Búið að tilkynna öllu flóttafólki um þjónustusviptingu í bili Helena Rós Sturludóttir skrifar 12. ágúst 2023 12:11 Blessing var á meðal þeirra sem vísað var úr húsakynnum embættis ríkislögreglustjóra í gær. Vísir/Vilhelm Búið að er að tilkynna öllum þeim sem hafa fengið endanlega synjun um alþjóðlega vernd um yfirvofandi þjónustusviptingu í bili að sögn sérfræðings hjá ríkislögreglustjóra. Nýtt ákvæði í útlendingalögum sé krefjandi verkefni sem ekki hafi enn reynt á. Í gær var greint frá því í kvöldfréttum stöðvar tvö að hópi flóttafólks hafi verið gert að yfirgefa húsakynni Embættis ríkislögreglustjóra í Hafnarfirði í gær eftir að hafa fengið endanlega synjun um alþjóðlega vernd. Er það í samræmi við ný útlendingalög Jóns Gunnarssonar fyrrverandi dómsmálaráðherra sem samþykkt voru þann 15. mars. Kristín María Gunnarsdóttir sérfræðingur hjá ríkislögreglustjóra segir að 53 einstaklingum hafa verið tilkynnt um að þjónusta þeirra falli niður og þar af hafi tíu farið með stuðningi stjórnvalda eða eru að undirbúa brottför með aðstoð. „Þetta er að sjálfsögðu krefjandi verkefni og við erum að eiga við hóp sem er í virkilega viðkvæmri stöðu og svo náttúrulega eru þessi ákvæði í lögum ný. Það hefur ekki reynt á þetta, við erum að reyna framkvæma ákvæði sem hefur ekki verið gert áður og við reynum að gera það eftir bestu getu,“ segir Kristín. Málin geti þó komið til endurskoðunar hjá kærunefnd útlendingamála og eftir atvikum hjá dómstólum. „Ef þau komast að annarri niðurstöðu en við þá að sjálfsögðu förum við eftir því.“ Búið sé að tilkynna öllum sem hafi fengið endanlega synjun um alþjóðlega vernd um yfirvofandi þjónustusviptingu í bili. „En síðan gengur þetta út á það að þegar það kemur ákvörðun annað hvort Útlendingastofnun eða kærunefnd útlendingamála það er að segja ákvörðun um endanlega synjun þá fær fólk tilkynningu um að þjónusta falli niður að þrjátíu dögum liðnum,“ segir Kristín og að verkefnið eigi að vinnast jafn óðum. Flóttafólk á Íslandi Flóttamenn Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Tengdar fréttir Heimilisleysi flóttafólks mun aukast mikið á næstunni Heimilisleysi flóttafólks mun aukast töluvert á næstunni vegna nýrra útlendingalaga sem gera það að verkum að fólk missir alla þjónustu þrjátíu dögum eftir endanlega synjun um alþjóðlega vernd. Þetta segir formaður hjálparsamtaka fyrir hælisleitendur og flóttafólk á Íslandi. 11. ágúst 2023 20:19 Býr í tjaldi í hraungjótu Tvítugur flóttamaður býr í hraungjótu en hann hefur misst allan rétt á þjónustu og aðstoð á Íslandi eftir endanlega synjun á umsókn um alþjóðlega vernd. Hann vill ekki fara aftur heim þar sem hann segist sæta ofsóknum vegna trúarbragða. 11. ágúst 2023 21:01 Barnafjölskyldur á flótta hafi verið sviptar þjónustu Umdeild breyting á útlendingalögum er farin að hafa áhrif á umsækjendur um alþjóðlega vernd. Framkvæmdastjóri hjálparsamtaka segir barnafjölskyldur sviptar þjónustu þrátt fyrir að lögin kveði á um að það megi almennt ekki. 9. ágúst 2023 22:53 „Það eiga að vera undantekningar fyrir börn og fjölskyldur þeirra“ Þingmaður Pírata segir það hafa verið fyrirséð að barnafjölskyldur gætu verið sviptar þjónustu þrátt fyrir að þau skuli undanþegin þar sem ný útlendingalög séu óskýr og loðin. Hún vonar að ríkisstjórnin sjái að sér og leiti betri lausna. 10. ágúst 2023 12:09 Mest lesið Fjöldi fórnarlamba eftir skothríð og íkveikju í kirkju mormóna Erlent Skora á Snorra að gefa kost á sér Innlent Árásir stóðu yfir í rúma tólf tíma Erlent Bíll valt eftir flótta undan lögreglu og þrír slösuðust Innlent Banna dróna yfir Danmörku Erlent Lögreglan með málið til rannsóknar Innlent Með bílinn fullan af fíkniefnum Innlent Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Innlent Rak frá Bretlandi til Íslands á einum mánuði Innlent Segist hafa hafnað boði til einkaeyju Epsteins Erlent Fleiri fréttir Umfangsmiklar árásir og símengað neysluvatn Báturinn áður sokkið í sömu höfn og án skýringar Drukkinn ökumaður keyrði á þrjá bíla og reyndi að stinga af Um 200 nemendur eru í lögreglunámi á Akureyri Skora á Snorra að gefa kost á sér Bíll valt eftir flótta undan lögreglu og þrír slösuðust Reiknað með afskiptum af öllum samkomum Vítisengla Lögreglan með málið til rannsóknar Áframhaldandi aðgerðir gegn Vítisenglum Geirfinnsmálið, orkuöflun, gjaldeyrishöftin og íslenskan á Sprengisandi Drógu aflvana bát í land í Neskaupstað Með bílinn fullan af fíkniefnum „Það verður boðið fram í nafni VG“ Loka aftur fyrir umferð á slóðum Vítisengla „Þjóðaröryggisráð er ekki upp á punt“ Rak frá Bretlandi til Íslands á einum mánuði Bátur sekkur við Hafnarfjarðarhöfn Ellilífeyrisþegar sá hópur sem hafi það einna best Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Þór sækist eftir endurkjöri Furðar sig á þjóðaröryggisráði og rándýr barnaafmæli Aftur flagnar Vesturbæjarlaug: „Eins og hún sé með skallablett“ Þyrlan kölluð út vegna vélsleðaslyss á Langjökli „Gervigreind er líka fyrir heimilið“ Hringvegurinn opnaður á ný klukkan 17 Snæfellsnes orðið að vistvangi UNESCO „Stór húsnæðis- og efnahagspakki“ á leiðinni Afplána líklegast í fjögur til fimm ár á Litla Hrauni Þungir dómar ekki óvæntir og fyrsti vistvangur landsins Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Sjá meira
Í gær var greint frá því í kvöldfréttum stöðvar tvö að hópi flóttafólks hafi verið gert að yfirgefa húsakynni Embættis ríkislögreglustjóra í Hafnarfirði í gær eftir að hafa fengið endanlega synjun um alþjóðlega vernd. Er það í samræmi við ný útlendingalög Jóns Gunnarssonar fyrrverandi dómsmálaráðherra sem samþykkt voru þann 15. mars. Kristín María Gunnarsdóttir sérfræðingur hjá ríkislögreglustjóra segir að 53 einstaklingum hafa verið tilkynnt um að þjónusta þeirra falli niður og þar af hafi tíu farið með stuðningi stjórnvalda eða eru að undirbúa brottför með aðstoð. „Þetta er að sjálfsögðu krefjandi verkefni og við erum að eiga við hóp sem er í virkilega viðkvæmri stöðu og svo náttúrulega eru þessi ákvæði í lögum ný. Það hefur ekki reynt á þetta, við erum að reyna framkvæma ákvæði sem hefur ekki verið gert áður og við reynum að gera það eftir bestu getu,“ segir Kristín. Málin geti þó komið til endurskoðunar hjá kærunefnd útlendingamála og eftir atvikum hjá dómstólum. „Ef þau komast að annarri niðurstöðu en við þá að sjálfsögðu förum við eftir því.“ Búið sé að tilkynna öllum sem hafi fengið endanlega synjun um alþjóðlega vernd um yfirvofandi þjónustusviptingu í bili. „En síðan gengur þetta út á það að þegar það kemur ákvörðun annað hvort Útlendingastofnun eða kærunefnd útlendingamála það er að segja ákvörðun um endanlega synjun þá fær fólk tilkynningu um að þjónusta falli niður að þrjátíu dögum liðnum,“ segir Kristín og að verkefnið eigi að vinnast jafn óðum.
Flóttafólk á Íslandi Flóttamenn Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Tengdar fréttir Heimilisleysi flóttafólks mun aukast mikið á næstunni Heimilisleysi flóttafólks mun aukast töluvert á næstunni vegna nýrra útlendingalaga sem gera það að verkum að fólk missir alla þjónustu þrjátíu dögum eftir endanlega synjun um alþjóðlega vernd. Þetta segir formaður hjálparsamtaka fyrir hælisleitendur og flóttafólk á Íslandi. 11. ágúst 2023 20:19 Býr í tjaldi í hraungjótu Tvítugur flóttamaður býr í hraungjótu en hann hefur misst allan rétt á þjónustu og aðstoð á Íslandi eftir endanlega synjun á umsókn um alþjóðlega vernd. Hann vill ekki fara aftur heim þar sem hann segist sæta ofsóknum vegna trúarbragða. 11. ágúst 2023 21:01 Barnafjölskyldur á flótta hafi verið sviptar þjónustu Umdeild breyting á útlendingalögum er farin að hafa áhrif á umsækjendur um alþjóðlega vernd. Framkvæmdastjóri hjálparsamtaka segir barnafjölskyldur sviptar þjónustu þrátt fyrir að lögin kveði á um að það megi almennt ekki. 9. ágúst 2023 22:53 „Það eiga að vera undantekningar fyrir börn og fjölskyldur þeirra“ Þingmaður Pírata segir það hafa verið fyrirséð að barnafjölskyldur gætu verið sviptar þjónustu þrátt fyrir að þau skuli undanþegin þar sem ný útlendingalög séu óskýr og loðin. Hún vonar að ríkisstjórnin sjái að sér og leiti betri lausna. 10. ágúst 2023 12:09 Mest lesið Fjöldi fórnarlamba eftir skothríð og íkveikju í kirkju mormóna Erlent Skora á Snorra að gefa kost á sér Innlent Árásir stóðu yfir í rúma tólf tíma Erlent Bíll valt eftir flótta undan lögreglu og þrír slösuðust Innlent Banna dróna yfir Danmörku Erlent Lögreglan með málið til rannsóknar Innlent Með bílinn fullan af fíkniefnum Innlent Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Innlent Rak frá Bretlandi til Íslands á einum mánuði Innlent Segist hafa hafnað boði til einkaeyju Epsteins Erlent Fleiri fréttir Umfangsmiklar árásir og símengað neysluvatn Báturinn áður sokkið í sömu höfn og án skýringar Drukkinn ökumaður keyrði á þrjá bíla og reyndi að stinga af Um 200 nemendur eru í lögreglunámi á Akureyri Skora á Snorra að gefa kost á sér Bíll valt eftir flótta undan lögreglu og þrír slösuðust Reiknað með afskiptum af öllum samkomum Vítisengla Lögreglan með málið til rannsóknar Áframhaldandi aðgerðir gegn Vítisenglum Geirfinnsmálið, orkuöflun, gjaldeyrishöftin og íslenskan á Sprengisandi Drógu aflvana bát í land í Neskaupstað Með bílinn fullan af fíkniefnum „Það verður boðið fram í nafni VG“ Loka aftur fyrir umferð á slóðum Vítisengla „Þjóðaröryggisráð er ekki upp á punt“ Rak frá Bretlandi til Íslands á einum mánuði Bátur sekkur við Hafnarfjarðarhöfn Ellilífeyrisþegar sá hópur sem hafi það einna best Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Þór sækist eftir endurkjöri Furðar sig á þjóðaröryggisráði og rándýr barnaafmæli Aftur flagnar Vesturbæjarlaug: „Eins og hún sé með skallablett“ Þyrlan kölluð út vegna vélsleðaslyss á Langjökli „Gervigreind er líka fyrir heimilið“ Hringvegurinn opnaður á ný klukkan 17 Snæfellsnes orðið að vistvangi UNESCO „Stór húsnæðis- og efnahagspakki“ á leiðinni Afplána líklegast í fjögur til fimm ár á Litla Hrauni Þungir dómar ekki óvæntir og fyrsti vistvangur landsins Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Sjá meira
Heimilisleysi flóttafólks mun aukast mikið á næstunni Heimilisleysi flóttafólks mun aukast töluvert á næstunni vegna nýrra útlendingalaga sem gera það að verkum að fólk missir alla þjónustu þrjátíu dögum eftir endanlega synjun um alþjóðlega vernd. Þetta segir formaður hjálparsamtaka fyrir hælisleitendur og flóttafólk á Íslandi. 11. ágúst 2023 20:19
Býr í tjaldi í hraungjótu Tvítugur flóttamaður býr í hraungjótu en hann hefur misst allan rétt á þjónustu og aðstoð á Íslandi eftir endanlega synjun á umsókn um alþjóðlega vernd. Hann vill ekki fara aftur heim þar sem hann segist sæta ofsóknum vegna trúarbragða. 11. ágúst 2023 21:01
Barnafjölskyldur á flótta hafi verið sviptar þjónustu Umdeild breyting á útlendingalögum er farin að hafa áhrif á umsækjendur um alþjóðlega vernd. Framkvæmdastjóri hjálparsamtaka segir barnafjölskyldur sviptar þjónustu þrátt fyrir að lögin kveði á um að það megi almennt ekki. 9. ágúst 2023 22:53
„Það eiga að vera undantekningar fyrir börn og fjölskyldur þeirra“ Þingmaður Pírata segir það hafa verið fyrirséð að barnafjölskyldur gætu verið sviptar þjónustu þrátt fyrir að þau skuli undanþegin þar sem ný útlendingalög séu óskýr og loðin. Hún vonar að ríkisstjórnin sjái að sér og leiti betri lausna. 10. ágúst 2023 12:09