Höfuðlaus Bandaríkjaher vegna andstöðu eins þingmanns Kjartan Kjartansson skrifar 14. ágúst 2023 15:59 Fyrrverandi ruðningsþjálfarinn Tommy Tuberville kemur nú í veg fyrir að alríkisstjórnin geti skipað nýja yfirmenn yfir herinn eða samþykkt stöðuhækkanir. Vísir/EPA Þrjár greinar Bandaríkjahers eru nú án staðfests yfirmanns í fyrsta skipti í sögunni. Einn þingmaður Repúblikanaflokksins kemur nú í veg fyrir að þingið staðfesti nokkrar tilnefningar innan hersins vegna andstöðu sinnar við rétt kvenna til þungunarrofs. Mike Gilday, yfirmanns bandaríska sjóhersins, hætti störfum í dag. Sjóherinn varð þannig þriðji armur hersins sem er ekki með neinn yfirmann staðfestan af Bandaríkjaþingi. Herinn og landgönguliðið eru einnig án yfirmanns sem öldungadeild þingsins þarf að leggja blessun sína yfir, að sögn Reuters-fréttastofunnar. Þessi fordæmalausa staða kom upp vegna Tommys Tuberville, öldungadeildarþingmanns repúblikana frá Alabama. Hann hefur eins síns liðs komið í veg fyrir að öldungadeildin samþykki hundruð stöðuhækkana og skipana í embætti innan hersins til þess að koma í veg fyrir að varnarmálaráðuneytið greiði ferðakostnað hermanna sem fara í þungunarrof. Ráðuneytið greip til þessa ráðs eftir að hæstiréttur Bandaríkjanna afnam rétt kvenna til þungunarrofs og mörg ríki þar sem íhaldssamir repúblikanar fara með völdin bönnuðu eða takmörkuðu verulega aðgang að þungunarrofi. Óttast um viðbúnað hersins Tuberville nýtti sér að einn einasti öldungadeildarþingmaður getur stöðvað frumvörp eða tilnefningar í deildinni. Ef um staka stöðuhækkun eða frumvarp væri að ræða gæti meirihluti deildarinnar komist í kringum andstöðu staks þingmanns. Í þessu tilfelli er um hundruð stöðuhækkana og tilnefninga að ræða. Öldungadeildin gerði lítið annað en að greiða atkvæði um þær. Þingmaðurinn vill að demókratar leggi fram frumvarp um að festa greiðslur varnarmálaráðuneytisins í ferðakostnað fyrir þungunarrof í lög. Öldungadeildin fái að greiða atkvæði um slíkt frumvarp. Hann hefur ekki lagt sjálfur fram frumvarp um málið. „Þetta er fordæmalaust. Þetta er ónauðsynlegt og þetta er óöruggt,“ sagði Lloyd Austin, varnarmálaráðherra Bandaríkjanna, við athöfn hjá sjóhernum í dag. Hermálayfirvöld hafa varað við því að gjörðir Tuberville eigi eftir að koma niður á viðbúnaði hersins og viðbragðsgetu. Bandaríkin Hernaður Þungunarrof Mest lesið „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Innlent Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Innlent Söguleg sátt milli há- og lágmenningar á Klapparstíg Lífið „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Innlent Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Erlent Teiknaði hakakross á hurðina hjá nágrannanum Innlent Óprúttnir aðilar hóta rofinni rafmagnstengingu berist greiðsla ekki strax Innlent Allir gangi hamingjusamir úr nýjustu sundlaug landsins Innlent Hitamet falla og gróðureldar geisa í Evrópu og víðar Erlent Fleiri fréttir Fundað í hverju horni fyrir Alaskahitting Trump og Pútín Öfgahægriflokkur mælist stærstur í Þýskalandi Hitamet falla og gróðureldar geisa í Evrópu og víðar Rússar myndu nota Donbas til að ráðast enn lengra inn í Úkraínu Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Sendir frá Norður-Kóreu í „þrældóm“ í Rússlandi Greta Thunberg siglir á ný til Gasa Skoða að stofna viðbragðssveit gegn uppþotum í Bandaríkjunum Hernumin héruð horfi fram á þjóðernishreinsun Vara við afleiðingum samsæriskenninga eftir skotárás á heilbrigðisstofnun Komnir djúpt gegnum línu Úkraínumanna Smyglaði 850 skjaldbökum í sokkum frá Bandaríkjunum Albanese segir Netanyahu í afneitun Sendur til Íslands eftir þrætu um persónuupplýsingar innflytjenda Leiðtogar Evrópu ítreka sjálfsákvörðunarrétt Úkraínumanna Einn látinn og tíu slasaðir eftir stóra sprengingu „Þetta er í rauninni þreifingafundur“ Ákvörðun Trump valdabrölt: „Það á eftir að verða meira svona“ Kínverskt skip stórskemmt eftir árekstur við tundurspilli Neitar að birta dómsskjöl og gagnrýnir Trump-liða fyrir blekkingarleik Fordæmir dráp á blaðamönnum og vill sjá valkyrjur stíga harðar fram Sagður slaka á kröfum og útiloka ekki landsvæðaskipti Buðu ferðamönnum upp á „stjarnferðalag“ með heimablönduðu froskaeitri Sigar þjóðvarðliðum á götur Washington og setur lögregluna á sitt vald Ákæra stjórnendur flutningaskips vegna skemmda á sæstreng Sagður hafa unnið fyrir fjölmiðlateymi Hamas áður en stríðið hófst Fordæma „markviss“ dráp Ísraela á blaðamönnum á Gasa Boðar aðgerðir í þágu öryggis og fegrunar Washington D.C. Heimila sölu gervigreindar örflaga til Kína gegn hluta af ágóðanum Eyðilegging eftir skjálfta í Tyrklandi Sjá meira
Mike Gilday, yfirmanns bandaríska sjóhersins, hætti störfum í dag. Sjóherinn varð þannig þriðji armur hersins sem er ekki með neinn yfirmann staðfestan af Bandaríkjaþingi. Herinn og landgönguliðið eru einnig án yfirmanns sem öldungadeild þingsins þarf að leggja blessun sína yfir, að sögn Reuters-fréttastofunnar. Þessi fordæmalausa staða kom upp vegna Tommys Tuberville, öldungadeildarþingmanns repúblikana frá Alabama. Hann hefur eins síns liðs komið í veg fyrir að öldungadeildin samþykki hundruð stöðuhækkana og skipana í embætti innan hersins til þess að koma í veg fyrir að varnarmálaráðuneytið greiði ferðakostnað hermanna sem fara í þungunarrof. Ráðuneytið greip til þessa ráðs eftir að hæstiréttur Bandaríkjanna afnam rétt kvenna til þungunarrofs og mörg ríki þar sem íhaldssamir repúblikanar fara með völdin bönnuðu eða takmörkuðu verulega aðgang að þungunarrofi. Óttast um viðbúnað hersins Tuberville nýtti sér að einn einasti öldungadeildarþingmaður getur stöðvað frumvörp eða tilnefningar í deildinni. Ef um staka stöðuhækkun eða frumvarp væri að ræða gæti meirihluti deildarinnar komist í kringum andstöðu staks þingmanns. Í þessu tilfelli er um hundruð stöðuhækkana og tilnefninga að ræða. Öldungadeildin gerði lítið annað en að greiða atkvæði um þær. Þingmaðurinn vill að demókratar leggi fram frumvarp um að festa greiðslur varnarmálaráðuneytisins í ferðakostnað fyrir þungunarrof í lög. Öldungadeildin fái að greiða atkvæði um slíkt frumvarp. Hann hefur ekki lagt sjálfur fram frumvarp um málið. „Þetta er fordæmalaust. Þetta er ónauðsynlegt og þetta er óöruggt,“ sagði Lloyd Austin, varnarmálaráðherra Bandaríkjanna, við athöfn hjá sjóhernum í dag. Hermálayfirvöld hafa varað við því að gjörðir Tuberville eigi eftir að koma niður á viðbúnaði hersins og viðbragðsgetu.
Bandaríkin Hernaður Þungunarrof Mest lesið „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Innlent Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Innlent Söguleg sátt milli há- og lágmenningar á Klapparstíg Lífið „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Innlent Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Erlent Teiknaði hakakross á hurðina hjá nágrannanum Innlent Óprúttnir aðilar hóta rofinni rafmagnstengingu berist greiðsla ekki strax Innlent Allir gangi hamingjusamir úr nýjustu sundlaug landsins Innlent Hitamet falla og gróðureldar geisa í Evrópu og víðar Erlent Fleiri fréttir Fundað í hverju horni fyrir Alaskahitting Trump og Pútín Öfgahægriflokkur mælist stærstur í Þýskalandi Hitamet falla og gróðureldar geisa í Evrópu og víðar Rússar myndu nota Donbas til að ráðast enn lengra inn í Úkraínu Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Sendir frá Norður-Kóreu í „þrældóm“ í Rússlandi Greta Thunberg siglir á ný til Gasa Skoða að stofna viðbragðssveit gegn uppþotum í Bandaríkjunum Hernumin héruð horfi fram á þjóðernishreinsun Vara við afleiðingum samsæriskenninga eftir skotárás á heilbrigðisstofnun Komnir djúpt gegnum línu Úkraínumanna Smyglaði 850 skjaldbökum í sokkum frá Bandaríkjunum Albanese segir Netanyahu í afneitun Sendur til Íslands eftir þrætu um persónuupplýsingar innflytjenda Leiðtogar Evrópu ítreka sjálfsákvörðunarrétt Úkraínumanna Einn látinn og tíu slasaðir eftir stóra sprengingu „Þetta er í rauninni þreifingafundur“ Ákvörðun Trump valdabrölt: „Það á eftir að verða meira svona“ Kínverskt skip stórskemmt eftir árekstur við tundurspilli Neitar að birta dómsskjöl og gagnrýnir Trump-liða fyrir blekkingarleik Fordæmir dráp á blaðamönnum og vill sjá valkyrjur stíga harðar fram Sagður slaka á kröfum og útiloka ekki landsvæðaskipti Buðu ferðamönnum upp á „stjarnferðalag“ með heimablönduðu froskaeitri Sigar þjóðvarðliðum á götur Washington og setur lögregluna á sitt vald Ákæra stjórnendur flutningaskips vegna skemmda á sæstreng Sagður hafa unnið fyrir fjölmiðlateymi Hamas áður en stríðið hófst Fordæma „markviss“ dráp Ísraela á blaðamönnum á Gasa Boðar aðgerðir í þágu öryggis og fegrunar Washington D.C. Heimila sölu gervigreindar örflaga til Kína gegn hluta af ágóðanum Eyðilegging eftir skjálfta í Tyrklandi Sjá meira
„Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent
„Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent