Ekki heimilt að aðstoða þjónustusvipta hælisleitendur Eiður Þór Árnason skrifar 17. ágúst 2023 11:13 Heiða Björg Hilmisdóttir, formaður Sambands íslenskra sveitarfélaga. vísir/arnar Sveitarfélögum er hvorki heimilt né skylt að veita fjárhagsaðstoð til hælisleitenda sem hafa verið sviptir þjónustu ríkisins í kjölfar synjunar á umsókn um alþjóðlega vernd. Þetta er niðurstaða Sambands íslenskra sveitarfélaga en ráðherrar hafa kallað eftir því að sveitarfélögin grípi hópinn. Fleiri tugir hælisleitenda hafa misst grunnþjónustu á borð við húsaskjól og heilbrigðisþjónustu á grundvelli nýrra útlendingalaga eftir að hafa fengið endanlega synjun um alþjóðlega vernd. Félagsmálaráðherra telur ljóst að hælisleitendur sem hafa neitað að yfirgefa landið eftir synjun eigi rétt á aðstoð en Samband íslenskra sveitarfélaga og Samtök sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu hafna því að sveitarfélögum beri lagaleg skylda til að aðstoða hópinn. Forsætisráðherra segir lögfræðinga forsætis- og félagsmálaráðuneytisins sammála um að sveitarfélög eigi að taka við flóttafólki og hefur óskað eftir lagalegu áliti Lagastofnunar Háskóla Íslands vegna ágreiningsins. Ráðuneytin telja að lög um félagsþjónustu sveitarfélaga og ákvæði stjórnarskrár um lágmarksþjónustu skyldi sveitarfélög til að veita aðstoð til hælisleitenda sem hafi hafnað samstarfi. Þau ákvæði víki ekki fyrir nýjum ákvæðum útlendingalaga. Greint hefur verið frá því að hælisleitendur búi í kúlutjöldum í Öskjuhlíð og í gjótu rétt fyrir utan Reykjavík. Þá hefur komið fram að fólk sé komið á götuna og borði upp úr ruslatunnum á höfuðborgarsvæðinu. Í minnisblaði Sambands íslenskra sveitarfélaga segir að „enginn vafi“ liggi á því að umræddur hópur uppfylli ekki ákvæði félagsþjónustulaga þar sem íbúar séu skilgreindir sem einstaklingar með lögheimili í viðkomandi sveitarfélagi. Falli ekki undir ákvæði um sérstök tilvik Í umræðu um málið hefur verið vísað til 15. greinar félagsþjónustulaga þar sem kveðið er á um að erlendum ríkisborgurum skuli vera veitt fjárhagsaðstoð í sérstökum tilvikum. Að mati lögfræðings Sambands íslenskra sveitarfélaga á það ákvæði ekki við þegar ekki liggur fyrir hversu löng dvöl einstaklingsins verði heldur eingöngu þegar þeir eru styrktir til heimferðar eða fái „fjárhagsaðstoð vegna brýnni þarfa í skamman tíma,“ líkt og segi um ákvæðið í frumvarpi til laga um félagsþjónustu. „Benda má á í þessu sambandi að ólíklegt er að einstaklingur sem synjað hefur verið um alþjóðlega vernd, og hann ekki sýnt samstarfsvilja til þess að fara af landi brott þrátt fyrir boð um styrk til heimferðar, muni vera í skamman tíma í umræddri fjárhagsaðstoð. Þá má jafnframt draga þá ályktun og með orðskýringu að sérstök tilvik í skilningi ákvæðisins geti ekki verið tilvik þar sem ríkisvaldið beinir sístækkandi hópi einstaklinga sem fengið hafa synjun um alþjóðlega vernd kerfisbundið í fjárhagsaðstoð sveitarfélaga,“ segir í minnisblaði Sambands íslenskra sveitarfélaga. Forsenda þess að fjárhagsaðstoð sé veitt af hálfu sveitarfélags sé að til staðar sé einhvers konar nauðsyn þess að einstaklingurinn dvelji á landinu. Það eigi ekki við um fólk sem hafi verið svipt þjónustu ríkisins á grundvelli umrædds ákvæðis útlendingalaga, neiti að fara af landi brott og sýni stjórnvöldum ekki samstarfsvilja. „Þessir einstaklingar þurfa því ekki í skilningi ákvæðisins að vera á Íslandi heldur kjósa þeir að dvelja á Íslandi þrátt fyrir synjun umsóknar um alþjóðlega vernd.“ Eingöngu sé heimilt að beita ákvæði félagsþjónustulaga sem varða aðstoð til erlendra ríkisborgara í sérstökum tilvikum þar sem einhvers konar ómöguleiki er fyrir hendi sem kemur í veg fyrir brottför fólks, að mati sambandsins. Þetta geti til að mynda verið skortur á gildum ferðaskilríkjum. Ekki heimilt að veita aðstoð Í áliti Sambands íslenskra sveitarfélaga er einnig snert á ákvæði í sveitarstjórnarlögum sem kveða á um sveitarfélögum sé heimilt að vinna að sameiginlegum velferðarmálum íbúanna og í raun hvert það verkefni sem varði íbúa þeirra. „Þegar ákvæðið er kannað þá er grunnskilyrðið að verkefnið varði íbúa sveitarfélagsins. Þeir einstaklingar sem dveljast á Íslandi í ólögmætri dvöl geta ekki talist til íbúa viðkomandi sveitarfélags, þó þeir dveljist þar um stundarsakir,“ segir í lögfræðiálitinu. Annað skilyrði þess að sveitarfélagi sé heimilt að taka upp ólögbundið verkefni sé að það varði sameiginlegt velferðarmál íbúanna. „Við orðskýringu á ákvæðinu verður að teljast afar hæpið að veiting fjárhagsaðstoðar gagnvart einstaklingum í ólögmætri dvöl á Íslandi teljist til sameiginlegs velferðarmáls íbúa viðkomandi sveitarfélags, enda fyrirséð að þessi hópur einstaklinga mun ekki hafa heimild til áframhaldandi dvalar í sveitarfélaginu þar sem búið er að úrskurða í málefnum þeirra að þau fái ekki alþjóðlega vernd og eigi að fara af landi brott.“ Að mati lögfræðings Sambands íslenskra sveitarfélaga leiðir þetta og sú staðreynd að ríkinu sé falið að þjónusta hælisleitendur í útlendingalögum það að verkum að veiting fjárhagsaðstoðar af hálfu sveitarfélags gagnvart umræddum hópi fari út fyrir heimildir sveitarfélaga til að starfrækja slíkt ólögbundið verkefni. Hælisleitendur Flóttafólk á Íslandi Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Tengdar fréttir Hafna því að sveitarfélög beri ábyrgð á hælisleitendunum Samband íslenskra sveitarfélaga hafnar því að sveitarfélög beri ábyrgð á þeim hælisleitendum sem hafi verið sviptir grunnþjónustu í samræmi við ný útlendingalög. Sambandið segist harma þá stöðu sem upp sé komin og að sveitarfélög séu sett í afar erfiða stöðu gagnvart þessum hópi. 14. ágúst 2023 17:00 Bæjarstjóri og ráðherra deila um ábyrgð á flóttafólki Félagsmálaráðherra segir það undir sveitarfélögunum komið hvort þau veiti þjónustusviptum hælisleitendum þjónustu eða ekki. Bæjarstjóri Hafnarfjarðar vísar ábyrgðinni til ráðherrans. Bærinn muni ekki grípa hópinn. 13. ágúst 2023 21:56 Mest lesið Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Innlent „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Innlent Engin byssa reyndist vera í bílnum Innlent Dásamar ÁTVR og skýtur á lögreglustjóra Innlent Fjórir karlmenn stálu Labubu í tugatali Erlent „Eins og það væri verið að segja mér að ég ætti tvo mánuði eftir ólifað“ Innlent Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Erlent Drápu tvo blaðamenn og tvo tökumenn vísvitandi Erlent „Sannarlega ekki eitthvað sem ég ætlaði að taka þátt í“ Innlent Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Innlent Fleiri fréttir Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Tilfelli alvarlegrar ókyrrðar gætu tvöfaldast vegna loftslagsbreytinga Óvenjuleg ákvörðun, holskefla kvartana og ókyrrð Upphaflegasta útgáfa Snorra-Eddu snýr heim eftir fjögurra alda útlegð Einnota plastvörur fái sérstaka merkingu „Sannarlega ekki eitthvað sem ég ætlaði að taka þátt í“ Stytta opnunartíma Seltjarnarneslaugar: „Er þetta það sem við viljum spara í?“ Ókyrrð að aukast en lítil hætta á ferðum Komu ferðamönnum í sjálfsheldu á Búlandstindi til aðstoðar Fylla í skörð reynslubolta Þurfti rannsóknarvinnu til að finna upplýsingar um bílastæðarukkun „Alvarlegar afleiðingar“ verði greiðsluþátttöku hætt Bráðabirgðaheimild veitt fyrir Hvammsvirkjun Fer í þrjú útköll á dag: Sprenging í útköllum vegna veggjalúsar „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Bílastæðamál, POTS, ókyrrð og íslenski hesturinn Engin byssa reyndist vera í bílnum Strætisvagnar rákust saman við Borgartún Hinn látni bandarískur ferðamaður á sextugsaldri Svara til saka eftir tvær vikur Dásamar ÁTVR og skýtur á lögreglustjóra Virkjanir í Skagafirði úr vernd í bið en Urriðafoss í nýtingu Meira að segja happ þegar frystihúsið brann Nýtt skilti komið upp og rauða ljósið mun loga oftar Tíu metra djúp hola í ísnum á vinsælli gönguleið „Eins og það væri verið að segja mér að ég ætti tvo mánuði eftir ólifað“ Tveir á sjúkrahús eftir rafskútuslys Missir mikilvægrar meðferðar, óánægja í Ísrael og sundkappinn sem tefst Leiðtogar Norðurlanda og Eystrasaltsins: Engin friður án aðkomu Úkraínu“ Einn handtekinn vegna gruns um íkveikju Sjá meira
Fleiri tugir hælisleitenda hafa misst grunnþjónustu á borð við húsaskjól og heilbrigðisþjónustu á grundvelli nýrra útlendingalaga eftir að hafa fengið endanlega synjun um alþjóðlega vernd. Félagsmálaráðherra telur ljóst að hælisleitendur sem hafa neitað að yfirgefa landið eftir synjun eigi rétt á aðstoð en Samband íslenskra sveitarfélaga og Samtök sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu hafna því að sveitarfélögum beri lagaleg skylda til að aðstoða hópinn. Forsætisráðherra segir lögfræðinga forsætis- og félagsmálaráðuneytisins sammála um að sveitarfélög eigi að taka við flóttafólki og hefur óskað eftir lagalegu áliti Lagastofnunar Háskóla Íslands vegna ágreiningsins. Ráðuneytin telja að lög um félagsþjónustu sveitarfélaga og ákvæði stjórnarskrár um lágmarksþjónustu skyldi sveitarfélög til að veita aðstoð til hælisleitenda sem hafi hafnað samstarfi. Þau ákvæði víki ekki fyrir nýjum ákvæðum útlendingalaga. Greint hefur verið frá því að hælisleitendur búi í kúlutjöldum í Öskjuhlíð og í gjótu rétt fyrir utan Reykjavík. Þá hefur komið fram að fólk sé komið á götuna og borði upp úr ruslatunnum á höfuðborgarsvæðinu. Í minnisblaði Sambands íslenskra sveitarfélaga segir að „enginn vafi“ liggi á því að umræddur hópur uppfylli ekki ákvæði félagsþjónustulaga þar sem íbúar séu skilgreindir sem einstaklingar með lögheimili í viðkomandi sveitarfélagi. Falli ekki undir ákvæði um sérstök tilvik Í umræðu um málið hefur verið vísað til 15. greinar félagsþjónustulaga þar sem kveðið er á um að erlendum ríkisborgurum skuli vera veitt fjárhagsaðstoð í sérstökum tilvikum. Að mati lögfræðings Sambands íslenskra sveitarfélaga á það ákvæði ekki við þegar ekki liggur fyrir hversu löng dvöl einstaklingsins verði heldur eingöngu þegar þeir eru styrktir til heimferðar eða fái „fjárhagsaðstoð vegna brýnni þarfa í skamman tíma,“ líkt og segi um ákvæðið í frumvarpi til laga um félagsþjónustu. „Benda má á í þessu sambandi að ólíklegt er að einstaklingur sem synjað hefur verið um alþjóðlega vernd, og hann ekki sýnt samstarfsvilja til þess að fara af landi brott þrátt fyrir boð um styrk til heimferðar, muni vera í skamman tíma í umræddri fjárhagsaðstoð. Þá má jafnframt draga þá ályktun og með orðskýringu að sérstök tilvik í skilningi ákvæðisins geti ekki verið tilvik þar sem ríkisvaldið beinir sístækkandi hópi einstaklinga sem fengið hafa synjun um alþjóðlega vernd kerfisbundið í fjárhagsaðstoð sveitarfélaga,“ segir í minnisblaði Sambands íslenskra sveitarfélaga. Forsenda þess að fjárhagsaðstoð sé veitt af hálfu sveitarfélags sé að til staðar sé einhvers konar nauðsyn þess að einstaklingurinn dvelji á landinu. Það eigi ekki við um fólk sem hafi verið svipt þjónustu ríkisins á grundvelli umrædds ákvæðis útlendingalaga, neiti að fara af landi brott og sýni stjórnvöldum ekki samstarfsvilja. „Þessir einstaklingar þurfa því ekki í skilningi ákvæðisins að vera á Íslandi heldur kjósa þeir að dvelja á Íslandi þrátt fyrir synjun umsóknar um alþjóðlega vernd.“ Eingöngu sé heimilt að beita ákvæði félagsþjónustulaga sem varða aðstoð til erlendra ríkisborgara í sérstökum tilvikum þar sem einhvers konar ómöguleiki er fyrir hendi sem kemur í veg fyrir brottför fólks, að mati sambandsins. Þetta geti til að mynda verið skortur á gildum ferðaskilríkjum. Ekki heimilt að veita aðstoð Í áliti Sambands íslenskra sveitarfélaga er einnig snert á ákvæði í sveitarstjórnarlögum sem kveða á um sveitarfélögum sé heimilt að vinna að sameiginlegum velferðarmálum íbúanna og í raun hvert það verkefni sem varði íbúa þeirra. „Þegar ákvæðið er kannað þá er grunnskilyrðið að verkefnið varði íbúa sveitarfélagsins. Þeir einstaklingar sem dveljast á Íslandi í ólögmætri dvöl geta ekki talist til íbúa viðkomandi sveitarfélags, þó þeir dveljist þar um stundarsakir,“ segir í lögfræðiálitinu. Annað skilyrði þess að sveitarfélagi sé heimilt að taka upp ólögbundið verkefni sé að það varði sameiginlegt velferðarmál íbúanna. „Við orðskýringu á ákvæðinu verður að teljast afar hæpið að veiting fjárhagsaðstoðar gagnvart einstaklingum í ólögmætri dvöl á Íslandi teljist til sameiginlegs velferðarmáls íbúa viðkomandi sveitarfélags, enda fyrirséð að þessi hópur einstaklinga mun ekki hafa heimild til áframhaldandi dvalar í sveitarfélaginu þar sem búið er að úrskurða í málefnum þeirra að þau fái ekki alþjóðlega vernd og eigi að fara af landi brott.“ Að mati lögfræðings Sambands íslenskra sveitarfélaga leiðir þetta og sú staðreynd að ríkinu sé falið að þjónusta hælisleitendur í útlendingalögum það að verkum að veiting fjárhagsaðstoðar af hálfu sveitarfélags gagnvart umræddum hópi fari út fyrir heimildir sveitarfélaga til að starfrækja slíkt ólögbundið verkefni.
Hælisleitendur Flóttafólk á Íslandi Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Tengdar fréttir Hafna því að sveitarfélög beri ábyrgð á hælisleitendunum Samband íslenskra sveitarfélaga hafnar því að sveitarfélög beri ábyrgð á þeim hælisleitendum sem hafi verið sviptir grunnþjónustu í samræmi við ný útlendingalög. Sambandið segist harma þá stöðu sem upp sé komin og að sveitarfélög séu sett í afar erfiða stöðu gagnvart þessum hópi. 14. ágúst 2023 17:00 Bæjarstjóri og ráðherra deila um ábyrgð á flóttafólki Félagsmálaráðherra segir það undir sveitarfélögunum komið hvort þau veiti þjónustusviptum hælisleitendum þjónustu eða ekki. Bæjarstjóri Hafnarfjarðar vísar ábyrgðinni til ráðherrans. Bærinn muni ekki grípa hópinn. 13. ágúst 2023 21:56 Mest lesið Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Innlent „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Innlent Engin byssa reyndist vera í bílnum Innlent Dásamar ÁTVR og skýtur á lögreglustjóra Innlent Fjórir karlmenn stálu Labubu í tugatali Erlent „Eins og það væri verið að segja mér að ég ætti tvo mánuði eftir ólifað“ Innlent Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Erlent Drápu tvo blaðamenn og tvo tökumenn vísvitandi Erlent „Sannarlega ekki eitthvað sem ég ætlaði að taka þátt í“ Innlent Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Innlent Fleiri fréttir Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Tilfelli alvarlegrar ókyrrðar gætu tvöfaldast vegna loftslagsbreytinga Óvenjuleg ákvörðun, holskefla kvartana og ókyrrð Upphaflegasta útgáfa Snorra-Eddu snýr heim eftir fjögurra alda útlegð Einnota plastvörur fái sérstaka merkingu „Sannarlega ekki eitthvað sem ég ætlaði að taka þátt í“ Stytta opnunartíma Seltjarnarneslaugar: „Er þetta það sem við viljum spara í?“ Ókyrrð að aukast en lítil hætta á ferðum Komu ferðamönnum í sjálfsheldu á Búlandstindi til aðstoðar Fylla í skörð reynslubolta Þurfti rannsóknarvinnu til að finna upplýsingar um bílastæðarukkun „Alvarlegar afleiðingar“ verði greiðsluþátttöku hætt Bráðabirgðaheimild veitt fyrir Hvammsvirkjun Fer í þrjú útköll á dag: Sprenging í útköllum vegna veggjalúsar „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Bílastæðamál, POTS, ókyrrð og íslenski hesturinn Engin byssa reyndist vera í bílnum Strætisvagnar rákust saman við Borgartún Hinn látni bandarískur ferðamaður á sextugsaldri Svara til saka eftir tvær vikur Dásamar ÁTVR og skýtur á lögreglustjóra Virkjanir í Skagafirði úr vernd í bið en Urriðafoss í nýtingu Meira að segja happ þegar frystihúsið brann Nýtt skilti komið upp og rauða ljósið mun loga oftar Tíu metra djúp hola í ísnum á vinsælli gönguleið „Eins og það væri verið að segja mér að ég ætti tvo mánuði eftir ólifað“ Tveir á sjúkrahús eftir rafskútuslys Missir mikilvægrar meðferðar, óánægja í Ísrael og sundkappinn sem tefst Leiðtogar Norðurlanda og Eystrasaltsins: Engin friður án aðkomu Úkraínu“ Einn handtekinn vegna gruns um íkveikju Sjá meira
Hafna því að sveitarfélög beri ábyrgð á hælisleitendunum Samband íslenskra sveitarfélaga hafnar því að sveitarfélög beri ábyrgð á þeim hælisleitendum sem hafi verið sviptir grunnþjónustu í samræmi við ný útlendingalög. Sambandið segist harma þá stöðu sem upp sé komin og að sveitarfélög séu sett í afar erfiða stöðu gagnvart þessum hópi. 14. ágúst 2023 17:00
Bæjarstjóri og ráðherra deila um ábyrgð á flóttafólki Félagsmálaráðherra segir það undir sveitarfélögunum komið hvort þau veiti þjónustusviptum hælisleitendum þjónustu eða ekki. Bæjarstjóri Hafnarfjarðar vísar ábyrgðinni til ráðherrans. Bærinn muni ekki grípa hópinn. 13. ágúst 2023 21:56