„Stefán Árni er ekki að fara neitt“ Kári Mímisson skrifar 23. júlí 2023 22:30 Rúnar Kristinsson á hliðarlínunni í leik kvöldsins Vísir/Hulda Margrét Rúnar Kristinsson, þjálfari KR, var að vonum vonsvikinn eftir 2-1 tap KR gegn Víkingum í Vesturbænum nú í kvöld. KR-ingar spiluðu vel og voru ef eitthvað er sterkari aðili leiksins en það voru gestirnir sem fóru heim í Fossvoginn með stigin þrjú. „Það er alltaf súrt að tapa. Mér fannst þetta ekki vera leikur sem við áttum að tapa. Við gefum þeim náttúrulega eitt mark og þeir skora svo annað úr föstu leikatriði. Aron gerir vel þegar hann skallar þetta í netið en þetta kemur úr uppsettu atriði hjá þeim. Ég er fúll að hafa ekki náð að jafna því að við settum pressu á þá hér undir lokin og áttum fína möguleika á því að jafna.“ Rúnar segir að það hafi vantað herslumuninn hjá sínu liði í dag. Það var oft smávægilegt hik á sókn KR á síðasta parti vallarins en liðið náði þó að skapa sér nokkur ágætis færi undir lokin. „Það vantar herslumuninn og smá greddu eins og við segjum sérstaklega inn í boxinu, að ráðast á fyrirgjafirnar sem eru að koma. Ef að þú hleypur ekki inn í svæðin og tekur ekki sénsinn á að boltinn komi þar sem þú vilt fá hann þá náttúrulega skorar þú ekki. Menn voru svolítið að sjá hvert boltinn fer og hlaupa svo af stað í staðinn fyrir að taka sénsinn og fara á undan sendingunni. Bestu framherjarnir gera það og okkur vantaði það og smá greddu í að ráðast á boltann inni í teig.“ Víkingar náðu ekki að skapa sér nein opin marktækifæri í leiknum en vörðust þó vel og refsuðu KR þegar tækifæri gafst. Þó Rúnar sé svekktur segir hann að liðið geti tekið fullt af jákvæðum punktum úr þessum leik hér í kvöld. „Víkingar eru góður og stórhættulegir eins og ég sagði fyrir leik. Þú verður alltaf að hafa góðar gætur á þeim. Þeir komast í fín upphlaup í leiknum, geta haldið bolta og strítt okkur en ég held að við höfum náð að stríða þeim töluvert mikið og ég er ofboðslega ánægður og stoltur af liðinu mínu. Það er ofboðslega fúlt að tapa þegar þú átt fínan leik gegn kannski besta liðinu í deildinni í dag en við þurfum að taka eitthvað jákvætt með okkur út úr þessu því það er fullt af leikjum framundan og við megum ekki láta þetta brjóta okkur niður. Ég held að við getum tekið fullt jákvætt úr leiknum þrátt fyrir að hafa tapað.“ Víkingur og KR mætast aftur í undanúrslitum Mjólkurbikarsins á næstunni. Leikdagur hefur ekki verið settur en Rúnar vonast til að vita það á morgun hvenær sá leikur fari fram. „Ég vænti þess að vita það vonandi á morgun. Það verður öðruvísi leikur, á gervigrasinu þeirra. Það verður að fá að bíða, við þurfum að leysa önnur verkefni áður en við förum að kljást við það.“ Stefán Árni Geirsson hefur verið sagður á förum frá KR. Stefán var ekki í hóp KR í dag en Rúnar segir þó að hann sé ekki á förum. „Hann er ekki að fara neitt. Hann er nýbúinn að skrifa undir nýjan samning og er ekki á neinum förum. Hann meiddist í síðasta leik aftur, önnur meiðsl sem hann fékk og hefur ekkert æft síðan við spiluðum gegn FH. Hann verður áfram hjá KR.“ Blaðamaður Vísis hefur fengið það staðfest frá bæði Stefáni Árna og stjórnarmönnum KR að hann verður áfram í félaginu. Spurður að því hvort eitthvað geti gerst hjá KR í þessum glugga er Rúnar stuttorður. „Ekki eins og staðan er í dag.“ KR Besta deild karla Mest lesið Þungavigtin: Jói Kalli á Tene níu dögum fyrir bikarúrslitaleik Fótbolti Hvernig umspil færi Ísland í? Fótbolti Arsenal að missa menn í meiðsli Fótbolti Vonast til að Barcelona geti stöðvað sigurgöngu Lyon Fótbolti Fyrsti þjálfarinn í NBA fokinn Körfubolti Atli Viðar segir Vöndu ekki réttu manneskjuna til að leiða KSÍ inn í framtíðina Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Úrslitastund í Varsjá Fótbolti Skotar og Danir spila úrslitaleik um farseðil á HM Sport Jón Axel gat ekki komið í veg fyrir tap Körfubolti Þungavigtin: Mike hefur miklar áhyggjur af því að KR falli í körfunni Körfubolti Fleiri fréttir Rebrov: Karakterinn lykilatriði Dagskráin í dag: Úrslitastund í Varsjá Fyrsti þjálfarinn í NBA fokinn Jón Axel gat ekki komið í veg fyrir tap Arsenal að missa menn í meiðsli Skotar og Danir spila úrslitaleik um farseðil á HM Vigdís Lilja á skotskónum Tumi Rúnarsson með fjögur mörk í sigri Ómar og Gísli í aðalhlutverkum hjá Magdeburg í dag Hákon: Þú vilt spila þessa leiki Haukar úr leik í Evrópubikar kvenna Svakalegt kvöld framundan í Úrvalsdeildinni í pílu Spánn og Austurríki við það að komast á HM ´26 Elvar með flestar stoðsendingar í sigri ÍBV með öruggan sigur í Garðabænum Åge Hareide glímir við sjúkdóm Leiðin á HM: Sögulegar sættir í Varsjá Misjafnt gengi Íslendinga í skandinavískum handbolta Arna og Sædís spiluðu í sigri Våleranga „Eggert kominn með stóra brosið og allir glaðir“ Selfoss lagði KA/Þór fyrir norðan Belgar í brasi og þurfa að bíða eftir HM-sæti Svona var fundur Arnars fyrir „dramatík í níutíu mínútur“ Bökuðu botnliðið í miðjum slag við Blika Úti er ævintýri hjá Elínu Klöru en HM tekur við Tólfan boðar til partýs í Varsjá Jói Kalli hættur fjölskyldunnar vegna og Fannar tekur við Lofar að fara sparlega með Isak Skrautlegur ferðadagur Hefði hætt ef Eriksen hefði ekki lifað af Sjá meira
„Það er alltaf súrt að tapa. Mér fannst þetta ekki vera leikur sem við áttum að tapa. Við gefum þeim náttúrulega eitt mark og þeir skora svo annað úr föstu leikatriði. Aron gerir vel þegar hann skallar þetta í netið en þetta kemur úr uppsettu atriði hjá þeim. Ég er fúll að hafa ekki náð að jafna því að við settum pressu á þá hér undir lokin og áttum fína möguleika á því að jafna.“ Rúnar segir að það hafi vantað herslumuninn hjá sínu liði í dag. Það var oft smávægilegt hik á sókn KR á síðasta parti vallarins en liðið náði þó að skapa sér nokkur ágætis færi undir lokin. „Það vantar herslumuninn og smá greddu eins og við segjum sérstaklega inn í boxinu, að ráðast á fyrirgjafirnar sem eru að koma. Ef að þú hleypur ekki inn í svæðin og tekur ekki sénsinn á að boltinn komi þar sem þú vilt fá hann þá náttúrulega skorar þú ekki. Menn voru svolítið að sjá hvert boltinn fer og hlaupa svo af stað í staðinn fyrir að taka sénsinn og fara á undan sendingunni. Bestu framherjarnir gera það og okkur vantaði það og smá greddu í að ráðast á boltann inni í teig.“ Víkingar náðu ekki að skapa sér nein opin marktækifæri í leiknum en vörðust þó vel og refsuðu KR þegar tækifæri gafst. Þó Rúnar sé svekktur segir hann að liðið geti tekið fullt af jákvæðum punktum úr þessum leik hér í kvöld. „Víkingar eru góður og stórhættulegir eins og ég sagði fyrir leik. Þú verður alltaf að hafa góðar gætur á þeim. Þeir komast í fín upphlaup í leiknum, geta haldið bolta og strítt okkur en ég held að við höfum náð að stríða þeim töluvert mikið og ég er ofboðslega ánægður og stoltur af liðinu mínu. Það er ofboðslega fúlt að tapa þegar þú átt fínan leik gegn kannski besta liðinu í deildinni í dag en við þurfum að taka eitthvað jákvætt með okkur út úr þessu því það er fullt af leikjum framundan og við megum ekki láta þetta brjóta okkur niður. Ég held að við getum tekið fullt jákvætt úr leiknum þrátt fyrir að hafa tapað.“ Víkingur og KR mætast aftur í undanúrslitum Mjólkurbikarsins á næstunni. Leikdagur hefur ekki verið settur en Rúnar vonast til að vita það á morgun hvenær sá leikur fari fram. „Ég vænti þess að vita það vonandi á morgun. Það verður öðruvísi leikur, á gervigrasinu þeirra. Það verður að fá að bíða, við þurfum að leysa önnur verkefni áður en við förum að kljást við það.“ Stefán Árni Geirsson hefur verið sagður á förum frá KR. Stefán var ekki í hóp KR í dag en Rúnar segir þó að hann sé ekki á förum. „Hann er ekki að fara neitt. Hann er nýbúinn að skrifa undir nýjan samning og er ekki á neinum förum. Hann meiddist í síðasta leik aftur, önnur meiðsl sem hann fékk og hefur ekkert æft síðan við spiluðum gegn FH. Hann verður áfram hjá KR.“ Blaðamaður Vísis hefur fengið það staðfest frá bæði Stefáni Árna og stjórnarmönnum KR að hann verður áfram í félaginu. Spurður að því hvort eitthvað geti gerst hjá KR í þessum glugga er Rúnar stuttorður. „Ekki eins og staðan er í dag.“
KR Besta deild karla Mest lesið Þungavigtin: Jói Kalli á Tene níu dögum fyrir bikarúrslitaleik Fótbolti Hvernig umspil færi Ísland í? Fótbolti Arsenal að missa menn í meiðsli Fótbolti Vonast til að Barcelona geti stöðvað sigurgöngu Lyon Fótbolti Fyrsti þjálfarinn í NBA fokinn Körfubolti Atli Viðar segir Vöndu ekki réttu manneskjuna til að leiða KSÍ inn í framtíðina Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Úrslitastund í Varsjá Fótbolti Skotar og Danir spila úrslitaleik um farseðil á HM Sport Jón Axel gat ekki komið í veg fyrir tap Körfubolti Þungavigtin: Mike hefur miklar áhyggjur af því að KR falli í körfunni Körfubolti Fleiri fréttir Rebrov: Karakterinn lykilatriði Dagskráin í dag: Úrslitastund í Varsjá Fyrsti þjálfarinn í NBA fokinn Jón Axel gat ekki komið í veg fyrir tap Arsenal að missa menn í meiðsli Skotar og Danir spila úrslitaleik um farseðil á HM Vigdís Lilja á skotskónum Tumi Rúnarsson með fjögur mörk í sigri Ómar og Gísli í aðalhlutverkum hjá Magdeburg í dag Hákon: Þú vilt spila þessa leiki Haukar úr leik í Evrópubikar kvenna Svakalegt kvöld framundan í Úrvalsdeildinni í pílu Spánn og Austurríki við það að komast á HM ´26 Elvar með flestar stoðsendingar í sigri ÍBV með öruggan sigur í Garðabænum Åge Hareide glímir við sjúkdóm Leiðin á HM: Sögulegar sættir í Varsjá Misjafnt gengi Íslendinga í skandinavískum handbolta Arna og Sædís spiluðu í sigri Våleranga „Eggert kominn með stóra brosið og allir glaðir“ Selfoss lagði KA/Þór fyrir norðan Belgar í brasi og þurfa að bíða eftir HM-sæti Svona var fundur Arnars fyrir „dramatík í níutíu mínútur“ Bökuðu botnliðið í miðjum slag við Blika Úti er ævintýri hjá Elínu Klöru en HM tekur við Tólfan boðar til partýs í Varsjá Jói Kalli hættur fjölskyldunnar vegna og Fannar tekur við Lofar að fara sparlega með Isak Skrautlegur ferðadagur Hefði hætt ef Eriksen hefði ekki lifað af Sjá meira