Acox: Sótti innblástur í Drake í sínum fyrstu lögum Aron Guðmundsson skrifar 2. ágúst 2023 09:01 Acox sendi frá sér sína fyrstu smáskífu á dögunum Aðsend mynd Kristófer Acox hefur haft í nægu að snúast undanfarna mánuði á meðan körfuboltadeildin hér heima er í fríi. Á dögunum opinberaði hann óvænta hlið á sér er hann gaf út smáskífuna Bjartar nætur undir listamannsnafninu Acox. Smáskífan inniheldur tvö lög, Hún vill koma nær og Fyrir þig. Kristófer segir að listamaðurinn hafi kannski blundað innst innra með sér í einhvern tíma. „Þetta er eitthvað sem við byrjuðum að leika okkur með í fyrra og eftir síðasta tímabil hefur maður haft meiri frítíma til þess pæla aðeins í þessu. Þetta byrjaði sem smá djók en hefur nú endað í lögum sem við ákváðum að gefa út. Ég er bara mjög stoltur af því að hafa stigið svolítið út fyrir minn þægindaramma og leyft fólki að sjá aðra hlið á mér.“ Óvíst sé þó á þessari stundu hvort þetta sé eitthvað sem hann muni taka sér fyrir hendur. „En það er aldrei að vita, ég er allavega mjög ánægður með þetta.“ Hvaðan ertu að sækja innblásturinn í þessi lög sem prýða smáskífuna? „Frá því að ég var ungur strákur hef ég alltaf verið með tónlist í gangi í kringum mig, hlustað mikið á rapp sem og R&B tónlist. Þetta eru tvö mismunandi lög, Hún vill koma nær er kannski svona meira sumarhittari með dansfíling og skírskotun í popp en í Fyrir þig sæki ég innblástur í einn af mínum uppáhalds listamönnum, Drake. Ég er mikill Drake-maður og er í sama gír og Jón Bjarni, Ásgeir og strákarnir sem eru að vinna þetta með mér. Þetta er svona svipað sound, sem maður er kannski ekki alveg vanur að heyra, sér í lagi á íslensku. Þetta er eitthvað sem er skemmtilegt að geta nýtt mína djúpu rödd í. Ég hef alltaf vitað að ég gæti sungið, kannski ekki margir sem héldu að ég gæti það en hérna er ég að stíga fram.“ Tónlist Mest lesið Tekinn fullur, missti fjölskylduna og fékk krabbamein á sama árinu Lífið Ræðst framtíð grínmyndarinnar hér? Aumkunarverð endurvinnsla og ferskt framhald Gagnrýni „Við ætlum að hlaupa fyrir hana Birtu okkar“ Lífið Mugison gekk í það heilaga við litla útiathöfn Lífið Stjörnulífið: Ástin, glimmer og ofurkroppar Lífið Fyrstu skrefin tekin á sama stað og símtalið um fæðinguna barst Lífið Ungt fólk setur vínbændur í erfiða stöðu Matur Leifur Andri og Hugrún trúlofuð Lífið Superstore-leikari látinn Lífið Missti höndina viku fyrir sextán ára afmælisdaginn Lífið Fleiri fréttir „Öll dýrin í skóginum voru vinir“ Úr kjallaranum hjá mömmu yfir á stóra sviðið Opnar sig um stormasamt hjónaband á nýju plötunni Borgin býður í tívolíveislu Dylan leggur blátt símabann á tónleikagesti „Gerum allt fyrir konurnar í okkar lífi“ Quarashi á Lopapeysunni: „Við erum synir Akraness“ „Svo leiðinlegt að pæla hvað öðru fólki finnst“ Forsala á Kaleo seldist upp á innan við mínútu Sjá meira
Smáskífan inniheldur tvö lög, Hún vill koma nær og Fyrir þig. Kristófer segir að listamaðurinn hafi kannski blundað innst innra með sér í einhvern tíma. „Þetta er eitthvað sem við byrjuðum að leika okkur með í fyrra og eftir síðasta tímabil hefur maður haft meiri frítíma til þess pæla aðeins í þessu. Þetta byrjaði sem smá djók en hefur nú endað í lögum sem við ákváðum að gefa út. Ég er bara mjög stoltur af því að hafa stigið svolítið út fyrir minn þægindaramma og leyft fólki að sjá aðra hlið á mér.“ Óvíst sé þó á þessari stundu hvort þetta sé eitthvað sem hann muni taka sér fyrir hendur. „En það er aldrei að vita, ég er allavega mjög ánægður með þetta.“ Hvaðan ertu að sækja innblásturinn í þessi lög sem prýða smáskífuna? „Frá því að ég var ungur strákur hef ég alltaf verið með tónlist í gangi í kringum mig, hlustað mikið á rapp sem og R&B tónlist. Þetta eru tvö mismunandi lög, Hún vill koma nær er kannski svona meira sumarhittari með dansfíling og skírskotun í popp en í Fyrir þig sæki ég innblástur í einn af mínum uppáhalds listamönnum, Drake. Ég er mikill Drake-maður og er í sama gír og Jón Bjarni, Ásgeir og strákarnir sem eru að vinna þetta með mér. Þetta er svona svipað sound, sem maður er kannski ekki alveg vanur að heyra, sér í lagi á íslensku. Þetta er eitthvað sem er skemmtilegt að geta nýtt mína djúpu rödd í. Ég hef alltaf vitað að ég gæti sungið, kannski ekki margir sem héldu að ég gæti það en hérna er ég að stíga fram.“
Tónlist Mest lesið Tekinn fullur, missti fjölskylduna og fékk krabbamein á sama árinu Lífið Ræðst framtíð grínmyndarinnar hér? Aumkunarverð endurvinnsla og ferskt framhald Gagnrýni „Við ætlum að hlaupa fyrir hana Birtu okkar“ Lífið Mugison gekk í það heilaga við litla útiathöfn Lífið Stjörnulífið: Ástin, glimmer og ofurkroppar Lífið Fyrstu skrefin tekin á sama stað og símtalið um fæðinguna barst Lífið Ungt fólk setur vínbændur í erfiða stöðu Matur Leifur Andri og Hugrún trúlofuð Lífið Superstore-leikari látinn Lífið Missti höndina viku fyrir sextán ára afmælisdaginn Lífið Fleiri fréttir „Öll dýrin í skóginum voru vinir“ Úr kjallaranum hjá mömmu yfir á stóra sviðið Opnar sig um stormasamt hjónaband á nýju plötunni Borgin býður í tívolíveislu Dylan leggur blátt símabann á tónleikagesti „Gerum allt fyrir konurnar í okkar lífi“ Quarashi á Lopapeysunni: „Við erum synir Akraness“ „Svo leiðinlegt að pæla hvað öðru fólki finnst“ Forsala á Kaleo seldist upp á innan við mínútu Sjá meira