Kuba borinn út og ÖBÍ undirbýr skaðabótamál Ólafur Björn Sverrisson skrifar 8. ágúst 2023 16:42 Jakubs Polkowski, jafnan kallaður Kuba, á heimili sínu í Keflavík. vísir Jakub Polkowski, 23 ára gamall öryrki í Reykjanesbæ, var í síðustu viku borinn út úr húsi sínu ásamt fjölskyldu af sýslumanninum á Suðurnesjum. Jakub og fjölskylda hans fluttu í félagslegt húsnæði á vegum sveitarfélagsins. Lögmaður Öryrkjabandalags Íslands kannar nú skaðabótarétt fjölskyldunnar vegna vinnubragða sýslumanns sem seldi húsið á nauðungaruppboði á þrjár milljónir króna. Greint var frá málinu í lok júní. Kom þá fram að húsið hafi verið metið á 57 milljónir en selt á þrjár milljónir á nauðungaruppboði vegna vanskila á húsnæðisgjöldum. Jakub sagðist þá ekki hafa vitað að hann stæði í skuld vegna þeirra gjalda. Svo fór að útburðinum var frestað um rúman mánuð. Friðjón Einarsson formaður bæjarráðs Reykjanesbæjar staðfestir í samtali við fréttastofu að útburðurinn hafi gengið í gegn 3. ágúst síðastliðinn. Friðjón Einarsson.Aðsend „Þá fóru þau í íbúð á okkar vegum. Þegar útburðinn átti að fara fram höfðu þau sofið eina nótt hjá okkur. Þetta er afgreitt. Við höfum verið í miklum samskiptum við fjölskylduna en það gekk ekkert til baka með húsið,“ segir Friðjón. Gerðar voru tilraunir til að kaupa húsið af kaupandanum, útgerðarmanni á Suðurnesjum, en án árangurs. „Eigandinn kaupir húsið og er í fullum rétti. Nú er bara spurningin hvort sýslumaður sé bótaskyldur,“ bætir Friðjón við. Höfðu nokkrir einstaklingar samband við Friðjón og buðu fram nokkrar milljónir til þess að koma húsinu aftur í hendur fjölskyldunnar. Sjá einnig: Nokkrir boðið fram milljónir til að færa fjölskyldunni húsið aftur Algjör óhæfa Þuríður Harpa Sigurðardóttir formaður ÖBÍ réttindasamtaka segir að mál Jakubs verði tekið fyir hjá stjórn bandalagsins í næstu viku. „Við erum að skoða þetta með okkar lögmönnum. Við erum líka að óska eftir samtali við dómsmáláðherra vegna þess að ef þetta er það sem lögin bjóða upp á þá verður að lagfæra það. Það verður að koma í veg fyrir að svona geti gerst,“ segir Þuríður Harpa í samtali við fréttastofu. Þuríður Harpa Sigurðardóttir.Vísir/Vilhelm „Þetta er auðvitað algjör óhæfa. Það gengur ekki að þeir sem geta ekki borið hönd yfir höfuð sér séu ekki varðir af lögunum gegn svona löguðu. Þetta er misneyting á valdi.“ Ásdís Ármannsdóttir, sýslumaður á Suðurnesjum, ræddi útburðinn í samtali við Vísi eftir að nauðungarsalan var gerð. Þá sagði hún málið ekki jafn einfalt og það hafi virst. Ekkert annað hafi verið í stöðunni en að framfylgja lögum. Nauðungarsala sýslumanns í Reykjanesbæ Reykjanesbær Stjórnsýsla Húsnæðismál Málefni fatlaðs fólks Tengdar fréttir Útgerðarmaðurinn hyggst ekki draga kaupin til baka Formaður bæjarráðs Reykjanesbæjar segist óska þess að sýslumaður hefði upplýst sig um stöðu ungs manns sem borinn verður út úr skuldlausi húsi sínu á föstudag. Útgerðarmaður sem keypti húsið á þrjár milljónir á nauðungaruppboði ætlar ekki að endurskoða kaupin. 28. júní 2023 20:12 Ofbýður umræðan um bróður sinn: „Mynduð þið gefa lífið ykkar fyrir eitt hús?“ Bróðir hins 23 ára gamla Jakubs Polkowski sem missti hús sitt í Reykjanesbæ á nauðungaruppboði segir erfitt að fylgjast með umræðunni um bróður sinn sem hafi ungur þurft að þola mikla erfiðleika í kjölfar læknamistaka. 28. júní 2023 22:10 „Þessi fjölskylda er búin að fá mörg, mörg, mörg tækifæri“ Formaður bæjarráðs Reykjanesbæjar segir mál ungs fatlaðs manns sem bera á út úr húsi sínu eftir að það var selt á nauðungarsölu, fjölskylduharmleik. Þingmenn sem gagnrýnt hefðu vinnubrögð sýslumanns harðlega, ættu að líta sér nær. 28. júní 2023 12:43 „Mér er bara svo misboðið“ Þingmenn og fleiri eru afar ósátt með að bera eigi ungan öryrkja í Keflavík úr einbýlishúsi sínu næstkomandi föstudag vegna vanskila á húsnæðisgjöldum. Sýslumaðurinn á Suðurnesjum er harðlega gagnrýndur fyrir sinn hlut í málinu. 28. júní 2023 10:05 Mest lesið „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Innlent Engin byssa reyndist vera í bílnum Innlent Dásamar ÁTVR og skýtur á lögreglustjóra Innlent „Sannarlega ekki eitthvað sem ég ætlaði að taka þátt í“ Innlent Kínverskt skip stórskemmt eftir árekstur við tundurspilli Erlent Ókyrrð að aukast en lítil hætta á ferðum Innlent Neitar að birta dómsskjöl og gagnrýnir Trump-liða fyrir blekkingarleik Erlent Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Innlent Boðar aðgerðir í þágu öryggis og fegrunar Washington D.C. Erlent Fer í þrjú útköll á dag: Sprenging í útköllum vegna veggjalúsar Innlent Fleiri fréttir Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Tilfelli alvarlegrar ókyrrðar gætu tvöfaldast vegna loftslagsbreytinga Óvenjuleg ákvörðun, holskefla kvartana og ókyrrð Upphaflegasta útgáfa Snorra-Eddu snýr heim eftir fjögurra alda útlegð Einnota plastvörur fái sérstaka merkingu „Sannarlega ekki eitthvað sem ég ætlaði að taka þátt í“ Stytta opnunartíma Seltjarnarneslaugar: „Er þetta það sem við viljum spara í?“ Ókyrrð að aukast en lítil hætta á ferðum Komu ferðamönnum í sjálfsheldu á Búlandstindi til aðstoðar Fylla í skörð reynslubolta Þurfti rannsóknarvinnu til að finna upplýsingar um bílastæðarukkun „Alvarlegar afleiðingar“ verði greiðsluþátttöku hætt Bráðabirgðaheimild veitt fyrir Hvammsvirkjun Fer í þrjú útköll á dag: Sprenging í útköllum vegna veggjalúsar „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Bílastæðamál, POTS, ókyrrð og íslenski hesturinn Engin byssa reyndist vera í bílnum Strætisvagnar rákust saman við Borgartún Hinn látni bandarískur ferðamaður á sextugsaldri Svara til saka eftir tvær vikur Dásamar ÁTVR og skýtur á lögreglustjóra Virkjanir í Skagafirði úr vernd í bið en Urriðafoss í nýtingu Meira að segja happ þegar frystihúsið brann Nýtt skilti komið upp og rauða ljósið mun loga oftar Tíu metra djúp hola í ísnum á vinsælli gönguleið „Eins og það væri verið að segja mér að ég ætti tvo mánuði eftir ólifað“ Tveir á sjúkrahús eftir rafskútuslys Missir mikilvægrar meðferðar, óánægja í Ísrael og sundkappinn sem tefst Leiðtogar Norðurlanda og Eystrasaltsins: Engin friður án aðkomu Úkraínu“ Einn handtekinn vegna gruns um íkveikju Sjá meira
Greint var frá málinu í lok júní. Kom þá fram að húsið hafi verið metið á 57 milljónir en selt á þrjár milljónir á nauðungaruppboði vegna vanskila á húsnæðisgjöldum. Jakub sagðist þá ekki hafa vitað að hann stæði í skuld vegna þeirra gjalda. Svo fór að útburðinum var frestað um rúman mánuð. Friðjón Einarsson formaður bæjarráðs Reykjanesbæjar staðfestir í samtali við fréttastofu að útburðurinn hafi gengið í gegn 3. ágúst síðastliðinn. Friðjón Einarsson.Aðsend „Þá fóru þau í íbúð á okkar vegum. Þegar útburðinn átti að fara fram höfðu þau sofið eina nótt hjá okkur. Þetta er afgreitt. Við höfum verið í miklum samskiptum við fjölskylduna en það gekk ekkert til baka með húsið,“ segir Friðjón. Gerðar voru tilraunir til að kaupa húsið af kaupandanum, útgerðarmanni á Suðurnesjum, en án árangurs. „Eigandinn kaupir húsið og er í fullum rétti. Nú er bara spurningin hvort sýslumaður sé bótaskyldur,“ bætir Friðjón við. Höfðu nokkrir einstaklingar samband við Friðjón og buðu fram nokkrar milljónir til þess að koma húsinu aftur í hendur fjölskyldunnar. Sjá einnig: Nokkrir boðið fram milljónir til að færa fjölskyldunni húsið aftur Algjör óhæfa Þuríður Harpa Sigurðardóttir formaður ÖBÍ réttindasamtaka segir að mál Jakubs verði tekið fyir hjá stjórn bandalagsins í næstu viku. „Við erum að skoða þetta með okkar lögmönnum. Við erum líka að óska eftir samtali við dómsmáláðherra vegna þess að ef þetta er það sem lögin bjóða upp á þá verður að lagfæra það. Það verður að koma í veg fyrir að svona geti gerst,“ segir Þuríður Harpa í samtali við fréttastofu. Þuríður Harpa Sigurðardóttir.Vísir/Vilhelm „Þetta er auðvitað algjör óhæfa. Það gengur ekki að þeir sem geta ekki borið hönd yfir höfuð sér séu ekki varðir af lögunum gegn svona löguðu. Þetta er misneyting á valdi.“ Ásdís Ármannsdóttir, sýslumaður á Suðurnesjum, ræddi útburðinn í samtali við Vísi eftir að nauðungarsalan var gerð. Þá sagði hún málið ekki jafn einfalt og það hafi virst. Ekkert annað hafi verið í stöðunni en að framfylgja lögum.
Nauðungarsala sýslumanns í Reykjanesbæ Reykjanesbær Stjórnsýsla Húsnæðismál Málefni fatlaðs fólks Tengdar fréttir Útgerðarmaðurinn hyggst ekki draga kaupin til baka Formaður bæjarráðs Reykjanesbæjar segist óska þess að sýslumaður hefði upplýst sig um stöðu ungs manns sem borinn verður út úr skuldlausi húsi sínu á föstudag. Útgerðarmaður sem keypti húsið á þrjár milljónir á nauðungaruppboði ætlar ekki að endurskoða kaupin. 28. júní 2023 20:12 Ofbýður umræðan um bróður sinn: „Mynduð þið gefa lífið ykkar fyrir eitt hús?“ Bróðir hins 23 ára gamla Jakubs Polkowski sem missti hús sitt í Reykjanesbæ á nauðungaruppboði segir erfitt að fylgjast með umræðunni um bróður sinn sem hafi ungur þurft að þola mikla erfiðleika í kjölfar læknamistaka. 28. júní 2023 22:10 „Þessi fjölskylda er búin að fá mörg, mörg, mörg tækifæri“ Formaður bæjarráðs Reykjanesbæjar segir mál ungs fatlaðs manns sem bera á út úr húsi sínu eftir að það var selt á nauðungarsölu, fjölskylduharmleik. Þingmenn sem gagnrýnt hefðu vinnubrögð sýslumanns harðlega, ættu að líta sér nær. 28. júní 2023 12:43 „Mér er bara svo misboðið“ Þingmenn og fleiri eru afar ósátt með að bera eigi ungan öryrkja í Keflavík úr einbýlishúsi sínu næstkomandi föstudag vegna vanskila á húsnæðisgjöldum. Sýslumaðurinn á Suðurnesjum er harðlega gagnrýndur fyrir sinn hlut í málinu. 28. júní 2023 10:05 Mest lesið „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Innlent Engin byssa reyndist vera í bílnum Innlent Dásamar ÁTVR og skýtur á lögreglustjóra Innlent „Sannarlega ekki eitthvað sem ég ætlaði að taka þátt í“ Innlent Kínverskt skip stórskemmt eftir árekstur við tundurspilli Erlent Ókyrrð að aukast en lítil hætta á ferðum Innlent Neitar að birta dómsskjöl og gagnrýnir Trump-liða fyrir blekkingarleik Erlent Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Innlent Boðar aðgerðir í þágu öryggis og fegrunar Washington D.C. Erlent Fer í þrjú útköll á dag: Sprenging í útköllum vegna veggjalúsar Innlent Fleiri fréttir Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Tilfelli alvarlegrar ókyrrðar gætu tvöfaldast vegna loftslagsbreytinga Óvenjuleg ákvörðun, holskefla kvartana og ókyrrð Upphaflegasta útgáfa Snorra-Eddu snýr heim eftir fjögurra alda útlegð Einnota plastvörur fái sérstaka merkingu „Sannarlega ekki eitthvað sem ég ætlaði að taka þátt í“ Stytta opnunartíma Seltjarnarneslaugar: „Er þetta það sem við viljum spara í?“ Ókyrrð að aukast en lítil hætta á ferðum Komu ferðamönnum í sjálfsheldu á Búlandstindi til aðstoðar Fylla í skörð reynslubolta Þurfti rannsóknarvinnu til að finna upplýsingar um bílastæðarukkun „Alvarlegar afleiðingar“ verði greiðsluþátttöku hætt Bráðabirgðaheimild veitt fyrir Hvammsvirkjun Fer í þrjú útköll á dag: Sprenging í útköllum vegna veggjalúsar „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Bílastæðamál, POTS, ókyrrð og íslenski hesturinn Engin byssa reyndist vera í bílnum Strætisvagnar rákust saman við Borgartún Hinn látni bandarískur ferðamaður á sextugsaldri Svara til saka eftir tvær vikur Dásamar ÁTVR og skýtur á lögreglustjóra Virkjanir í Skagafirði úr vernd í bið en Urriðafoss í nýtingu Meira að segja happ þegar frystihúsið brann Nýtt skilti komið upp og rauða ljósið mun loga oftar Tíu metra djúp hola í ísnum á vinsælli gönguleið „Eins og það væri verið að segja mér að ég ætti tvo mánuði eftir ólifað“ Tveir á sjúkrahús eftir rafskútuslys Missir mikilvægrar meðferðar, óánægja í Ísrael og sundkappinn sem tefst Leiðtogar Norðurlanda og Eystrasaltsins: Engin friður án aðkomu Úkraínu“ Einn handtekinn vegna gruns um íkveikju Sjá meira
Útgerðarmaðurinn hyggst ekki draga kaupin til baka Formaður bæjarráðs Reykjanesbæjar segist óska þess að sýslumaður hefði upplýst sig um stöðu ungs manns sem borinn verður út úr skuldlausi húsi sínu á föstudag. Útgerðarmaður sem keypti húsið á þrjár milljónir á nauðungaruppboði ætlar ekki að endurskoða kaupin. 28. júní 2023 20:12
Ofbýður umræðan um bróður sinn: „Mynduð þið gefa lífið ykkar fyrir eitt hús?“ Bróðir hins 23 ára gamla Jakubs Polkowski sem missti hús sitt í Reykjanesbæ á nauðungaruppboði segir erfitt að fylgjast með umræðunni um bróður sinn sem hafi ungur þurft að þola mikla erfiðleika í kjölfar læknamistaka. 28. júní 2023 22:10
„Þessi fjölskylda er búin að fá mörg, mörg, mörg tækifæri“ Formaður bæjarráðs Reykjanesbæjar segir mál ungs fatlaðs manns sem bera á út úr húsi sínu eftir að það var selt á nauðungarsölu, fjölskylduharmleik. Þingmenn sem gagnrýnt hefðu vinnubrögð sýslumanns harðlega, ættu að líta sér nær. 28. júní 2023 12:43
„Mér er bara svo misboðið“ Þingmenn og fleiri eru afar ósátt með að bera eigi ungan öryrkja í Keflavík úr einbýlishúsi sínu næstkomandi föstudag vegna vanskila á húsnæðisgjöldum. Sýslumaðurinn á Suðurnesjum er harðlega gagnrýndur fyrir sinn hlut í málinu. 28. júní 2023 10:05