Viðurkennir mistök en furðar sig á feluleik biskups Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 27. júlí 2023 12:31 Drífa Hjartardóttir forseti kirkjuþings vonar að umdeildur ráðningarsamningur biskups hafi ekki neikvæð áhrif á afstöðu þjóðarinnar til kirkjunnar. Vísir/Arnar Forseti kirkjuþings segist hafa gert mistök þegar hann gerði samkomulag við biskup um að starfstími hans yrði framlengdur um eitt ár. Biskup hefði átt að láta vita af því að á sama tíma væri verið að gera við hann ráðningarsamning til meira en tveggja ára hjá Biskupsstofu. Starfsmannamál þjóðkirkjunnar hafa verið í mikilli umræðu eftir að Drífa Hjartardóttir, forseti kirkjuþings, vakti athygli á því í vikunni að Ragnhildur Ásgeirsdóttir, framkvæmdastjóri biskupsstofu hafi gert ráðningarsamning við Agnesi M. Sigurðardóttur, biskup Íslands til 31. október 2024. Kjörtímabili Agnesar lauk síðastliðið sumar. Biskupsritari sagði í yfirlýsingu enga réttaróvissu um stöðu biskups og að hún hafi fullt umboð til að sinna þeim verkefnum sem henni eru falin þar til nýr biskup sé kjörinn. Á sama tíma og gerður var ráðningarsamningur við Agnesi á biskupsstofu gerði Drífa, forseti Kirkjuþings, heiðurssamkomulag við Agnesi um áframhaldandi störf hennar til eins árs. Þá hafði nýkjörið kirkjuþing enn ekki komið saman, nefndir höfðu ekki verið skiptaðar og Drífa því ein að störfum. „Ég hef alltaf gert mér grein fyrir því að það væri alveg vafi um að þetta væri rétt en við gerðum þetta samt,“ segir Drífa. „Ég var náttúrulega ekki með kirkjuþing á bak við mig en þetta var það sem við töldum rétt á þessu stigi málsins.“ Skrítið að ekki hafi verið látið vita af ráðningarsamningi Hún hafi ekki vitað af ráðningarsamningnum sem gerður var á biskupsstofu á sama tíma og hafi aðeins haft embætti biskups í huga þegar hún gerði samkomulagið við Agnesi. „Þá finnst mér mjög einkennilegt að ég hafi ekki verið látin vita að það væri verið að gera ráðningarsamning við hana. Það er það sem mér finnst skrítið,“ segir Drífa. Hefði Agnes ekki átt að segja þér frá því? „Auðvitað hefði hún átt að gera það. Þá hefði ég kannski ekki þurft að gera þetta samkomulag við hana ef ég hefði vitað að þetta hefði verið í farvatninu.“ Hefði átt að blása til biskupskjörs síðasta sumar Búið er að boða til biskupskosninga næsta vor en boða hefði átt til kosninga síðastliðið sumar. „Eftir á að hyggja hefði það verið réttast að gera það en þetta er í höndum kjörstjórnar hvenær er kosið. Nú verðum við bara að sjá hvað úrskurðarnefndin gerir. Ég er að fara að funda á mánudag með forsætisnefnd og kjörstjórn og við munum ræða þessi mál,“ segir Drífa. Kæmi til greina að flýta kjöri nýs biskups? „Ég vil ekkert segja um það á þessu stigi.“ Hún voni að málið muni ekki hafa neikvæð áhrif á afstöðu landsmanna til þjóðkirkjunnar. „Ég vona bara að þetta verði ekki til þess að það verði margar úrsagnir úr kirkjunni. Ég er nýkomin af Skálholtshátíð þar sem kom saman fjöldi fólks. Fólkið í landinu er grunneining í kirkjunni og það skiptir miklu máli að því sé sinnt. Fólkið í landinu sem sækir kirkju og er trúað vill ekki svona rugl og það er mjög leiðinlegt að þetta skuli vera svona.“ Þjóðkirkjan Biskupskjör 2024 Tengdar fréttir Enginn vafi á því að ráðning biskups eigi sér stoð í lögum Lögmaður biskups Íslands segir alrangt að Agnes M. Sigurðardóttir hafi ekki umboð til að sinna embættisverkum sínum. Fyrrverandi hæstaréttardómari fullyrti í gær að ákvörðun um nýjan ráðningarsamning ætti sér ekki stoð í lögum 27. júlí 2023 09:01 Telur enga lagaheimild fyrir framlengingu samnings við biskup Fyrrverandi hæstaréttardómari segir ákvörðun um nýjan ráðningarsamning við biskup Íslands ekki eiga sér stoð í lögum. Sá biskup sem nú sitji hafi ekki umboð til að sinna embættisverkum. 26. júlí 2023 13:00 Ragnhildur sú eina sem gat gert ráðningarsamning við Agnesi Eins og stjórnsýslu þjóðkirkjunnar er háttað gat enginn annar en framkvæmdastjóri biskupsstofu gert ráðningarsamning við biskup Íslands. Biskup er starfsmaður þjóðkirkjunnar en heyrir hvorki undir kirkjuþing né rekstrarstofu þjóðkirkjunnar, sem heyrir undir kirkjuþing. 26. júlí 2023 11:33 Mest lesið „Margir sem því miður eru ekki jafn heppnir og ég“ Innlent „Við bara svolítið sitjum uppi með þetta“ Innlent Enn fleirum sagt upp hjá Árvakri Innlent Börn niður í leikskólaaldur um helmingur þeirra sem slasast Innlent Eftirminnilegasta augnablikið á ferlinum: „Hann sat á móti mér nokkuð rauður og þrútinn og hvæsti“ Innlent Árangur aðgerða ekki staðist væntingar almennings Innlent Þessir Íslendingar kvöddu á árinu 2025 Innlent Kolbrúnu Bergþórs sagt upp á Mogganum Innlent Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Erlent Sátt við fyrsta árið og taka stöðuna vegna forfalla ráðherra á næstu dögum Innlent Fleiri fréttir „Við bara svolítið sitjum uppi með þetta“ Börn niður í leikskólaaldur um helmingur þeirra sem slasast „Margir sem því miður eru ekki jafn heppnir og ég“ Sátt við fyrsta árið og taka stöðuna vegna forfalla ráðherra á næstu dögum Tíu létust í umferðinni á árinu og alvarlegustu slysunum fækkar ekki Árangur aðgerða ekki staðist væntingar almennings Enn fleirum sagt upp hjá Árvakri Ríkisstjórnin sek um ósanngjarna mismunun Vonbrigði í menntamálum og áramótasprengja Hafa áhyggjur af frelsissviptingu barna í brottfararstöð Kristrún ræðir við Pétur um borgarstjórnarframboð Níu ráðherrar funda með Höllu Söfnun fyrir Kjartan gengur vel Komu auga á strandaða ferðamenn við Heklu Hvetja fólk til að plokka flugeldarusl á nýársdag Eftirminnilegasta augnablikið á ferlinum: „Hann sat á móti mér nokkuð rauður og þrútinn og hvæsti“ Víðir hefur nú loks tíma fyrir Lunch United Samfélagsmiðlabann án fræðslu stoðar lítið Samfélagsmiðlabann nýtur mikils stuðnings og flugeldasalan í fullum gangi Hægt að gefa hundum róandi og lyf til að gleyma um áramót Sjómenn mótmæla breytingum á samsköttun hjóna 70 prósent landsmanna hlynnt banni Þessir Íslendingar kvöddu á árinu 2025 Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins: „Þorgerður er afar indæl“ Tvö handtekin fyrir þjófnað og þrír fyrir sölu og dreifingu Stoltastur af veiðigjaldinu og telur aðrar skattabreytingar hafa lítil áhrif á heimilin Föðurnum enn haldið sofandi í öndunarvél Fylgi stjórnarflokkanna dalar Föðurnum í Suður-Afríku enn haldið sofandi Skipuðu húsráðanda að elda fyrir sig áður en ræningjarnir ruddust inn Sjá meira
Starfsmannamál þjóðkirkjunnar hafa verið í mikilli umræðu eftir að Drífa Hjartardóttir, forseti kirkjuþings, vakti athygli á því í vikunni að Ragnhildur Ásgeirsdóttir, framkvæmdastjóri biskupsstofu hafi gert ráðningarsamning við Agnesi M. Sigurðardóttur, biskup Íslands til 31. október 2024. Kjörtímabili Agnesar lauk síðastliðið sumar. Biskupsritari sagði í yfirlýsingu enga réttaróvissu um stöðu biskups og að hún hafi fullt umboð til að sinna þeim verkefnum sem henni eru falin þar til nýr biskup sé kjörinn. Á sama tíma og gerður var ráðningarsamningur við Agnesi á biskupsstofu gerði Drífa, forseti Kirkjuþings, heiðurssamkomulag við Agnesi um áframhaldandi störf hennar til eins árs. Þá hafði nýkjörið kirkjuþing enn ekki komið saman, nefndir höfðu ekki verið skiptaðar og Drífa því ein að störfum. „Ég hef alltaf gert mér grein fyrir því að það væri alveg vafi um að þetta væri rétt en við gerðum þetta samt,“ segir Drífa. „Ég var náttúrulega ekki með kirkjuþing á bak við mig en þetta var það sem við töldum rétt á þessu stigi málsins.“ Skrítið að ekki hafi verið látið vita af ráðningarsamningi Hún hafi ekki vitað af ráðningarsamningnum sem gerður var á biskupsstofu á sama tíma og hafi aðeins haft embætti biskups í huga þegar hún gerði samkomulagið við Agnesi. „Þá finnst mér mjög einkennilegt að ég hafi ekki verið látin vita að það væri verið að gera ráðningarsamning við hana. Það er það sem mér finnst skrítið,“ segir Drífa. Hefði Agnes ekki átt að segja þér frá því? „Auðvitað hefði hún átt að gera það. Þá hefði ég kannski ekki þurft að gera þetta samkomulag við hana ef ég hefði vitað að þetta hefði verið í farvatninu.“ Hefði átt að blása til biskupskjörs síðasta sumar Búið er að boða til biskupskosninga næsta vor en boða hefði átt til kosninga síðastliðið sumar. „Eftir á að hyggja hefði það verið réttast að gera það en þetta er í höndum kjörstjórnar hvenær er kosið. Nú verðum við bara að sjá hvað úrskurðarnefndin gerir. Ég er að fara að funda á mánudag með forsætisnefnd og kjörstjórn og við munum ræða þessi mál,“ segir Drífa. Kæmi til greina að flýta kjöri nýs biskups? „Ég vil ekkert segja um það á þessu stigi.“ Hún voni að málið muni ekki hafa neikvæð áhrif á afstöðu landsmanna til þjóðkirkjunnar. „Ég vona bara að þetta verði ekki til þess að það verði margar úrsagnir úr kirkjunni. Ég er nýkomin af Skálholtshátíð þar sem kom saman fjöldi fólks. Fólkið í landinu er grunneining í kirkjunni og það skiptir miklu máli að því sé sinnt. Fólkið í landinu sem sækir kirkju og er trúað vill ekki svona rugl og það er mjög leiðinlegt að þetta skuli vera svona.“
Þjóðkirkjan Biskupskjör 2024 Tengdar fréttir Enginn vafi á því að ráðning biskups eigi sér stoð í lögum Lögmaður biskups Íslands segir alrangt að Agnes M. Sigurðardóttir hafi ekki umboð til að sinna embættisverkum sínum. Fyrrverandi hæstaréttardómari fullyrti í gær að ákvörðun um nýjan ráðningarsamning ætti sér ekki stoð í lögum 27. júlí 2023 09:01 Telur enga lagaheimild fyrir framlengingu samnings við biskup Fyrrverandi hæstaréttardómari segir ákvörðun um nýjan ráðningarsamning við biskup Íslands ekki eiga sér stoð í lögum. Sá biskup sem nú sitji hafi ekki umboð til að sinna embættisverkum. 26. júlí 2023 13:00 Ragnhildur sú eina sem gat gert ráðningarsamning við Agnesi Eins og stjórnsýslu þjóðkirkjunnar er háttað gat enginn annar en framkvæmdastjóri biskupsstofu gert ráðningarsamning við biskup Íslands. Biskup er starfsmaður þjóðkirkjunnar en heyrir hvorki undir kirkjuþing né rekstrarstofu þjóðkirkjunnar, sem heyrir undir kirkjuþing. 26. júlí 2023 11:33 Mest lesið „Margir sem því miður eru ekki jafn heppnir og ég“ Innlent „Við bara svolítið sitjum uppi með þetta“ Innlent Enn fleirum sagt upp hjá Árvakri Innlent Börn niður í leikskólaaldur um helmingur þeirra sem slasast Innlent Eftirminnilegasta augnablikið á ferlinum: „Hann sat á móti mér nokkuð rauður og þrútinn og hvæsti“ Innlent Árangur aðgerða ekki staðist væntingar almennings Innlent Þessir Íslendingar kvöddu á árinu 2025 Innlent Kolbrúnu Bergþórs sagt upp á Mogganum Innlent Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Erlent Sátt við fyrsta árið og taka stöðuna vegna forfalla ráðherra á næstu dögum Innlent Fleiri fréttir „Við bara svolítið sitjum uppi með þetta“ Börn niður í leikskólaaldur um helmingur þeirra sem slasast „Margir sem því miður eru ekki jafn heppnir og ég“ Sátt við fyrsta árið og taka stöðuna vegna forfalla ráðherra á næstu dögum Tíu létust í umferðinni á árinu og alvarlegustu slysunum fækkar ekki Árangur aðgerða ekki staðist væntingar almennings Enn fleirum sagt upp hjá Árvakri Ríkisstjórnin sek um ósanngjarna mismunun Vonbrigði í menntamálum og áramótasprengja Hafa áhyggjur af frelsissviptingu barna í brottfararstöð Kristrún ræðir við Pétur um borgarstjórnarframboð Níu ráðherrar funda með Höllu Söfnun fyrir Kjartan gengur vel Komu auga á strandaða ferðamenn við Heklu Hvetja fólk til að plokka flugeldarusl á nýársdag Eftirminnilegasta augnablikið á ferlinum: „Hann sat á móti mér nokkuð rauður og þrútinn og hvæsti“ Víðir hefur nú loks tíma fyrir Lunch United Samfélagsmiðlabann án fræðslu stoðar lítið Samfélagsmiðlabann nýtur mikils stuðnings og flugeldasalan í fullum gangi Hægt að gefa hundum róandi og lyf til að gleyma um áramót Sjómenn mótmæla breytingum á samsköttun hjóna 70 prósent landsmanna hlynnt banni Þessir Íslendingar kvöddu á árinu 2025 Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins: „Þorgerður er afar indæl“ Tvö handtekin fyrir þjófnað og þrír fyrir sölu og dreifingu Stoltastur af veiðigjaldinu og telur aðrar skattabreytingar hafa lítil áhrif á heimilin Föðurnum enn haldið sofandi í öndunarvél Fylgi stjórnarflokkanna dalar Föðurnum í Suður-Afríku enn haldið sofandi Skipuðu húsráðanda að elda fyrir sig áður en ræningjarnir ruddust inn Sjá meira
Enginn vafi á því að ráðning biskups eigi sér stoð í lögum Lögmaður biskups Íslands segir alrangt að Agnes M. Sigurðardóttir hafi ekki umboð til að sinna embættisverkum sínum. Fyrrverandi hæstaréttardómari fullyrti í gær að ákvörðun um nýjan ráðningarsamning ætti sér ekki stoð í lögum 27. júlí 2023 09:01
Telur enga lagaheimild fyrir framlengingu samnings við biskup Fyrrverandi hæstaréttardómari segir ákvörðun um nýjan ráðningarsamning við biskup Íslands ekki eiga sér stoð í lögum. Sá biskup sem nú sitji hafi ekki umboð til að sinna embættisverkum. 26. júlí 2023 13:00
Ragnhildur sú eina sem gat gert ráðningarsamning við Agnesi Eins og stjórnsýslu þjóðkirkjunnar er háttað gat enginn annar en framkvæmdastjóri biskupsstofu gert ráðningarsamning við biskup Íslands. Biskup er starfsmaður þjóðkirkjunnar en heyrir hvorki undir kirkjuþing né rekstrarstofu þjóðkirkjunnar, sem heyrir undir kirkjuþing. 26. júlí 2023 11:33
Eftirminnilegasta augnablikið á ferlinum: „Hann sat á móti mér nokkuð rauður og þrútinn og hvæsti“ Innlent
Eftirminnilegasta augnablikið á ferlinum: „Hann sat á móti mér nokkuð rauður og þrútinn og hvæsti“
Eftirminnilegasta augnablikið á ferlinum: „Hann sat á móti mér nokkuð rauður og þrútinn og hvæsti“ Innlent