Býst við Öskjugosi innan tólf mánaða Ólafur Björn Sverrisson skrifar 17. ágúst 2023 10:55 Þorvaldur Þórðarson eldfjallafræðingur. Vísir/Vilhelm Þorvaldur Þórðarson eldfjallafræðingur býst við Öskjugosi innan næstu tólf mánaða. Bæði hraungos og sprengigos koma til greina. „Þetta er að stefna allt í sömu átt, það styttist alltaf í næsta gos,“ segir Þorvaldur sem var gestur í Bítinu á Bylgjunni í morgun. Þorvaldur hefur haldið því fram að líklegast sé að það gjósi næst í Öskju. Greint var frá því fyrr í vikunni að vatnshiti í Víti við Öskju varn væri nú níu gráðum heitari en hann hefur mælst í sumar. Segir Þorvaldur það merki um að kvika hafi verið að safnast undir yfirborðinu. Beðinn um að gefa tímaramma fyrir Öskjugos segir Þorvaldur: „Ef við horfum á fyrri eldgos í Öskju, þá fer hún að sýna veruleg ummerki um óróa í aðdragandanum. 1961 kom skjálftahrina tveimur vikum fyrir gos og einni viku fyrir gos fór að sjást aukin hveravirkni. Þetta er það sem við höfum séð á undanförnum mánuði. Ef tímaramminn er sá sami og '61 þá er nú frekar stutt í gos.“ Þorvaldur bendir einnig á að í Öskjugosi 1875 hafi eldstöðin tekið allt haustið til að undirbúa sig. „Þetta gæti því alveg gerst eftir áramótin.“ Við eigum því von á gosi innan næstu tólf mánaða? „Mér finnst það mjög líklegt, já. Öll teikn eru á lofti í þá áttina. Askja er allt öðruvísi eldfjall heldur en það sem við höfum séð úti á Reykjanesi. Þarna höfum við kerfi sem hefur verið virkt í mörg þúsund ár og búið til bæði basalt- og líparítgos. Askja er mjög virkt eldfjall.“ Hann segir að hvort tveggja sé mögulegt, hraungos líkt og á Reykjanesskaga eða öflugt sprengigos. „Með sprengigosi fylgir gosmökkur sem fer í 25 til 30 kílómetra hæð, síðan dreifist hann bara undan vindi. Ef það gýs að vetri til er líklegra að mökkurinn dreifist til austurs.“ „Slíkt gos myndi vara í sólarhring og trufla flugumferð þann tíma og valda gjóskufalli í þá átt sem gosmökkurinn fer.“ Þorvaldur segir ekki óvenjulegt að svo mikið sé um jarðhræringar og möguleg eldgos á sama tíma. „Við megum ekki gleyma því þó að okkur finnist það ekki þá fáum við eitt eldgos að meðaltali á hverjum þremur árum. Ísland er mjög virkt eldfjallasvæði og við gerum eiginlega ráð fyrir því að það sé eitthvað í gangi á hverjum einasta degi.“ Hlusta má á viðtalið við Þorvald í spilaranum hér að neðan. Eldgos og jarðhræringar Askja Þingeyjarsveit Bítið Mest lesið Kolbrúnu Bergþórs sagt upp á Mogganum Innlent Sagt upp eftir 26 ár á Morgunblaðinu Innlent Erlendir ferðamenn talsvert slasaðir eftir áreksturinn Innlent Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Erlent Halldór Blöndal borinn til grafar Innlent Sósíalistar líta til harðstjórnarríkja sem fyrirmynda Innlent Þurrkuðust út af þingi en sitja á tugum milljóna króna Innlent Skipuðu húsráðanda að elda fyrir sig áður en ræningjarnir ruddust inn Innlent Fannst látinn utandyra í Borgarnesi Innlent Hér verða áramótabrennur á gamlársdag 2025 Innlent Fleiri fréttir Föðurnum í Suður-Afríku enn haldið sofandi Skipuðu húsráðanda að elda fyrir sig áður en ræningjarnir ruddust inn Fannst látinn utandyra í Borgarnesi Halldór Blöndal borinn til grafar Fimm með vanlíðan komast í Skjólshús í tvær vikur Kolbrúnu Bergþórs sagt upp á Mogganum Sagt upp eftir 26 ár á Morgunblaðinu Kominn tími á gos og Veðurstofan öllu viðbúin Sýknuð af ólöglegum innflutningi lyfja vegna rangra upplýsinga Lyfjastofnunar Þriggja hatta Inga segir engin ráðherraskipti í pípunum Desember að komast á lista yfir þá allra hlýjustu Erlendir ferðamenn talsvert slasaðir eftir áreksturinn Samið um Skjólshús og gos gæti komið á hverri stundu Hér verða áramótabrennur á Gamlársdag 2025 Björn Ingi leiðir ekki Miðflokksmenn í borginni Gestir á Edition stukku út á náttfötunum Þurrkuðust út af þingi en sitja á tugum milljóna króna Óvenju mikið að gera hjá slökkviliðinu Sósíalistar líta til harðstjórnarríkja sem fyrirmynda Þrír réðust á einn og höfðu af honum farsíma Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri „Rúllandi rafmagnsleysi“ alla daga og tífaldur þungi í árásum „Gamla góða Ísland, bara betra“ Gróður farinn að grænka fyrir norðan Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Margfaldur þungi í loftárásum og kyntákn kveður Afbrot, fjölmiðlastyrkir og stefna Miðflokksins Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Sjá meira
„Þetta er að stefna allt í sömu átt, það styttist alltaf í næsta gos,“ segir Þorvaldur sem var gestur í Bítinu á Bylgjunni í morgun. Þorvaldur hefur haldið því fram að líklegast sé að það gjósi næst í Öskju. Greint var frá því fyrr í vikunni að vatnshiti í Víti við Öskju varn væri nú níu gráðum heitari en hann hefur mælst í sumar. Segir Þorvaldur það merki um að kvika hafi verið að safnast undir yfirborðinu. Beðinn um að gefa tímaramma fyrir Öskjugos segir Þorvaldur: „Ef við horfum á fyrri eldgos í Öskju, þá fer hún að sýna veruleg ummerki um óróa í aðdragandanum. 1961 kom skjálftahrina tveimur vikum fyrir gos og einni viku fyrir gos fór að sjást aukin hveravirkni. Þetta er það sem við höfum séð á undanförnum mánuði. Ef tímaramminn er sá sami og '61 þá er nú frekar stutt í gos.“ Þorvaldur bendir einnig á að í Öskjugosi 1875 hafi eldstöðin tekið allt haustið til að undirbúa sig. „Þetta gæti því alveg gerst eftir áramótin.“ Við eigum því von á gosi innan næstu tólf mánaða? „Mér finnst það mjög líklegt, já. Öll teikn eru á lofti í þá áttina. Askja er allt öðruvísi eldfjall heldur en það sem við höfum séð úti á Reykjanesi. Þarna höfum við kerfi sem hefur verið virkt í mörg þúsund ár og búið til bæði basalt- og líparítgos. Askja er mjög virkt eldfjall.“ Hann segir að hvort tveggja sé mögulegt, hraungos líkt og á Reykjanesskaga eða öflugt sprengigos. „Með sprengigosi fylgir gosmökkur sem fer í 25 til 30 kílómetra hæð, síðan dreifist hann bara undan vindi. Ef það gýs að vetri til er líklegra að mökkurinn dreifist til austurs.“ „Slíkt gos myndi vara í sólarhring og trufla flugumferð þann tíma og valda gjóskufalli í þá átt sem gosmökkurinn fer.“ Þorvaldur segir ekki óvenjulegt að svo mikið sé um jarðhræringar og möguleg eldgos á sama tíma. „Við megum ekki gleyma því þó að okkur finnist það ekki þá fáum við eitt eldgos að meðaltali á hverjum þremur árum. Ísland er mjög virkt eldfjallasvæði og við gerum eiginlega ráð fyrir því að það sé eitthvað í gangi á hverjum einasta degi.“ Hlusta má á viðtalið við Þorvald í spilaranum hér að neðan.
Eldgos og jarðhræringar Askja Þingeyjarsveit Bítið Mest lesið Kolbrúnu Bergþórs sagt upp á Mogganum Innlent Sagt upp eftir 26 ár á Morgunblaðinu Innlent Erlendir ferðamenn talsvert slasaðir eftir áreksturinn Innlent Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Erlent Halldór Blöndal borinn til grafar Innlent Sósíalistar líta til harðstjórnarríkja sem fyrirmynda Innlent Þurrkuðust út af þingi en sitja á tugum milljóna króna Innlent Skipuðu húsráðanda að elda fyrir sig áður en ræningjarnir ruddust inn Innlent Fannst látinn utandyra í Borgarnesi Innlent Hér verða áramótabrennur á gamlársdag 2025 Innlent Fleiri fréttir Föðurnum í Suður-Afríku enn haldið sofandi Skipuðu húsráðanda að elda fyrir sig áður en ræningjarnir ruddust inn Fannst látinn utandyra í Borgarnesi Halldór Blöndal borinn til grafar Fimm með vanlíðan komast í Skjólshús í tvær vikur Kolbrúnu Bergþórs sagt upp á Mogganum Sagt upp eftir 26 ár á Morgunblaðinu Kominn tími á gos og Veðurstofan öllu viðbúin Sýknuð af ólöglegum innflutningi lyfja vegna rangra upplýsinga Lyfjastofnunar Þriggja hatta Inga segir engin ráðherraskipti í pípunum Desember að komast á lista yfir þá allra hlýjustu Erlendir ferðamenn talsvert slasaðir eftir áreksturinn Samið um Skjólshús og gos gæti komið á hverri stundu Hér verða áramótabrennur á Gamlársdag 2025 Björn Ingi leiðir ekki Miðflokksmenn í borginni Gestir á Edition stukku út á náttfötunum Þurrkuðust út af þingi en sitja á tugum milljóna króna Óvenju mikið að gera hjá slökkviliðinu Sósíalistar líta til harðstjórnarríkja sem fyrirmynda Þrír réðust á einn og höfðu af honum farsíma Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri „Rúllandi rafmagnsleysi“ alla daga og tífaldur þungi í árásum „Gamla góða Ísland, bara betra“ Gróður farinn að grænka fyrir norðan Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Margfaldur þungi í loftárásum og kyntákn kveður Afbrot, fjölmiðlastyrkir og stefna Miðflokksins Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Sjá meira