Emil leggur skóna á hilluna og gerist umboðsmaður Stefán Árni Pálsson skrifar 14. ágúst 2023 19:00 Emill á að baki einstaklega farsælan feril sem atvinnumaður í knattspyrnu. Hann er nú hættur að spila en hvergi nærri hættur afskiptum af knattspyrnu. vísir/arnar Knattspyrnumaðurinn Emil Hallfreðsson hefur ákveðið að leggja skóna á hilluna. Hann er aftur á móti ekki búinn að slíta sig alfarið frá boltanum og ætlar sér að gerast umboðsmaður. Emil lék síðustu tvo tímabil með Virtus Verona en árið 2005 fór hann fyrst út í atvinnumennsku frá FH og samdi við enska úrvalsdeildarfélagið Tottenham. Fljótlega lá leiðin til Ítalíu þar sem hann var í sextán ár. Á Ítalíu lék Emil með sex liðum og lengst af hjá Hellas Verona þar sem hann fór með liðinu úr ítölsku C-deildinni upp í Seríu A. „Þetta er eitthvað sem er búið að vera í hausnum á mér lengi en það er gott að geta tekið þessa ákvörðun á mínum eigin forsendum,“ segir Emil í kvöldfréttum Stöðvar 2 í kvöld. „Mér líður mjög vel með þessa ákvörðun þótt þetta sé auðvitað svolítið erfitt þar sem þetta er það eina sem ég er búinn að vera gera síðan ég var sex ára og nánast þannig.“ Eins og áður segir ætlar Emil ekki að slíta sig frá boltanum. Þrautseigja lykillinn „Ég er bara búinn að ákveða það að færa mig yfir í umboðsmennsku, eitthvað sem er búið að blunda í mér mjög lengi. Ég mun taka FIFA umboðsmannaprófið í september og hef mjög mikinn áhuga á því að vinna með ungum strákum og hjálpa þeim að taka réttu skrefin á þeirra ferli og vera svolítið góður stuðningur fyrir þér. Ég hef ákveðna sýn varðandi það. Mig langar að hjálpa þeim að eiga sinn besta mögulega feril,“ segir Emil og bætir við að einnig vilji hann vinna með knattspyrnukonum. Hann segir að þolinmæði og þrautseigja sé lykillinn að því að verða farsæll atvinnumaður. Sjálfur vill hann vera með færri leikmenn en fleiri sem umboðsmaður til að geta einbeitt sér vel að hverjum og einum. „Ég hef orðið mjög góð tengsl. Ég hef spilað aðeins á Englandi, Skandinavíu og svo auðvitað í 16 ár á Ítalíu. Það er mjög mikilvægt að vera með þessa reynslu og tengsl. Ég hef spilað með mörgum ungum leikmönnum og hef haft mjög gaman af því að hjálpa þeim að verða betri. Ég spilaði með Jorginho þegar hann var átján ára og mér fannst gaman að pússa honum inn í liðið. Við vorum herbergisfélagar og hann varð síðan hörkuleikmaður sem var nú ekki mér að þakka en ég hafði gaman af því að hjálpa þessum ungu leikmönnum.“ Klippa: Emil Hallfreðs leggur skóna á hilluna Fótbolti Ítalski boltinn Mest lesið Hafnaði 34 milljónum: „Vil ekki styðja kerfi sem býr til fíkn og eyðileggur líf“ Sport Segir starfið í húfi hjá Alfreð Handbolti Yfirgefur Keflavík vegna komu Martins Körfubolti Gray hetja Tottenham Enski boltinn Sjáðu fyrsta mark Wirtz, laglega sjálfsmarkið og Watkins stúta Chelsea Enski boltinn Calvert-Lewin skoraði í sjötta leiknum í röð Enski boltinn Littler sjóðheitur en sá fjórði besti varð fyrir áfalli Sport Van Gerwen: „Alveg sama um Luke og Luke“ Sport Jöfnuðu 128 ára gamalt met Enski boltinn Salah sakaður um dýfu: „Getum ekki keppt við Egypta og dómarana“ Fótbolti Fleiri fréttir Enn kvarnast úr liði Blika Jafnt í stórleiknum Martínez skaut Inter á toppinn Jöfnuðu 128 ára gamalt met Mahrez tryggði Alsíringum sigur Gray hetja Tottenham Højlund með tvö og Napoli í annað sætið Calvert-Lewin skoraði í sjötta leiknum í röð Andy Carroll mætir fyrir dóm eftir að hafa verið handtekinn Villa kvartar til Chelsea vegna flösku sem flaug á bekkinn Gömlu Chelsea-mennirnir skutu Milan á toppinn Leið Víkings að titlinum rifjuð upp í kvöld Sjáðu magnaða vörslu Raya: „Þetta var stórkostlegt“ Sjáðu fyrsta mark Wirtz, laglega sjálfsmarkið og Watkins stúta Chelsea Liverpool-skotmarkið ekki á förum í janúar Skoraði og fékk gult fyrir að benda Juventus stigi frá toppnum Aldrei spilað þarna en sagði strax já „Viss um að ég myndi skora einn daginn“ Mané tryggði Senegal stig Watkins hélt ótrúlegri sigurgöngu Villa áfram Schade og Jiménez sendu Brentford og Fulham í efri hlutann Arsenal aftur á toppinn Fyrsta mark Wirtz í þriðja sigrinum í röð Þjálfari Þóris sá rautt í tapi fyrir Fabregas Salah sakaður um dýfu: „Getum ekki keppt við Egypta og dómarana“ Arnar Þór ráðinn til FIFA: „Himinlifandi að hafa fengið þetta starf“ Tap hjá Tómasi í grannaslagnum og toppbaráttan harðnar Cherki aðalmaðurinn í sigri City Úlfarnir heiðruðu minningu Jota Sjá meira
Emil lék síðustu tvo tímabil með Virtus Verona en árið 2005 fór hann fyrst út í atvinnumennsku frá FH og samdi við enska úrvalsdeildarfélagið Tottenham. Fljótlega lá leiðin til Ítalíu þar sem hann var í sextán ár. Á Ítalíu lék Emil með sex liðum og lengst af hjá Hellas Verona þar sem hann fór með liðinu úr ítölsku C-deildinni upp í Seríu A. „Þetta er eitthvað sem er búið að vera í hausnum á mér lengi en það er gott að geta tekið þessa ákvörðun á mínum eigin forsendum,“ segir Emil í kvöldfréttum Stöðvar 2 í kvöld. „Mér líður mjög vel með þessa ákvörðun þótt þetta sé auðvitað svolítið erfitt þar sem þetta er það eina sem ég er búinn að vera gera síðan ég var sex ára og nánast þannig.“ Eins og áður segir ætlar Emil ekki að slíta sig frá boltanum. Þrautseigja lykillinn „Ég er bara búinn að ákveða það að færa mig yfir í umboðsmennsku, eitthvað sem er búið að blunda í mér mjög lengi. Ég mun taka FIFA umboðsmannaprófið í september og hef mjög mikinn áhuga á því að vinna með ungum strákum og hjálpa þeim að taka réttu skrefin á þeirra ferli og vera svolítið góður stuðningur fyrir þér. Ég hef ákveðna sýn varðandi það. Mig langar að hjálpa þeim að eiga sinn besta mögulega feril,“ segir Emil og bætir við að einnig vilji hann vinna með knattspyrnukonum. Hann segir að þolinmæði og þrautseigja sé lykillinn að því að verða farsæll atvinnumaður. Sjálfur vill hann vera með færri leikmenn en fleiri sem umboðsmaður til að geta einbeitt sér vel að hverjum og einum. „Ég hef orðið mjög góð tengsl. Ég hef spilað aðeins á Englandi, Skandinavíu og svo auðvitað í 16 ár á Ítalíu. Það er mjög mikilvægt að vera með þessa reynslu og tengsl. Ég hef spilað með mörgum ungum leikmönnum og hef haft mjög gaman af því að hjálpa þeim að verða betri. Ég spilaði með Jorginho þegar hann var átján ára og mér fannst gaman að pússa honum inn í liðið. Við vorum herbergisfélagar og hann varð síðan hörkuleikmaður sem var nú ekki mér að þakka en ég hafði gaman af því að hjálpa þessum ungu leikmönnum.“ Klippa: Emil Hallfreðs leggur skóna á hilluna
Fótbolti Ítalski boltinn Mest lesið Hafnaði 34 milljónum: „Vil ekki styðja kerfi sem býr til fíkn og eyðileggur líf“ Sport Segir starfið í húfi hjá Alfreð Handbolti Yfirgefur Keflavík vegna komu Martins Körfubolti Gray hetja Tottenham Enski boltinn Sjáðu fyrsta mark Wirtz, laglega sjálfsmarkið og Watkins stúta Chelsea Enski boltinn Calvert-Lewin skoraði í sjötta leiknum í röð Enski boltinn Littler sjóðheitur en sá fjórði besti varð fyrir áfalli Sport Van Gerwen: „Alveg sama um Luke og Luke“ Sport Jöfnuðu 128 ára gamalt met Enski boltinn Salah sakaður um dýfu: „Getum ekki keppt við Egypta og dómarana“ Fótbolti Fleiri fréttir Enn kvarnast úr liði Blika Jafnt í stórleiknum Martínez skaut Inter á toppinn Jöfnuðu 128 ára gamalt met Mahrez tryggði Alsíringum sigur Gray hetja Tottenham Højlund með tvö og Napoli í annað sætið Calvert-Lewin skoraði í sjötta leiknum í röð Andy Carroll mætir fyrir dóm eftir að hafa verið handtekinn Villa kvartar til Chelsea vegna flösku sem flaug á bekkinn Gömlu Chelsea-mennirnir skutu Milan á toppinn Leið Víkings að titlinum rifjuð upp í kvöld Sjáðu magnaða vörslu Raya: „Þetta var stórkostlegt“ Sjáðu fyrsta mark Wirtz, laglega sjálfsmarkið og Watkins stúta Chelsea Liverpool-skotmarkið ekki á förum í janúar Skoraði og fékk gult fyrir að benda Juventus stigi frá toppnum Aldrei spilað þarna en sagði strax já „Viss um að ég myndi skora einn daginn“ Mané tryggði Senegal stig Watkins hélt ótrúlegri sigurgöngu Villa áfram Schade og Jiménez sendu Brentford og Fulham í efri hlutann Arsenal aftur á toppinn Fyrsta mark Wirtz í þriðja sigrinum í röð Þjálfari Þóris sá rautt í tapi fyrir Fabregas Salah sakaður um dýfu: „Getum ekki keppt við Egypta og dómarana“ Arnar Þór ráðinn til FIFA: „Himinlifandi að hafa fengið þetta starf“ Tap hjá Tómasi í grannaslagnum og toppbaráttan harðnar Cherki aðalmaðurinn í sigri City Úlfarnir heiðruðu minningu Jota Sjá meira