Fánaflöggun sé ekki þjóðremba: „Við eigum ekki að fela fánann okkar“ Kristinn Haukur Guðnason skrifar 2. ágúst 2023 19:30 Þorsteinn vill að Íslendingar taki Dani til fyrirmyndar varðandi fánann sinn. Vísir/Vilhelm Þorsteini Sæmundssyni, fyrrverandi þingmanni, finnst Íslendingar of íhaldssamir varðandi fánann sinn. Hann segir fánaflöggun ekki merki um þjóðrembu og að Íslendingar ættu að flagga við flest tilefni. „Að mínu mati erum við allt of feimin við að flagga fánanum okkar. Ef við horfum til frænda okkar Dana þá flagga allir ef einhver á afmæli í fjölskyldunni. Danski fáninn er mjög víða og mjög oft við hún,“ sagði Þorsteinn í þættinum Reykjavík síðdegis á Bylgjunni í dag. Þorsteinn hefur áður blandað sér í umræðuna um íslenska fánann og hefur tekið þátt fánafrumvörpum á Alþingi, bæði fyrir Framsóknarflokkinn og Miðflokkinn. Meðal annars frumvörpum um að fólki yrði heimilt að hafa fánann við hún allan sólarhringinn á sumrin. Einnig að tjúgufánanum svokallaða yrði ávallt flaggað við Alþingishúsið, Hæstarétt og skrifstofu forseta Íslands. Þorsteinn sagði það rangt að þeir sem vilji flagga fánanum séu haldnir þjóðrembu. Vísaði hann til Danmerkur í því samhengi, Danir væru ólíklegastir allra til að vera haldnir þjóðrembu. „Við eigum ekki að fela fánann okkar. Hann er fallegur og hann er sameiningartákn,“ sagði Þorsteinn. Veifur klénar Á Íslandi er yfirleitt leyfilegt að flagga til sólarlags en stundum til miðnættis. Tólf opinberir fánadagar eru í almanakinu, afmælisdagur forseta, nýársdagur, föstudagur hinn langi, páskadagur, sumardagur hinn fyrsti, verkalýðsdagur, hvítasunnudagur, sjómannadagur, þjóðhátíðardagur, dagur íslenskrar tungu, fullveldisdagur og jóladagur. Þá tíðkast líka að flagga í hálfa stöng vegna útfara, sérstaklega í smærri byggðarlögum. Rýmri reglur gilda um fánaveifur. Þær mega hanga uppi við sumarhús til dæmis. Þorsteinn sagðist þó ekkert vera allt of hrifinn af þeim. „Persónulega finnst mér það nú heldur klént,“ sagði Þorsteinn og benti á að veifur eigi það til að trosna og upplitast þegar þær eru látnar hanga uppi lengi. „Við eigum bara að hafa fánann okkar.“ Virða beri reglur Þorsteinn sagði Íslendinga of íhaldssama varðandi notkun fánans. Þó sé búið að setja reglugerð um rýmri notkun hans til að merkja íslenskar afurðir. Hann sagði þó að það ætti að virða almennar reglur um fánann, það er hvernig honum sé flaggað og brotinn saman. Íslenski fáninn Reykjavík síðdegis Miðflokkurinn Mest lesið Hegðun Helga kunni að skýra skort á símtölum Innlent Uppsagnir hjá Norðuráli í dag Innlent Boðar alla herforingjana á fordæmalausan skyndifund Erlent Breytingar í vændum á skrifstofu forseta Innlent Nýtt Lækjartorg á ís þar til flóðamat liggur fyrir Innlent Leikskóli heimtar tugi þúsunda fyrir „listaverk“ barnanna Erlent Drónaflug í Danmörku: „Fjölþáttaógnin er að raungerast“ Erlent Fimm ára fangelsi fyrir að taka við fúlgum fjár frá Gaddafi Erlent Íbúar Ártúnsholts hrósa sigri gegn borginni - í bili Innlent „Handagangur í öskjunni“ leiddi til þess að menntskælingar fengu áfengi Innlent Fleiri fréttir Grafalvarleg staða í Danmörku, trampólínlægð og hundaflaut Viðvörunarstig hækkað: Auknar líkur á gosi Refsing fyrir að nauðga þroskaskertum manni milduð Breytingar í vændum á skrifstofu forseta Stærðarinnar grjót féll á fjölfarinn veg Bein útsending: Farið yfir það nýjasta í krabbameinsrannsóknum „Handagangur í öskjunni“ leiddi til þess að menntskælingar fengu áfengi Skæð fuglaflensa greindist á Norðurlandi Uppsagnir hjá Norðuráli í dag Þingmenn ræða stjórnlausa veðmálastarfsemi: Íslendingar Evrópumeistarar Stórt framfaraskref að færa Blóðbankann í Kringluna Austurstræti orðið að göngugötu Íbúar Ártúnsholts hrósa sigri gegn borginni - í bili Fyrsta trampólínlægðin væntanleg á morgun Dóttirin fær einungis að mæta einu sinni í viku í frístund Drónar í Danaveldi og Blóðbankinn opnar í Kringlunni „Skoðun mín skiptir ekki máli“ Nýtt Lækjartorg á ís þar til flóðamat liggur fyrir 3,2 stiga skjálfti í Mýrdalsjökli Óskaði aðstoðar með gríðarstóran hníf Hegðun Helga kunni að skýra skort á símtölum Enska verði orðin ráðandi í atvinnulífi um miðja öld Heiðra Íslendinga með því að gera 17. júní að fánadegi Hafnar fullyrðingum þingmanns um innrætingu Skrítið að vita af ósprunginni handsprengju í næstu götu Skorar á Ingu Sæland að taka slaginn Ástæða til að kanna betur tengsl ofurhlaupa og ristilkrabba Löng bið Haraldar, umdeild kynjafræði og íslenska í útrýmingarhættu Borgin leggur bílstjórum línurnar Rafmagn aftur komið á í öllum hverfum Sjá meira
„Að mínu mati erum við allt of feimin við að flagga fánanum okkar. Ef við horfum til frænda okkar Dana þá flagga allir ef einhver á afmæli í fjölskyldunni. Danski fáninn er mjög víða og mjög oft við hún,“ sagði Þorsteinn í þættinum Reykjavík síðdegis á Bylgjunni í dag. Þorsteinn hefur áður blandað sér í umræðuna um íslenska fánann og hefur tekið þátt fánafrumvörpum á Alþingi, bæði fyrir Framsóknarflokkinn og Miðflokkinn. Meðal annars frumvörpum um að fólki yrði heimilt að hafa fánann við hún allan sólarhringinn á sumrin. Einnig að tjúgufánanum svokallaða yrði ávallt flaggað við Alþingishúsið, Hæstarétt og skrifstofu forseta Íslands. Þorsteinn sagði það rangt að þeir sem vilji flagga fánanum séu haldnir þjóðrembu. Vísaði hann til Danmerkur í því samhengi, Danir væru ólíklegastir allra til að vera haldnir þjóðrembu. „Við eigum ekki að fela fánann okkar. Hann er fallegur og hann er sameiningartákn,“ sagði Þorsteinn. Veifur klénar Á Íslandi er yfirleitt leyfilegt að flagga til sólarlags en stundum til miðnættis. Tólf opinberir fánadagar eru í almanakinu, afmælisdagur forseta, nýársdagur, föstudagur hinn langi, páskadagur, sumardagur hinn fyrsti, verkalýðsdagur, hvítasunnudagur, sjómannadagur, þjóðhátíðardagur, dagur íslenskrar tungu, fullveldisdagur og jóladagur. Þá tíðkast líka að flagga í hálfa stöng vegna útfara, sérstaklega í smærri byggðarlögum. Rýmri reglur gilda um fánaveifur. Þær mega hanga uppi við sumarhús til dæmis. Þorsteinn sagðist þó ekkert vera allt of hrifinn af þeim. „Persónulega finnst mér það nú heldur klént,“ sagði Þorsteinn og benti á að veifur eigi það til að trosna og upplitast þegar þær eru látnar hanga uppi lengi. „Við eigum bara að hafa fánann okkar.“ Virða beri reglur Þorsteinn sagði Íslendinga of íhaldssama varðandi notkun fánans. Þó sé búið að setja reglugerð um rýmri notkun hans til að merkja íslenskar afurðir. Hann sagði þó að það ætti að virða almennar reglur um fánann, það er hvernig honum sé flaggað og brotinn saman.
Íslenski fáninn Reykjavík síðdegis Miðflokkurinn Mest lesið Hegðun Helga kunni að skýra skort á símtölum Innlent Uppsagnir hjá Norðuráli í dag Innlent Boðar alla herforingjana á fordæmalausan skyndifund Erlent Breytingar í vændum á skrifstofu forseta Innlent Nýtt Lækjartorg á ís þar til flóðamat liggur fyrir Innlent Leikskóli heimtar tugi þúsunda fyrir „listaverk“ barnanna Erlent Drónaflug í Danmörku: „Fjölþáttaógnin er að raungerast“ Erlent Fimm ára fangelsi fyrir að taka við fúlgum fjár frá Gaddafi Erlent Íbúar Ártúnsholts hrósa sigri gegn borginni - í bili Innlent „Handagangur í öskjunni“ leiddi til þess að menntskælingar fengu áfengi Innlent Fleiri fréttir Grafalvarleg staða í Danmörku, trampólínlægð og hundaflaut Viðvörunarstig hækkað: Auknar líkur á gosi Refsing fyrir að nauðga þroskaskertum manni milduð Breytingar í vændum á skrifstofu forseta Stærðarinnar grjót féll á fjölfarinn veg Bein útsending: Farið yfir það nýjasta í krabbameinsrannsóknum „Handagangur í öskjunni“ leiddi til þess að menntskælingar fengu áfengi Skæð fuglaflensa greindist á Norðurlandi Uppsagnir hjá Norðuráli í dag Þingmenn ræða stjórnlausa veðmálastarfsemi: Íslendingar Evrópumeistarar Stórt framfaraskref að færa Blóðbankann í Kringluna Austurstræti orðið að göngugötu Íbúar Ártúnsholts hrósa sigri gegn borginni - í bili Fyrsta trampólínlægðin væntanleg á morgun Dóttirin fær einungis að mæta einu sinni í viku í frístund Drónar í Danaveldi og Blóðbankinn opnar í Kringlunni „Skoðun mín skiptir ekki máli“ Nýtt Lækjartorg á ís þar til flóðamat liggur fyrir 3,2 stiga skjálfti í Mýrdalsjökli Óskaði aðstoðar með gríðarstóran hníf Hegðun Helga kunni að skýra skort á símtölum Enska verði orðin ráðandi í atvinnulífi um miðja öld Heiðra Íslendinga með því að gera 17. júní að fánadegi Hafnar fullyrðingum þingmanns um innrætingu Skrítið að vita af ósprunginni handsprengju í næstu götu Skorar á Ingu Sæland að taka slaginn Ástæða til að kanna betur tengsl ofurhlaupa og ristilkrabba Löng bið Haraldar, umdeild kynjafræði og íslenska í útrýmingarhættu Borgin leggur bílstjórum línurnar Rafmagn aftur komið á í öllum hverfum Sjá meira