33 konur af erlendum uppruna á ljósmyndum á Hvammstanga Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 31. júlí 2023 21:05 Sýningin er um konur af erlendum uppruna sem búa í Húnaþingi vestra og miðlar hún sögum 33 kvenna, sem búa í sveitarfélaginu. Magnús Hlynur Hreiðarsson Konur frá löndunum eins og Taílandi, Litháen, Ungverjalandi, Danmörku, Grikklandi og Makedóníu eru í aðalhlutverki á ljósmyndasýningu á Hvammstanga en þær búa allar í Húnaþingi vestra. Alls er um 33 konur að ræða, sem hafa verið myndaðar. Sýningin heitir Fl(j)óðog er um konur af erlendum uppruna sem búa í Húnaþingi vestra og miðlar hún sögum 33 kvenna, sem búa í sveitarfélaginu. Sveitarstjórinn þekkir vel til sýningarinnar í íþróttamiðstöðinni. „Þar er í gangi mjög skemmtileg ljósmyndasýning á ljósmyndum eftir Juanjo Ivaldi Zaldívar. Hann heimsótti ásamt Gretu Clough, sem er hérna eigandi Handbendis brúðuleikhúss og var sýningarstjórinn að þessar sýningu og hélt utan um verkefnið. Þau heimsóttu fjölda kvenna, sem eru af erlendu bergi brotnar hérna í sveitarfélaginu. Og það er svo skemmtilegt þegar maður skoðar hlutfall þessara kvenna af íbúum sveitarfélagsins þá eru þær ríflega tíu prósent, eða ríflega 120 konur. Og það er óskaplega gaman að fanga þeirra líf og þeirra sögu með þessum ljósmyndum,” segir Unnur Valborg Hilmarsdóttir. Viðtöl voru líka tekin við allar konurnar og er hugmyndin að setja myndirnar og viðtölin saman í eina bók. Gestir, sem skoða ljósmyndasýninguna eru yfir sig hrifnir. „Mér finnst hún bara glæsileg, þetta er bara mjög flott. Við erum með flott fólk hérna,” segir María Sigurðardóttir íbúi á Hvammstanga. Mikil ánægja er með sýninguna.Magnús Hlynur Hreiðarsson Konurnar á ljósmyndunum koma víða að úr heiminum. „Já, þær eru bara út um allt, þær koma frá öllum hornum heimsins. Og við vorum auðvitað svo heppin fyrir nokkrum árum að fá til okkar nokkrar fjölskyldur frá Sýrlandi og þær eru auðvitað áberandi í samfélaginu. Svo eru hérna fjölmargar konur frá Þýskalandi, nokkrar frá Svíþjóð, það eru hér konur frá Grikklandi, Póllandi og svo mætti áfram halda,” segir Unnur Valborg, sveitarstjóri. Unnur Valborg Hilmarsdóttir sveitarstjóri Húnaþings vestra, sem er mjög stolt af sýningunni.Magnús Hlynur Hreiðarsson Um sýninguna Húnaþing vestra Menning Ljósmyndun Mest lesið Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Innlent Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Innlent Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Innlent Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Innlent Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Innlent Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Innlent Loftárásum fagnað sem „stórkostlegri jólagjöf“ og meira sagt í vændum Erlent Þau kvöddu á árinu 2025 Erlent Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Innlent Töpuðu tæpum hundrað milljónum Innlent Fleiri fréttir Lögreglumenn eltu lausa hesta Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Umferðin róleg í kirkjugörðunum Töpuðu tæpum hundrað milljónum Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Þörf á að skerpa á verklagi spítalans í heimilisofbeldismálum Engin jólamessa vegna rafmagnsleysis Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Sjá meira
Sýningin heitir Fl(j)óðog er um konur af erlendum uppruna sem búa í Húnaþingi vestra og miðlar hún sögum 33 kvenna, sem búa í sveitarfélaginu. Sveitarstjórinn þekkir vel til sýningarinnar í íþróttamiðstöðinni. „Þar er í gangi mjög skemmtileg ljósmyndasýning á ljósmyndum eftir Juanjo Ivaldi Zaldívar. Hann heimsótti ásamt Gretu Clough, sem er hérna eigandi Handbendis brúðuleikhúss og var sýningarstjórinn að þessar sýningu og hélt utan um verkefnið. Þau heimsóttu fjölda kvenna, sem eru af erlendu bergi brotnar hérna í sveitarfélaginu. Og það er svo skemmtilegt þegar maður skoðar hlutfall þessara kvenna af íbúum sveitarfélagsins þá eru þær ríflega tíu prósent, eða ríflega 120 konur. Og það er óskaplega gaman að fanga þeirra líf og þeirra sögu með þessum ljósmyndum,” segir Unnur Valborg Hilmarsdóttir. Viðtöl voru líka tekin við allar konurnar og er hugmyndin að setja myndirnar og viðtölin saman í eina bók. Gestir, sem skoða ljósmyndasýninguna eru yfir sig hrifnir. „Mér finnst hún bara glæsileg, þetta er bara mjög flott. Við erum með flott fólk hérna,” segir María Sigurðardóttir íbúi á Hvammstanga. Mikil ánægja er með sýninguna.Magnús Hlynur Hreiðarsson Konurnar á ljósmyndunum koma víða að úr heiminum. „Já, þær eru bara út um allt, þær koma frá öllum hornum heimsins. Og við vorum auðvitað svo heppin fyrir nokkrum árum að fá til okkar nokkrar fjölskyldur frá Sýrlandi og þær eru auðvitað áberandi í samfélaginu. Svo eru hérna fjölmargar konur frá Þýskalandi, nokkrar frá Svíþjóð, það eru hér konur frá Grikklandi, Póllandi og svo mætti áfram halda,” segir Unnur Valborg, sveitarstjóri. Unnur Valborg Hilmarsdóttir sveitarstjóri Húnaþings vestra, sem er mjög stolt af sýningunni.Magnús Hlynur Hreiðarsson Um sýninguna
Húnaþing vestra Menning Ljósmyndun Mest lesið Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Innlent Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Innlent Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Innlent Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Innlent Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Innlent Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Innlent Loftárásum fagnað sem „stórkostlegri jólagjöf“ og meira sagt í vændum Erlent Þau kvöddu á árinu 2025 Erlent Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Innlent Töpuðu tæpum hundrað milljónum Innlent Fleiri fréttir Lögreglumenn eltu lausa hesta Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Umferðin róleg í kirkjugörðunum Töpuðu tæpum hundrað milljónum Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Þörf á að skerpa á verklagi spítalans í heimilisofbeldismálum Engin jólamessa vegna rafmagnsleysis Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Sjá meira