgi aftur lokað í Álaborg vegna drónaflugs James Comey ákærður vegna Rússarannsóknar Segir NATO og ESB hafa lýst yfir stríði við Rússland Boðar alla herforingjana á fordæmalausan skyndifund Enn lítið vitað um leyniskyttuna og tilefni árásarinnar í Dallas Hóta Demókrötum með umfangsmiklum uppsögnum Fimm ára fangelsi fyrir að taka við fúlgum fjár frá Gaddafi Keppast við að ákæra Comey Trump krefst rannsóknar á „þríþættu skemmdarverki“ hjá SÞ Drónaflug í Danmörku: „Fjölþáttaógnin er að raungerast“ Leikskóli heimtar tugi þúsunda fyrir „listaverk“ barnanna Ætlar sér að koma böndum á sjónvarpsstöðvar Macron telur Trump ekki fylgjandi innlimun Vesturbakkans Sést til dróna við fjóra flugvelli í Danmörku Flugvellinum í Álaborg lokað vegna drónaflugs Segja árásina hafa beinst gegn ICE Pútín auki einfaldlega stríðsreksturinn verði hann ekki stöðvaður Sprenging í Osló talin tengjast sænsku glæpagengi Þrír skotnir af leyniskyttu við byggingu ICE í Dallas Biðjast afsökunar á „svörtum kafla“ í sögu Danmerkur og Grænlands Kenna Trump-liðum um bæði rúllustigann og textavélina Ekki staðfest hvort það hafi verið drónar sem röskuðu flugumferð í Osló Ekki pappírstígur heldur alvöru björn Vinsælum þáttarstjórnanda sagt upp vegna ásakana um brot gegn unglingsstúlku Drónamálið enn óupplýst: „Við erum heimskir nýgræðingar“ Kimmel snéri aftur, Trump til mikillar óánægju Rússland sé „pappírs tígur“ og Úkraínumenn geti unnið landið aftur Ákærði hálfur Íslendingur: Játaði morðið á Instagram tveimur vikum eftir það Sprenging í Osló og stórt svæði girt af Ryan Routh sekur um að reyna að myrða Trump Sjá meira