„Karlmenn eru töluvert betri í skák“ Bjarki Sigurðsson skrifar 18. ágúst 2023 11:14 Gunnar Björnsson er forseti Skáksambands Íslands. Stöð 2/Arnar Forseti Skáksambands Íslands segist ekki sammála ákvörðun Alþjóðaskáksambandsins um að banna trans konum að keppa í kvennaflokki á mótum á vegum sambandsins. Hann segir alþjóðasambandið óttast vandamál sem aldrei hefur komið upp. Þá sé keppt í kvennaflokki þar sem karlar séu betri í skák. Alþjóðaskáksambandið, FIDE, sendi frá sér tilkynningu í morgun þar sem kom fram að trans konur megi ekki taka þátt í skákmótum fyrir konur. Munu þær reglur gilda í allt að tvö ár á meðan sambandið metur þær breytingar sem eru að mótast í heiminum hvað varðar þátttöku trans kvenna í íþróttum. Þá munu þeir trans menn sem unnu til titla í kvennaflokki áður en þeir gengust undir kynleiðréttingu, missa titla sína. Röng ákvörðun Gunnar Björnsson, forseti Skáksambands Íslands, segir sambandið hér á landi ekki hafa rætt málið hingað til en enginn íslenskur keppandi hefur óskað eftir því að breyta um kyn á skákstigalistanum. „Við höfum ekkert rætt þetta en mín af staða og flestra er að viðurkenna bara ef menn breyta um kyn og sú breyting er samþykkt af opinberum yfirvöldum, þá eigi að samþykkja hana, það er mín nálgun. Þannig mér finnst þetta röng ákvörðun hjá FIDE, það er mín fyrsta tilfinning,“ segir Gunnar. Óttast fordæmalaust vandamál Á stærstu skákmótunum er keppt í tveimur flokkum, opnum flokki og kvennaflokki. Geta bara konur tekið þátt í kvennaflokki en í opna flokkinum mega allir taka þátt, óháð kyni. Í gegnum tíðina hafa margir gagnrýnt það fyrirkomulag þar sem skák er hugaríþrótt. „Karlmenn eru töluvert betri í skák og skákin hefur brugðist við á þann hátt að til að mynda á heimsmeistaramótum og Evrópumótum er keppt í kvennaflokki og í opnum flokki. Það er sem sagt ekki keppt í karlaflokki. Sterkar skákkonur kjósa stundum að tefla í opnum flokki,“ segir Gunnar. Gunnar telur að FIDE óttist að karlmenn sem ekki ná glæstum árangri í opna flokknum muni ganga í gegnum kynleiðréttingu til að vinna til titla í kvennaflokki. En sem komið er ekkert dæmi um að það hafi gerst. „Þetta hefur ekkert verið vandamál, ekki svo ég viti. En menn eru kannski hræddir við vandamál,“ segir Gunnar. Skák Málefni trans fólks Mest lesið Sigríður Björk segir af sér Innlent Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Innlent Heldur fullum launum Innlent Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Erlent Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Innlent Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Innlent Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Innlent Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Innlent „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Innlent Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Innlent Fleiri fréttir Héldu samverustund þar sem að tvö ár eru liðin Fellaskóli vann Skrekk Aðdragandinn að endinum hjá ríkislögreglustjóra Bjarga Gunnfaxa með því að flytja inn samskonar flugvél Hvatningarverðlaun gegn einelti afhent á Laugarvatni Tekist á um afgreiðslu velferðarnefndar Dómsmálaráðherra verði að segja satt og rétt frá Leiðtogaprófkjör hjá Sjálfstæðisflokknum í Reykjavík Mælist nú ekki með eins jákvætt viðhorf til kvenleiðtoga Nýr lögreglustjóri fljótur að ákveða sig og nýir vextir hjá Arion Breytingar á húsaleigulögum samþykktar sem lög Arndís Soffía tekur við af Grími Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Skyggnst inn í Hegningarhúsið Enginn gleymir þessum degi fyrir tveimur árum Heldur fullum launum Sigríður Björk hverfur á braut og umboðsmaður vill endurskoða meðferðarheimilin Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Sigríður Björk segir af sér Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – fyrri dagur Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Lestir 205 steypubíla fóru í nýja brú yfir Breiðholtsbraut Íslandsbanki ríður á vaðið og svipast um í Hegningarhúsinu „Gramsaði í munum“ og ók síðan brott á stolnum bíl undir áhrifum Vill leiða Sjálfstæðisflokkinn í Reykjanesbæ Sjá meira
Alþjóðaskáksambandið, FIDE, sendi frá sér tilkynningu í morgun þar sem kom fram að trans konur megi ekki taka þátt í skákmótum fyrir konur. Munu þær reglur gilda í allt að tvö ár á meðan sambandið metur þær breytingar sem eru að mótast í heiminum hvað varðar þátttöku trans kvenna í íþróttum. Þá munu þeir trans menn sem unnu til titla í kvennaflokki áður en þeir gengust undir kynleiðréttingu, missa titla sína. Röng ákvörðun Gunnar Björnsson, forseti Skáksambands Íslands, segir sambandið hér á landi ekki hafa rætt málið hingað til en enginn íslenskur keppandi hefur óskað eftir því að breyta um kyn á skákstigalistanum. „Við höfum ekkert rætt þetta en mín af staða og flestra er að viðurkenna bara ef menn breyta um kyn og sú breyting er samþykkt af opinberum yfirvöldum, þá eigi að samþykkja hana, það er mín nálgun. Þannig mér finnst þetta röng ákvörðun hjá FIDE, það er mín fyrsta tilfinning,“ segir Gunnar. Óttast fordæmalaust vandamál Á stærstu skákmótunum er keppt í tveimur flokkum, opnum flokki og kvennaflokki. Geta bara konur tekið þátt í kvennaflokki en í opna flokkinum mega allir taka þátt, óháð kyni. Í gegnum tíðina hafa margir gagnrýnt það fyrirkomulag þar sem skák er hugaríþrótt. „Karlmenn eru töluvert betri í skák og skákin hefur brugðist við á þann hátt að til að mynda á heimsmeistaramótum og Evrópumótum er keppt í kvennaflokki og í opnum flokki. Það er sem sagt ekki keppt í karlaflokki. Sterkar skákkonur kjósa stundum að tefla í opnum flokki,“ segir Gunnar. Gunnar telur að FIDE óttist að karlmenn sem ekki ná glæstum árangri í opna flokknum muni ganga í gegnum kynleiðréttingu til að vinna til titla í kvennaflokki. En sem komið er ekkert dæmi um að það hafi gerst. „Þetta hefur ekkert verið vandamál, ekki svo ég viti. En menn eru kannski hræddir við vandamál,“ segir Gunnar.
Skák Málefni trans fólks Mest lesið Sigríður Björk segir af sér Innlent Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Innlent Heldur fullum launum Innlent Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Erlent Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Innlent Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Innlent Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Innlent Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Innlent „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Innlent Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Innlent Fleiri fréttir Héldu samverustund þar sem að tvö ár eru liðin Fellaskóli vann Skrekk Aðdragandinn að endinum hjá ríkislögreglustjóra Bjarga Gunnfaxa með því að flytja inn samskonar flugvél Hvatningarverðlaun gegn einelti afhent á Laugarvatni Tekist á um afgreiðslu velferðarnefndar Dómsmálaráðherra verði að segja satt og rétt frá Leiðtogaprófkjör hjá Sjálfstæðisflokknum í Reykjavík Mælist nú ekki með eins jákvætt viðhorf til kvenleiðtoga Nýr lögreglustjóri fljótur að ákveða sig og nýir vextir hjá Arion Breytingar á húsaleigulögum samþykktar sem lög Arndís Soffía tekur við af Grími Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Skyggnst inn í Hegningarhúsið Enginn gleymir þessum degi fyrir tveimur árum Heldur fullum launum Sigríður Björk hverfur á braut og umboðsmaður vill endurskoða meðferðarheimilin Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Sigríður Björk segir af sér Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – fyrri dagur Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Lestir 205 steypubíla fóru í nýja brú yfir Breiðholtsbraut Íslandsbanki ríður á vaðið og svipast um í Hegningarhúsinu „Gramsaði í munum“ og ók síðan brott á stolnum bíl undir áhrifum Vill leiða Sjálfstæðisflokkinn í Reykjanesbæ Sjá meira