Lögreglumenn vilja nafnleynd vegna hótana Sunna Sæmundsdóttir skrifar 22. ágúst 2023 14:06 Fjölnir Sæmundsson, formaður Landssambands lögreglumanna. Stöð 2 Lögreglumenn kalla eftir nafnleynd við skýrslutökur og hafa áhyggjur því að meiri alvara sé á bak við hótanir við handtökur og yfirheyrslur. Stungið er á dekk, bílar rispaðir og nýlega var kveikt í bíl lögreglukonu fyrir utan heimili hennar. Bílnum var lagt fyrir utan fjölbýlishús þar sem lögreglukonan býr ásamt fjölskyldu sinni. Málið er á borði héraðssaksóknara og er meðal annars rannsakað sem brot gegn valdstjórninni sem getur varðað allt að sex ára fangelsi. Fjölnir Sæmundsson, formaður Landssambands lögreglumanna, segir málið nær fordæmalaust en þó til marks um aukna hörku í störfum þeirra. Í þessu tiltekna máli hafi þótt nokkuð augljóst hver framkvæmdi verknaðinn. Samhliða auknum vopnaburði upplifi lögreglumenn að meiri alvara sé á bak við hótanir sem komi yfirleitt fram við handtöku eða yfirheyrslur. „Lögreglumenn hafa alveg lent í því í gegnum tíðina að það hefur verið stungið á dekkin á bílum og þeir rispaðir eða lyklaðir. Svo er þessi hótun „Ég veit hvar börnin þín fara í skóla eða hvar konan þín vinnur.“ Svo er alveg þekkt að það sé verið að keyra með áberandi hætti fram hjá húsi lögreglumanna,“ segir Fjölnir. Lögreglumenn reyni almennt að fela heimilisföng sín og persónuupplýsingar en kalli eftir frekari nafnleynd. „Það er mikil krafa um að fá að vera nafnlaus. Í lögregluskýrslum stendur hver yfirheyrir, og svo skrifar maður undir með nafni en það er krafa um það að fá að koma bara fram undir lögreglunúmeri. Það er misræmi í þessu og þegar við komum fyrir dóm erum við bara spurðir um lögreglunúmer en svo liggja fyrir allar skýrslur með nafni,“ segir Fjölnir og bendir á að til þess að svo megi verða þurfi reglugerðarbreytingu. Það sé sérstaklega brýnt í tilviki þeirra sem sinna rannsókn mála sem tengjast skipulagðri glæpastarfsemi. Aukin harka eigi að miklu leyti rætur í meiri umsvifum þeirra. „Ég held að það þurfi ekkert að fara í felur með það. Þeir sem eru að flytja inn allt þetta magn af fíkniefnum eru skipulagðir hópar og við vitum að það eru tengsl við Spán, Brasilíu og Eystrasaltslöndin meðal annars.“ Vegna þessa leggi lögreglumenn nú einnig mikla áherslu á svokallaðar forvirkar rannsóknarheimildir sem kveðið var á um í umdeildu frumvarpi til lögreglulaga sem náði ekki að ganga fram á síðasta þingi. „Við viljum fá auknar heimildir til að geta fylgst með fólki, sjá hvaða fólk er að koma til landsins og hvað þau hafa gert af sér í öðrum löndum. Til að geta unnið þetta betur og skipst á upplýsingum við erlend lögregluyfirvöld,“ segir Fjölnir. Lögreglan Mest lesið Segir leigubílstjórastéttina hafa verið „eyðilagða“ Innlent Veita útlendingum greiðari aðgang að heilbrigðiskerfinu en er skylt Innlent Talsverðar skemmdir eftir mikinn eld í Hafnarfirði Innlent Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Innlent Íslendingur lést vegna hitaslags Innlent „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Innlent Vatn flæddi upp úr klósettum og niðurföllum Innlent Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Innlent Fundi forsetanna lokið: Ekkert samkomulag um vopnahlé Erlent Selenskí mun funda með Trump Erlent Fleiri fréttir Vilja stórefla samgöngur á Vesturlandi Sóttu mann sem féll niður bratta Hátt í þrjú hundruð mótmæla útlendingastefnu stjórnvalda Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Íslendingur lést vegna hitaslags Ókeypis veðmálasíður „ekki eins og áfengislaus bjór“ „Staðan er alvarleg en við vitum ekki hversu alvarleg hún er“ Vatn flæddi upp úr klósettum og niðurföllum Stuð og stemning á fjölskyldudögum í Vogum Fagna sekt vegna veðmálaauglýsinga og tjón eftir vatnsveður Segir leigubílstjórastéttina hafa verið „eyðilagða“ Talsverðar skemmdir eftir mikinn eld í Hafnarfirði Veita útlendingum greiðari aðgang að heilbrigðiskerfinu en er skylt Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Sveitastjórn Rangárþings ytra gefur út framkvæmdaleyfi fyrir Hvammsvirkjun Foreldrar verði að halda ró sinni þegar kynferðisbrot eru rædd við börn Vatnstjón á Kjarvalsstöðum og sautján öðrum stöðum Kynferðisbrot á leikskóla og tímamótafundur forseta Líkamsárás á borði lögreglu Hjólhýsi hafa „sprungið“ á Holtavörðuheiðinni Fíkniefnarannsókn á Raufarhöfn „langt frá því að vera lokið“ Segir eldislaxinn sannarlega eldislax: „Það eru þeirra mistök“ Segir undirverktaka ekki hafa látið vita af gatinu „Stórfurðulegt“ að bjóða foreldrum ekki strax á fund Litlu mátti muna þegar ferðamaður svínaði fyrir hjón á Hellu Barnið lét foreldra sína vita af brotinu Pólitískur refur og samningamaður mætast „Maður skilur ekki alveg hvernig á þessu stendur“ Sjá meira
Bílnum var lagt fyrir utan fjölbýlishús þar sem lögreglukonan býr ásamt fjölskyldu sinni. Málið er á borði héraðssaksóknara og er meðal annars rannsakað sem brot gegn valdstjórninni sem getur varðað allt að sex ára fangelsi. Fjölnir Sæmundsson, formaður Landssambands lögreglumanna, segir málið nær fordæmalaust en þó til marks um aukna hörku í störfum þeirra. Í þessu tiltekna máli hafi þótt nokkuð augljóst hver framkvæmdi verknaðinn. Samhliða auknum vopnaburði upplifi lögreglumenn að meiri alvara sé á bak við hótanir sem komi yfirleitt fram við handtöku eða yfirheyrslur. „Lögreglumenn hafa alveg lent í því í gegnum tíðina að það hefur verið stungið á dekkin á bílum og þeir rispaðir eða lyklaðir. Svo er þessi hótun „Ég veit hvar börnin þín fara í skóla eða hvar konan þín vinnur.“ Svo er alveg þekkt að það sé verið að keyra með áberandi hætti fram hjá húsi lögreglumanna,“ segir Fjölnir. Lögreglumenn reyni almennt að fela heimilisföng sín og persónuupplýsingar en kalli eftir frekari nafnleynd. „Það er mikil krafa um að fá að vera nafnlaus. Í lögregluskýrslum stendur hver yfirheyrir, og svo skrifar maður undir með nafni en það er krafa um það að fá að koma bara fram undir lögreglunúmeri. Það er misræmi í þessu og þegar við komum fyrir dóm erum við bara spurðir um lögreglunúmer en svo liggja fyrir allar skýrslur með nafni,“ segir Fjölnir og bendir á að til þess að svo megi verða þurfi reglugerðarbreytingu. Það sé sérstaklega brýnt í tilviki þeirra sem sinna rannsókn mála sem tengjast skipulagðri glæpastarfsemi. Aukin harka eigi að miklu leyti rætur í meiri umsvifum þeirra. „Ég held að það þurfi ekkert að fara í felur með það. Þeir sem eru að flytja inn allt þetta magn af fíkniefnum eru skipulagðir hópar og við vitum að það eru tengsl við Spán, Brasilíu og Eystrasaltslöndin meðal annars.“ Vegna þessa leggi lögreglumenn nú einnig mikla áherslu á svokallaðar forvirkar rannsóknarheimildir sem kveðið var á um í umdeildu frumvarpi til lögreglulaga sem náði ekki að ganga fram á síðasta þingi. „Við viljum fá auknar heimildir til að geta fylgst með fólki, sjá hvaða fólk er að koma til landsins og hvað þau hafa gert af sér í öðrum löndum. Til að geta unnið þetta betur og skipst á upplýsingum við erlend lögregluyfirvöld,“ segir Fjölnir.
Lögreglan Mest lesið Segir leigubílstjórastéttina hafa verið „eyðilagða“ Innlent Veita útlendingum greiðari aðgang að heilbrigðiskerfinu en er skylt Innlent Talsverðar skemmdir eftir mikinn eld í Hafnarfirði Innlent Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Innlent Íslendingur lést vegna hitaslags Innlent „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Innlent Vatn flæddi upp úr klósettum og niðurföllum Innlent Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Innlent Fundi forsetanna lokið: Ekkert samkomulag um vopnahlé Erlent Selenskí mun funda með Trump Erlent Fleiri fréttir Vilja stórefla samgöngur á Vesturlandi Sóttu mann sem féll niður bratta Hátt í þrjú hundruð mótmæla útlendingastefnu stjórnvalda Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Íslendingur lést vegna hitaslags Ókeypis veðmálasíður „ekki eins og áfengislaus bjór“ „Staðan er alvarleg en við vitum ekki hversu alvarleg hún er“ Vatn flæddi upp úr klósettum og niðurföllum Stuð og stemning á fjölskyldudögum í Vogum Fagna sekt vegna veðmálaauglýsinga og tjón eftir vatnsveður Segir leigubílstjórastéttina hafa verið „eyðilagða“ Talsverðar skemmdir eftir mikinn eld í Hafnarfirði Veita útlendingum greiðari aðgang að heilbrigðiskerfinu en er skylt Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Sveitastjórn Rangárþings ytra gefur út framkvæmdaleyfi fyrir Hvammsvirkjun Foreldrar verði að halda ró sinni þegar kynferðisbrot eru rædd við börn Vatnstjón á Kjarvalsstöðum og sautján öðrum stöðum Kynferðisbrot á leikskóla og tímamótafundur forseta Líkamsárás á borði lögreglu Hjólhýsi hafa „sprungið“ á Holtavörðuheiðinni Fíkniefnarannsókn á Raufarhöfn „langt frá því að vera lokið“ Segir eldislaxinn sannarlega eldislax: „Það eru þeirra mistök“ Segir undirverktaka ekki hafa látið vita af gatinu „Stórfurðulegt“ að bjóða foreldrum ekki strax á fund Litlu mátti muna þegar ferðamaður svínaði fyrir hjón á Hellu Barnið lét foreldra sína vita af brotinu Pólitískur refur og samningamaður mætast „Maður skilur ekki alveg hvernig á þessu stendur“ Sjá meira