Bankarnir liggi vel við höggi „einhverra hluta vegna“ Ólafur Björn Sverrisson skrifar 9. ágúst 2023 17:15 Bjarni Benediktsson er ekki hrifinn af frekari skattlagningu á íslensk fjármálafyrirtæki. Vísir/Vilhelm Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra efast um að svokallaður hvalrekaskattur myndi bæta kjör heimilanna eða fyrirtækja. Nóg sé um sérsaka íslenska skatta og frekari skattlagning myndi minnka áhuga fjárfesta á bankakerfinu íslenska. Þetta sagði Bjarni meðal annars í viðtali í Reykjavík síðdegis á Bylgjunni. Til umræðu voru hugmyndir um sérstaka skattlagningu á hagnað banka sem er tilkominn vegna vaxtatekna í því vaxtaumhverfi sem nú er. Íslensku bankarnir högnuðust á fyrri helmingi þessa árs um tugi milljarða sem skýrist einkum af hærri vöxtum. Ítölsk stjórnvöld ákváðu í gær að leggja slíkan hvalrekaskatt á bankana þar í landi og sagði Lilja Alfreðsdóttir viðskiptaráðherra í kvöldfréttum Stöðvar 2 að til greina komi að leggja á sambærilegan skatt hér á landi. Bjarni hóf viðtalið á að telja upp þá sérstöku skatta sem fyrri eru og leggjast á fjármálafyrirtæki hér á landi. Þar á meðal viðbótarskatt á fjármálafyrirtæki sem hagnast um meira en milljarð, bankaskatt sem og sérstakan fjársýsluskatt. „Þegar við skoðum þessa skatta og berum saman við þá skatta sem er verið að ræða um á Ítalíu, sem leggjast á hluta starfsemi bankanna þar, eins og þetta hefur verið kynnt, þá sýnist mér skattarnir hér heima líklega hærri. Nú erum við að tala um skatta sem eru sérstakir á íslensk fjármálafyrirtæki og eru þegar í gildi,“ sagði Bjarni í viðtalinu sem má hlusta á í heild sinni hér að neðan. Bankarnir liggi vel við höggi Þá nefnir Bjarni ýmsar reglur um íslenska fjármálakerfið sem settar hafi verið í varúðarskyni eftir bankahrun, reglur um há eiginfjárhlutföll bankanna og áhættumat. „Þegar þetta tvennt er lagt saman þá verð ég að segja að við erum þegar með töluvert miklar kvaðir á íslenska bankakerfið. Ég leyfi mér að efast um það að ef við myndum koma með viðbótarskattlagningu á íslenska fjármálakerfið, að það væri til þess fallið að bæta hag heimilanna eða fyrirtækja í landinu í viðskiptakjörum. Ég sé ekki hvernig það ætti að vera,“ sagði Bjarni og hélt áfram: „Hins vegar eru menn iðulega með hugmyndir um ný útgjaldamál og þá er í sömu andrá komið með hugmyndir að nýjum sköttum. Einhverra hluta vegna liggja bankarnir oft vel við höggi í því sambandi.“ Spurður hvort að heimilin blæði fyrir vaxtamun, á meðan bankarnir hagnist gríðarlega segir Bjarni: „Það er rétt að vaxtamunur hefur verið að aukast á Íslandi. Hann hefur samt ekki hækkað jafn mikið og víðast annars staðar.“ Skattkerfið sé fyrirsjáanlegt til að auka áhuga fjárfesta Sama staða sé ekki uppi hér á Íslandi og Ítalíu, sem dæmi. Þegar hagnaður bankanna sé skoðaður verði að gera það í samhengi við það eigið fé sem sé búið að binda í bankakerfinu. „Þegar við skoðum það í því ljósi er arðsemin af því fjármagni sem er bundið í íslenska fjármálakerfinu ekki umfram það sem gildir annar staðar,“ segir Bjarni. Það skipti máli að skattkerfið sé fyrirsjáanlegt til þess að auka áhuga á því að fjárfesta í íslenska bankakerfinu. „Nú höfum við verið sammála um að losa um hlut ríkisins í Íslandsbanka og klára þá sölu þegar fram í sækir. Hugmyndir um að breyta skattaumhverfinu eru held ég ekki góðar til að auka áhuga manna. Sérstaklega þegar þær hugmyndir bætast ofan á aðra sérstaka skatta. Ég sé ekki þörfina eða að tilgangurinn sé nægur með þessum hugmyndum.“ Frekar skuli stjórnvöld einbeita sér að því að missa ekki stjórn á útgjöldum og standa með heimilunum þegar „þess gerist þörf.“ Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Skattar og tollar Alþingi Íslenskir bankar Mest lesið „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Innlent Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Innlent Söguleg sátt milli há- og lágmenningar á Klapparstíg Lífið Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Erlent „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Innlent Teiknaði hakakross á hurðina hjá nágrannanum Innlent Allir gangi hamingjusamir úr nýjustu sundlaug landsins Innlent Óprúttnir aðilar hóta rofinni rafmagnstengingu berist greiðsla ekki strax Innlent Hitamet falla og gróðureldar geisa í Evrópu og víðar Erlent Fleiri fréttir Óprúttnir aðilar hóta rofinni rafmagnstengingu berist greiðsla ekki strax „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Allir gangi hamingjusamir úr nýjustu sundlaug landsins Ástandið á Gasa: 42 prósent telja að Íslendingar ættu að beita sér meira „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Teiknaði hakakross á hurðina hjá nágrannanum Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Skrefi nær draumnum um þjónustuíbúð með vinningnum Minkurinn stakk sér á kaf eftir fiski í Elliðaám Íslendingur á Spáni sagður þungt haldinn vegna hitaslags „Ómetanlegur fjársjóður“ í heimsókn á Íslandi Tilkynnt um bíl fullan af bensínbrúsum Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Tollarnir sem bíta nú þegar, sögulegur fundur og fjársjóður Fækkar sífellt í Þjóðkirkjunni Rithöfundur ráðinn til varnarmálaskrifstofunnar Barinn við barinn en gerandinn farinn Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Gerðu langtímasamning um niðurgreidd liðskipti og brjóstaminnkun Dagbjartur aðstoðar Daða Má Innviðaráðherra leggur af stað í fundaferð um samgöngumálin Áslaug Sigríður Alfreðsdóttir er látin Ellefu ára hetja bjargaði systur sinni frá drukknun Telur enn mögulegt að ná samkomulagi Fagnar áformum um mótun atvinnustefnu Úrskurðaður í gæsluvarðhald grunaður um íkvekju Hlið við Reynisfjöru, tollar og yfirlýsing leiðtoga ESB B sé ekki best Kiðjabergsmálinu hvergi nærri lokið Mannréttindabarátta ekki í samkeppni um athygli Sjá meira
Þetta sagði Bjarni meðal annars í viðtali í Reykjavík síðdegis á Bylgjunni. Til umræðu voru hugmyndir um sérstaka skattlagningu á hagnað banka sem er tilkominn vegna vaxtatekna í því vaxtaumhverfi sem nú er. Íslensku bankarnir högnuðust á fyrri helmingi þessa árs um tugi milljarða sem skýrist einkum af hærri vöxtum. Ítölsk stjórnvöld ákváðu í gær að leggja slíkan hvalrekaskatt á bankana þar í landi og sagði Lilja Alfreðsdóttir viðskiptaráðherra í kvöldfréttum Stöðvar 2 að til greina komi að leggja á sambærilegan skatt hér á landi. Bjarni hóf viðtalið á að telja upp þá sérstöku skatta sem fyrri eru og leggjast á fjármálafyrirtæki hér á landi. Þar á meðal viðbótarskatt á fjármálafyrirtæki sem hagnast um meira en milljarð, bankaskatt sem og sérstakan fjársýsluskatt. „Þegar við skoðum þessa skatta og berum saman við þá skatta sem er verið að ræða um á Ítalíu, sem leggjast á hluta starfsemi bankanna þar, eins og þetta hefur verið kynnt, þá sýnist mér skattarnir hér heima líklega hærri. Nú erum við að tala um skatta sem eru sérstakir á íslensk fjármálafyrirtæki og eru þegar í gildi,“ sagði Bjarni í viðtalinu sem má hlusta á í heild sinni hér að neðan. Bankarnir liggi vel við höggi Þá nefnir Bjarni ýmsar reglur um íslenska fjármálakerfið sem settar hafi verið í varúðarskyni eftir bankahrun, reglur um há eiginfjárhlutföll bankanna og áhættumat. „Þegar þetta tvennt er lagt saman þá verð ég að segja að við erum þegar með töluvert miklar kvaðir á íslenska bankakerfið. Ég leyfi mér að efast um það að ef við myndum koma með viðbótarskattlagningu á íslenska fjármálakerfið, að það væri til þess fallið að bæta hag heimilanna eða fyrirtækja í landinu í viðskiptakjörum. Ég sé ekki hvernig það ætti að vera,“ sagði Bjarni og hélt áfram: „Hins vegar eru menn iðulega með hugmyndir um ný útgjaldamál og þá er í sömu andrá komið með hugmyndir að nýjum sköttum. Einhverra hluta vegna liggja bankarnir oft vel við höggi í því sambandi.“ Spurður hvort að heimilin blæði fyrir vaxtamun, á meðan bankarnir hagnist gríðarlega segir Bjarni: „Það er rétt að vaxtamunur hefur verið að aukast á Íslandi. Hann hefur samt ekki hækkað jafn mikið og víðast annars staðar.“ Skattkerfið sé fyrirsjáanlegt til að auka áhuga fjárfesta Sama staða sé ekki uppi hér á Íslandi og Ítalíu, sem dæmi. Þegar hagnaður bankanna sé skoðaður verði að gera það í samhengi við það eigið fé sem sé búið að binda í bankakerfinu. „Þegar við skoðum það í því ljósi er arðsemin af því fjármagni sem er bundið í íslenska fjármálakerfinu ekki umfram það sem gildir annar staðar,“ segir Bjarni. Það skipti máli að skattkerfið sé fyrirsjáanlegt til þess að auka áhuga á því að fjárfesta í íslenska bankakerfinu. „Nú höfum við verið sammála um að losa um hlut ríkisins í Íslandsbanka og klára þá sölu þegar fram í sækir. Hugmyndir um að breyta skattaumhverfinu eru held ég ekki góðar til að auka áhuga manna. Sérstaklega þegar þær hugmyndir bætast ofan á aðra sérstaka skatta. Ég sé ekki þörfina eða að tilgangurinn sé nægur með þessum hugmyndum.“ Frekar skuli stjórnvöld einbeita sér að því að missa ekki stjórn á útgjöldum og standa með heimilunum þegar „þess gerist þörf.“
Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Skattar og tollar Alþingi Íslenskir bankar Mest lesið „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Innlent Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Innlent Söguleg sátt milli há- og lágmenningar á Klapparstíg Lífið Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Erlent „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Innlent Teiknaði hakakross á hurðina hjá nágrannanum Innlent Allir gangi hamingjusamir úr nýjustu sundlaug landsins Innlent Óprúttnir aðilar hóta rofinni rafmagnstengingu berist greiðsla ekki strax Innlent Hitamet falla og gróðureldar geisa í Evrópu og víðar Erlent Fleiri fréttir Óprúttnir aðilar hóta rofinni rafmagnstengingu berist greiðsla ekki strax „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Allir gangi hamingjusamir úr nýjustu sundlaug landsins Ástandið á Gasa: 42 prósent telja að Íslendingar ættu að beita sér meira „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Teiknaði hakakross á hurðina hjá nágrannanum Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Skrefi nær draumnum um þjónustuíbúð með vinningnum Minkurinn stakk sér á kaf eftir fiski í Elliðaám Íslendingur á Spáni sagður þungt haldinn vegna hitaslags „Ómetanlegur fjársjóður“ í heimsókn á Íslandi Tilkynnt um bíl fullan af bensínbrúsum Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Tollarnir sem bíta nú þegar, sögulegur fundur og fjársjóður Fækkar sífellt í Þjóðkirkjunni Rithöfundur ráðinn til varnarmálaskrifstofunnar Barinn við barinn en gerandinn farinn Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Gerðu langtímasamning um niðurgreidd liðskipti og brjóstaminnkun Dagbjartur aðstoðar Daða Má Innviðaráðherra leggur af stað í fundaferð um samgöngumálin Áslaug Sigríður Alfreðsdóttir er látin Ellefu ára hetja bjargaði systur sinni frá drukknun Telur enn mögulegt að ná samkomulagi Fagnar áformum um mótun atvinnustefnu Úrskurðaður í gæsluvarðhald grunaður um íkvekju Hlið við Reynisfjöru, tollar og yfirlýsing leiðtoga ESB B sé ekki best Kiðjabergsmálinu hvergi nærri lokið Mannréttindabarátta ekki í samkeppni um athygli Sjá meira
„Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent
„Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent