33 konur af erlendum uppruna á ljósmyndum á Hvammstanga Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 31. júlí 2023 21:05 Sýningin er um konur af erlendum uppruna sem búa í Húnaþingi vestra og miðlar hún sögum 33 kvenna, sem búa í sveitarfélaginu. Magnús Hlynur Hreiðarsson Konur frá löndunum eins og Taílandi, Litháen, Ungverjalandi, Danmörku, Grikklandi og Makedóníu eru í aðalhlutverki á ljósmyndasýningu á Hvammstanga en þær búa allar í Húnaþingi vestra. Alls er um 33 konur að ræða, sem hafa verið myndaðar. Sýningin heitir Fl(j)óðog er um konur af erlendum uppruna sem búa í Húnaþingi vestra og miðlar hún sögum 33 kvenna, sem búa í sveitarfélaginu. Sveitarstjórinn þekkir vel til sýningarinnar í íþróttamiðstöðinni. „Þar er í gangi mjög skemmtileg ljósmyndasýning á ljósmyndum eftir Juanjo Ivaldi Zaldívar. Hann heimsótti ásamt Gretu Clough, sem er hérna eigandi Handbendis brúðuleikhúss og var sýningarstjórinn að þessar sýningu og hélt utan um verkefnið. Þau heimsóttu fjölda kvenna, sem eru af erlendu bergi brotnar hérna í sveitarfélaginu. Og það er svo skemmtilegt þegar maður skoðar hlutfall þessara kvenna af íbúum sveitarfélagsins þá eru þær ríflega tíu prósent, eða ríflega 120 konur. Og það er óskaplega gaman að fanga þeirra líf og þeirra sögu með þessum ljósmyndum,” segir Unnur Valborg Hilmarsdóttir. Viðtöl voru líka tekin við allar konurnar og er hugmyndin að setja myndirnar og viðtölin saman í eina bók. Gestir, sem skoða ljósmyndasýninguna eru yfir sig hrifnir. „Mér finnst hún bara glæsileg, þetta er bara mjög flott. Við erum með flott fólk hérna,” segir María Sigurðardóttir íbúi á Hvammstanga. Mikil ánægja er með sýninguna.Magnús Hlynur Hreiðarsson Konurnar á ljósmyndunum koma víða að úr heiminum. „Já, þær eru bara út um allt, þær koma frá öllum hornum heimsins. Og við vorum auðvitað svo heppin fyrir nokkrum árum að fá til okkar nokkrar fjölskyldur frá Sýrlandi og þær eru auðvitað áberandi í samfélaginu. Svo eru hérna fjölmargar konur frá Þýskalandi, nokkrar frá Svíþjóð, það eru hér konur frá Grikklandi, Póllandi og svo mætti áfram halda,” segir Unnur Valborg, sveitarstjóri. Unnur Valborg Hilmarsdóttir sveitarstjóri Húnaþings vestra, sem er mjög stolt af sýningunni.Magnús Hlynur Hreiðarsson Um sýninguna Húnaþing vestra Menning Ljósmyndun Mest lesið Færði féð yfir á eigin reikning til að losa frysta reikninga Innlent Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Innlent Ákváðu að vera opin gagnvart börnunum varðandi veikindin Erlent Smallville-leikkona opnar sig í fyrsta sinn um aðkomu sína að kynlífssértrúarsöfnuðinum Erlent Erfitt að skilja drengina eftir í Suður-Afríku en jákvætt að þeir séu loks edrú Innlent Hafa uppgötvað djöflabýflugu Erlent Foreldrar í Garðabæ hvumsa yfir æfingagjöldum Innlent Uppgötvuðu svikin á fimmtudegi og kærðu aðfaranótt laugardags Innlent Fimm ára fangelsi fyrir að skera mann á háls Innlent Mótefni við RSV muni draga verulega úr álagi og kostnaði Innlent Fleiri fréttir Ekið á barn í annað sinn á sama tíma og sama stað Skjálftum fækkar og kvikan hægir á sér Foreldrar í Garðabæ hvumsa yfir æfingagjöldum Uppgötvuðu svikin á fimmtudegi og kærðu aðfaranótt laugardags Verða með leiðtogaprófkjör 31. janúar Mikið undir á næsta sáttafundi flugumferðarstjóra Vill hætta að kaupa auglýsingar á samfélagsmiðlum Fimm ára fangelsi fyrir að skera mann á háls Færði féð yfir á eigin reikning til að losa frysta reikninga Erfitt að skilja drengina eftir í Suður-Afríku en jákvætt að þeir séu loks edrú Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – seinni dagur Mótefni við RSV muni draga verulega úr álagi og kostnaði Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Ágreiningur, slagsmál og líkamsárás Héldu samverustund þar sem að tvö ár eru liðin Aðdragandinn að endinum hjá ríkislögreglustjóra Bjarga Gunnfaxa með því að flytja inn samskonar flugvél Hvatningarverðlaun gegn einelti afhent á Laugarvatni Tekist á um afgreiðslu velferðarnefndar Þörf á endurskoðun meðferðarheimila fyrir börn Dómsmálaráðherra verði að segja satt og rétt frá Leiðtogaprófkjör hjá Sjálfstæðisflokknum í Reykjavík Mælist nú ekki með eins jákvætt viðhorf til kvenleiðtoga Nýr lögreglustjóri fljótur að ákveða sig og nýir vextir hjá Arion Breytingar á húsaleigulögum samþykktar sem lög Arndís Soffía tekur við af Grími Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Skyggnst inn í Hegningarhúsið Enginn gleymir þessum degi fyrir tveimur árum Sjá meira
Sýningin heitir Fl(j)óðog er um konur af erlendum uppruna sem búa í Húnaþingi vestra og miðlar hún sögum 33 kvenna, sem búa í sveitarfélaginu. Sveitarstjórinn þekkir vel til sýningarinnar í íþróttamiðstöðinni. „Þar er í gangi mjög skemmtileg ljósmyndasýning á ljósmyndum eftir Juanjo Ivaldi Zaldívar. Hann heimsótti ásamt Gretu Clough, sem er hérna eigandi Handbendis brúðuleikhúss og var sýningarstjórinn að þessar sýningu og hélt utan um verkefnið. Þau heimsóttu fjölda kvenna, sem eru af erlendu bergi brotnar hérna í sveitarfélaginu. Og það er svo skemmtilegt þegar maður skoðar hlutfall þessara kvenna af íbúum sveitarfélagsins þá eru þær ríflega tíu prósent, eða ríflega 120 konur. Og það er óskaplega gaman að fanga þeirra líf og þeirra sögu með þessum ljósmyndum,” segir Unnur Valborg Hilmarsdóttir. Viðtöl voru líka tekin við allar konurnar og er hugmyndin að setja myndirnar og viðtölin saman í eina bók. Gestir, sem skoða ljósmyndasýninguna eru yfir sig hrifnir. „Mér finnst hún bara glæsileg, þetta er bara mjög flott. Við erum með flott fólk hérna,” segir María Sigurðardóttir íbúi á Hvammstanga. Mikil ánægja er með sýninguna.Magnús Hlynur Hreiðarsson Konurnar á ljósmyndunum koma víða að úr heiminum. „Já, þær eru bara út um allt, þær koma frá öllum hornum heimsins. Og við vorum auðvitað svo heppin fyrir nokkrum árum að fá til okkar nokkrar fjölskyldur frá Sýrlandi og þær eru auðvitað áberandi í samfélaginu. Svo eru hérna fjölmargar konur frá Þýskalandi, nokkrar frá Svíþjóð, það eru hér konur frá Grikklandi, Póllandi og svo mætti áfram halda,” segir Unnur Valborg, sveitarstjóri. Unnur Valborg Hilmarsdóttir sveitarstjóri Húnaþings vestra, sem er mjög stolt af sýningunni.Magnús Hlynur Hreiðarsson Um sýninguna
Húnaþing vestra Menning Ljósmyndun Mest lesið Færði féð yfir á eigin reikning til að losa frysta reikninga Innlent Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Innlent Ákváðu að vera opin gagnvart börnunum varðandi veikindin Erlent Smallville-leikkona opnar sig í fyrsta sinn um aðkomu sína að kynlífssértrúarsöfnuðinum Erlent Erfitt að skilja drengina eftir í Suður-Afríku en jákvætt að þeir séu loks edrú Innlent Hafa uppgötvað djöflabýflugu Erlent Foreldrar í Garðabæ hvumsa yfir æfingagjöldum Innlent Uppgötvuðu svikin á fimmtudegi og kærðu aðfaranótt laugardags Innlent Fimm ára fangelsi fyrir að skera mann á háls Innlent Mótefni við RSV muni draga verulega úr álagi og kostnaði Innlent Fleiri fréttir Ekið á barn í annað sinn á sama tíma og sama stað Skjálftum fækkar og kvikan hægir á sér Foreldrar í Garðabæ hvumsa yfir æfingagjöldum Uppgötvuðu svikin á fimmtudegi og kærðu aðfaranótt laugardags Verða með leiðtogaprófkjör 31. janúar Mikið undir á næsta sáttafundi flugumferðarstjóra Vill hætta að kaupa auglýsingar á samfélagsmiðlum Fimm ára fangelsi fyrir að skera mann á háls Færði féð yfir á eigin reikning til að losa frysta reikninga Erfitt að skilja drengina eftir í Suður-Afríku en jákvætt að þeir séu loks edrú Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – seinni dagur Mótefni við RSV muni draga verulega úr álagi og kostnaði Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Ágreiningur, slagsmál og líkamsárás Héldu samverustund þar sem að tvö ár eru liðin Aðdragandinn að endinum hjá ríkislögreglustjóra Bjarga Gunnfaxa með því að flytja inn samskonar flugvél Hvatningarverðlaun gegn einelti afhent á Laugarvatni Tekist á um afgreiðslu velferðarnefndar Þörf á endurskoðun meðferðarheimila fyrir börn Dómsmálaráðherra verði að segja satt og rétt frá Leiðtogaprófkjör hjá Sjálfstæðisflokknum í Reykjavík Mælist nú ekki með eins jákvætt viðhorf til kvenleiðtoga Nýr lögreglustjóri fljótur að ákveða sig og nýir vextir hjá Arion Breytingar á húsaleigulögum samþykktar sem lög Arndís Soffía tekur við af Grími Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Skyggnst inn í Hegningarhúsið Enginn gleymir þessum degi fyrir tveimur árum Sjá meira