Dýralæknir með einkaleyfi á skutlum ráðgjafi stjórnvalda Kristinn Haukur Guðnason skrifar 22. ágúst 2023 12:29 Øen segist ekki fá mikið borgað fyrir einkaleyfið og hann eyði peningnum öllum í ferðir á hvalaráðstefnur. Samsett. Egill Aðalsteinsson og NAMMCO Norskur dýralæknir, Egil Ole Øen, ráðlagði íslensku ríkisstjórninni varðandi hvalveiðar á sama tíma og hann hagnaðist á einkaleyfi sprengiskutuls. Dýraverndarsamtök gagnrýna aðkomu læknisins. Øen hefur átt einkaleyfið í meira en tvo áratugi samkvæmt Heimildinni og breska blaðinu The Telegraph. En skutlunum er ætlað að drepa hvali á sem skemmstum tíma. Þeir þurfa hins vegar að lenda á ákveðnum stöðum á líkama hvalsins, svo sem í hálsi eða heila, sem gerist ekki alltaf. Fiskistofa fékk hinn norska dýralækni til þess að fylgjast með langreyðaveiðum árið 2014 og lagði hann fram skýrslu þess efnis árið 2015, í tíð Sigurðar Inga Jóhannssonar sem sjávarútvegsráðherra. Øen hefur einnig starfað sem ráðgjafi fyrir Hval hf. „Ef búnaðurinn springur ekki þá þarf af hlaða skutulinn í annað skot. Þetta tekur um átta mínútur og eykur verulega á kvalir hvalsins. Oftar tekur þetta mun lengur en átta mínútur og getur jafn vel tekið nokkra klukkutíma,“ segir Danny Groves, samskiptastjóri hinna bresku Hvala og höfrunga verndarsamtaka sem vilja bann Svandísar Svavarsdóttur matvælaráðherra varanlegt. Hann segir aðkomu Øen einkar gagnrýnisverða. „Þetta er spurning um siðferði. Það lítur aldrei vel út að hafa ráðgjafadýralækni sem er að hagnast af grimmdarlegri starfsemi,“ segir Groves. Fær lítið borgað Øen segir við The Telegraph að hann fái ekki mikið borgað fyrir einkaleyfið og hafnar því að um sé að ræða hagsmunaárekstur. „Einkaleyfið hefur ekkert að gera með skutlana sjálfa. Þetta snýst um öryggi sem kemur í veg fyrir eldsvoða. Það hefur aldrei verið leyndarmál að ég hafi fundið þennan búnað upp og deilt honum með verkfræðingnum sem hannað skutulinn. Ég er stoltur af því að hafa sennilega bjargað mannslífum,“ segir Øen. Að sögn Øen hafa tekjurnar af einkaleyfinu aðeins verið um 2 þúsund pund á ári, eða um 340 þúsund krónur. Þennan pening hafi hann notað til þess að borga upp í ferðir á ráðstefnur um hvali. Hvalveiðar Hvalir Dýraheilbrigði Stjórnsýsla Mest lesið Hegðun Helga kunni að skýra skort á símtölum Innlent Uppsagnir hjá Norðuráli í dag Innlent Boðar alla herforingjana á fordæmalausan skyndifund Erlent Nýtt Lækjartorg á ís þar til flóðamat liggur fyrir Innlent Breytingar í vændum á skrifstofu forseta Innlent Leikskóli heimtar tugi þúsunda fyrir „listaverk“ barnanna Erlent Drónaflug í Danmörku: „Fjölþáttaógnin er að raungerast“ Erlent Fimm ára fangelsi fyrir að taka við fúlgum fjár frá Gaddafi Erlent Íbúar Ártúnsholts hrósa sigri gegn borginni - í bili Innlent „Handagangur í öskjunni“ leiddi til þess að menntskælingar fengu áfengi Innlent Fleiri fréttir Viðvörunarstig hækkað: Auknar líkur á gosi Refsing fyrir að nauðga þroskaskertum manni milduð Breytingar í vændum á skrifstofu forseta Stærðarinnar grjót féll á fjölfarinn veg Bein útsending: Farið yfir það nýjasta í krabbameinsrannsóknum „Handagangur í öskjunni“ leiddi til þess að menntskælingar fengu áfengi Skæð fuglaflensa greindist á Norðurlandi Uppsagnir hjá Norðuráli í dag Þingmenn ræða stjórnlausa veðmálastarfsemi: Íslendingar Evrópumeistarar Stórt framfaraskref að færa Blóðbankann í Kringluna Austurstræti orðið að göngugötu Íbúar Ártúnsholts hrósa sigri gegn borginni - í bili Fyrsta trampólínlægðin væntanleg á morgun Dóttirin fær einungis að mæta einu sinni í viku í frístund Drónar í Danaveldi og Blóðbankinn opnar í Kringlunni „Skoðun mín skiptir ekki máli“ Nýtt Lækjartorg á ís þar til flóðamat liggur fyrir 3,2 stiga skjálfti í Mýrdalsjökli Óskaði aðstoðar með gríðarstóran hníf Hegðun Helga kunni að skýra skort á símtölum Enska verði orðin ráðandi í atvinnulífi um miðja öld Heiðra Íslendinga með því að gera 17. júní að fánadegi Hafnar fullyrðingum þingmanns um innrætingu Skrítið að vita af ósprunginni handsprengju í næstu götu Skorar á Ingu Sæland að taka slaginn Ástæða til að kanna betur tengsl ofurhlaupa og ristilkrabba Löng bið Haraldar, umdeild kynjafræði og íslenska í útrýmingarhættu Borgin leggur bílstjórum línurnar Rafmagn aftur komið á í öllum hverfum Hélt ræðu gráti nær Sjá meira
Øen hefur átt einkaleyfið í meira en tvo áratugi samkvæmt Heimildinni og breska blaðinu The Telegraph. En skutlunum er ætlað að drepa hvali á sem skemmstum tíma. Þeir þurfa hins vegar að lenda á ákveðnum stöðum á líkama hvalsins, svo sem í hálsi eða heila, sem gerist ekki alltaf. Fiskistofa fékk hinn norska dýralækni til þess að fylgjast með langreyðaveiðum árið 2014 og lagði hann fram skýrslu þess efnis árið 2015, í tíð Sigurðar Inga Jóhannssonar sem sjávarútvegsráðherra. Øen hefur einnig starfað sem ráðgjafi fyrir Hval hf. „Ef búnaðurinn springur ekki þá þarf af hlaða skutulinn í annað skot. Þetta tekur um átta mínútur og eykur verulega á kvalir hvalsins. Oftar tekur þetta mun lengur en átta mínútur og getur jafn vel tekið nokkra klukkutíma,“ segir Danny Groves, samskiptastjóri hinna bresku Hvala og höfrunga verndarsamtaka sem vilja bann Svandísar Svavarsdóttur matvælaráðherra varanlegt. Hann segir aðkomu Øen einkar gagnrýnisverða. „Þetta er spurning um siðferði. Það lítur aldrei vel út að hafa ráðgjafadýralækni sem er að hagnast af grimmdarlegri starfsemi,“ segir Groves. Fær lítið borgað Øen segir við The Telegraph að hann fái ekki mikið borgað fyrir einkaleyfið og hafnar því að um sé að ræða hagsmunaárekstur. „Einkaleyfið hefur ekkert að gera með skutlana sjálfa. Þetta snýst um öryggi sem kemur í veg fyrir eldsvoða. Það hefur aldrei verið leyndarmál að ég hafi fundið þennan búnað upp og deilt honum með verkfræðingnum sem hannað skutulinn. Ég er stoltur af því að hafa sennilega bjargað mannslífum,“ segir Øen. Að sögn Øen hafa tekjurnar af einkaleyfinu aðeins verið um 2 þúsund pund á ári, eða um 340 þúsund krónur. Þennan pening hafi hann notað til þess að borga upp í ferðir á ráðstefnur um hvali.
Hvalveiðar Hvalir Dýraheilbrigði Stjórnsýsla Mest lesið Hegðun Helga kunni að skýra skort á símtölum Innlent Uppsagnir hjá Norðuráli í dag Innlent Boðar alla herforingjana á fordæmalausan skyndifund Erlent Nýtt Lækjartorg á ís þar til flóðamat liggur fyrir Innlent Breytingar í vændum á skrifstofu forseta Innlent Leikskóli heimtar tugi þúsunda fyrir „listaverk“ barnanna Erlent Drónaflug í Danmörku: „Fjölþáttaógnin er að raungerast“ Erlent Fimm ára fangelsi fyrir að taka við fúlgum fjár frá Gaddafi Erlent Íbúar Ártúnsholts hrósa sigri gegn borginni - í bili Innlent „Handagangur í öskjunni“ leiddi til þess að menntskælingar fengu áfengi Innlent Fleiri fréttir Viðvörunarstig hækkað: Auknar líkur á gosi Refsing fyrir að nauðga þroskaskertum manni milduð Breytingar í vændum á skrifstofu forseta Stærðarinnar grjót féll á fjölfarinn veg Bein útsending: Farið yfir það nýjasta í krabbameinsrannsóknum „Handagangur í öskjunni“ leiddi til þess að menntskælingar fengu áfengi Skæð fuglaflensa greindist á Norðurlandi Uppsagnir hjá Norðuráli í dag Þingmenn ræða stjórnlausa veðmálastarfsemi: Íslendingar Evrópumeistarar Stórt framfaraskref að færa Blóðbankann í Kringluna Austurstræti orðið að göngugötu Íbúar Ártúnsholts hrósa sigri gegn borginni - í bili Fyrsta trampólínlægðin væntanleg á morgun Dóttirin fær einungis að mæta einu sinni í viku í frístund Drónar í Danaveldi og Blóðbankinn opnar í Kringlunni „Skoðun mín skiptir ekki máli“ Nýtt Lækjartorg á ís þar til flóðamat liggur fyrir 3,2 stiga skjálfti í Mýrdalsjökli Óskaði aðstoðar með gríðarstóran hníf Hegðun Helga kunni að skýra skort á símtölum Enska verði orðin ráðandi í atvinnulífi um miðja öld Heiðra Íslendinga með því að gera 17. júní að fánadegi Hafnar fullyrðingum þingmanns um innrætingu Skrítið að vita af ósprunginni handsprengju í næstu götu Skorar á Ingu Sæland að taka slaginn Ástæða til að kanna betur tengsl ofurhlaupa og ristilkrabba Löng bið Haraldar, umdeild kynjafræði og íslenska í útrýmingarhættu Borgin leggur bílstjórum línurnar Rafmagn aftur komið á í öllum hverfum Hélt ræðu gráti nær Sjá meira