Hrútar þuklaðir á Íslandsmeistaramóti í hrútadómum Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 20. ágúst 2023 12:31 Keppt er í tveimur flokkum í þuklinu, vanir og óvanir. Aðsend Það verður mikið um þukl á Sauðfjársetrinu á Ströndum í dag því þar fer fram árlegt Íslandsmót þar sem hrútar eru þuklaðir í bak og fyrir. Þá verða nokkur úrvals líflömb frá bændum á Ströndum og í Reykhólasveit í vinning í happdrætti dagsins. Það er alltaf mikil stemning á Íslandsmeistaramótinu í hrútadómum á Sauðfjársetrinu í Sævangi en mótið fagnar 20 ára afmæli í dag og hefst klukkan tvö. Fjöldi fólks mætir alltaf til að fylgjast með Íslandsmeistaramótinu og fær sér svo síðan kjötsúpu eða veitingar af kaffihlaðborðinu á eftir. Matthías Sævar Lýðsson, sauðfjárbóndi á bænum Húsavík við Steingrímsfjörð á Ströndum er einn af starfsmönnum Íslandsmótsins. „Þá safnast fólk saman, sem hefur yndi af sauðkindum og sérstaklega hrútum og þreifar þá og þuklar til að reyna að komast, sem næst því að raða þeim í gæðaröð eftir dómstiga, sem notaður er í sauðfjárræktinni,” segir Matthías. Matthías segir að tveir flokkar keppi, annars vega vanir þuklarar og svo óvanir. „Hjá óvönum er það kannski fólk, sem er jafnvel hrætt við kindur og heldur að þær bíti eða horfi illilega á það eða leggi álög á þau en það er engin hætta á því því kindur eru afskaplega ljúfar og yndislegar skepnur,” segir hann og heldur áfram. „Sá hópur, þessir óvönu mega koma með hvaða röksemdir, sem er til þess að raða hrútunum í rétta röð. Þeir þurfa ekkert endilega að þukla þá, það er nóg að horfa hvort þeir eru með brún eða blá augu, eða hvort þeir eru með reist eyru eða hvort þeir jarma fallega eða hvort þeir eru með langan dindil. Það er skemmtunin við þetta.” En hversu fast eða laust á að þukla hrútana? „Það er best að þukla með því að ekki kítla hrútinn heldur átt þú að taka þéttingsfast og lætur vöðva hrútsins fylla greipina vel. Þú mátt alveg klóra honum á bak við eyrun og skoða upp í hann hvort hann er með fallegar tennur en þetta snýst um það að finna vöðvamassann,” segir Matthías spenntur fyrir deginum. Heimasíða setursins Strandabyggð Landbúnaður Dýr Mest lesið „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Innlent Engin byssa reyndist vera í bílnum Innlent Dásamar ÁTVR og skýtur á lögreglustjóra Innlent „Sannarlega ekki eitthvað sem ég ætlaði að taka þátt í“ Innlent Ókyrrð að aukast en lítil hætta á ferðum Innlent Kínverskt skip stórskemmt eftir árekstur við tundurspilli Erlent Boðar aðgerðir í þágu öryggis og fegrunar Washington D.C. Erlent Fer í þrjú útköll á dag: Sprenging í útköllum vegna veggjalúsar Innlent „Alvarlegar afleiðingar“ verði greiðsluþátttöku hætt Innlent Neitar að birta dómsskjöl og gagnrýnir Trump-liða fyrir blekkingarleik Erlent Fleiri fréttir Kvartanir vegna bílastæðamála daglegt brauð hjá Neytendastofu Tilfelli alvarlegrar ókyrrðar gætu tvöfaldast vegna loftslagsbreytinga Óvenjuleg ákvörðun, holskefla kvartana og ókyrrð Upphaflegasta útgáfa Snorra-Eddu snýr heim eftir fjögurra alda útlegð Einnota plastvörur fái sérstaka merkingu „Sannarlega ekki eitthvað sem ég ætlaði að taka þátt í“ Stytta opnunartíma Seltjarnarneslaugar: „Er þetta það sem við viljum spara í?“ Ókyrrð að aukast en lítil hætta á ferðum Komu ferðamönnum í sjálfsheldu á Búlandstindi til aðstoðar Fylla í skörð reynslubolta Þurfti rannsóknarvinnu til að finna upplýsingar um bílastæðarukkun „Alvarlegar afleiðingar“ verði greiðsluþátttöku hætt Bráðabirgðaheimild veitt fyrir Hvammsvirkjun Fer í þrjú útköll á dag: Sprenging í útköllum vegna veggjalúsar „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Bílastæðamál, POTS, ókyrrð og íslenski hesturinn Engin byssa reyndist vera í bílnum Strætisvagnar rákust saman við Borgartún Hinn látni bandarískur ferðamaður á sextugsaldri Svara til saka eftir tvær vikur Dásamar ÁTVR og skýtur á lögreglustjóra Virkjanir í Skagafirði úr vernd í bið en Urriðafoss í nýtingu Meira að segja happ þegar frystihúsið brann Nýtt skilti komið upp og rauða ljósið mun loga oftar Tíu metra djúp hola í ísnum á vinsælli gönguleið „Eins og það væri verið að segja mér að ég ætti tvo mánuði eftir ólifað“ Tveir á sjúkrahús eftir rafskútuslys Missir mikilvægrar meðferðar, óánægja í Ísrael og sundkappinn sem tefst Leiðtogar Norðurlanda og Eystrasaltsins: Engin friður án aðkomu Úkraínu“ Einn handtekinn vegna gruns um íkveikju Sjá meira
Það er alltaf mikil stemning á Íslandsmeistaramótinu í hrútadómum á Sauðfjársetrinu í Sævangi en mótið fagnar 20 ára afmæli í dag og hefst klukkan tvö. Fjöldi fólks mætir alltaf til að fylgjast með Íslandsmeistaramótinu og fær sér svo síðan kjötsúpu eða veitingar af kaffihlaðborðinu á eftir. Matthías Sævar Lýðsson, sauðfjárbóndi á bænum Húsavík við Steingrímsfjörð á Ströndum er einn af starfsmönnum Íslandsmótsins. „Þá safnast fólk saman, sem hefur yndi af sauðkindum og sérstaklega hrútum og þreifar þá og þuklar til að reyna að komast, sem næst því að raða þeim í gæðaröð eftir dómstiga, sem notaður er í sauðfjárræktinni,” segir Matthías. Matthías segir að tveir flokkar keppi, annars vega vanir þuklarar og svo óvanir. „Hjá óvönum er það kannski fólk, sem er jafnvel hrætt við kindur og heldur að þær bíti eða horfi illilega á það eða leggi álög á þau en það er engin hætta á því því kindur eru afskaplega ljúfar og yndislegar skepnur,” segir hann og heldur áfram. „Sá hópur, þessir óvönu mega koma með hvaða röksemdir, sem er til þess að raða hrútunum í rétta röð. Þeir þurfa ekkert endilega að þukla þá, það er nóg að horfa hvort þeir eru með brún eða blá augu, eða hvort þeir eru með reist eyru eða hvort þeir jarma fallega eða hvort þeir eru með langan dindil. Það er skemmtunin við þetta.” En hversu fast eða laust á að þukla hrútana? „Það er best að þukla með því að ekki kítla hrútinn heldur átt þú að taka þéttingsfast og lætur vöðva hrútsins fylla greipina vel. Þú mátt alveg klóra honum á bak við eyrun og skoða upp í hann hvort hann er með fallegar tennur en þetta snýst um það að finna vöðvamassann,” segir Matthías spenntur fyrir deginum. Heimasíða setursins
Strandabyggð Landbúnaður Dýr Mest lesið „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Innlent Engin byssa reyndist vera í bílnum Innlent Dásamar ÁTVR og skýtur á lögreglustjóra Innlent „Sannarlega ekki eitthvað sem ég ætlaði að taka þátt í“ Innlent Ókyrrð að aukast en lítil hætta á ferðum Innlent Kínverskt skip stórskemmt eftir árekstur við tundurspilli Erlent Boðar aðgerðir í þágu öryggis og fegrunar Washington D.C. Erlent Fer í þrjú útköll á dag: Sprenging í útköllum vegna veggjalúsar Innlent „Alvarlegar afleiðingar“ verði greiðsluþátttöku hætt Innlent Neitar að birta dómsskjöl og gagnrýnir Trump-liða fyrir blekkingarleik Erlent Fleiri fréttir Kvartanir vegna bílastæðamála daglegt brauð hjá Neytendastofu Tilfelli alvarlegrar ókyrrðar gætu tvöfaldast vegna loftslagsbreytinga Óvenjuleg ákvörðun, holskefla kvartana og ókyrrð Upphaflegasta útgáfa Snorra-Eddu snýr heim eftir fjögurra alda útlegð Einnota plastvörur fái sérstaka merkingu „Sannarlega ekki eitthvað sem ég ætlaði að taka þátt í“ Stytta opnunartíma Seltjarnarneslaugar: „Er þetta það sem við viljum spara í?“ Ókyrrð að aukast en lítil hætta á ferðum Komu ferðamönnum í sjálfsheldu á Búlandstindi til aðstoðar Fylla í skörð reynslubolta Þurfti rannsóknarvinnu til að finna upplýsingar um bílastæðarukkun „Alvarlegar afleiðingar“ verði greiðsluþátttöku hætt Bráðabirgðaheimild veitt fyrir Hvammsvirkjun Fer í þrjú útköll á dag: Sprenging í útköllum vegna veggjalúsar „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Bílastæðamál, POTS, ókyrrð og íslenski hesturinn Engin byssa reyndist vera í bílnum Strætisvagnar rákust saman við Borgartún Hinn látni bandarískur ferðamaður á sextugsaldri Svara til saka eftir tvær vikur Dásamar ÁTVR og skýtur á lögreglustjóra Virkjanir í Skagafirði úr vernd í bið en Urriðafoss í nýtingu Meira að segja happ þegar frystihúsið brann Nýtt skilti komið upp og rauða ljósið mun loga oftar Tíu metra djúp hola í ísnum á vinsælli gönguleið „Eins og það væri verið að segja mér að ég ætti tvo mánuði eftir ólifað“ Tveir á sjúkrahús eftir rafskútuslys Missir mikilvægrar meðferðar, óánægja í Ísrael og sundkappinn sem tefst Leiðtogar Norðurlanda og Eystrasaltsins: Engin friður án aðkomu Úkraínu“ Einn handtekinn vegna gruns um íkveikju Sjá meira