„Það getur enginn viljað ógna flugöryggi þeirra sem ferðast um Reykjavíkurflugvöll“ Margrét Björk Jónsdóttir skrifar 18. ágúst 2023 12:41 Snorri Geir Steingrímsson segist handviss um að allir flugmenn séu á móti því að þrengja að flugvellinum í Reykjavík. Snorri Geir/Vísir/Vilhelm Yfirflugstjóri hjá flugfélaginu Erni segir ekki annað koma til greina en að borgin gangi að kröfu Isavia og felli um þriðjung skógarsins í Öskjuhlíð. Annað ógni flugöryggi þeirra sem ferðast um Reykjavíkurflugvöll. ISAVIA sendi bréf til Reykjavíkurborgar í sumar og krafðist þess að tæplega 3000 tré á suðvesturhlið Öskjuhlíðar yrðu felld, um þriðjungur skógarins. Í bréfi Isavia kemur fram að trjágróður í Öskjuhlíð sé orðin raunveruleg öryggisógn gagnvart loftförum í aðflugi og þess krafist að Reykjavíkurborg bregðist við hættunni án tafar. Skógurinn nýtur verndar sem borgargarður í Reykjavík og er á Náttúruminjaskrá. Á fundi borgarráðs í gær var samþykkt að senda kröfu Isavia til umhverfis- og skipulagsráðs áður en afstaða yrði tekin til málsins. „Þetta minnkar öryggi vallarins“ Snorri Geir Steingrímsson, yfirflugstjóri hjá flugfélaginu Erni, segist hlynntur kröfu Isavia og að það sama hljóti að gilda um aðra flugmenn. „Ég er handviss um að allir flugmenn eru á móti því að þrengja að flugvellinum. Hækkun byggðar þarna í kring og hækkun trjáa vinnur allt á móti öryggi flugvallarins. Alveg sama hvort það sé á Hlíðarendasvæðinu, Skerjafirði, hækkun trjáa í Öskjuhlíðinni eða bygging háskóla þarna við völlinn eða annað, þetta minnkar öryggi vallarins,“ segir Snorri. Honum sé ekki kunnugt um að hættulegar aðstæður hafi komið upp sem rekja megi til trjána, en þau vaxi upp í flugtaks og brottflugslínu og hækki aðflugshorn fyrir lendingu. „Það eru flugvélar að fljúga frá Reykjavíkurflugvelli sem geta ekki notað flugbrautina til flugtaks á móti Öskjuhlíðinni í sterkum austanáttum. Það skapar þá hættu að það er verið að fara á loft á norður suðurbrautinni í hliðarvindi.“ Það sé sérstaklega varasamt á veturnar þegar brautirnar séu hálar. Snorri segir málið pólítískt og sé partur af þeirri umræðu um hvort finna eigi flugvellinum í Reykjavík annan stað. Hann sé þó alls ekki á því. Ef Reykjavík ætlar að vera áfram höfuðborg Íslands þá þarf að vera flugvöllur í Reykjavík. Þá eigi hann ekki von á öðru en að borgin gangi að kröfu Isavia og að trén verði felld. „Að sjálfsögðu. Það getur enginn viljað ógna flugöryggi þeirra sem ferðast um Reykjavíkurflugvöll,“ segir Snorri Geir Steingrímsson, yfirflugstjóri hjá flugfélaginu Erni. Reykjavík Reykjavíkurflugvöllur Umferðaröryggi Fréttir af flugi Skógrækt og landgræðsla Tré Tengdar fréttir Isavia krefst þess að um þrjú þúsund tré verði felld í Öskjuhlíð Innanlandssvið Isavia hefur krafist þess að 2.900 tré í Öskjuhlíð verði felld tafarlaust og til vara 1.200 hæstu trén. Erindi þessa efnis hafi verið lagt fyrir borgarráð í dag og hafi verið samstaða um þá málsmeðferð að beiðnin færi til umsagnar umhverfis- og skipulagssviðs borgarinnar. 17. ágúst 2023 13:21 Heimila ekki skógarhögg í Öskjuhlíð án mótvægisaðgerða Þröstur Eysteinsson skógræktarstjóri segir að Skógræktin myndi ekki heimila að þrjú þúsund tré í Öskjuhlíðinni yrðu felld án þess að önnur yrðu gróðursett í staðinn. Á svæðinu þyrfti að vera áfram skógur. 17. ágúst 2023 18:23 Mest lesið Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Innlent „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Innlent Engin byssa reyndist vera í bílnum Innlent Dásamar ÁTVR og skýtur á lögreglustjóra Innlent Fjórir karlmenn stálu Labubu í tugatali Erlent „Eins og það væri verið að segja mér að ég ætti tvo mánuði eftir ólifað“ Innlent Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Erlent Drápu tvo blaðamenn og tvo tökumenn vísvitandi Erlent „Sannarlega ekki eitthvað sem ég ætlaði að taka þátt í“ Innlent Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Innlent Fleiri fréttir Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Tilfelli alvarlegrar ókyrrðar gætu tvöfaldast vegna loftslagsbreytinga Óvenjuleg ákvörðun, holskefla kvartana og ókyrrð Upphaflegasta útgáfa Snorra-Eddu snýr heim eftir fjögurra alda útlegð Einnota plastvörur fái sérstaka merkingu „Sannarlega ekki eitthvað sem ég ætlaði að taka þátt í“ Stytta opnunartíma Seltjarnarneslaugar: „Er þetta það sem við viljum spara í?“ Ókyrrð að aukast en lítil hætta á ferðum Komu ferðamönnum í sjálfsheldu á Búlandstindi til aðstoðar Fylla í skörð reynslubolta Þurfti rannsóknarvinnu til að finna upplýsingar um bílastæðarukkun „Alvarlegar afleiðingar“ verði greiðsluþátttöku hætt Bráðabirgðaheimild veitt fyrir Hvammsvirkjun Fer í þrjú útköll á dag: Sprenging í útköllum vegna veggjalúsar „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Bílastæðamál, POTS, ókyrrð og íslenski hesturinn Engin byssa reyndist vera í bílnum Strætisvagnar rákust saman við Borgartún Hinn látni bandarískur ferðamaður á sextugsaldri Svara til saka eftir tvær vikur Dásamar ÁTVR og skýtur á lögreglustjóra Virkjanir í Skagafirði úr vernd í bið en Urriðafoss í nýtingu Meira að segja happ þegar frystihúsið brann Nýtt skilti komið upp og rauða ljósið mun loga oftar Tíu metra djúp hola í ísnum á vinsælli gönguleið „Eins og það væri verið að segja mér að ég ætti tvo mánuði eftir ólifað“ Tveir á sjúkrahús eftir rafskútuslys Missir mikilvægrar meðferðar, óánægja í Ísrael og sundkappinn sem tefst Leiðtogar Norðurlanda og Eystrasaltsins: Engin friður án aðkomu Úkraínu“ Einn handtekinn vegna gruns um íkveikju Sjá meira
ISAVIA sendi bréf til Reykjavíkurborgar í sumar og krafðist þess að tæplega 3000 tré á suðvesturhlið Öskjuhlíðar yrðu felld, um þriðjungur skógarins. Í bréfi Isavia kemur fram að trjágróður í Öskjuhlíð sé orðin raunveruleg öryggisógn gagnvart loftförum í aðflugi og þess krafist að Reykjavíkurborg bregðist við hættunni án tafar. Skógurinn nýtur verndar sem borgargarður í Reykjavík og er á Náttúruminjaskrá. Á fundi borgarráðs í gær var samþykkt að senda kröfu Isavia til umhverfis- og skipulagsráðs áður en afstaða yrði tekin til málsins. „Þetta minnkar öryggi vallarins“ Snorri Geir Steingrímsson, yfirflugstjóri hjá flugfélaginu Erni, segist hlynntur kröfu Isavia og að það sama hljóti að gilda um aðra flugmenn. „Ég er handviss um að allir flugmenn eru á móti því að þrengja að flugvellinum. Hækkun byggðar þarna í kring og hækkun trjáa vinnur allt á móti öryggi flugvallarins. Alveg sama hvort það sé á Hlíðarendasvæðinu, Skerjafirði, hækkun trjáa í Öskjuhlíðinni eða bygging háskóla þarna við völlinn eða annað, þetta minnkar öryggi vallarins,“ segir Snorri. Honum sé ekki kunnugt um að hættulegar aðstæður hafi komið upp sem rekja megi til trjána, en þau vaxi upp í flugtaks og brottflugslínu og hækki aðflugshorn fyrir lendingu. „Það eru flugvélar að fljúga frá Reykjavíkurflugvelli sem geta ekki notað flugbrautina til flugtaks á móti Öskjuhlíðinni í sterkum austanáttum. Það skapar þá hættu að það er verið að fara á loft á norður suðurbrautinni í hliðarvindi.“ Það sé sérstaklega varasamt á veturnar þegar brautirnar séu hálar. Snorri segir málið pólítískt og sé partur af þeirri umræðu um hvort finna eigi flugvellinum í Reykjavík annan stað. Hann sé þó alls ekki á því. Ef Reykjavík ætlar að vera áfram höfuðborg Íslands þá þarf að vera flugvöllur í Reykjavík. Þá eigi hann ekki von á öðru en að borgin gangi að kröfu Isavia og að trén verði felld. „Að sjálfsögðu. Það getur enginn viljað ógna flugöryggi þeirra sem ferðast um Reykjavíkurflugvöll,“ segir Snorri Geir Steingrímsson, yfirflugstjóri hjá flugfélaginu Erni.
Reykjavík Reykjavíkurflugvöllur Umferðaröryggi Fréttir af flugi Skógrækt og landgræðsla Tré Tengdar fréttir Isavia krefst þess að um þrjú þúsund tré verði felld í Öskjuhlíð Innanlandssvið Isavia hefur krafist þess að 2.900 tré í Öskjuhlíð verði felld tafarlaust og til vara 1.200 hæstu trén. Erindi þessa efnis hafi verið lagt fyrir borgarráð í dag og hafi verið samstaða um þá málsmeðferð að beiðnin færi til umsagnar umhverfis- og skipulagssviðs borgarinnar. 17. ágúst 2023 13:21 Heimila ekki skógarhögg í Öskjuhlíð án mótvægisaðgerða Þröstur Eysteinsson skógræktarstjóri segir að Skógræktin myndi ekki heimila að þrjú þúsund tré í Öskjuhlíðinni yrðu felld án þess að önnur yrðu gróðursett í staðinn. Á svæðinu þyrfti að vera áfram skógur. 17. ágúst 2023 18:23 Mest lesið Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Innlent „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Innlent Engin byssa reyndist vera í bílnum Innlent Dásamar ÁTVR og skýtur á lögreglustjóra Innlent Fjórir karlmenn stálu Labubu í tugatali Erlent „Eins og það væri verið að segja mér að ég ætti tvo mánuði eftir ólifað“ Innlent Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Erlent Drápu tvo blaðamenn og tvo tökumenn vísvitandi Erlent „Sannarlega ekki eitthvað sem ég ætlaði að taka þátt í“ Innlent Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Innlent Fleiri fréttir Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Tilfelli alvarlegrar ókyrrðar gætu tvöfaldast vegna loftslagsbreytinga Óvenjuleg ákvörðun, holskefla kvartana og ókyrrð Upphaflegasta útgáfa Snorra-Eddu snýr heim eftir fjögurra alda útlegð Einnota plastvörur fái sérstaka merkingu „Sannarlega ekki eitthvað sem ég ætlaði að taka þátt í“ Stytta opnunartíma Seltjarnarneslaugar: „Er þetta það sem við viljum spara í?“ Ókyrrð að aukast en lítil hætta á ferðum Komu ferðamönnum í sjálfsheldu á Búlandstindi til aðstoðar Fylla í skörð reynslubolta Þurfti rannsóknarvinnu til að finna upplýsingar um bílastæðarukkun „Alvarlegar afleiðingar“ verði greiðsluþátttöku hætt Bráðabirgðaheimild veitt fyrir Hvammsvirkjun Fer í þrjú útköll á dag: Sprenging í útköllum vegna veggjalúsar „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Bílastæðamál, POTS, ókyrrð og íslenski hesturinn Engin byssa reyndist vera í bílnum Strætisvagnar rákust saman við Borgartún Hinn látni bandarískur ferðamaður á sextugsaldri Svara til saka eftir tvær vikur Dásamar ÁTVR og skýtur á lögreglustjóra Virkjanir í Skagafirði úr vernd í bið en Urriðafoss í nýtingu Meira að segja happ þegar frystihúsið brann Nýtt skilti komið upp og rauða ljósið mun loga oftar Tíu metra djúp hola í ísnum á vinsælli gönguleið „Eins og það væri verið að segja mér að ég ætti tvo mánuði eftir ólifað“ Tveir á sjúkrahús eftir rafskútuslys Missir mikilvægrar meðferðar, óánægja í Ísrael og sundkappinn sem tefst Leiðtogar Norðurlanda og Eystrasaltsins: Engin friður án aðkomu Úkraínu“ Einn handtekinn vegna gruns um íkveikju Sjá meira
Isavia krefst þess að um þrjú þúsund tré verði felld í Öskjuhlíð Innanlandssvið Isavia hefur krafist þess að 2.900 tré í Öskjuhlíð verði felld tafarlaust og til vara 1.200 hæstu trén. Erindi þessa efnis hafi verið lagt fyrir borgarráð í dag og hafi verið samstaða um þá málsmeðferð að beiðnin færi til umsagnar umhverfis- og skipulagssviðs borgarinnar. 17. ágúst 2023 13:21
Heimila ekki skógarhögg í Öskjuhlíð án mótvægisaðgerða Þröstur Eysteinsson skógræktarstjóri segir að Skógræktin myndi ekki heimila að þrjú þúsund tré í Öskjuhlíðinni yrðu felld án þess að önnur yrðu gróðursett í staðinn. Á svæðinu þyrfti að vera áfram skógur. 17. ágúst 2023 18:23