Maður sakaður um hótanir gegn Biden skotinn til bana af FBI-lögreglunni Sólrún Dögg Jósefsdóttir skrifar 9. ágúst 2023 23:24 „Það er tími til kominn fyrir eitt eða tvö forsetamorð. Fyrst Joe, síðan Kamala,“ segir í einni af færslum mannsins. AP Karlmaður frá Utah-ríki í Bandaríkjunum sem sakaður er um hótanir gegn Joe Biden, forseta Bandaríkjanna, var skotinn til bana af bandarísku Alríkislögreglunni (FBI) á heimili sínu í dag, nokkrum klukkustundum áður en Biden lenti í ríkinu. Craig Deleeuw Robertson var skotinn til bana þegar útsendarar FBI reyndu að birta honum leitarheimild á heimili hans í bænum Provo suður af Saltsvatnsborg í Utah um klukkan 6:15 að staðartíma, að því er segir í yfirlýsingu FBI. Robertson var á áttræðisaldri ef marka má samfélagsmiðlareikninga hans. Frekari upplýsingar hafa ekki verið gefnar um atburðinn en hann er til skoðunar innan FBI. Heimildir AP-fréttastofunnar innan lögreglunnar herma að Robertson hafi verið vopnaður þegar hann var skotinn. Robertson hafði birt ógrynni af færslum á samfélagsmiðlum þar sem hann gaf sterklega í skyn að hann ætlaði sér að myrða Biden. Á mánudaginn birti hann færslu þess efnis að hann hefði heyrt að Biden væri á leið til Utah og að því tilefni ætlaði hann að klæða sig í feluliti og dusta rykið af m24 rifflinum sínum. „Í draumum mínum sé ég fyrir mér lík Joe Bidens í dimmu horni bílastæðahúss í Washington DC, liggjandi í blóðpolli með höfuðið afskorið,“ segir í einni færslu. „Það er tími til kominn fyrir eitt eða tvö forsetamorð. Fyrst Joe, síðan Kamala,“ segir í annarri. Færslur Robertson voru ófáar.AP Á þriðjudag var Robertson ákærður fyrir þrjár sakargiftir, þar á meðal fyrir að hafa hótað forsetanum. Þá segir að hann hafi að auki hótað Alvin Gregg héraðssaksóknara í Manhattan, Merrick Garland dómsmálaráðherra og Letitia James, dómsmálaráðherra New York-ríkis, í færslum sínum. „Merrick Garland, heilabilaði væskill, ég er hundrað prósent á móti þungunarrofi. Hvers vegna banka FBI-hugleysingjarnir þínir ekki upp á hjá mér? Veistu, þeir munu deyja,“ sagði í einni þeirra. Fréttin hefur verið uppfærð. Bandaríkin Joe Biden Mest lesið Segja gengið á birgðirnar og hætta við vopnasendingar til Úkraínu Erlent Játaði fjárdrátt og endurgreiðir samkvæmt samkomulagi Innlent Vill fá að vita hvers vegna ákvarðanir stofnana eru ekki undirritaðar Innlent Þingfundi slitið klukkan hálf fimm í nótt Innlent Versta og besta nýtingin á frístundakortinu á Kjalarnesi Innlent Hommar mega enn ekki gefa blóð Innlent Ísraelsmenn hafi gengist við skilyrðum vopnahlés Erlent Matargjöfum Fjölskylduhjálpar hætt: „Stingur okkur í hjartastað“ Innlent Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ Viðskipti erlent Árekstur á Kringlumýrarbraut Innlent Fleiri fréttir Handtóku stjórnendur sjúkrahússins vegna ætlaðra barnsdrápa Trans konur fá ekki að keppa og Thomas svipt metunum Segja gengið á birgðirnar og hætta við vopnasendingar til Úkraínu Ísraelsmenn hafi gengist við skilyrðum vopnahlés Kviðdómur komst að niðurstöðu í fjórum fimm ákæruliða Diddy „Stóra fallega frumvarpið“ í gegn á einu atkvæði Öldungur dæmdur fyrir meira en hálfrar aldar gamalt morð Forsætisráðherra Taílands vikið úr embætti Fjarlægja loftslagsskýrslur og ætla að hætta að fjármagna rannsóknir Óeirðir í Tyrklandi vegna umdeildrar skopmyndar Rauðar viðvaranir víða í Evrópu vegna hitans Segja niðurskurð á þróunaraðstoð hafa skelfilegar afleiðingar Óvissa uppi um „stóra og fallega“ frumvarpið og Musk hótar hefndum Unglingsstúlka lést þegar hestur dró hana eftir jörðinni „Stóra og fallega“ frumvarp repúblikana á tæpasta vaði Skæð hitabylgja velgir Evrópubúum undir uggum Aftur kjörin formaður þrátt fyrir fjárdráttinn sem felldi hana Skaut á slökkviliðsmenn úr launsátri Hefur í hótunum við New York vegna „kommúnistans“ Mamdani Krefjast svara um mögulegar frekari árásir Þúsundir Norðmanna fengu fyrir mistök tilkynningu um að hafa unnið milljónir Hitamet slegið á Spáni um helgina Sæta lögreglurannsókn vegna níðsöngva um ísraelska herinn Hættu leit eftir þrjá tíma að þeim sem féll útbyrðis úr Norrænu Íranir geti aftur byrjað að auðga úran eftir nokkra mánuði Metþátttaka í ólöglegri göngu: „Það er mikill hugur í fólki“ Þúsundir syrgja í Tehran og Trump segir æðstaklerkinn ljúga Hæstaréttardómarar fjarlægðu flein úr holdi Bandaríkjaforseta Lífstíðarfangelsi fyrir að myrða 14 ára dreng með samúræjasverði Finna fyrir fjarveru Bandaríkjanna á loftslagsfundi en sakna þeirra ekki Sjá meira
Craig Deleeuw Robertson var skotinn til bana þegar útsendarar FBI reyndu að birta honum leitarheimild á heimili hans í bænum Provo suður af Saltsvatnsborg í Utah um klukkan 6:15 að staðartíma, að því er segir í yfirlýsingu FBI. Robertson var á áttræðisaldri ef marka má samfélagsmiðlareikninga hans. Frekari upplýsingar hafa ekki verið gefnar um atburðinn en hann er til skoðunar innan FBI. Heimildir AP-fréttastofunnar innan lögreglunnar herma að Robertson hafi verið vopnaður þegar hann var skotinn. Robertson hafði birt ógrynni af færslum á samfélagsmiðlum þar sem hann gaf sterklega í skyn að hann ætlaði sér að myrða Biden. Á mánudaginn birti hann færslu þess efnis að hann hefði heyrt að Biden væri á leið til Utah og að því tilefni ætlaði hann að klæða sig í feluliti og dusta rykið af m24 rifflinum sínum. „Í draumum mínum sé ég fyrir mér lík Joe Bidens í dimmu horni bílastæðahúss í Washington DC, liggjandi í blóðpolli með höfuðið afskorið,“ segir í einni færslu. „Það er tími til kominn fyrir eitt eða tvö forsetamorð. Fyrst Joe, síðan Kamala,“ segir í annarri. Færslur Robertson voru ófáar.AP Á þriðjudag var Robertson ákærður fyrir þrjár sakargiftir, þar á meðal fyrir að hafa hótað forsetanum. Þá segir að hann hafi að auki hótað Alvin Gregg héraðssaksóknara í Manhattan, Merrick Garland dómsmálaráðherra og Letitia James, dómsmálaráðherra New York-ríkis, í færslum sínum. „Merrick Garland, heilabilaði væskill, ég er hundrað prósent á móti þungunarrofi. Hvers vegna banka FBI-hugleysingjarnir þínir ekki upp á hjá mér? Veistu, þeir munu deyja,“ sagði í einni þeirra. Fréttin hefur verið uppfærð.
Bandaríkin Joe Biden Mest lesið Segja gengið á birgðirnar og hætta við vopnasendingar til Úkraínu Erlent Játaði fjárdrátt og endurgreiðir samkvæmt samkomulagi Innlent Vill fá að vita hvers vegna ákvarðanir stofnana eru ekki undirritaðar Innlent Þingfundi slitið klukkan hálf fimm í nótt Innlent Versta og besta nýtingin á frístundakortinu á Kjalarnesi Innlent Hommar mega enn ekki gefa blóð Innlent Ísraelsmenn hafi gengist við skilyrðum vopnahlés Erlent Matargjöfum Fjölskylduhjálpar hætt: „Stingur okkur í hjartastað“ Innlent Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ Viðskipti erlent Árekstur á Kringlumýrarbraut Innlent Fleiri fréttir Handtóku stjórnendur sjúkrahússins vegna ætlaðra barnsdrápa Trans konur fá ekki að keppa og Thomas svipt metunum Segja gengið á birgðirnar og hætta við vopnasendingar til Úkraínu Ísraelsmenn hafi gengist við skilyrðum vopnahlés Kviðdómur komst að niðurstöðu í fjórum fimm ákæruliða Diddy „Stóra fallega frumvarpið“ í gegn á einu atkvæði Öldungur dæmdur fyrir meira en hálfrar aldar gamalt morð Forsætisráðherra Taílands vikið úr embætti Fjarlægja loftslagsskýrslur og ætla að hætta að fjármagna rannsóknir Óeirðir í Tyrklandi vegna umdeildrar skopmyndar Rauðar viðvaranir víða í Evrópu vegna hitans Segja niðurskurð á þróunaraðstoð hafa skelfilegar afleiðingar Óvissa uppi um „stóra og fallega“ frumvarpið og Musk hótar hefndum Unglingsstúlka lést þegar hestur dró hana eftir jörðinni „Stóra og fallega“ frumvarp repúblikana á tæpasta vaði Skæð hitabylgja velgir Evrópubúum undir uggum Aftur kjörin formaður þrátt fyrir fjárdráttinn sem felldi hana Skaut á slökkviliðsmenn úr launsátri Hefur í hótunum við New York vegna „kommúnistans“ Mamdani Krefjast svara um mögulegar frekari árásir Þúsundir Norðmanna fengu fyrir mistök tilkynningu um að hafa unnið milljónir Hitamet slegið á Spáni um helgina Sæta lögreglurannsókn vegna níðsöngva um ísraelska herinn Hættu leit eftir þrjá tíma að þeim sem féll útbyrðis úr Norrænu Íranir geti aftur byrjað að auðga úran eftir nokkra mánuði Metþátttaka í ólöglegri göngu: „Það er mikill hugur í fólki“ Þúsundir syrgja í Tehran og Trump segir æðstaklerkinn ljúga Hæstaréttardómarar fjarlægðu flein úr holdi Bandaríkjaforseta Lífstíðarfangelsi fyrir að myrða 14 ára dreng með samúræjasverði Finna fyrir fjarveru Bandaríkjanna á loftslagsfundi en sakna þeirra ekki Sjá meira