Dæmdur til dauða fyrir mannskæðustu árás á gyðinga í sögu Bandaríkjanna Samúel Karl Ólason skrifar 3. ágúst 2023 10:15 Teiknuð mynd af Robert Bowers í dómsal í gær. Hann er sagður hafa sýnt lítil viðbrögð er honum var tilkynnt að hann yrði dæmdur til dauða. AP/Dave Klug Maður sem myrti ellefu manns í bænahúsi gyðinga í Pittsburgh í Bandaríkjunum árið 2018 hefur verið dæmdur til dauða. Auk þeirra ellefu sem Robert Bowers myrti særði hann tvo sem voru við bænir og fimm lögregluþjóna. Um er að ræða mannskæðustu árás í sögu Bandaríkjanna sem beindist gegn gyðingum en hún átti sér stað í bænahúsi sem heitir Tree of Life. Bowers hafði ítrekað lýst yfir hatri sínu á gyðingum og valdi hann bænahúsið í einu stærsta og elsta samfélagi gyðinga í Bandaríkjunum til að valda sem mestu mannfalli og óreiðu. Kviðdómendur sögðu einnig á sínum tíma að hann hefði ekki sýnt neina iðrun vegna ódæðis síns. Sami kviðdómur og dæmdi Bowers, sem er fimmtíu ára gamall, sekan hefur nú dæmt hann til dauða en allir tólf kviðdómendur voru sammála um þann dóm. Dómari mun svo formlega kveða dóminn upp í dag. AP fréttaveitan segir Bowers hafa sýnt lítil viðbrögð þegar kviðdómendur greindu frá niðurstöðu þeirra í gær. Fórnarlömb Bowers.AP/Alríkisdómstóll Vestur-Pennsylvaníu Bowers er fyrsti Bandaríkjamaðurinn til að vera dæmdur til dauða af alríkisdómstól frá því Joe Biden settist að í Hvíta húsinu. Hann hét því í kosningabaráttu sinni að binda enda á dauðarefsingar alríksisins. Dómsmálaráðuneyti Bandaríkjanna hefur lagt bann við dauðarefsingum alríkisins og hefur bannað saksóknurum að fara fram á dauðarefsingu í hundruðum mála þar sem þær gætu átt við, samkvæmt AP. Saksóknarar í þessu máli segja dauðarefsingu eiga við og hafa sérstaklega vísað til aldurs fórnarlamba Bowers og hve viðkvæm þau voru, auk þess að hatur hans á gyðingum hafi leitt til ódæðisins. Fengu þeir undaþágu á því að krefjast dauðarefsingar. Fjölskyldur næstum því allra fórnarlamba hans sögðu hann eiga að deyja fyrir glæp sinn. Reyndu ekki að þræta fyrir sekt Lögmenn Bowers reyndu ekki að þræta fyrir sekt hans, þó hann hafi upprunalega lýst yfir sakleysi sínu, og lögðu þess í stað áherslu á að reyna að koma í veg fyrir að hann yrði dæmdur til dauða. Vísuðu þeir meðal annars til áfalla og vanrækslu sem hann varð fyrir í æsku og sögðu hann eiga við geðræn vandamál að stríða. Þeir sögðu Bowers hafa myrt fólk í þeirri trú að gyðingar stæðu að baki áætlun um að útrýma hvítu fólki og að hann hefði öfgavæst á Internetinu. Eins og áður hefur komið fram særði Bowers fimm lögregluþjóna en hann varð sjálfur fyrir þremur skotum er hann skiptist á skotum við lögregluna. Þegar hann var handtekinn sagði hann lögregluþjónum að „allir þessir gyðingar“ þyrftu að deyja. Bænahúsið hefur verið lokað frá því árásin átti sér stað. Bandaríkin Skotárásir í Bandaríkjunum Erlend sakamál Tengdar fréttir Árásarmaðurinn í Pittsburgh lýsir yfir sakleysi sínu Maðurinn sem myrti ellefu í skotárás á bænahús í borginni Pittsburg hefur nú lýst yfir sakleysi sínu. 1. nóvember 2018 23:01 Fjöldamorðinginn í Pittsburgh ákærður fyrir hatursglæpi Alríkisstjórn Bandaríkjanna hefur ákært manninn sem myrti ellefu í bænahúsi gyðinga í Pittsburg á laugardag. 31. október 2018 19:32 Lýsir því hvernig hann lifði návígi við árásarmanninn af "Ég veit ekki af hverju hann heldur að gyðingar beri sök á öllu því sem er að heiminum, en hann er ekki sá fyrsti og verður ekki sá síðasti.“ 29. október 2018 09:09 Lýsti ítrekað yfir hatri sínu á gyðingum Maðurinn sem réðst inn í bænahús gyðinga í dag og hóf þar skothríð heitir Robert D. Bowers og er 46 ára gamall. Bowers er í haldi lögreglu og var fluttur á sjúkrahús í dag. 27. október 2018 21:27 Mest lesið Myndskeið af vopnaskaki leiddi til húsleitar og handtöku Innlent Yfir hringtorg og í undirgöng gangandi vegfarenda Innlent Fjöldi vefsíðna lá niðri vegna bilunar Innlent Dregur sig í hlé af skömm vegna tengsla við Epstein Erlent Deila ekkju og stjúpdóttur tekin til skoðunar Innlent Áhugi á Valhöll Innlent Blendin viðbrögð kylfinga við reglum um golfbíla Innlent Sakborningar undir og yfir tvítugt: „Höfum verið að sjá þetta öðru hvoru á samfélagsmiðlum“ Innlent Fer ekki í formanninn Innlent Varar foreldra við að deila myndum af börnunum: „Fullt af ógeðslegu fólki sem vill misnota myndirnar“ Innlent Fleiri fréttir Fulltrúadeild samþykkir að birta Epstein-skjölin Úkraínskir útsendarar Rússa sagðir að baki skemmdarverkunum Hvíta húsið hlutaðist til um rannsókn á Tate-bræðrum Dregur sig í hlé af skömm vegna tengsla við Epstein Mislingafaraldurinn í Bandaríkjunum breiðir úr sér Hægri beygja Mette gæti kostað Jafnaðarmenn Kaupmannahöfn Undirrituðu viljayfirlýsingu um kaup á allt að 100 Rafale herþotum Öryggisráðið samþykkir tillögu Bandaríkjanna um framtíð Gasa Þekktir vísindamenn lögðu lag sitt við Epstein Rússar sagðir hafa drepið ekkju fyrsta fórnarlambs Tsjernobylslyssins Forsætisráðherrann fyrrverandi dæmdur til dauða Telja að lestarteinar hafi verið sprengdir viljandi í Póllandi Enn og aftur tilkynnt um dróna í Danaveldi Játuðu morð á almennum borgurum en voru aldrei sóttir til saka Kallar nú sjálfur eftir birtingu Epstein-skjalanna Loftslagskvíði geti ýtt undir fíkniefnaneyslu Kókaínkóngur handtekinn á Spáni Sonur Beckham sviptur ökuréttindum Kynna umfangsmiklar breytingar á stuðningi við hælisleitendur Bílstjóri strætisvagnsins laus úr haldi Um hundrað slösuðust og tuttugu voru handtekin á mótmælum í Mexíkó Segist hafa fengið fjölda hótana eftir að Trump hætti að styðja hana Ætlar að lögsækja BBC þrátt fyrir afsökunarbeiðni Árekstur rútu rannsakaður sem manndráp af gáleysi Árásir á lestarkerfi Úkraínu hafi þrefaldast Hætta notkun metanhemjandi íblöndunarefnis Rannsaka tengsl Epstein við Clinton Þrír látnir eftir að rútu var ekið á biðskýli Sprengdu næst stærstu olíudælustöð Rússlands Sautján ára og í leit að peningum fyrir spöngum Sjá meira
Um er að ræða mannskæðustu árás í sögu Bandaríkjanna sem beindist gegn gyðingum en hún átti sér stað í bænahúsi sem heitir Tree of Life. Bowers hafði ítrekað lýst yfir hatri sínu á gyðingum og valdi hann bænahúsið í einu stærsta og elsta samfélagi gyðinga í Bandaríkjunum til að valda sem mestu mannfalli og óreiðu. Kviðdómendur sögðu einnig á sínum tíma að hann hefði ekki sýnt neina iðrun vegna ódæðis síns. Sami kviðdómur og dæmdi Bowers, sem er fimmtíu ára gamall, sekan hefur nú dæmt hann til dauða en allir tólf kviðdómendur voru sammála um þann dóm. Dómari mun svo formlega kveða dóminn upp í dag. AP fréttaveitan segir Bowers hafa sýnt lítil viðbrögð þegar kviðdómendur greindu frá niðurstöðu þeirra í gær. Fórnarlömb Bowers.AP/Alríkisdómstóll Vestur-Pennsylvaníu Bowers er fyrsti Bandaríkjamaðurinn til að vera dæmdur til dauða af alríkisdómstól frá því Joe Biden settist að í Hvíta húsinu. Hann hét því í kosningabaráttu sinni að binda enda á dauðarefsingar alríksisins. Dómsmálaráðuneyti Bandaríkjanna hefur lagt bann við dauðarefsingum alríkisins og hefur bannað saksóknurum að fara fram á dauðarefsingu í hundruðum mála þar sem þær gætu átt við, samkvæmt AP. Saksóknarar í þessu máli segja dauðarefsingu eiga við og hafa sérstaklega vísað til aldurs fórnarlamba Bowers og hve viðkvæm þau voru, auk þess að hatur hans á gyðingum hafi leitt til ódæðisins. Fengu þeir undaþágu á því að krefjast dauðarefsingar. Fjölskyldur næstum því allra fórnarlamba hans sögðu hann eiga að deyja fyrir glæp sinn. Reyndu ekki að þræta fyrir sekt Lögmenn Bowers reyndu ekki að þræta fyrir sekt hans, þó hann hafi upprunalega lýst yfir sakleysi sínu, og lögðu þess í stað áherslu á að reyna að koma í veg fyrir að hann yrði dæmdur til dauða. Vísuðu þeir meðal annars til áfalla og vanrækslu sem hann varð fyrir í æsku og sögðu hann eiga við geðræn vandamál að stríða. Þeir sögðu Bowers hafa myrt fólk í þeirri trú að gyðingar stæðu að baki áætlun um að útrýma hvítu fólki og að hann hefði öfgavæst á Internetinu. Eins og áður hefur komið fram særði Bowers fimm lögregluþjóna en hann varð sjálfur fyrir þremur skotum er hann skiptist á skotum við lögregluna. Þegar hann var handtekinn sagði hann lögregluþjónum að „allir þessir gyðingar“ þyrftu að deyja. Bænahúsið hefur verið lokað frá því árásin átti sér stað.
Bandaríkin Skotárásir í Bandaríkjunum Erlend sakamál Tengdar fréttir Árásarmaðurinn í Pittsburgh lýsir yfir sakleysi sínu Maðurinn sem myrti ellefu í skotárás á bænahús í borginni Pittsburg hefur nú lýst yfir sakleysi sínu. 1. nóvember 2018 23:01 Fjöldamorðinginn í Pittsburgh ákærður fyrir hatursglæpi Alríkisstjórn Bandaríkjanna hefur ákært manninn sem myrti ellefu í bænahúsi gyðinga í Pittsburg á laugardag. 31. október 2018 19:32 Lýsir því hvernig hann lifði návígi við árásarmanninn af "Ég veit ekki af hverju hann heldur að gyðingar beri sök á öllu því sem er að heiminum, en hann er ekki sá fyrsti og verður ekki sá síðasti.“ 29. október 2018 09:09 Lýsti ítrekað yfir hatri sínu á gyðingum Maðurinn sem réðst inn í bænahús gyðinga í dag og hóf þar skothríð heitir Robert D. Bowers og er 46 ára gamall. Bowers er í haldi lögreglu og var fluttur á sjúkrahús í dag. 27. október 2018 21:27 Mest lesið Myndskeið af vopnaskaki leiddi til húsleitar og handtöku Innlent Yfir hringtorg og í undirgöng gangandi vegfarenda Innlent Fjöldi vefsíðna lá niðri vegna bilunar Innlent Dregur sig í hlé af skömm vegna tengsla við Epstein Erlent Deila ekkju og stjúpdóttur tekin til skoðunar Innlent Áhugi á Valhöll Innlent Blendin viðbrögð kylfinga við reglum um golfbíla Innlent Sakborningar undir og yfir tvítugt: „Höfum verið að sjá þetta öðru hvoru á samfélagsmiðlum“ Innlent Fer ekki í formanninn Innlent Varar foreldra við að deila myndum af börnunum: „Fullt af ógeðslegu fólki sem vill misnota myndirnar“ Innlent Fleiri fréttir Fulltrúadeild samþykkir að birta Epstein-skjölin Úkraínskir útsendarar Rússa sagðir að baki skemmdarverkunum Hvíta húsið hlutaðist til um rannsókn á Tate-bræðrum Dregur sig í hlé af skömm vegna tengsla við Epstein Mislingafaraldurinn í Bandaríkjunum breiðir úr sér Hægri beygja Mette gæti kostað Jafnaðarmenn Kaupmannahöfn Undirrituðu viljayfirlýsingu um kaup á allt að 100 Rafale herþotum Öryggisráðið samþykkir tillögu Bandaríkjanna um framtíð Gasa Þekktir vísindamenn lögðu lag sitt við Epstein Rússar sagðir hafa drepið ekkju fyrsta fórnarlambs Tsjernobylslyssins Forsætisráðherrann fyrrverandi dæmdur til dauða Telja að lestarteinar hafi verið sprengdir viljandi í Póllandi Enn og aftur tilkynnt um dróna í Danaveldi Játuðu morð á almennum borgurum en voru aldrei sóttir til saka Kallar nú sjálfur eftir birtingu Epstein-skjalanna Loftslagskvíði geti ýtt undir fíkniefnaneyslu Kókaínkóngur handtekinn á Spáni Sonur Beckham sviptur ökuréttindum Kynna umfangsmiklar breytingar á stuðningi við hælisleitendur Bílstjóri strætisvagnsins laus úr haldi Um hundrað slösuðust og tuttugu voru handtekin á mótmælum í Mexíkó Segist hafa fengið fjölda hótana eftir að Trump hætti að styðja hana Ætlar að lögsækja BBC þrátt fyrir afsökunarbeiðni Árekstur rútu rannsakaður sem manndráp af gáleysi Árásir á lestarkerfi Úkraínu hafi þrefaldast Hætta notkun metanhemjandi íblöndunarefnis Rannsaka tengsl Epstein við Clinton Þrír látnir eftir að rútu var ekið á biðskýli Sprengdu næst stærstu olíudælustöð Rússlands Sautján ára og í leit að peningum fyrir spöngum Sjá meira
Árásarmaðurinn í Pittsburgh lýsir yfir sakleysi sínu Maðurinn sem myrti ellefu í skotárás á bænahús í borginni Pittsburg hefur nú lýst yfir sakleysi sínu. 1. nóvember 2018 23:01
Fjöldamorðinginn í Pittsburgh ákærður fyrir hatursglæpi Alríkisstjórn Bandaríkjanna hefur ákært manninn sem myrti ellefu í bænahúsi gyðinga í Pittsburg á laugardag. 31. október 2018 19:32
Lýsir því hvernig hann lifði návígi við árásarmanninn af "Ég veit ekki af hverju hann heldur að gyðingar beri sök á öllu því sem er að heiminum, en hann er ekki sá fyrsti og verður ekki sá síðasti.“ 29. október 2018 09:09
Lýsti ítrekað yfir hatri sínu á gyðingum Maðurinn sem réðst inn í bænahús gyðinga í dag og hóf þar skothríð heitir Robert D. Bowers og er 46 ára gamall. Bowers er í haldi lögreglu og var fluttur á sjúkrahús í dag. 27. október 2018 21:27
Sakborningar undir og yfir tvítugt: „Höfum verið að sjá þetta öðru hvoru á samfélagsmiðlum“ Innlent
Varar foreldra við að deila myndum af börnunum: „Fullt af ógeðslegu fólki sem vill misnota myndirnar“ Innlent
Sakborningar undir og yfir tvítugt: „Höfum verið að sjá þetta öðru hvoru á samfélagsmiðlum“ Innlent
Varar foreldra við að deila myndum af börnunum: „Fullt af ógeðslegu fólki sem vill misnota myndirnar“ Innlent