Ölfusið ljómað regnbogalitunum Elliði Vignisson skrifar 8. ágúst 2023 14:01 Frelsið er yndislegt. Frelsið til að fylgja eigin hjarta, frelsið til að ráða sér sjálfur, frelsið til að fylgja eigin kynhneigð, frelsið til að elska. Hinsegin dagar, sem hófust í morgun, eru áminning til okkar allra að taka ekki frelsinu sem sjálfsögðu. Áminning um að það þarf að verja mannréttindi. Þessa viku berjumst við öll fyrir réttindum þeirra sem eru „hinsegin“. Fordómar eru andstyggilegir Að hafa skoðanir á kynhneigð annarra er eins og að velta sé upp úr háralit þeirra, hæð eða lengd vísifingurs. Fordómar eru andstyggilegir, fordómar vegna persónubundinna eiginda eins og kynhneigðar eru ef til vill verstir. Látum ekki sundra okkur Þrátt fyrir að margt hafi áunnist hér á landi þá lifum við enn á tímum þar sem samfélagið vill skilgreina okkur út frá sundurgreinanlegum þáttum. Ekki síst út frá kynhneigð. Slík nálgun á persónur skiptir okkur upp í flokka. Hún sundrar okkur. Etur okkur saman. Það er engu að síður fallegt að sjá hvernig þessi samfélagslega flokkun birtist samtímis í stolti af sjálfsmynd þess fólks sem fyrir flokkununni verður. Hinsegin dagar eru skýrt dæmi um slíkt. Ölfusið fagnar frelsinu Á sama tíma og hinsegindagar eru haldnir í borginni höldum við í Ölfusi bæjarhátíðina okkar undir nafninu „Hamingjan er hér“. Af því tilefni viljum við fagna þeirri hamingju sem fólgin er í því að huga að réttindum hinsegin fólks. Við viljum styðja eindregið við það persónufrelsi sem fólgið er í því að lifa í sátt við sjálfan sig og samfélagið hver sem kynhneigð fólks er. Þau skilaboð sendum við nú við sveitarfélagamörkin. Á meðan á hinsegindögum og bæjarhátíðinni „Hamingjan er hér“ stendur verður Ölfusskiltið ljómað regnbogalitunum. Til hamingju með þessa daga - lifi frelsið - lifi fjölbreytnin. Höfundur er bæjarstjóri í Ölfusi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hinsegin Ölfus Elliði Vignisson Mest lesið Glæpur eða gjörningur? Sigfús Aðalsteinsson,Baldur Borgþórsson Skoðun Dýrkeypt vinavæðing á vakt lögreglustjórans Ólafur Hauksson Skoðun Börn í biðröð hjá Sýslumanni Helga Vala Helgadóttir Skoðun Íslandsklukkan: Markleysa frá upphafi Gunnar Salvarsson Skoðun Svöng Eflingarbörn Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Fyrir hvað stöndum við? Brynja Hallgrímsdóttir Skoðun Úr myrkri í von – Saga Grindvíkinga Bryndís Gunnlaugsdóttir Skoðun COP30, Ísland, lífsskilyrði og loftslagsvá Kamma Thordarson Skoðun Ríkisstjórnin hækkar leigu stúdenta Arent Orri J. Claessen,Viktor Pétur Finnsson Skoðun Pops áttu p? Benedikt S. Benediktsson Skoðun Skoðun Skoðun Forysta í sjálfbærni á bakslagstímum: Sterk gildi eru enn mikilvægari en áður Dr. Andreas Rasche skrifar Skoðun Fimm ára afmæli Batahúss Agnar Bragason skrifar Skoðun Takk! Borghildur Fjóla Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Íslandsklukkan: Markleysa frá upphafi Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Um stöðu íslenskukennslu á Íslandi Kjartan Jónsson skrifar Skoðun Gasa: Löng og torfarin leið til endurreisnar Philippe Lazzarini skrifar Skoðun Pops áttu p? Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnin hækkar leigu stúdenta Arent Orri J. Claessen,Viktor Pétur Finnsson skrifar Skoðun Annar í feðradegi…og ég leyfi mér að dreyma Ólafur Grétar Gunnarsson skrifar Skoðun Orkuskiptin heima og að heiman Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Fyrir hvað stöndum við? Brynja Hallgrímsdóttir skrifar Skoðun COP30, Ísland, lífsskilyrði og loftslagsvá Kamma Thordarson skrifar Skoðun Dýrkeypt vinavæðing á vakt lögreglustjórans Ólafur Hauksson skrifar Skoðun Svöng Eflingarbörn Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Úr myrkri í von – Saga Grindvíkinga Bryndís Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þak yfir höfuðið er mannréttindi ekki forréttindi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Glæpur eða gjörningur? Sigfús Aðalsteinsson,Baldur Borgþórsson skrifar Skoðun Við erum að vinna fyrir þig Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Börn í biðröð hjá Sýslumanni Helga Vala Helgadóttir skrifar Skoðun Sofandaháttur Íslands í nýrri iðnbyltingu Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Byggjum fyrir síðustu kaupendur Friðjón R. Friðjónsson skrifar Skoðun Það sem við segjum er það sem við erum Guðný Björk Pálmadóttir skrifar Skoðun Óásættanleg bið, fordómar og aðrar hindranir í kerfinu Helga F. Edwardsdóttir skrifar Skoðun Má bjóða þér einelti? Linda Hrönn Bakkmann Þórisdóttir skrifar Skoðun Fyrir hverja eru ákvarðanir teknar? Helga Þórisdóttir skrifar Skoðun Þá var „útlendingur“ ekki sá sem kom frá framandi heimsálfum Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Kann barnið þitt að hjóla? Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Er ég Íslendingur? En þú? Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Samkeppni um hagsæld Ríkarður Ríkarðsson skrifar Skoðun Inngilding – eða aðskilnaður? Jasmina Vajzović Crnac skrifar Sjá meira
Frelsið er yndislegt. Frelsið til að fylgja eigin hjarta, frelsið til að ráða sér sjálfur, frelsið til að fylgja eigin kynhneigð, frelsið til að elska. Hinsegin dagar, sem hófust í morgun, eru áminning til okkar allra að taka ekki frelsinu sem sjálfsögðu. Áminning um að það þarf að verja mannréttindi. Þessa viku berjumst við öll fyrir réttindum þeirra sem eru „hinsegin“. Fordómar eru andstyggilegir Að hafa skoðanir á kynhneigð annarra er eins og að velta sé upp úr háralit þeirra, hæð eða lengd vísifingurs. Fordómar eru andstyggilegir, fordómar vegna persónubundinna eiginda eins og kynhneigðar eru ef til vill verstir. Látum ekki sundra okkur Þrátt fyrir að margt hafi áunnist hér á landi þá lifum við enn á tímum þar sem samfélagið vill skilgreina okkur út frá sundurgreinanlegum þáttum. Ekki síst út frá kynhneigð. Slík nálgun á persónur skiptir okkur upp í flokka. Hún sundrar okkur. Etur okkur saman. Það er engu að síður fallegt að sjá hvernig þessi samfélagslega flokkun birtist samtímis í stolti af sjálfsmynd þess fólks sem fyrir flokkununni verður. Hinsegin dagar eru skýrt dæmi um slíkt. Ölfusið fagnar frelsinu Á sama tíma og hinsegindagar eru haldnir í borginni höldum við í Ölfusi bæjarhátíðina okkar undir nafninu „Hamingjan er hér“. Af því tilefni viljum við fagna þeirri hamingju sem fólgin er í því að huga að réttindum hinsegin fólks. Við viljum styðja eindregið við það persónufrelsi sem fólgið er í því að lifa í sátt við sjálfan sig og samfélagið hver sem kynhneigð fólks er. Þau skilaboð sendum við nú við sveitarfélagamörkin. Á meðan á hinsegindögum og bæjarhátíðinni „Hamingjan er hér“ stendur verður Ölfusskiltið ljómað regnbogalitunum. Til hamingju með þessa daga - lifi frelsið - lifi fjölbreytnin. Höfundur er bæjarstjóri í Ölfusi.
Skoðun Forysta í sjálfbærni á bakslagstímum: Sterk gildi eru enn mikilvægari en áður Dr. Andreas Rasche skrifar