Bankarnir liggi vel við höggi „einhverra hluta vegna“ Ólafur Björn Sverrisson skrifar 9. ágúst 2023 17:15 Bjarni Benediktsson er ekki hrifinn af frekari skattlagningu á íslensk fjármálafyrirtæki. Vísir/Vilhelm Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra efast um að svokallaður hvalrekaskattur myndi bæta kjör heimilanna eða fyrirtækja. Nóg sé um sérsaka íslenska skatta og frekari skattlagning myndi minnka áhuga fjárfesta á bankakerfinu íslenska. Þetta sagði Bjarni meðal annars í viðtali í Reykjavík síðdegis á Bylgjunni. Til umræðu voru hugmyndir um sérstaka skattlagningu á hagnað banka sem er tilkominn vegna vaxtatekna í því vaxtaumhverfi sem nú er. Íslensku bankarnir högnuðust á fyrri helmingi þessa árs um tugi milljarða sem skýrist einkum af hærri vöxtum. Ítölsk stjórnvöld ákváðu í gær að leggja slíkan hvalrekaskatt á bankana þar í landi og sagði Lilja Alfreðsdóttir viðskiptaráðherra í kvöldfréttum Stöðvar 2 að til greina komi að leggja á sambærilegan skatt hér á landi. Bjarni hóf viðtalið á að telja upp þá sérstöku skatta sem fyrri eru og leggjast á fjármálafyrirtæki hér á landi. Þar á meðal viðbótarskatt á fjármálafyrirtæki sem hagnast um meira en milljarð, bankaskatt sem og sérstakan fjársýsluskatt. „Þegar við skoðum þessa skatta og berum saman við þá skatta sem er verið að ræða um á Ítalíu, sem leggjast á hluta starfsemi bankanna þar, eins og þetta hefur verið kynnt, þá sýnist mér skattarnir hér heima líklega hærri. Nú erum við að tala um skatta sem eru sérstakir á íslensk fjármálafyrirtæki og eru þegar í gildi,“ sagði Bjarni í viðtalinu sem má hlusta á í heild sinni hér að neðan. Bankarnir liggi vel við höggi Þá nefnir Bjarni ýmsar reglur um íslenska fjármálakerfið sem settar hafi verið í varúðarskyni eftir bankahrun, reglur um há eiginfjárhlutföll bankanna og áhættumat. „Þegar þetta tvennt er lagt saman þá verð ég að segja að við erum þegar með töluvert miklar kvaðir á íslenska bankakerfið. Ég leyfi mér að efast um það að ef við myndum koma með viðbótarskattlagningu á íslenska fjármálakerfið, að það væri til þess fallið að bæta hag heimilanna eða fyrirtækja í landinu í viðskiptakjörum. Ég sé ekki hvernig það ætti að vera,“ sagði Bjarni og hélt áfram: „Hins vegar eru menn iðulega með hugmyndir um ný útgjaldamál og þá er í sömu andrá komið með hugmyndir að nýjum sköttum. Einhverra hluta vegna liggja bankarnir oft vel við höggi í því sambandi.“ Spurður hvort að heimilin blæði fyrir vaxtamun, á meðan bankarnir hagnist gríðarlega segir Bjarni: „Það er rétt að vaxtamunur hefur verið að aukast á Íslandi. Hann hefur samt ekki hækkað jafn mikið og víðast annars staðar.“ Skattkerfið sé fyrirsjáanlegt til að auka áhuga fjárfesta Sama staða sé ekki uppi hér á Íslandi og Ítalíu, sem dæmi. Þegar hagnaður bankanna sé skoðaður verði að gera það í samhengi við það eigið fé sem sé búið að binda í bankakerfinu. „Þegar við skoðum það í því ljósi er arðsemin af því fjármagni sem er bundið í íslenska fjármálakerfinu ekki umfram það sem gildir annar staðar,“ segir Bjarni. Það skipti máli að skattkerfið sé fyrirsjáanlegt til þess að auka áhuga á því að fjárfesta í íslenska bankakerfinu. „Nú höfum við verið sammála um að losa um hlut ríkisins í Íslandsbanka og klára þá sölu þegar fram í sækir. Hugmyndir um að breyta skattaumhverfinu eru held ég ekki góðar til að auka áhuga manna. Sérstaklega þegar þær hugmyndir bætast ofan á aðra sérstaka skatta. Ég sé ekki þörfina eða að tilgangurinn sé nægur með þessum hugmyndum.“ Frekar skuli stjórnvöld einbeita sér að því að missa ekki stjórn á útgjöldum og standa með heimilunum þegar „þess gerist þörf.“ Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Skattar og tollar Alþingi Íslenskir bankar Mest lesið „Ég hef aldrei upplifað annan eins harm“ Innlent Hrindir af stað söfnun fyrir móður stúlkunnar sem lést í Suður-Afríku Innlent Gaf fingurinn á Miklubraut Innlent Breiddi út faðminn fyrir rasista: „Þið þurfið ekki að biðjast afsökunar á að vera hvít lengur“ Erlent „Þetta hefur verið þungur tími“ Innlent Hundrað og fjörutíu milljarða bótakrafa á Samherja sé súrrealísk Innlent Sprengdu rússneskan hershöfðingja í loft upp í Moskvu Erlent Appelsínugular og gular viðvaranir á aðfangadag Veður Undirbúningur árásarinnar stóð yfir í marga mánuði Erlent Naut aðstoðar samskiptasérfræðinga vegna veiðigjaldamálsins Innlent Fleiri fréttir Sameina Farice, Öryggisfjarskipti og hluta Neyðarlínunnar Gaf fingurinn á Miklubraut Birtir drög að lögum um lagareldi: Hyggst leggja niður Fiskeldissjóð Hundrað og fjörutíu milljarða bótakrafa á Samherja sé súrrealísk Skemmdir í kirkjugörðum vegna aksturs utan vegar Ólýsanlegur harmur fyrir fjölskylduna og söfnun hleypt af stokkunum „Ég hef aldrei upplifað annan eins harm“ Vill leiða lista Sjálfstæðismanna í Reykjanesbæ „Þetta hefur verið þungur tími“ Naut aðstoðar samskiptasérfræðinga vegna veiðigjaldamálsins Hrindir af stað söfnun fyrir móður stúlkunnar sem lést í Suður-Afríku Varð vitni að ótrúlegum norðurljósum: „Mér fannst þetta magnað“ Færir nýársboðið fram á þrettándann Fjórir fluttir á sjúkrahús eftir bílveltu á Suðurlandi Leggur aftur til hverfislögreglustöð í Breiðholti Nú má heita Love, Tóní, Ranimosk og Draumur Kvartar til umboðsmanns og vonar að Vegagerðin sjái að sér Ætlar ekki að beita sér í máli starfsmanns Útlendingastofnunar „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Gyðingar á Íslandi upplifa aukinn ótta Ferðaþjónusta blómstrar í uppsveitum Árnessýslu „Þetta er bara ljótt“ Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Ætlar að skýra hvenær rjúfa megi þagnarskyldu Þagnarskylda heilbrigðisstarfsfólks og öryggisgæsla við grunnskóla Eyjólfur í orlof og Inga þrefaldur ráðherra Vegagerðin segir flóðin í Vík fyrirséð Fjölmiðlar, bókmenntir og hægrimennska á Sprengisandi „En hver sagði að þetta ætti að vera auðvelt?“ Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Sjá meira
Þetta sagði Bjarni meðal annars í viðtali í Reykjavík síðdegis á Bylgjunni. Til umræðu voru hugmyndir um sérstaka skattlagningu á hagnað banka sem er tilkominn vegna vaxtatekna í því vaxtaumhverfi sem nú er. Íslensku bankarnir högnuðust á fyrri helmingi þessa árs um tugi milljarða sem skýrist einkum af hærri vöxtum. Ítölsk stjórnvöld ákváðu í gær að leggja slíkan hvalrekaskatt á bankana þar í landi og sagði Lilja Alfreðsdóttir viðskiptaráðherra í kvöldfréttum Stöðvar 2 að til greina komi að leggja á sambærilegan skatt hér á landi. Bjarni hóf viðtalið á að telja upp þá sérstöku skatta sem fyrri eru og leggjast á fjármálafyrirtæki hér á landi. Þar á meðal viðbótarskatt á fjármálafyrirtæki sem hagnast um meira en milljarð, bankaskatt sem og sérstakan fjársýsluskatt. „Þegar við skoðum þessa skatta og berum saman við þá skatta sem er verið að ræða um á Ítalíu, sem leggjast á hluta starfsemi bankanna þar, eins og þetta hefur verið kynnt, þá sýnist mér skattarnir hér heima líklega hærri. Nú erum við að tala um skatta sem eru sérstakir á íslensk fjármálafyrirtæki og eru þegar í gildi,“ sagði Bjarni í viðtalinu sem má hlusta á í heild sinni hér að neðan. Bankarnir liggi vel við höggi Þá nefnir Bjarni ýmsar reglur um íslenska fjármálakerfið sem settar hafi verið í varúðarskyni eftir bankahrun, reglur um há eiginfjárhlutföll bankanna og áhættumat. „Þegar þetta tvennt er lagt saman þá verð ég að segja að við erum þegar með töluvert miklar kvaðir á íslenska bankakerfið. Ég leyfi mér að efast um það að ef við myndum koma með viðbótarskattlagningu á íslenska fjármálakerfið, að það væri til þess fallið að bæta hag heimilanna eða fyrirtækja í landinu í viðskiptakjörum. Ég sé ekki hvernig það ætti að vera,“ sagði Bjarni og hélt áfram: „Hins vegar eru menn iðulega með hugmyndir um ný útgjaldamál og þá er í sömu andrá komið með hugmyndir að nýjum sköttum. Einhverra hluta vegna liggja bankarnir oft vel við höggi í því sambandi.“ Spurður hvort að heimilin blæði fyrir vaxtamun, á meðan bankarnir hagnist gríðarlega segir Bjarni: „Það er rétt að vaxtamunur hefur verið að aukast á Íslandi. Hann hefur samt ekki hækkað jafn mikið og víðast annars staðar.“ Skattkerfið sé fyrirsjáanlegt til að auka áhuga fjárfesta Sama staða sé ekki uppi hér á Íslandi og Ítalíu, sem dæmi. Þegar hagnaður bankanna sé skoðaður verði að gera það í samhengi við það eigið fé sem sé búið að binda í bankakerfinu. „Þegar við skoðum það í því ljósi er arðsemin af því fjármagni sem er bundið í íslenska fjármálakerfinu ekki umfram það sem gildir annar staðar,“ segir Bjarni. Það skipti máli að skattkerfið sé fyrirsjáanlegt til þess að auka áhuga á því að fjárfesta í íslenska bankakerfinu. „Nú höfum við verið sammála um að losa um hlut ríkisins í Íslandsbanka og klára þá sölu þegar fram í sækir. Hugmyndir um að breyta skattaumhverfinu eru held ég ekki góðar til að auka áhuga manna. Sérstaklega þegar þær hugmyndir bætast ofan á aðra sérstaka skatta. Ég sé ekki þörfina eða að tilgangurinn sé nægur með þessum hugmyndum.“ Frekar skuli stjórnvöld einbeita sér að því að missa ekki stjórn á útgjöldum og standa með heimilunum þegar „þess gerist þörf.“
Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Skattar og tollar Alþingi Íslenskir bankar Mest lesið „Ég hef aldrei upplifað annan eins harm“ Innlent Hrindir af stað söfnun fyrir móður stúlkunnar sem lést í Suður-Afríku Innlent Gaf fingurinn á Miklubraut Innlent Breiddi út faðminn fyrir rasista: „Þið þurfið ekki að biðjast afsökunar á að vera hvít lengur“ Erlent „Þetta hefur verið þungur tími“ Innlent Hundrað og fjörutíu milljarða bótakrafa á Samherja sé súrrealísk Innlent Sprengdu rússneskan hershöfðingja í loft upp í Moskvu Erlent Appelsínugular og gular viðvaranir á aðfangadag Veður Undirbúningur árásarinnar stóð yfir í marga mánuði Erlent Naut aðstoðar samskiptasérfræðinga vegna veiðigjaldamálsins Innlent Fleiri fréttir Sameina Farice, Öryggisfjarskipti og hluta Neyðarlínunnar Gaf fingurinn á Miklubraut Birtir drög að lögum um lagareldi: Hyggst leggja niður Fiskeldissjóð Hundrað og fjörutíu milljarða bótakrafa á Samherja sé súrrealísk Skemmdir í kirkjugörðum vegna aksturs utan vegar Ólýsanlegur harmur fyrir fjölskylduna og söfnun hleypt af stokkunum „Ég hef aldrei upplifað annan eins harm“ Vill leiða lista Sjálfstæðismanna í Reykjanesbæ „Þetta hefur verið þungur tími“ Naut aðstoðar samskiptasérfræðinga vegna veiðigjaldamálsins Hrindir af stað söfnun fyrir móður stúlkunnar sem lést í Suður-Afríku Varð vitni að ótrúlegum norðurljósum: „Mér fannst þetta magnað“ Færir nýársboðið fram á þrettándann Fjórir fluttir á sjúkrahús eftir bílveltu á Suðurlandi Leggur aftur til hverfislögreglustöð í Breiðholti Nú má heita Love, Tóní, Ranimosk og Draumur Kvartar til umboðsmanns og vonar að Vegagerðin sjái að sér Ætlar ekki að beita sér í máli starfsmanns Útlendingastofnunar „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Gyðingar á Íslandi upplifa aukinn ótta Ferðaþjónusta blómstrar í uppsveitum Árnessýslu „Þetta er bara ljótt“ Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Ætlar að skýra hvenær rjúfa megi þagnarskyldu Þagnarskylda heilbrigðisstarfsfólks og öryggisgæsla við grunnskóla Eyjólfur í orlof og Inga þrefaldur ráðherra Vegagerðin segir flóðin í Vík fyrirséð Fjölmiðlar, bókmenntir og hægrimennska á Sprengisandi „En hver sagði að þetta ætti að vera auðvelt?“ Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Sjá meira
Breiddi út faðminn fyrir rasista: „Þið þurfið ekki að biðjast afsökunar á að vera hvít lengur“ Erlent
Breiddi út faðminn fyrir rasista: „Þið þurfið ekki að biðjast afsökunar á að vera hvít lengur“ Erlent