Bjóða starfsfólki að læra íslensku með gervigreind Helena Rós Sturludóttir skrifar 21. ágúst 2023 20:41 Malgorzata Anna Kodziolka kemur frá Póllandi hefur hefur starfað hér á landi í um 16 ár. Vísir/Ívar Íslenskt stórfyrirtæki, þar sem erlent starfsfólk er í miklum meirihluta, býður því upp á íslenskukennslu með gervigreind. Forstjóri fyrirtækisins segir markmiðið að efla sjálfstraust og gleði starfsmanna ásamt því að veita betri þjónustu. Þjónustufyrirtækið Dagar er með tæplega 900 manns í vinnu og þar af hafa ríflega 80 prósent þeirra annað móðurmál en íslensku. Fyrirtækið hefur löngum boðið starfsfólki sínu upp á íslenskunámskeið en ákváðu að taka það skrefinu lengra með innleiðingu Bara tala smáforritsins. Forritið er stafrænn íslenskukennari sem byggir á gervigreind og íslenskri máltækni, þar sem íslenskan er kennd í gegnum leik. „Það er mjög mikilvægt fyrir okkur að styðja okkar fólk í að ná tökum á íslensku til að auka sjálfstraust og gleði í vinnunni og til þess að geta veitt enn betri þjónustu til okkar viðskiptavina,“ segir Pálmar Óli Magnússon forstjóri Daga. Pálmar Óli Magnússon, forstjóri Dagar, er spenntur að sjá viðtökur starfsmanna á íslensku kennslunni. Vísir/Ívar Eftir kórónuveirufaraldurinn hafi fyrirtækinu langað að bjóða starfsfólki upp á fleiri möguleika til að læra tungumálið. „Þetta hentar fyrir alla því þetta byggir á myndum. Kosturinn við þetta umfram mörg önnur tæki og tól sem eru til núna er að það þarf ekki að millilenda í öðru tungumáli eins og ensku,“ segir Pálmar. Anna sem kemur frá Póllandi og vinnur hjá Dögum og ein þeirra sem hefur hafið notkun á forritinu segir það afar hjálplegt. Þau læri skref fyrir skref að tala eingöngu íslensku. „Kannski í næstu viku eða á næsta ári,“ segir Anna sem æfir sig reglulega í íslensku í forritinu. Hún segir starfsfólk ánægt með forritið og að þau grínist stundum með það sín á milli hversu langt þau séu komin í æfingum. Innflytjendamál Samfélagsleg ábyrgð Gervigreind Íslensk tunga Mest lesið Fjöldi fórnarlamba eftir skothríð og íkveikju í kirkju mormóna Erlent Skora á Snorra að gefa kost á sér Innlent Árásir stóðu yfir í rúma tólf tíma Erlent Bíll valt eftir flótta undan lögreglu og þrír slösuðust Innlent Banna dróna yfir Danmörku Erlent Með bílinn fullan af fíkniefnum Innlent Lögreglan með málið til rannsóknar Innlent Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Innlent Rak frá Bretlandi til Íslands á einum mánuði Innlent Drukkinn ökumaður keyrði á þrjá bíla og reyndi að stinga af Innlent Fleiri fréttir „Virðist bitna á saklausum ferðamönnum“ „Ákveðinn miski“ að geta ekki treyst vatninu Flúði próflaus undan lögreglu með einum of marga farþega þegar bíllinn valt Umfangsmiklar árásir og símengað neysluvatn Báturinn áður sokkið í sömu höfn og án skýringar Drukkinn ökumaður keyrði á þrjá bíla og reyndi að stinga af Um 200 nemendur eru í lögreglunámi á Akureyri Skora á Snorra að gefa kost á sér Bíll valt eftir flótta undan lögreglu og þrír slösuðust Reiknað með afskiptum af öllum samkomum Vítisengla Lögreglan með málið til rannsóknar Áframhaldandi aðgerðir gegn Vítisenglum Geirfinnsmálið, orkuöflun, gjaldeyrishöftin og íslenskan á Sprengisandi Drógu aflvana bát í land í Neskaupstað Með bílinn fullan af fíkniefnum „Það verður boðið fram í nafni VG“ Loka aftur fyrir umferð á slóðum Vítisengla „Þjóðaröryggisráð er ekki upp á punt“ Rak frá Bretlandi til Íslands á einum mánuði Bátur sekkur við Hafnarfjarðarhöfn Ellilífeyrisþegar sá hópur sem hafi það einna best Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Þór sækist eftir endurkjöri Furðar sig á þjóðaröryggisráði og rándýr barnaafmæli Aftur flagnar Vesturbæjarlaug: „Eins og hún sé með skallablett“ Þyrlan kölluð út vegna vélsleðaslyss á Langjökli „Gervigreind er líka fyrir heimilið“ Hringvegurinn opnaður á ný klukkan 17 Snæfellsnes orðið að vistvangi UNESCO „Stór húsnæðis- og efnahagspakki“ á leiðinni Sjá meira
Þjónustufyrirtækið Dagar er með tæplega 900 manns í vinnu og þar af hafa ríflega 80 prósent þeirra annað móðurmál en íslensku. Fyrirtækið hefur löngum boðið starfsfólki sínu upp á íslenskunámskeið en ákváðu að taka það skrefinu lengra með innleiðingu Bara tala smáforritsins. Forritið er stafrænn íslenskukennari sem byggir á gervigreind og íslenskri máltækni, þar sem íslenskan er kennd í gegnum leik. „Það er mjög mikilvægt fyrir okkur að styðja okkar fólk í að ná tökum á íslensku til að auka sjálfstraust og gleði í vinnunni og til þess að geta veitt enn betri þjónustu til okkar viðskiptavina,“ segir Pálmar Óli Magnússon forstjóri Daga. Pálmar Óli Magnússon, forstjóri Dagar, er spenntur að sjá viðtökur starfsmanna á íslensku kennslunni. Vísir/Ívar Eftir kórónuveirufaraldurinn hafi fyrirtækinu langað að bjóða starfsfólki upp á fleiri möguleika til að læra tungumálið. „Þetta hentar fyrir alla því þetta byggir á myndum. Kosturinn við þetta umfram mörg önnur tæki og tól sem eru til núna er að það þarf ekki að millilenda í öðru tungumáli eins og ensku,“ segir Pálmar. Anna sem kemur frá Póllandi og vinnur hjá Dögum og ein þeirra sem hefur hafið notkun á forritinu segir það afar hjálplegt. Þau læri skref fyrir skref að tala eingöngu íslensku. „Kannski í næstu viku eða á næsta ári,“ segir Anna sem æfir sig reglulega í íslensku í forritinu. Hún segir starfsfólk ánægt með forritið og að þau grínist stundum með það sín á milli hversu langt þau séu komin í æfingum.
Innflytjendamál Samfélagsleg ábyrgð Gervigreind Íslensk tunga Mest lesið Fjöldi fórnarlamba eftir skothríð og íkveikju í kirkju mormóna Erlent Skora á Snorra að gefa kost á sér Innlent Árásir stóðu yfir í rúma tólf tíma Erlent Bíll valt eftir flótta undan lögreglu og þrír slösuðust Innlent Banna dróna yfir Danmörku Erlent Með bílinn fullan af fíkniefnum Innlent Lögreglan með málið til rannsóknar Innlent Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Innlent Rak frá Bretlandi til Íslands á einum mánuði Innlent Drukkinn ökumaður keyrði á þrjá bíla og reyndi að stinga af Innlent Fleiri fréttir „Virðist bitna á saklausum ferðamönnum“ „Ákveðinn miski“ að geta ekki treyst vatninu Flúði próflaus undan lögreglu með einum of marga farþega þegar bíllinn valt Umfangsmiklar árásir og símengað neysluvatn Báturinn áður sokkið í sömu höfn og án skýringar Drukkinn ökumaður keyrði á þrjá bíla og reyndi að stinga af Um 200 nemendur eru í lögreglunámi á Akureyri Skora á Snorra að gefa kost á sér Bíll valt eftir flótta undan lögreglu og þrír slösuðust Reiknað með afskiptum af öllum samkomum Vítisengla Lögreglan með málið til rannsóknar Áframhaldandi aðgerðir gegn Vítisenglum Geirfinnsmálið, orkuöflun, gjaldeyrishöftin og íslenskan á Sprengisandi Drógu aflvana bát í land í Neskaupstað Með bílinn fullan af fíkniefnum „Það verður boðið fram í nafni VG“ Loka aftur fyrir umferð á slóðum Vítisengla „Þjóðaröryggisráð er ekki upp á punt“ Rak frá Bretlandi til Íslands á einum mánuði Bátur sekkur við Hafnarfjarðarhöfn Ellilífeyrisþegar sá hópur sem hafi það einna best Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Þór sækist eftir endurkjöri Furðar sig á þjóðaröryggisráði og rándýr barnaafmæli Aftur flagnar Vesturbæjarlaug: „Eins og hún sé með skallablett“ Þyrlan kölluð út vegna vélsleðaslyss á Langjökli „Gervigreind er líka fyrir heimilið“ Hringvegurinn opnaður á ný klukkan 17 Snæfellsnes orðið að vistvangi UNESCO „Stór húsnæðis- og efnahagspakki“ á leiðinni Sjá meira