Ættardeilur algengar: Oftast einhver sem telur sig bestan að stjórna klaninu Kristinn Haukur Guðnason skrifar 1. ágúst 2023 18:09 Theodór hefur starfað við sáttamiðlun í áratugi. Ættardeilur snúast nær alltaf um peninga og arf að sögn Theodórs Francis Birgissonar klínísks félagsráðgjafa. Oft telur einn sig vera foringja í systkinahópi og eigi þar af leiðandi að ráða meiru um skiptingu en aðrir. „Í langflestum fjölskyldum er einhver sem telur sig betur til þess fallinn en aðrir að stjórna klaninu. Það gerist í bæði stórum og litlum fjölskyldum. Síðan eru aðrir í fjölskyldunni misauðveldir í taumi hvað það varðar,“ sagði Theodór í útvarpsþættinum Reykjavík síðdegis á Bylgjunni í dag. Tilefnið var Lambeyrardeilan svokallaða í fjölskyldu Ásmundar Einars Daðasonar, mennta- og barnamálaráðherra. Theodór hefur áratuga reynslu af sáttamiðlun í málum eins og því. Theodór sagði ættardeilur algengar og erfiðar, þær finnist í svo gott sem öllum fjölskyldum í einhverjum mæli. Rótin er yfirleitt sú að einhverjum finnist að sér vegið og finnist hann vera undanskilinn. Einnig að viðkomandi njóti ekki sannmælis. „Ef báðir aðilar, eða eins og í þessu tilviki allir aðilar, vilja ná sáttum þá er það hægt. Þetta er bara spurning um vilja,“ sagði Theodór. Allir verða að hafa rödd Vandinn er sá að mannskepnan hafi þann eiginleika að telja sig alltaf hafa rétt fyrir sér. Þá sé einnig algengt að fólk misskilji hvert annað og hlusti ekki á hvort annað. Hlutverk félagsráðgjafa í þessu samhengi sé að láta alla hafa rödd og að passa upp á að rödd allra hafi jafn mikið vægi. „Það getur hins vegar farið illa í þann sem er útvalinn af sjálfum sér til að vera foringinn,“ sagði Theodór. Þetta sjáist ekki aðeins innan fjölskyldna. Heldur einnig í félagasamtökum, kórastarfi, kirkjusöfnuðum og víðar. Erfðaskrár mikilvægar en duga ekki alltaf Aðspurður um lausnina sagði Theodór mikilvægast að fólk hlustaði hvert á annað. Einnig að þeir sem láta eftir sig fjármuni tryggi að búið sé að festa skiptinguna niður og koma henni skjalfestri til sýslumanns. Það síðasta sem foreldrarnir vilja, þegar þeir kveðja þetta jarðlíf, er að börnin fari að deila um arfinn. En jafn vel það leysir ekki alltaf deilurnar á milli fólks því fólki finnst það vera að tapa þegar það fær ekki arf. Theodór sagði einnig að deilur sem þessar geta farið niður kynslóðirnar. Stundum væri upprunalega deiluefnið jafn vel gleymt. Fjölskyldumál Deilur um jörðina Lambeyrar Nágrannadeilur Reykjavík síðdegis Mest lesið „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Innlent Engin byssa reyndist vera í bílnum Innlent Dásamar ÁTVR og skýtur á lögreglustjóra Innlent „Sannarlega ekki eitthvað sem ég ætlaði að taka þátt í“ Innlent Ókyrrð að aukast en lítil hætta á ferðum Innlent Kínverskt skip stórskemmt eftir árekstur við tundurspilli Erlent Neitar að birta dómsskjöl og gagnrýnir Trump-liða fyrir blekkingarleik Erlent Boðar aðgerðir í þágu öryggis og fegrunar Washington D.C. Erlent Fer í þrjú útköll á dag: Sprenging í útköllum vegna veggjalúsar Innlent „Alvarlegar afleiðingar“ verði greiðsluþátttöku hætt Innlent Fleiri fréttir Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Kvartanir vegna bílastæðamála daglegt brauð hjá Neytendastofu Tilfelli alvarlegrar ókyrrðar gætu tvöfaldast vegna loftslagsbreytinga Óvenjuleg ákvörðun, holskefla kvartana og ókyrrð Upphaflegasta útgáfa Snorra-Eddu snýr heim eftir fjögurra alda útlegð Einnota plastvörur fái sérstaka merkingu „Sannarlega ekki eitthvað sem ég ætlaði að taka þátt í“ Stytta opnunartíma Seltjarnarneslaugar: „Er þetta það sem við viljum spara í?“ Ókyrrð að aukast en lítil hætta á ferðum Komu ferðamönnum í sjálfsheldu á Búlandstindi til aðstoðar Fylla í skörð reynslubolta Þurfti rannsóknarvinnu til að finna upplýsingar um bílastæðarukkun „Alvarlegar afleiðingar“ verði greiðsluþátttöku hætt Bráðabirgðaheimild veitt fyrir Hvammsvirkjun Fer í þrjú útköll á dag: Sprenging í útköllum vegna veggjalúsar „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Bílastæðamál, POTS, ókyrrð og íslenski hesturinn Engin byssa reyndist vera í bílnum Strætisvagnar rákust saman við Borgartún Hinn látni bandarískur ferðamaður á sextugsaldri Svara til saka eftir tvær vikur Dásamar ÁTVR og skýtur á lögreglustjóra Virkjanir í Skagafirði úr vernd í bið en Urriðafoss í nýtingu Meira að segja happ þegar frystihúsið brann Nýtt skilti komið upp og rauða ljósið mun loga oftar Tíu metra djúp hola í ísnum á vinsælli gönguleið „Eins og það væri verið að segja mér að ég ætti tvo mánuði eftir ólifað“ Tveir á sjúkrahús eftir rafskútuslys Missir mikilvægrar meðferðar, óánægja í Ísrael og sundkappinn sem tefst Leiðtogar Norðurlanda og Eystrasaltsins: Engin friður án aðkomu Úkraínu“ Sjá meira
„Í langflestum fjölskyldum er einhver sem telur sig betur til þess fallinn en aðrir að stjórna klaninu. Það gerist í bæði stórum og litlum fjölskyldum. Síðan eru aðrir í fjölskyldunni misauðveldir í taumi hvað það varðar,“ sagði Theodór í útvarpsþættinum Reykjavík síðdegis á Bylgjunni í dag. Tilefnið var Lambeyrardeilan svokallaða í fjölskyldu Ásmundar Einars Daðasonar, mennta- og barnamálaráðherra. Theodór hefur áratuga reynslu af sáttamiðlun í málum eins og því. Theodór sagði ættardeilur algengar og erfiðar, þær finnist í svo gott sem öllum fjölskyldum í einhverjum mæli. Rótin er yfirleitt sú að einhverjum finnist að sér vegið og finnist hann vera undanskilinn. Einnig að viðkomandi njóti ekki sannmælis. „Ef báðir aðilar, eða eins og í þessu tilviki allir aðilar, vilja ná sáttum þá er það hægt. Þetta er bara spurning um vilja,“ sagði Theodór. Allir verða að hafa rödd Vandinn er sá að mannskepnan hafi þann eiginleika að telja sig alltaf hafa rétt fyrir sér. Þá sé einnig algengt að fólk misskilji hvert annað og hlusti ekki á hvort annað. Hlutverk félagsráðgjafa í þessu samhengi sé að láta alla hafa rödd og að passa upp á að rödd allra hafi jafn mikið vægi. „Það getur hins vegar farið illa í þann sem er útvalinn af sjálfum sér til að vera foringinn,“ sagði Theodór. Þetta sjáist ekki aðeins innan fjölskyldna. Heldur einnig í félagasamtökum, kórastarfi, kirkjusöfnuðum og víðar. Erfðaskrár mikilvægar en duga ekki alltaf Aðspurður um lausnina sagði Theodór mikilvægast að fólk hlustaði hvert á annað. Einnig að þeir sem láta eftir sig fjármuni tryggi að búið sé að festa skiptinguna niður og koma henni skjalfestri til sýslumanns. Það síðasta sem foreldrarnir vilja, þegar þeir kveðja þetta jarðlíf, er að börnin fari að deila um arfinn. En jafn vel það leysir ekki alltaf deilurnar á milli fólks því fólki finnst það vera að tapa þegar það fær ekki arf. Theodór sagði einnig að deilur sem þessar geta farið niður kynslóðirnar. Stundum væri upprunalega deiluefnið jafn vel gleymt.
Fjölskyldumál Deilur um jörðina Lambeyrar Nágrannadeilur Reykjavík síðdegis Mest lesið „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Innlent Engin byssa reyndist vera í bílnum Innlent Dásamar ÁTVR og skýtur á lögreglustjóra Innlent „Sannarlega ekki eitthvað sem ég ætlaði að taka þátt í“ Innlent Ókyrrð að aukast en lítil hætta á ferðum Innlent Kínverskt skip stórskemmt eftir árekstur við tundurspilli Erlent Neitar að birta dómsskjöl og gagnrýnir Trump-liða fyrir blekkingarleik Erlent Boðar aðgerðir í þágu öryggis og fegrunar Washington D.C. Erlent Fer í þrjú útköll á dag: Sprenging í útköllum vegna veggjalúsar Innlent „Alvarlegar afleiðingar“ verði greiðsluþátttöku hætt Innlent Fleiri fréttir Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Kvartanir vegna bílastæðamála daglegt brauð hjá Neytendastofu Tilfelli alvarlegrar ókyrrðar gætu tvöfaldast vegna loftslagsbreytinga Óvenjuleg ákvörðun, holskefla kvartana og ókyrrð Upphaflegasta útgáfa Snorra-Eddu snýr heim eftir fjögurra alda útlegð Einnota plastvörur fái sérstaka merkingu „Sannarlega ekki eitthvað sem ég ætlaði að taka þátt í“ Stytta opnunartíma Seltjarnarneslaugar: „Er þetta það sem við viljum spara í?“ Ókyrrð að aukast en lítil hætta á ferðum Komu ferðamönnum í sjálfsheldu á Búlandstindi til aðstoðar Fylla í skörð reynslubolta Þurfti rannsóknarvinnu til að finna upplýsingar um bílastæðarukkun „Alvarlegar afleiðingar“ verði greiðsluþátttöku hætt Bráðabirgðaheimild veitt fyrir Hvammsvirkjun Fer í þrjú útköll á dag: Sprenging í útköllum vegna veggjalúsar „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Bílastæðamál, POTS, ókyrrð og íslenski hesturinn Engin byssa reyndist vera í bílnum Strætisvagnar rákust saman við Borgartún Hinn látni bandarískur ferðamaður á sextugsaldri Svara til saka eftir tvær vikur Dásamar ÁTVR og skýtur á lögreglustjóra Virkjanir í Skagafirði úr vernd í bið en Urriðafoss í nýtingu Meira að segja happ þegar frystihúsið brann Nýtt skilti komið upp og rauða ljósið mun loga oftar Tíu metra djúp hola í ísnum á vinsælli gönguleið „Eins og það væri verið að segja mér að ég ætti tvo mánuði eftir ólifað“ Tveir á sjúkrahús eftir rafskútuslys Missir mikilvægrar meðferðar, óánægja í Ísrael og sundkappinn sem tefst Leiðtogar Norðurlanda og Eystrasaltsins: Engin friður án aðkomu Úkraínu“ Sjá meira