Vill að borgin sekti eða rifti samningi við Terra Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 26. júlí 2023 22:51 Miklar umræður hafa verið um sorphirðu í Reykjavík undanfarið. Teitur Atlason Íbúi í Vesturbæ segir það hafa verið vandamál svo árum skipti að grenndargámar fyllist á augabragði og rusl safnast við þá í marga daga. Hann hvetur borgina til að segja upp samningi við Terra um tæmingu gámanna og beita dagsektum þegar sorp safnast við þá. Margir borgarbúar hafa tekið eftir stútfullum grenndargámum undanfarið, meira en oft áður. Skýringar Terra, sem sinnir tæmingu gámanna fyrir borgina, hafa verið þær að bilun hafi komið upp í búnaði og að aukið álag hafi verið á grenndargámum vegna tunnuskipta í borginni. „Þeir hefðu átt að vera betur undirbúnir ef þeir sáu þetta fyrir. En þetta er ekki nýtt vandamál, þetta er búið að vera svona lengi. Þetta sést kannski betur núna því þeir hafa aldeilis ekki staðið sig í stykkinu,“ segir Teitur Atlason, íbúi í vesturbæ Reykjavíkur. „Það er ekki hægt að benda á einhverja bilaða vél eða einhverja skrúfu sem vantar þegar sorpmál höfuðborgar Íslands eru í algjörum ólestri. Það verður bara að redda þessu einhvern vegin. Það má troða þessu bara inn í einhvern gám á meðan er verið að bíða eftir einhverri skrúfu frá Þýskalandi.“ Fyllist á þremur dögum en tæmdir á sjö daga fresti Þegar fréttastofa leit við á grenndargámanna við Vesturbæjarlaug rétt eftir hádegi í dag var búið að tæma gler- og pappagáma en plastgámurinn var enn stútfullur. „Þetta er frekar léleg lausn. Þetta verður að vera í lagi, ekki sumt heldur allt,“ segir Teitur. Þá sé óeðlilegt að þeir sem hirði sorp úr gámunum geti ekki tekið upp það sem safnast hefur við þá vegna sinnuleysis. Yfirleitt séu gámarnir tæmdir einu sinni í viku en fyllist á þremur dögum. „Eftir því sem mér skilst neita starfsmenn Terra að þrífa upp þetta dót,“ segir Teitur og bendir á haug af plastrusli sem liggur við gámanna. „Hvers konar þjónn er það sem neitar að taka til og segir að þetta sé ekki hans vandamál? Þá á bara að taka fram í samningum við þetta fyrirtæki að þeir eigi að hafa þetta snyrtilegt.“ Sektir eða riftun samnings Leita eigi nýrra lausna. „Það á að segja upp þessum samningum við Terra, fá einhverja aðra til að sinna þessu vegna þess að Terra er ekki að gera þetta. Ég sé fyrir mér að láta kapítalismann virka eins og hann á að virka og fá bara fólk sem á vörubíla með kló til að gera tilboð í verkið. Fá kannski einn mann til að sjá um þessa stöð og kannski eina í viðbót og fá greitt fyrir það, vegna þess að þetta er ekki ódýr þjónusta,“ segir Teitur. Terra fái háar greiðslur í hverjum mánuði fyrir þjónustu sem það sinni ekki. Taka eigi nágrannalöndin til fyrirmyndar þar sem þjónustuaðilar yrðu sektaðir ef rusl myndi hlaðast upp við grenndarstöð. „Ef þetta væri svona í Svíþjóð, þar sem ég bjó um langa hríð, væri fyrirtækið sektað hressilega ef þetta gerðist. Stöðin á ekki að vera full af drasli.“ Fáránlegt að fara á Land Cruiser í Sorpu til að henda nokkrum pappakössum Biðlað hefur verið til fólks að fara með rusl á endurvinnslustöðvar Sorpu ef grenndargámar eru fullir. Teitur segir það fáránlega kröfu á íbúa. „Fullt af íbúum Reykjavíkur eru ekki á bíl. Það er fáránlegt að ef til þess að taka þátt í endurvinnslu og endurnýtingu þurfi maður að eiga bíl. Mér finnst fáránleg sjón, svolítið dæmigert kannski fyrir ástandið, þegar maður sér Land Cruiser fara í Sorpu og henda nokkrum pappakössum. Það er bara rugl. Fólk á að geta ferðast um borgina og sinnt sínum skyldum án þess að taka með sér tvö og hálft tonn af stáli hvert sem það fer.“ Reykjavík Sorphirða Mest lesið „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Innlent Söguleg sátt milli há- og lágmenningar á Klapparstíg Lífið Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Innlent Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Erlent Teiknaði hakakross á hurðina hjá nágrannanum Innlent Rússar myndu nota Donbas til að ráðast enn lengra inn í Úkraínu Erlent Íslendingur á Spáni sagður þungt haldinn vegna hitaslags Innlent Tilkynnt um bíl fullan af bensínbrúsum Innlent Ástandið á Gasa: 42 prósent telja að Íslendingar ættu að beita sér meira Innlent Fleiri fréttir Ástandið á Gasa: 42 prósent telja að Íslendingar ættu að beita sér meira „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Söguleg sátt milli há- og lágmenningar á Klapparstíg Teiknaði hakakross á hurðina hjá nágrannanum Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Skrefi nær draumnum um þjónustuíbúð með vinningnum Minkurinn stakk sér á kaf eftir fiski í Elliðaám Íslendingur á Spáni sagður þungt haldinn vegna hitaslags „Ómetanlegur fjársjóður“ í heimsókn á Íslandi Tilkynnt um bíl fullan af bensínbrúsum Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Tollarnir sem bíta nú þegar, sögulegur fundur og fjársjóður Fækkar sífellt í Þjóðkirkjunni Rithöfundur ráðinn til varnarmálaskrifstofunnar Barinn við barinn en gerandinn farinn Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Gerðu langtímasamning um niðurgreidd liðskipti og brjóstaminnkun Dagbjartur aðstoðar Daða Má Innviðaráðherra leggur af stað í fundaferð um samgöngumálin Áslaug Sigríður Alfreðsdóttir er látin Ellefu ára hetja bjargaði systur sinni frá drukknun Telur enn mögulegt að ná samkomulagi Fagnar áformum um mótun atvinnustefnu Úrskurðaður í gæsluvarðhald grunaður um íkvekju Hlið við Reynisfjöru, tollar og yfirlýsing leiðtoga ESB B sé ekki best Kiðjabergsmálinu hvergi nærri lokið Mannréttindabarátta ekki í samkeppni um athygli Stórfelld líkamsárás og ráðist á dyravörð Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Sjá meira
Margir borgarbúar hafa tekið eftir stútfullum grenndargámum undanfarið, meira en oft áður. Skýringar Terra, sem sinnir tæmingu gámanna fyrir borgina, hafa verið þær að bilun hafi komið upp í búnaði og að aukið álag hafi verið á grenndargámum vegna tunnuskipta í borginni. „Þeir hefðu átt að vera betur undirbúnir ef þeir sáu þetta fyrir. En þetta er ekki nýtt vandamál, þetta er búið að vera svona lengi. Þetta sést kannski betur núna því þeir hafa aldeilis ekki staðið sig í stykkinu,“ segir Teitur Atlason, íbúi í vesturbæ Reykjavíkur. „Það er ekki hægt að benda á einhverja bilaða vél eða einhverja skrúfu sem vantar þegar sorpmál höfuðborgar Íslands eru í algjörum ólestri. Það verður bara að redda þessu einhvern vegin. Það má troða þessu bara inn í einhvern gám á meðan er verið að bíða eftir einhverri skrúfu frá Þýskalandi.“ Fyllist á þremur dögum en tæmdir á sjö daga fresti Þegar fréttastofa leit við á grenndargámanna við Vesturbæjarlaug rétt eftir hádegi í dag var búið að tæma gler- og pappagáma en plastgámurinn var enn stútfullur. „Þetta er frekar léleg lausn. Þetta verður að vera í lagi, ekki sumt heldur allt,“ segir Teitur. Þá sé óeðlilegt að þeir sem hirði sorp úr gámunum geti ekki tekið upp það sem safnast hefur við þá vegna sinnuleysis. Yfirleitt séu gámarnir tæmdir einu sinni í viku en fyllist á þremur dögum. „Eftir því sem mér skilst neita starfsmenn Terra að þrífa upp þetta dót,“ segir Teitur og bendir á haug af plastrusli sem liggur við gámanna. „Hvers konar þjónn er það sem neitar að taka til og segir að þetta sé ekki hans vandamál? Þá á bara að taka fram í samningum við þetta fyrirtæki að þeir eigi að hafa þetta snyrtilegt.“ Sektir eða riftun samnings Leita eigi nýrra lausna. „Það á að segja upp þessum samningum við Terra, fá einhverja aðra til að sinna þessu vegna þess að Terra er ekki að gera þetta. Ég sé fyrir mér að láta kapítalismann virka eins og hann á að virka og fá bara fólk sem á vörubíla með kló til að gera tilboð í verkið. Fá kannski einn mann til að sjá um þessa stöð og kannski eina í viðbót og fá greitt fyrir það, vegna þess að þetta er ekki ódýr þjónusta,“ segir Teitur. Terra fái háar greiðslur í hverjum mánuði fyrir þjónustu sem það sinni ekki. Taka eigi nágrannalöndin til fyrirmyndar þar sem þjónustuaðilar yrðu sektaðir ef rusl myndi hlaðast upp við grenndarstöð. „Ef þetta væri svona í Svíþjóð, þar sem ég bjó um langa hríð, væri fyrirtækið sektað hressilega ef þetta gerðist. Stöðin á ekki að vera full af drasli.“ Fáránlegt að fara á Land Cruiser í Sorpu til að henda nokkrum pappakössum Biðlað hefur verið til fólks að fara með rusl á endurvinnslustöðvar Sorpu ef grenndargámar eru fullir. Teitur segir það fáránlega kröfu á íbúa. „Fullt af íbúum Reykjavíkur eru ekki á bíl. Það er fáránlegt að ef til þess að taka þátt í endurvinnslu og endurnýtingu þurfi maður að eiga bíl. Mér finnst fáránleg sjón, svolítið dæmigert kannski fyrir ástandið, þegar maður sér Land Cruiser fara í Sorpu og henda nokkrum pappakössum. Það er bara rugl. Fólk á að geta ferðast um borgina og sinnt sínum skyldum án þess að taka með sér tvö og hálft tonn af stáli hvert sem það fer.“
Reykjavík Sorphirða Mest lesið „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Innlent Söguleg sátt milli há- og lágmenningar á Klapparstíg Lífið Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Innlent Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Erlent Teiknaði hakakross á hurðina hjá nágrannanum Innlent Rússar myndu nota Donbas til að ráðast enn lengra inn í Úkraínu Erlent Íslendingur á Spáni sagður þungt haldinn vegna hitaslags Innlent Tilkynnt um bíl fullan af bensínbrúsum Innlent Ástandið á Gasa: 42 prósent telja að Íslendingar ættu að beita sér meira Innlent Fleiri fréttir Ástandið á Gasa: 42 prósent telja að Íslendingar ættu að beita sér meira „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Söguleg sátt milli há- og lágmenningar á Klapparstíg Teiknaði hakakross á hurðina hjá nágrannanum Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Skrefi nær draumnum um þjónustuíbúð með vinningnum Minkurinn stakk sér á kaf eftir fiski í Elliðaám Íslendingur á Spáni sagður þungt haldinn vegna hitaslags „Ómetanlegur fjársjóður“ í heimsókn á Íslandi Tilkynnt um bíl fullan af bensínbrúsum Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Tollarnir sem bíta nú þegar, sögulegur fundur og fjársjóður Fækkar sífellt í Þjóðkirkjunni Rithöfundur ráðinn til varnarmálaskrifstofunnar Barinn við barinn en gerandinn farinn Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Gerðu langtímasamning um niðurgreidd liðskipti og brjóstaminnkun Dagbjartur aðstoðar Daða Má Innviðaráðherra leggur af stað í fundaferð um samgöngumálin Áslaug Sigríður Alfreðsdóttir er látin Ellefu ára hetja bjargaði systur sinni frá drukknun Telur enn mögulegt að ná samkomulagi Fagnar áformum um mótun atvinnustefnu Úrskurðaður í gæsluvarðhald grunaður um íkvekju Hlið við Reynisfjöru, tollar og yfirlýsing leiðtoga ESB B sé ekki best Kiðjabergsmálinu hvergi nærri lokið Mannréttindabarátta ekki í samkeppni um athygli Stórfelld líkamsárás og ráðist á dyravörð Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Sjá meira
„Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent
„Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent