Vinsælu tjaldsvæði við Seljalandsfoss lokað Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 26. júlí 2023 06:46 Tjaldstæðið við Hamragarða rétt hjá Seljalandsfossi hefur um árabil verið eitt vinsælasta tjaldstæði landsins. Sögu þess er lokið. Vísir/Vilhelm Vinsælu tjaldsvæði við Hamragarða, rétt hjá Seljalandsfossi, hefur verið lokað. Þá er umferð þeirra sem heimsækja Gljúfrabúa beint á bílastæðið við Seljalandsfoss. Veginum að fossinum var lokað um stund í gær eftir að rúta fór þar út af veginum. „Í skipulagi sem var samþykkt 2019 var gert ráð fyrir því að tjaldsvæðið yrði víkjandi. Og svo er í plönum sveitarfélagsins og landeigenda að byggja upp svæðið upp í sameiningu og að gamli Hamragarðarbærinn gangi í endurnýjun lífdaga og verði allur byggður upp,“ segir Anton Kári Halldórsson, sveitarstjóri Rangárþings eystra í samtali við Vísi. Hann segir að ekki hafi þótt ástæða til á sínum tíma að sveitarfélagið stæði í slíkum tjaldsvæðarekstri. Þeim rekstri hafi verið beint annað. „Auðvitað var þetta æðislegt tjaldsvæði en það er upp á ásýnd svæðisins er náttúrulega líka gott að vera laus við húsbílana og tjöldin þarna, af því að þá nýtur svæðið sín náttúrulega miklu betur.“ Hann segir skipulagsbreytingar við Seljalandsfoss vera verk í vinnslu. Þar þurfi að ná utan um verkefnið og þá sé gert sé ráð fyrir því að þeir sem heimsæki Gljúfrabúa leggi bílum sínum við Seljalandsfoss. „Af því að það er engin þjónusta eftir við hin bílastæðin við Gljúfrabúa. Þetta var allt í lagi á meðan þar var enn þjónusta og klósettin opin. En við lendum í vandræðum ef við missum alla bílaumferð þangað af því að þar er engin aðstaða fyrir fólk.“ Vegalokunin vakti mikla athygli en um tímabundna ráðstöfun var um að ræða, jafnvel þó að tjaldsvæðinu við Hamragarða hafi verið lokað. Vegurinn opinn að nýju Leiðsögumenn urðu þess varir í gær að veginum að Gljúfrabúa hafði verið lokað með plastborða. Heitar umræður sköpuðust um lokunina inni á Facebook hópi leiðsögumanna, hópstjóra og fararstjóra þar sem stéttin velti vöngum yfir því hver stendur að lokuninni. Lokunin féll í grýttan jarðveg og veltu leiðsögumenn því upp hvort leyfi hafi fengist hjá Vegagerðinni fyrir lokuninni. „Ég fékk útskýringar á þessari lokun,“ segir Anton. „Ekki var um neina „harða“ lokun að ræða. Gulur borði var strengdur upp á meðan var verið að vinna að því að losa upp rútu sem þarna fór út af. Skilst að borðinn hafi verið tekinn niður.“ Hann segir að sér sé ekki kunnugt um að slys hafi orðið á fólki vegna rútuslyssins. Um smávægilegt atvik hafi verið að ræða. Sér sé ekki kunnugt um að algengt sé að veginum sé lokað með þessum hætti. Í svörum frá Vegagerðinni vegna málsins kemur fram að Vegagerðin sé ekki veghaldi að umræddum vegi, eins og því er lýst. Vegurinn er í eigu sveitarfélagsins og er sem slíkur einkavegur, sem þýðir að eiganda er heimilt að loka veginum fyrir umferð almennings. „Rétt vestan við veginn sem lokað var er Þórsmerkurvegur (249) sem liggur frá Hringveginum inn í Þórsmörk. Sá vegur er þjóðvegur og er ætlaður almenningi til frjálsrar umferðar.“ Rangárþing eystra Tjaldsvæði Ferðamennska á Íslandi Mest lesið „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent „Hefði ég ekki verið kominn af stað væri ég ekki að tala við þig núna“ Innlent „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Innlent Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Innlent Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Erlent Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Innlent Óprúttnir aðilar hóta rofinni rafmagnstengingu berist greiðsla ekki strax Innlent Ámálaða merkið þótti ekki nógu flott Innlent Líkamsræktarstöð World Class í Laugum rýmd vegna vatnsleka Innlent Vísað úr landi eftir ólöglega dvöl: Togaði í hár konunnar, sparkaði í hana og mölvaði síma hennar Innlent Fleiri fréttir Erlendir hópar komi til Íslands í skamman tíma til að hnupla úr verslunum Líkamsræktarstöðin í Laugum rýmd: Reykurinn reyndist vera gufa Tilkynnt um sjónskerðingu og sjálfsvígshugsanir eftir inntöku þyngdarstjórnunarlyfja Gagnrýni á fegurðarsamkeppnir sé ekki niðurlæging í garð kvenna Líkamsræktarstöð World Class í Laugum rýmd vegna vatnsleka Skuggahliðar þyngdarstjórnunarlyfja og útskúfun vegna BDSM Ámálaða merkið þótti ekki nógu flott Slasaður eftir að tveir bílar skullu saman á hættulegum gatnamótum við Skógafoss Vísað úr landi eftir ólöglega dvöl: Togaði í hár konunnar, sparkaði í hana og mölvaði síma hennar Guðbjörg ráðin skólastjóri í tólfta grunnskóla Hafnarfjarðar Skyldleiki við lögregluþjón þvældist fyrir Stærðar borgarísjaki sást vestur af Látrabjargi „Hefði ég ekki verið kominn af stað væri ég ekki að tala við þig núna“ Kærumál seinkar verklokum við brúagerð í Gufudalssveit Bjóða þeim sem skera niður regnbogafána í heimsókn Valdar strætóleiðir ganga oftar og lengur Hafi ekki forsendur til að efast um ákvörðun Sjúkratrygginga Rannsókn á „bíræfnum“ þjófnaði á viðkvæmu stigi Niðurgreiðsla sálfræðiþjónustu verði tryggð Niðurgreidd sálfræðiþjónusta, tollar á lyf og hitamet Óprúttnir aðilar hóta rofinni rafmagnstengingu berist greiðsla ekki strax „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Allir gangi hamingjusamir úr nýjustu sundlaug landsins Ástandið á Gasa: 42 prósent telja að Íslendingar ættu að beita sér meira „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Teiknaði hakakross á hurðina hjá nágrannanum Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Skrefi nær draumnum um þjónustuíbúð með vinningnum Minkurinn stakk sér á kaf eftir fiski í Elliðaám Íslendingur á Spáni sagður þungt haldinn vegna hitaslags Sjá meira
„Í skipulagi sem var samþykkt 2019 var gert ráð fyrir því að tjaldsvæðið yrði víkjandi. Og svo er í plönum sveitarfélagsins og landeigenda að byggja upp svæðið upp í sameiningu og að gamli Hamragarðarbærinn gangi í endurnýjun lífdaga og verði allur byggður upp,“ segir Anton Kári Halldórsson, sveitarstjóri Rangárþings eystra í samtali við Vísi. Hann segir að ekki hafi þótt ástæða til á sínum tíma að sveitarfélagið stæði í slíkum tjaldsvæðarekstri. Þeim rekstri hafi verið beint annað. „Auðvitað var þetta æðislegt tjaldsvæði en það er upp á ásýnd svæðisins er náttúrulega líka gott að vera laus við húsbílana og tjöldin þarna, af því að þá nýtur svæðið sín náttúrulega miklu betur.“ Hann segir skipulagsbreytingar við Seljalandsfoss vera verk í vinnslu. Þar þurfi að ná utan um verkefnið og þá sé gert sé ráð fyrir því að þeir sem heimsæki Gljúfrabúa leggi bílum sínum við Seljalandsfoss. „Af því að það er engin þjónusta eftir við hin bílastæðin við Gljúfrabúa. Þetta var allt í lagi á meðan þar var enn þjónusta og klósettin opin. En við lendum í vandræðum ef við missum alla bílaumferð þangað af því að þar er engin aðstaða fyrir fólk.“ Vegalokunin vakti mikla athygli en um tímabundna ráðstöfun var um að ræða, jafnvel þó að tjaldsvæðinu við Hamragarða hafi verið lokað. Vegurinn opinn að nýju Leiðsögumenn urðu þess varir í gær að veginum að Gljúfrabúa hafði verið lokað með plastborða. Heitar umræður sköpuðust um lokunina inni á Facebook hópi leiðsögumanna, hópstjóra og fararstjóra þar sem stéttin velti vöngum yfir því hver stendur að lokuninni. Lokunin féll í grýttan jarðveg og veltu leiðsögumenn því upp hvort leyfi hafi fengist hjá Vegagerðinni fyrir lokuninni. „Ég fékk útskýringar á þessari lokun,“ segir Anton. „Ekki var um neina „harða“ lokun að ræða. Gulur borði var strengdur upp á meðan var verið að vinna að því að losa upp rútu sem þarna fór út af. Skilst að borðinn hafi verið tekinn niður.“ Hann segir að sér sé ekki kunnugt um að slys hafi orðið á fólki vegna rútuslyssins. Um smávægilegt atvik hafi verið að ræða. Sér sé ekki kunnugt um að algengt sé að veginum sé lokað með þessum hætti. Í svörum frá Vegagerðinni vegna málsins kemur fram að Vegagerðin sé ekki veghaldi að umræddum vegi, eins og því er lýst. Vegurinn er í eigu sveitarfélagsins og er sem slíkur einkavegur, sem þýðir að eiganda er heimilt að loka veginum fyrir umferð almennings. „Rétt vestan við veginn sem lokað var er Þórsmerkurvegur (249) sem liggur frá Hringveginum inn í Þórsmörk. Sá vegur er þjóðvegur og er ætlaður almenningi til frjálsrar umferðar.“
Rangárþing eystra Tjaldsvæði Ferðamennska á Íslandi Mest lesið „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent „Hefði ég ekki verið kominn af stað væri ég ekki að tala við þig núna“ Innlent „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Innlent Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Innlent Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Erlent Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Innlent Óprúttnir aðilar hóta rofinni rafmagnstengingu berist greiðsla ekki strax Innlent Ámálaða merkið þótti ekki nógu flott Innlent Líkamsræktarstöð World Class í Laugum rýmd vegna vatnsleka Innlent Vísað úr landi eftir ólöglega dvöl: Togaði í hár konunnar, sparkaði í hana og mölvaði síma hennar Innlent Fleiri fréttir Erlendir hópar komi til Íslands í skamman tíma til að hnupla úr verslunum Líkamsræktarstöðin í Laugum rýmd: Reykurinn reyndist vera gufa Tilkynnt um sjónskerðingu og sjálfsvígshugsanir eftir inntöku þyngdarstjórnunarlyfja Gagnrýni á fegurðarsamkeppnir sé ekki niðurlæging í garð kvenna Líkamsræktarstöð World Class í Laugum rýmd vegna vatnsleka Skuggahliðar þyngdarstjórnunarlyfja og útskúfun vegna BDSM Ámálaða merkið þótti ekki nógu flott Slasaður eftir að tveir bílar skullu saman á hættulegum gatnamótum við Skógafoss Vísað úr landi eftir ólöglega dvöl: Togaði í hár konunnar, sparkaði í hana og mölvaði síma hennar Guðbjörg ráðin skólastjóri í tólfta grunnskóla Hafnarfjarðar Skyldleiki við lögregluþjón þvældist fyrir Stærðar borgarísjaki sást vestur af Látrabjargi „Hefði ég ekki verið kominn af stað væri ég ekki að tala við þig núna“ Kærumál seinkar verklokum við brúagerð í Gufudalssveit Bjóða þeim sem skera niður regnbogafána í heimsókn Valdar strætóleiðir ganga oftar og lengur Hafi ekki forsendur til að efast um ákvörðun Sjúkratrygginga Rannsókn á „bíræfnum“ þjófnaði á viðkvæmu stigi Niðurgreiðsla sálfræðiþjónustu verði tryggð Niðurgreidd sálfræðiþjónusta, tollar á lyf og hitamet Óprúttnir aðilar hóta rofinni rafmagnstengingu berist greiðsla ekki strax „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Allir gangi hamingjusamir úr nýjustu sundlaug landsins Ástandið á Gasa: 42 prósent telja að Íslendingar ættu að beita sér meira „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Teiknaði hakakross á hurðina hjá nágrannanum Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Skrefi nær draumnum um þjónustuíbúð með vinningnum Minkurinn stakk sér á kaf eftir fiski í Elliðaám Íslendingur á Spáni sagður þungt haldinn vegna hitaslags Sjá meira
„Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent
Vísað úr landi eftir ólöglega dvöl: Togaði í hár konunnar, sparkaði í hana og mölvaði síma hennar Innlent
„Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent
Vísað úr landi eftir ólöglega dvöl: Togaði í hár konunnar, sparkaði í hana og mölvaði síma hennar Innlent