Gianlugi Buffon leggur hanskana á hilluna Siggeir Ævarsson skrifar 1. ágúst 2023 20:04 Gianluigi Buffon hefur ákveðið að leggja hanskana á hilluna eftir 23 ára feril Vísir/Getty Ítalski markvörðurinn og goðsögnin Gianlugi Buffon hefur ákveðið að leggja hanskana á hilluna eftir langan og farsælan feril. Buffon, sem varð 45 ára í janúar, lék yfir 1.100 keppnisleiki á 28 ára ferli. Buffon hóf ferilinn með unglingaliði Parma og var orðinn aðalmarkvörður félagsins aðeins 18 ára gamall. Eftir sex tímabil með Parma þar sem liðið varð m.a. Evrópumeistari félagsliðið og bikarmeistari skipti Buffon yfir til Juventus ásamt liðsfélaga sínum Lilian Thuram og átti eftir að leika þar næstu 17 tímabilin. Buffon og Thuram í leik gegn Lazio árið 1999Vísir/EPA Juventus greiddu Parma 52 milljónir evra fyrir Buffon sem var á þeim hæsta upphæð sem greidd hafði verið fyrir markvörð. Juventus lönduðu alls níu meistaratitlum á meðan Buffon stóð á milli stanganna og fjórum bikarmeistaratitlum að auki. Buffon varð fyrsti markvörðurinn í sögu Seríu A til að verða valinn leikmaður ársins og var einnig valinn markvörður ársins tólf sinnum. Buffon kvaddi Juventus í annað sinn með bikarameistaratitliVísir/Getty Buffon lék einnig eitt tímabil með PSG og síðan aftur tvö tímabil með Juventus en var þá ekki lengur aðalmarkvörður. Margir reiknuðu eflaust með að hann myndi hætta vorið 2021, þá orðinn 41 árs en þess í stað fór hann aftur heim til Parma og lék með þeim í Seríu B síðustu tvö tímabil. Buffon lék alls 975 keppnisleiki með félagsliðum á ferlinum og einnig 176 landsleiki fyrir Ítalíu á árunum 1997-2018 en enginn markvörður í sögunni hefur leikið fleiri landsleiki. Hann varð heimsmeistari með Ítalíu 2006 og var einnig hluti af liðinu sem endaði í öðru sæti á EM 2012. Buffon skrifaði í fyrra undir nýjan samning við Parma til ársins 2024, en hefur greinilega snúist hugur og lætur nú gott heita eftir langan og farsælan feril. To celebrate Gigi Buffon s legendary career, let s take a look at some of his best-ever saves. Let s start strong pic.twitter.com/95x9XKkwsD— 101 Great Goals (@101greatgoals) August 1, 2023 With reports circulating that Gianluigi Buffon is set to retire - here s a chance to remember his incredible World Cup Final save from Zinedine Zidane (2006) pic.twitter.com/dwShxkdoQD— The Football History Boys (@TFHBs) August 1, 2023 Fótbolti Ítalski boltinn Tengdar fréttir Buffon áfram í marki Parma þar til að hann verður 46 ára Ítalski markvörðurinn Gianluigi Buffon er ekki á þeim buxunum að hætta að spila fótbolta og hefur nú skrifað undir nýjan samning við Parma um að spila með liðinu til ársins 2024. 28. febrúar 2022 17:30 Mest lesið Kári Kristján spilar aldrei aftur fyrir ÍBV Handbolti Gummi Ben og Hjörvar Hafliða fóru að rífast Enski boltinn Gervigreindin spáir í fyrstu umferðina Enski boltinn Ótrúlegt golfhögg í reiðiskasti slær í gegn á netinu Golf „Algjörlega niðurbrotinn eftir þetta tap“ Fótbolti Sjáðu upphitunarþátt fyrir enska boltann í heild Enski boltinn Enska augnablikið: Eftirminnilegasta lýsing Íslandssögunnar Enski boltinn Nýr framherji Man. United treður með miklum tilþrifum í körfuna Enski boltinn Eiginkonan líkir þjálfara Slóvena við Gosa Körfubolti Danirnir hjá Norwich fögnuðu óförum Víkinga berir að ofan Fótbolti Fleiri fréttir Táningi hótað lífláti þrátt fyrir sigurinn á Víkingum „Maður er búinn að vera á nálum“ Hentu ferðatöskum inn á völlinn í miðjum leik Danirnir hjá Norwich fögnuðu óförum Víkinga berir að ofan Spurningar um Isak tóku yfir fundinn Sjáðu þáttinn um fyrsta N1-mót kvenna: Smá stress, snitsel og Sandra María skrifaði á skó Gummi Ben og Hjörvar Hafliða fóru að rífast Sjáðu dramtíkina á Króknum í gær: Aftur fengu Þróttarakonur rautt spjald Karólína Lea valin best í fyrsta leik Enska augnablikið: Eftirminnilegasta lýsing Íslandssögunnar Nýr framherji Man. United treður með miklum tilþrifum í körfuna „Gefa áhorfendum innsýn í það sem sérfræðingarnir gera“ Dagskráin: Fyrsti leikur í enska boltanum „Galið og fáránlegt“ Gervigreindin spáir í fyrstu umferðina ÍBV búið að tryggja sér sæti í Bestu deildinni „Vorum líkari okkur sjálfum að þessu sinni“ Sjáðu upphitunarþátt fyrir enska boltann í heild Breiðablik fer til San Marínó „Sama tilfinning og eftir tapið gegn Blikum“ Halldór: Gæðalítill leikur „Algjörlega niðurbrotinn eftir þetta tap“ Uppgjörið: Tindastóll - Þróttur | Misstu Mist af velli og fengu á sig jöfnunarmark Damir: Of mjúkir í fyrri hálfleik Uppgjörið: Bröndby - Víkingur 4-0 | Vont kvöld hjá Víkingi í Kaupmannahöfn Uppgjör: Breiðablik - Zrinjski 1-2 (2-3) | Blikar í umspil upp á sæti í Sambandsdeildinni Lærisveinar Freys á leið í umspil Elías hélt hreinu og fer í umspil Evrópudeildarinnar Xhaka gerður að fyrirliða tveimur vikum eftir að hann var keyptur Stuð á Víkingum í Kaupmannahöfn Sjá meira
Buffon hóf ferilinn með unglingaliði Parma og var orðinn aðalmarkvörður félagsins aðeins 18 ára gamall. Eftir sex tímabil með Parma þar sem liðið varð m.a. Evrópumeistari félagsliðið og bikarmeistari skipti Buffon yfir til Juventus ásamt liðsfélaga sínum Lilian Thuram og átti eftir að leika þar næstu 17 tímabilin. Buffon og Thuram í leik gegn Lazio árið 1999Vísir/EPA Juventus greiddu Parma 52 milljónir evra fyrir Buffon sem var á þeim hæsta upphæð sem greidd hafði verið fyrir markvörð. Juventus lönduðu alls níu meistaratitlum á meðan Buffon stóð á milli stanganna og fjórum bikarmeistaratitlum að auki. Buffon varð fyrsti markvörðurinn í sögu Seríu A til að verða valinn leikmaður ársins og var einnig valinn markvörður ársins tólf sinnum. Buffon kvaddi Juventus í annað sinn með bikarameistaratitliVísir/Getty Buffon lék einnig eitt tímabil með PSG og síðan aftur tvö tímabil með Juventus en var þá ekki lengur aðalmarkvörður. Margir reiknuðu eflaust með að hann myndi hætta vorið 2021, þá orðinn 41 árs en þess í stað fór hann aftur heim til Parma og lék með þeim í Seríu B síðustu tvö tímabil. Buffon lék alls 975 keppnisleiki með félagsliðum á ferlinum og einnig 176 landsleiki fyrir Ítalíu á árunum 1997-2018 en enginn markvörður í sögunni hefur leikið fleiri landsleiki. Hann varð heimsmeistari með Ítalíu 2006 og var einnig hluti af liðinu sem endaði í öðru sæti á EM 2012. Buffon skrifaði í fyrra undir nýjan samning við Parma til ársins 2024, en hefur greinilega snúist hugur og lætur nú gott heita eftir langan og farsælan feril. To celebrate Gigi Buffon s legendary career, let s take a look at some of his best-ever saves. Let s start strong pic.twitter.com/95x9XKkwsD— 101 Great Goals (@101greatgoals) August 1, 2023 With reports circulating that Gianluigi Buffon is set to retire - here s a chance to remember his incredible World Cup Final save from Zinedine Zidane (2006) pic.twitter.com/dwShxkdoQD— The Football History Boys (@TFHBs) August 1, 2023
Fótbolti Ítalski boltinn Tengdar fréttir Buffon áfram í marki Parma þar til að hann verður 46 ára Ítalski markvörðurinn Gianluigi Buffon er ekki á þeim buxunum að hætta að spila fótbolta og hefur nú skrifað undir nýjan samning við Parma um að spila með liðinu til ársins 2024. 28. febrúar 2022 17:30 Mest lesið Kári Kristján spilar aldrei aftur fyrir ÍBV Handbolti Gummi Ben og Hjörvar Hafliða fóru að rífast Enski boltinn Gervigreindin spáir í fyrstu umferðina Enski boltinn Ótrúlegt golfhögg í reiðiskasti slær í gegn á netinu Golf „Algjörlega niðurbrotinn eftir þetta tap“ Fótbolti Sjáðu upphitunarþátt fyrir enska boltann í heild Enski boltinn Enska augnablikið: Eftirminnilegasta lýsing Íslandssögunnar Enski boltinn Nýr framherji Man. United treður með miklum tilþrifum í körfuna Enski boltinn Eiginkonan líkir þjálfara Slóvena við Gosa Körfubolti Danirnir hjá Norwich fögnuðu óförum Víkinga berir að ofan Fótbolti Fleiri fréttir Táningi hótað lífláti þrátt fyrir sigurinn á Víkingum „Maður er búinn að vera á nálum“ Hentu ferðatöskum inn á völlinn í miðjum leik Danirnir hjá Norwich fögnuðu óförum Víkinga berir að ofan Spurningar um Isak tóku yfir fundinn Sjáðu þáttinn um fyrsta N1-mót kvenna: Smá stress, snitsel og Sandra María skrifaði á skó Gummi Ben og Hjörvar Hafliða fóru að rífast Sjáðu dramtíkina á Króknum í gær: Aftur fengu Þróttarakonur rautt spjald Karólína Lea valin best í fyrsta leik Enska augnablikið: Eftirminnilegasta lýsing Íslandssögunnar Nýr framherji Man. United treður með miklum tilþrifum í körfuna „Gefa áhorfendum innsýn í það sem sérfræðingarnir gera“ Dagskráin: Fyrsti leikur í enska boltanum „Galið og fáránlegt“ Gervigreindin spáir í fyrstu umferðina ÍBV búið að tryggja sér sæti í Bestu deildinni „Vorum líkari okkur sjálfum að þessu sinni“ Sjáðu upphitunarþátt fyrir enska boltann í heild Breiðablik fer til San Marínó „Sama tilfinning og eftir tapið gegn Blikum“ Halldór: Gæðalítill leikur „Algjörlega niðurbrotinn eftir þetta tap“ Uppgjörið: Tindastóll - Þróttur | Misstu Mist af velli og fengu á sig jöfnunarmark Damir: Of mjúkir í fyrri hálfleik Uppgjörið: Bröndby - Víkingur 4-0 | Vont kvöld hjá Víkingi í Kaupmannahöfn Uppgjör: Breiðablik - Zrinjski 1-2 (2-3) | Blikar í umspil upp á sæti í Sambandsdeildinni Lærisveinar Freys á leið í umspil Elías hélt hreinu og fer í umspil Evrópudeildarinnar Xhaka gerður að fyrirliða tveimur vikum eftir að hann var keyptur Stuð á Víkingum í Kaupmannahöfn Sjá meira
Buffon áfram í marki Parma þar til að hann verður 46 ára Ítalski markvörðurinn Gianluigi Buffon er ekki á þeim buxunum að hætta að spila fótbolta og hefur nú skrifað undir nýjan samning við Parma um að spila með liðinu til ársins 2024. 28. febrúar 2022 17:30