Barnafjölskyldur á flótta hafi verið sviptar þjónustu Helena Rós Sturludóttir skrifar 9. ágúst 2023 22:53 Esther Ýr Þorvaldsdóttir, framkvæmdastjóri Réttur barna á flótta, segir barnafjölskyldur hafa verið sviptar þjónustu þrátt fyrir að lögin kveði á um að það megi almennt ekki. Vísir/Sigurjón Umdeild breyting á útlendingalögum er farin að hafa áhrif á umsækjendur um alþjóðlega vernd. Framkvæmdastjóri hjálparsamtaka segir barnafjölskyldur sviptar þjónustu þrátt fyrir að lögin kveði á um að það megi almennt ekki. Tilkynningar eru farnar að berast til flóttafólks, sem synjað hefur verið um alþjóðlega vernd á tveimur stjórnsýslustigum, um að þjónustusvipting sé yfirvofandi. Er það í samræmi við lagabreytingar í kjölfar þess að útlendingafrumvarp, Jóns Gunnarssonar fyrrverandi dómsmálaráðherra, var samþykkt á Alþingi þann 15. mars síðastliðinn. Yfirvofandi þjónustusvipting Samkvæmt nýju lögunum falla réttindi umsækjenda um alþjóðlega vernd úr gildi þrjátíu dögum eftir að þeim hefur verið synjað. Þó nokkrir hafa leitað lögmannsaðstoðar vegna tilkynninganna. „Þau hafa fengið bréf og það hefur verið útskýrt fyrir skjólstæðingum okkar á fundi að þjónustusvipting sé yfirvofandi og búið að ákveða dagsetningu,“ segir Helgi Þorsteinsson Silva lögmaður. Þá hafi einhverjir verið sviptir þjónustu nú þegar. Fólk í þessari stöðu upplifi mikla geðshræringu og segist Helgi eiga von á því að reynt verði á lögin fyrir dómstólum. Barnafjölskyldur ekki undanskildar Þrátt fyrir að lögin kveði skýrt á um að barnafjölskyldur skuli almennt undanskildar framkvæmdinni hafa nokkrar fjölskyldur leitað aðstoðar vegna þjónustusviptingar og yfirvofandi sviptingar að sögn Estherar Ýrar Þorvaldsdóttur, framkvæmdastjóra hjálparsamtakanna Réttur barna á flótta. „Við höfum verið að fá mörg skilaboð frá fjölskyldum þar sem þeim hefur verið tilkynnt að nú eigi að taka af þeim alla þjónustu, mataraðstoð og húsnæði og alla aðstoð frá sveitarfélaginu. Þegar verið er að taka bónuskortin af fjölskyldum þá er verið að svelta börnin út,“ segir Esther. Munu aðstoða við málsóknir Aðspurð hvort barnafjölskyldur verði þjónustusviptar vísar dómsmálaráðherra í útlendingalögin. Esther segir að samtökin munu aðstoða þær fjölskyldur sem kjósi að hefja málsókn gegn yfirvöldum vegna sviptingar á þjónustu. „Nokkrar barnafjölskyldur sem við styðjum við hafa lent í því að matarkortinu þeirra hafi verið lokað. Enn fremur hafa nokkrar fjölskyldur fengið tölvupóst frá sveitarfélögum þess efnis að þær séu ekki lengur í þjónustu þeirra, þá var nokkrum hótað húsnæðismissi. Að minnsta kosti ein fjölskylda hefur nú þegar misst húsnæðið, þá var skipt um lás á íbúðinni þeirra og sveitarfélag lokaði á alla þjónustu,“ segir í yfirlýsingu hjálparsamtakanna. Þau telji grafalvarlegt að loka á þjónustu við börn sem enn eru hér á landi og mörg hver enn með mál í vinnslu. Á sama tíma og foreldrum er meinað að vinna fyrir sér. Flóttafólk á Íslandi Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Tengdar fréttir „Ef við förum aftur til Grikklands bíður dauðinn okkar“ Framkvæmdastjóri hjálparsamtaka gagnrýnir stjórnvöld fyrir að vísa á ný barnafjölskyldum á flótta til Grikklands. Aðstæður þar í landi hafi ekkert breyst. Palestínsk fjölskylda sem bíður brottvísunar líkir flóttamannabúðunum í Grikklandi við fangelsi. 20. júlí 2023 19:18 „Ég bjóst ekki við því að Ísland kæmi svona fram við flóttamenn“ Nýtt búsetuúrræði hefur verið opnað fyrir fólk sem hefur sótt um alþjóðlega vernd og fengið endanlega synjun en lögreglu var falið að þjónusta þennan hóp eftir að útlendingalögum var breytt í vor. 2. ágúst 2023 07:02 Mest lesið Þessir Íslendingar kvöddu á árinu 2025 Innlent 70 prósent landsmanna hlynnt banni Innlent Sjómenn mótmæla breytingum á samsköttun hjóna Innlent Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins: „Þorgerður er afar indæl“ Innlent Neita að ræða við Úkraínumenn vegna meintrar árásar á heimili Pútíns Erlent Skipuðu húsráðanda að elda fyrir sig áður en ræningjarnir ruddust inn Innlent Eftirminnilegasta augnablikið á ferlinum: „Hann sat á móti mér nokkuð rauður og þrútinn og hvæsti“ Innlent Víðir hefur nú loks tíma fyrir Lunch United Innlent Sádar sprengja hergögn frá furstadæmunum í Jemen og hóta frekari árásum Erlent Bandaríkin leggja til tvo milljarða dala með skilyrðum Erlent Fleiri fréttir Hvetja fólk til að plokka flugeldarusl á nýársdag Eftirminnilegasta augnablikið á ferlinum: „Hann sat á móti mér nokkuð rauður og þrútinn og hvæsti“ Víðir hefur nú loks tíma fyrir Lunch United Samfélagsmiðlabann án fræðslu stoðar lítið Samfélagsmiðlabann nýtur mikils stuðnings og flugeldasalan í fullum gangi Hægt að gefa hundum róandi og lyf til að gleyma um áramót Sjómenn mótmæla breytingum á samsköttun hjóna 70 prósent landsmanna hlynnt banni Þessir Íslendingar kvöddu á árinu 2025 Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins: „Þorgerður er afar indæl“ Tvö handtekin fyrir þjófnað og þrír fyrir sölu og dreifingu Stoltastur af veiðigjaldinu og telur aðrar skattabreytingar hafa lítil áhrif á heimilin Föðurnum enn haldið sofandi í öndunarvél Fylgi stjórnarflokkanna dalar Föðurnum í Suður-Afríku enn haldið sofandi Skipuðu húsráðanda að elda fyrir sig áður en ræningjarnir ruddust inn Fannst látinn utandyra í Borgarnesi Halldór Blöndal borinn til grafar Fimm með vanlíðan komast í Skjólshús í tvær vikur Kolbrúnu Bergþórs sagt upp á Mogganum Sagt upp eftir 26 ár á Morgunblaðinu Kominn tími á gos og Veðurstofan öllu viðbúin Sýknuð af ólöglegum innflutningi lyfja vegna rangra upplýsinga Lyfjastofnunar Þriggja hatta Inga segir engin ráðherraskipti í pípunum Desember að komast á lista yfir þá allra hlýjustu Erlendir ferðamenn talsvert slasaðir eftir áreksturinn Samið um Skjólshús og gos gæti komið á hverri stundu Hér verða áramótabrennur á gamlársdag 2025 Björn Ingi leiðir ekki Miðflokksmenn í borginni Gestir á Edition stukku út á náttfötunum Sjá meira
Tilkynningar eru farnar að berast til flóttafólks, sem synjað hefur verið um alþjóðlega vernd á tveimur stjórnsýslustigum, um að þjónustusvipting sé yfirvofandi. Er það í samræmi við lagabreytingar í kjölfar þess að útlendingafrumvarp, Jóns Gunnarssonar fyrrverandi dómsmálaráðherra, var samþykkt á Alþingi þann 15. mars síðastliðinn. Yfirvofandi þjónustusvipting Samkvæmt nýju lögunum falla réttindi umsækjenda um alþjóðlega vernd úr gildi þrjátíu dögum eftir að þeim hefur verið synjað. Þó nokkrir hafa leitað lögmannsaðstoðar vegna tilkynninganna. „Þau hafa fengið bréf og það hefur verið útskýrt fyrir skjólstæðingum okkar á fundi að þjónustusvipting sé yfirvofandi og búið að ákveða dagsetningu,“ segir Helgi Þorsteinsson Silva lögmaður. Þá hafi einhverjir verið sviptir þjónustu nú þegar. Fólk í þessari stöðu upplifi mikla geðshræringu og segist Helgi eiga von á því að reynt verði á lögin fyrir dómstólum. Barnafjölskyldur ekki undanskildar Þrátt fyrir að lögin kveði skýrt á um að barnafjölskyldur skuli almennt undanskildar framkvæmdinni hafa nokkrar fjölskyldur leitað aðstoðar vegna þjónustusviptingar og yfirvofandi sviptingar að sögn Estherar Ýrar Þorvaldsdóttur, framkvæmdastjóra hjálparsamtakanna Réttur barna á flótta. „Við höfum verið að fá mörg skilaboð frá fjölskyldum þar sem þeim hefur verið tilkynnt að nú eigi að taka af þeim alla þjónustu, mataraðstoð og húsnæði og alla aðstoð frá sveitarfélaginu. Þegar verið er að taka bónuskortin af fjölskyldum þá er verið að svelta börnin út,“ segir Esther. Munu aðstoða við málsóknir Aðspurð hvort barnafjölskyldur verði þjónustusviptar vísar dómsmálaráðherra í útlendingalögin. Esther segir að samtökin munu aðstoða þær fjölskyldur sem kjósi að hefja málsókn gegn yfirvöldum vegna sviptingar á þjónustu. „Nokkrar barnafjölskyldur sem við styðjum við hafa lent í því að matarkortinu þeirra hafi verið lokað. Enn fremur hafa nokkrar fjölskyldur fengið tölvupóst frá sveitarfélögum þess efnis að þær séu ekki lengur í þjónustu þeirra, þá var nokkrum hótað húsnæðismissi. Að minnsta kosti ein fjölskylda hefur nú þegar misst húsnæðið, þá var skipt um lás á íbúðinni þeirra og sveitarfélag lokaði á alla þjónustu,“ segir í yfirlýsingu hjálparsamtakanna. Þau telji grafalvarlegt að loka á þjónustu við börn sem enn eru hér á landi og mörg hver enn með mál í vinnslu. Á sama tíma og foreldrum er meinað að vinna fyrir sér.
Flóttafólk á Íslandi Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Tengdar fréttir „Ef við förum aftur til Grikklands bíður dauðinn okkar“ Framkvæmdastjóri hjálparsamtaka gagnrýnir stjórnvöld fyrir að vísa á ný barnafjölskyldum á flótta til Grikklands. Aðstæður þar í landi hafi ekkert breyst. Palestínsk fjölskylda sem bíður brottvísunar líkir flóttamannabúðunum í Grikklandi við fangelsi. 20. júlí 2023 19:18 „Ég bjóst ekki við því að Ísland kæmi svona fram við flóttamenn“ Nýtt búsetuúrræði hefur verið opnað fyrir fólk sem hefur sótt um alþjóðlega vernd og fengið endanlega synjun en lögreglu var falið að þjónusta þennan hóp eftir að útlendingalögum var breytt í vor. 2. ágúst 2023 07:02 Mest lesið Þessir Íslendingar kvöddu á árinu 2025 Innlent 70 prósent landsmanna hlynnt banni Innlent Sjómenn mótmæla breytingum á samsköttun hjóna Innlent Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins: „Þorgerður er afar indæl“ Innlent Neita að ræða við Úkraínumenn vegna meintrar árásar á heimili Pútíns Erlent Skipuðu húsráðanda að elda fyrir sig áður en ræningjarnir ruddust inn Innlent Eftirminnilegasta augnablikið á ferlinum: „Hann sat á móti mér nokkuð rauður og þrútinn og hvæsti“ Innlent Víðir hefur nú loks tíma fyrir Lunch United Innlent Sádar sprengja hergögn frá furstadæmunum í Jemen og hóta frekari árásum Erlent Bandaríkin leggja til tvo milljarða dala með skilyrðum Erlent Fleiri fréttir Hvetja fólk til að plokka flugeldarusl á nýársdag Eftirminnilegasta augnablikið á ferlinum: „Hann sat á móti mér nokkuð rauður og þrútinn og hvæsti“ Víðir hefur nú loks tíma fyrir Lunch United Samfélagsmiðlabann án fræðslu stoðar lítið Samfélagsmiðlabann nýtur mikils stuðnings og flugeldasalan í fullum gangi Hægt að gefa hundum róandi og lyf til að gleyma um áramót Sjómenn mótmæla breytingum á samsköttun hjóna 70 prósent landsmanna hlynnt banni Þessir Íslendingar kvöddu á árinu 2025 Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins: „Þorgerður er afar indæl“ Tvö handtekin fyrir þjófnað og þrír fyrir sölu og dreifingu Stoltastur af veiðigjaldinu og telur aðrar skattabreytingar hafa lítil áhrif á heimilin Föðurnum enn haldið sofandi í öndunarvél Fylgi stjórnarflokkanna dalar Föðurnum í Suður-Afríku enn haldið sofandi Skipuðu húsráðanda að elda fyrir sig áður en ræningjarnir ruddust inn Fannst látinn utandyra í Borgarnesi Halldór Blöndal borinn til grafar Fimm með vanlíðan komast í Skjólshús í tvær vikur Kolbrúnu Bergþórs sagt upp á Mogganum Sagt upp eftir 26 ár á Morgunblaðinu Kominn tími á gos og Veðurstofan öllu viðbúin Sýknuð af ólöglegum innflutningi lyfja vegna rangra upplýsinga Lyfjastofnunar Þriggja hatta Inga segir engin ráðherraskipti í pípunum Desember að komast á lista yfir þá allra hlýjustu Erlendir ferðamenn talsvert slasaðir eftir áreksturinn Samið um Skjólshús og gos gæti komið á hverri stundu Hér verða áramótabrennur á gamlársdag 2025 Björn Ingi leiðir ekki Miðflokksmenn í borginni Gestir á Edition stukku út á náttfötunum Sjá meira
„Ef við förum aftur til Grikklands bíður dauðinn okkar“ Framkvæmdastjóri hjálparsamtaka gagnrýnir stjórnvöld fyrir að vísa á ný barnafjölskyldum á flótta til Grikklands. Aðstæður þar í landi hafi ekkert breyst. Palestínsk fjölskylda sem bíður brottvísunar líkir flóttamannabúðunum í Grikklandi við fangelsi. 20. júlí 2023 19:18
„Ég bjóst ekki við því að Ísland kæmi svona fram við flóttamenn“ Nýtt búsetuúrræði hefur verið opnað fyrir fólk sem hefur sótt um alþjóðlega vernd og fengið endanlega synjun en lögreglu var falið að þjónusta þennan hóp eftir að útlendingalögum var breytt í vor. 2. ágúst 2023 07:02
Eftirminnilegasta augnablikið á ferlinum: „Hann sat á móti mér nokkuð rauður og þrútinn og hvæsti“ Innlent
Eftirminnilegasta augnablikið á ferlinum: „Hann sat á móti mér nokkuð rauður og þrútinn og hvæsti“
Eftirminnilegasta augnablikið á ferlinum: „Hann sat á móti mér nokkuð rauður og þrútinn og hvæsti“ Innlent