Ríkið eykur kostnaðarþátttöku vegna tannréttinga Árni Sæberg skrifar 27. júlí 2023 18:50 Frá vinstri: Ingibjörg K. Þorsteinsdóttir, Kristín Heimisdóttir, Willum Þór Þórsson, Sigurður Helgi Helgason og Guðlaug Björnsdóttir við undirritun samningsins Stjórnarráðið Heilbrigðisráðherra ásamt fulltrúum Sjúkratrygginga og tannréttingasérfræðinga undirrituðu í dag tímamótasamning um tannréttingar. Samningurinn er sá fyrsti sinnar tegundar og skapar meðal annars forsendur til þess að auka greiðsluþátttöku ríkisins í tannréttingum. Í tilkynningu heilbrigðisráðuneytisins segir að samningurinn sé til þriggja ára og taki gildi 1. september næstkomandi. Hann taki til tannréttingaþjónustu á eigin stofum tannréttingasérfræðinga fyrir sjúkratryggða einstaklinga. Undir samninginn falli bæði almennar tannréttingar barna, þar sem Sjúkratryggingar greiða tannréttingastyrk sem og nauðsynlegar tannréttingar vegna alvarlegra afleiðinga meðfæddra galla, slysa og sjúkdóma. Samhliða gildistöku samningsins muni styrkir vegna almennra tannréttinga hækka. Staða sjúklinga styrkt Í tilkynningu segir að með tilkomu samnings um tannréttingar sé staða sjúklinga styrkt verulega. Til viðbótar við aukna greiðsluþátttöku ríksins í tannréttingum kveði samningurinn á um samstarfsnefnd sem stuðlar að auknu samstarfi og samtali milli hagaðila og tekur á álitamálum sem upp koma varðandi framkvæmd samningsins. Jafnframt sé kveðið á um virka þátttöku í þróun stafrænna lausna, nýrrar tækni og nýsköpunar sem leiðir til aukinnar hagkvæmni og gæða í þjónustu. Fjárhæð styrks enn óákveðin Vinna við breytingar á gildandi reglugerð um þátttöku sjúkratrygginga í kostnaði sjúkratryggðra við tannlækningar standi nú yfir og stefnt sé að því að ný reglugerð taki gildi samhliða gildistöku samningsins. Í henni muni koma fram fjárhæð styrks til almennra tannréttinga og nánari útlistun á greiðsluþátttöku Sjúkratrygginga. Samningurinn byggi á að í gildi sé samstarfsamningur milli Sjúkratrygginga Íslands og Tannlæknafélags Íslands. Slíkur samningur var undirritaður í maí á þessu ári. Dragi úr kostnaði þeirra sem á þjónustunni þurfa að halda „Þetta er mikilvægur samningur sem skapar forsendur til að auka greiðsluþátttöku ríkisins við tannréttingar og draga þannig úr kostnaði þeirra sem þurfa á þjónustunni að halda, í takt við áherslu ríkistjórnarinnar,“ er haft eftir Willum Þór Þórssyni heilbrigðisráðherra í tilkynningu. Þá er haft eftir Sigurði Helga Helgasyni, forstjóra Sjúkratrygginga Íslands, að það sé ákaflega ánægjulegt að nú hafi í fyrsta sinn tekist að semja um alla þjónustu á sviði tannlækninga og skapa þannig forsendur fyrir auknum stuðningi við þá sem mest þurfa á þjónustu tannréttingasérfræðinga að halda. Heilbrigðismál Tannheilsa Sjúkratryggingar Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Mest lesið Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Innlent Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Erlent Hvar er opið á aðfangadag? Innlent Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Erlent Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Innlent Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Innlent Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Innlent Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Innlent Arion banki varar við svikaherferð Innlent Innflytjendamálin almenningi efst í huga Innlent Fleiri fréttir Gleðileg jól kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Maðurinn fundinn Sigríður Halldórsdóttir nýr ritstjóri Kastljóss Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Forsætisráðuneytið eyddi meiru í almannatengla í fyrra en í ár Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Svanhildur Sif heiðruð Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Meðallaun upplýsingafulltrúa hækkuðu hlutfallslega mest Skötuilmurinn leggst yfir landið og Samkeppniseftirlitið ætlar að fylgjast vel með bensínverðinu Áfram auknar líkur á eldgosi Sjá meira
Í tilkynningu heilbrigðisráðuneytisins segir að samningurinn sé til þriggja ára og taki gildi 1. september næstkomandi. Hann taki til tannréttingaþjónustu á eigin stofum tannréttingasérfræðinga fyrir sjúkratryggða einstaklinga. Undir samninginn falli bæði almennar tannréttingar barna, þar sem Sjúkratryggingar greiða tannréttingastyrk sem og nauðsynlegar tannréttingar vegna alvarlegra afleiðinga meðfæddra galla, slysa og sjúkdóma. Samhliða gildistöku samningsins muni styrkir vegna almennra tannréttinga hækka. Staða sjúklinga styrkt Í tilkynningu segir að með tilkomu samnings um tannréttingar sé staða sjúklinga styrkt verulega. Til viðbótar við aukna greiðsluþátttöku ríksins í tannréttingum kveði samningurinn á um samstarfsnefnd sem stuðlar að auknu samstarfi og samtali milli hagaðila og tekur á álitamálum sem upp koma varðandi framkvæmd samningsins. Jafnframt sé kveðið á um virka þátttöku í þróun stafrænna lausna, nýrrar tækni og nýsköpunar sem leiðir til aukinnar hagkvæmni og gæða í þjónustu. Fjárhæð styrks enn óákveðin Vinna við breytingar á gildandi reglugerð um þátttöku sjúkratrygginga í kostnaði sjúkratryggðra við tannlækningar standi nú yfir og stefnt sé að því að ný reglugerð taki gildi samhliða gildistöku samningsins. Í henni muni koma fram fjárhæð styrks til almennra tannréttinga og nánari útlistun á greiðsluþátttöku Sjúkratrygginga. Samningurinn byggi á að í gildi sé samstarfsamningur milli Sjúkratrygginga Íslands og Tannlæknafélags Íslands. Slíkur samningur var undirritaður í maí á þessu ári. Dragi úr kostnaði þeirra sem á þjónustunni þurfa að halda „Þetta er mikilvægur samningur sem skapar forsendur til að auka greiðsluþátttöku ríkisins við tannréttingar og draga þannig úr kostnaði þeirra sem þurfa á þjónustunni að halda, í takt við áherslu ríkistjórnarinnar,“ er haft eftir Willum Þór Þórssyni heilbrigðisráðherra í tilkynningu. Þá er haft eftir Sigurði Helga Helgasyni, forstjóra Sjúkratrygginga Íslands, að það sé ákaflega ánægjulegt að nú hafi í fyrsta sinn tekist að semja um alla þjónustu á sviði tannlækninga og skapa þannig forsendur fyrir auknum stuðningi við þá sem mest þurfa á þjónustu tannréttingasérfræðinga að halda.
Heilbrigðismál Tannheilsa Sjúkratryggingar Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Mest lesið Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Innlent Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Erlent Hvar er opið á aðfangadag? Innlent Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Erlent Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Innlent Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Innlent Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Innlent Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Innlent Arion banki varar við svikaherferð Innlent Innflytjendamálin almenningi efst í huga Innlent Fleiri fréttir Gleðileg jól kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Maðurinn fundinn Sigríður Halldórsdóttir nýr ritstjóri Kastljóss Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Forsætisráðuneytið eyddi meiru í almannatengla í fyrra en í ár Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Svanhildur Sif heiðruð Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Meðallaun upplýsingafulltrúa hækkuðu hlutfallslega mest Skötuilmurinn leggst yfir landið og Samkeppniseftirlitið ætlar að fylgjast vel með bensínverðinu Áfram auknar líkur á eldgosi Sjá meira