Sat í níu ár í gæsluvarðhaldi Jóhann Hlíðar Harðarson skrifar 19. ágúst 2023 14:00 Fangelsi í höfuðborginni Port-au-Prince. Getty/Niels Salomonsen Rúm 80 prósent allra fanga á Haíti eru gæsluvarðhaldsfangar sem enn hafa ekki hlotið dóm. Dæmi eru um að fólk sitji árum saman í gæsluvarðhaldi fyrir litlar sakir. Evest Adonis beið spenntur eftir því á hverjum degi að heyra nafn sitt kallað upp. Hann hafði setið í gæsluvarðhaldi í 3.378 daga, rúmlega níu ár, þegar kallið loksins kom og málið hans kom fyrir dóm. 800 fangar í 200 manna fangelsi Adonis sat í Þjóðarfangelsinu í Port-au-Prince, höfuðborg Haítí. Það er ætlað fyrir 800 fanga, en þar dvelja fjórum sinnum fleiri. Samkvæmt gögnum Institute for Crime and Justice Policy Research í Lundúnum eru 83 prósent fanga í Haítí gæsluvarðhaldsfangar sem bíða dóma, það er hæsta hlutfall gæsluvarðhaldsfanga í Ameríku. Fabio Pinzari, yfirmaður Fangelsismálastofnunar landsins, segir í samtali við Washington Post að réttarkerfi landsins sé gjörsamlega hrunið. Glæpagengi geri reglulega árásir á dómshús, kveiki í skjölum, sem ekki séu til á stafrænu formi og hræði í raun dómskerfið frá því að halda réttarhöld. Fangar eru sveltir og þurfa að kaupa sér mat Samkvæmt nýlegri úttekt Mannréttindaskrifstofu Sameinðu þjóðanna er föngum haldið í svo yfirfullum klefum að þeir þurfa að skiptast á að sofa í hengirúmum í klefunum. Þeir hafa ekki aðgang að heilbrigðisþjónustu, fangaverðir misþyrma föngunum og víða eru þeir nánast sveltir í hel. Í fyrra létust 185 fangar í fangelsunum, þar af 42 úr kóleru. Fangar sögðu blaðamanni Washington Post að fangaverðir rukkuðu sársoltna fanga um gjald fyrir brauð, vatn og ísmola. Sakfelldur en sleppt lausum samdægurs Adonis fékk sinn dag í réttarsalnum eftir 9 ára bið. Hann var fundinn sekur um að hafa bitið hluta af eyra af manni í slagsmálum. Hann fékk hámarksrefsingu, eins árs fangelsi. Honum var því sleppt úr haldi samdægurs. Hann segist ekki bera kala til kerfisins, það eina sem hann hugsaði um væri að finna vinnu og vitja dóttur sinnar sem væri að verða 10 ára. Haítí Mest lesið „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Innlent Engin byssa reyndist vera í bílnum Innlent Dásamar ÁTVR og skýtur á lögreglustjóra Innlent „Sannarlega ekki eitthvað sem ég ætlaði að taka þátt í“ Innlent Ókyrrð að aukast en lítil hætta á ferðum Innlent Kínverskt skip stórskemmt eftir árekstur við tundurspilli Erlent Neitar að birta dómsskjöl og gagnrýnir Trump-liða fyrir blekkingarleik Erlent Boðar aðgerðir í þágu öryggis og fegrunar Washington D.C. Erlent Fer í þrjú útköll á dag: Sprenging í útköllum vegna veggjalúsar Innlent „Alvarlegar afleiðingar“ verði greiðsluþátttöku hætt Innlent Fleiri fréttir Ákvörðun Trump valdabrölt: „Það á eftir að verða meira svona“ Kínverskt skip stórskemmt eftir árekstur við tundurspilli Neitar að birta dómsskjöl og gagnrýnir Trump-liða fyrir blekkingarleik Fordæmir dráp á blaðamönnum og vill sjá valkyrjur stíga harðar fram Sagður slaka á kröfum og útiloka ekki landsvæðaskipti Buðu ferðamönnum upp á „stjarnferðalag“ með heimablönduðu froskaeitri Sigar þjóðvarðliðum á götur Washington og setur lögregluna á sitt vald Ákæra stjórnendur flutningaskips vegna skemmda á sæstreng Sagður hafa unnið fyrir fjölmiðlateymi Hamas áður en stríðið hófst Fordæma „markviss“ dráp Ísraela á blaðamönnum á Gasa Boðar aðgerðir í þágu öryggis og fegrunar Washington D.C. Heimila sölu gervigreindar örflaga til Kína gegn hluta af ágóðanum Eyðilegging eftir skjálfta í Tyrklandi Ástralir hyggjast viðurkenna sjálfstæða Palestínu Drápu tvo blaðamenn og tvo tökumenn vísvitandi Sæti Artúrs logar Fundur Selenskí, Pútíns og Trump á næsta leiti Stór skjálfti reið yfir í Tyrklandi Furðar sig á viðvaningshætti í Washington og segir fundinn óþarfan Fjórir karlmenn stálu Labubu í tugatali Sjaldan fleiri mótmælt ríkisstjórninni Íhugar að bjóða Selenskí eftir allt saman Úkraína og Evrópa óttast meðvirkni Trump Bjartsýn á að Trump nái árangri með Pútín Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Mexíkó hafnar aftur hermönnum Trumps „Úkraínumenn þurfa örugglega að gefa eftir land“ Skotárás á Times Square Nyrsta olíuvinnslusvæði Noregs formlega opnað Eldur kviknaði í sögufrægri dómkirkju Sjá meira
Evest Adonis beið spenntur eftir því á hverjum degi að heyra nafn sitt kallað upp. Hann hafði setið í gæsluvarðhaldi í 3.378 daga, rúmlega níu ár, þegar kallið loksins kom og málið hans kom fyrir dóm. 800 fangar í 200 manna fangelsi Adonis sat í Þjóðarfangelsinu í Port-au-Prince, höfuðborg Haítí. Það er ætlað fyrir 800 fanga, en þar dvelja fjórum sinnum fleiri. Samkvæmt gögnum Institute for Crime and Justice Policy Research í Lundúnum eru 83 prósent fanga í Haítí gæsluvarðhaldsfangar sem bíða dóma, það er hæsta hlutfall gæsluvarðhaldsfanga í Ameríku. Fabio Pinzari, yfirmaður Fangelsismálastofnunar landsins, segir í samtali við Washington Post að réttarkerfi landsins sé gjörsamlega hrunið. Glæpagengi geri reglulega árásir á dómshús, kveiki í skjölum, sem ekki séu til á stafrænu formi og hræði í raun dómskerfið frá því að halda réttarhöld. Fangar eru sveltir og þurfa að kaupa sér mat Samkvæmt nýlegri úttekt Mannréttindaskrifstofu Sameinðu þjóðanna er föngum haldið í svo yfirfullum klefum að þeir þurfa að skiptast á að sofa í hengirúmum í klefunum. Þeir hafa ekki aðgang að heilbrigðisþjónustu, fangaverðir misþyrma föngunum og víða eru þeir nánast sveltir í hel. Í fyrra létust 185 fangar í fangelsunum, þar af 42 úr kóleru. Fangar sögðu blaðamanni Washington Post að fangaverðir rukkuðu sársoltna fanga um gjald fyrir brauð, vatn og ísmola. Sakfelldur en sleppt lausum samdægurs Adonis fékk sinn dag í réttarsalnum eftir 9 ára bið. Hann var fundinn sekur um að hafa bitið hluta af eyra af manni í slagsmálum. Hann fékk hámarksrefsingu, eins árs fangelsi. Honum var því sleppt úr haldi samdægurs. Hann segist ekki bera kala til kerfisins, það eina sem hann hugsaði um væri að finna vinnu og vitja dóttur sinnar sem væri að verða 10 ára.
Haítí Mest lesið „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Innlent Engin byssa reyndist vera í bílnum Innlent Dásamar ÁTVR og skýtur á lögreglustjóra Innlent „Sannarlega ekki eitthvað sem ég ætlaði að taka þátt í“ Innlent Ókyrrð að aukast en lítil hætta á ferðum Innlent Kínverskt skip stórskemmt eftir árekstur við tundurspilli Erlent Neitar að birta dómsskjöl og gagnrýnir Trump-liða fyrir blekkingarleik Erlent Boðar aðgerðir í þágu öryggis og fegrunar Washington D.C. Erlent Fer í þrjú útköll á dag: Sprenging í útköllum vegna veggjalúsar Innlent „Alvarlegar afleiðingar“ verði greiðsluþátttöku hætt Innlent Fleiri fréttir Ákvörðun Trump valdabrölt: „Það á eftir að verða meira svona“ Kínverskt skip stórskemmt eftir árekstur við tundurspilli Neitar að birta dómsskjöl og gagnrýnir Trump-liða fyrir blekkingarleik Fordæmir dráp á blaðamönnum og vill sjá valkyrjur stíga harðar fram Sagður slaka á kröfum og útiloka ekki landsvæðaskipti Buðu ferðamönnum upp á „stjarnferðalag“ með heimablönduðu froskaeitri Sigar þjóðvarðliðum á götur Washington og setur lögregluna á sitt vald Ákæra stjórnendur flutningaskips vegna skemmda á sæstreng Sagður hafa unnið fyrir fjölmiðlateymi Hamas áður en stríðið hófst Fordæma „markviss“ dráp Ísraela á blaðamönnum á Gasa Boðar aðgerðir í þágu öryggis og fegrunar Washington D.C. Heimila sölu gervigreindar örflaga til Kína gegn hluta af ágóðanum Eyðilegging eftir skjálfta í Tyrklandi Ástralir hyggjast viðurkenna sjálfstæða Palestínu Drápu tvo blaðamenn og tvo tökumenn vísvitandi Sæti Artúrs logar Fundur Selenskí, Pútíns og Trump á næsta leiti Stór skjálfti reið yfir í Tyrklandi Furðar sig á viðvaningshætti í Washington og segir fundinn óþarfan Fjórir karlmenn stálu Labubu í tugatali Sjaldan fleiri mótmælt ríkisstjórninni Íhugar að bjóða Selenskí eftir allt saman Úkraína og Evrópa óttast meðvirkni Trump Bjartsýn á að Trump nái árangri með Pútín Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Mexíkó hafnar aftur hermönnum Trumps „Úkraínumenn þurfa örugglega að gefa eftir land“ Skotárás á Times Square Nyrsta olíuvinnslusvæði Noregs formlega opnað Eldur kviknaði í sögufrægri dómkirkju Sjá meira