Stal brimbretti af barni og almennt með stæla Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 23. júlí 2023 22:40 Ekki fannst betri mynd af otrinum, enda sjaldan kyrr. Hér liggur hann og hugsar eflaust ekki um neitt annað en brimbretti. AP Photo/Haven Daley) Ágengur otur hefur verið til vandræða á Santa Cruz ströndinni í Kaliforníu í Bandaríkjunum. Oturinn stelur brimbrettum af fólki sem hann svo nagar sér til skemmtunar. Í myndbandsfréttinni hér að neðan má sjá otur hrekja barn af brimbretti og reyna að synda með brettið á brott. Otrar sjást oft á svæðinu þar sem þeir keppast við að gera brimbrettaköppum lífið leitt með því að naga í brettin, en þessi tiltekni otur er sagður ganga lengra en félagar sínir og þykir sérstaklega ágengur. „Þegar fólk brunar á brimbretti hér eru otrar á staðnum. Þeir naga ólarnar og klifra upp á brimbrettin. En þessi otur virtist skæður þegar hann elti strákinn,“ segir Hank Scott, brimbrettakappi. Vandamálið er orðið svo þrálátt að tilefni hefur þótt til að vara við þessum eina otri. Hann ólst upp í haldi en var sleppt út í náttúruna árið 2020. „Þessi otur er með senditæki svo við getum hlustað á merkið frá henni. Þá getum við séð hvar hún er. Hún er líka með merki á bægslinu svo við getum séð hana úr fjarlægð,“ sagði Jessica Fujii, hjá Sea Otter samtökunum. Reyna að lokka hann með brimbretti Dýralífsyfirvöld hafa gert nokkrar tilraunir til að fanga hann og koma af svæðinu án árangurs. „Það er ekki hægt að kasta neti yfir hana í sjónum. Það er ekki hægt að svæfa hana því þá gæti hún drukknað. Þeir þurfa nauðsynlega að ná henni. Þeir hafa notað bretti með beitu. Kafari fer í sjóinn og dregur bretti sem hún klifrar upp á. Kafarinn syndir með brettið að bátnum. Þegar brettið nálgast bátinn stingur hún sér í sjóinn,“ Mark Woodward, ljósmyndari. Dýr Bandaríkin Mest lesið Tálbeitan ákærð fyrir rangt brot Innlent Telja sig hafa fundið skipið sem skaut drónunum Erlent Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Innlent Létu sér andlát Hjörleifs í léttu rúmi liggja Innlent Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Innlent Vissu af auknum töfum en óraði ekki fyrir viðbrögðunum Innlent Lykillinn að kraftaverki að Birgir var frá Íslandi Erlent Frelsisflotinn umkringdur og farþegar fluttir til Ísraels Erlent Samtök „gamalla karla“ sem sumum finnst „kúl“ Innlent Átján tegundir af sólarvörn teknar úr sölu í Ástralíu Erlent Fleiri fréttir Frelsisflotinn umkringdur og farþegar fluttir til Ísraels Jane Goodall látin Telja sig hafa fundið skipið sem skaut drónunum Brýnt að koma rafmagni aftur á kjarnorkuverið „Dimmur dagur“ í sögu Slóvakíu Völdu tveggja ára stúlku sem nýja jómfrúargyðju Höfuðpaur tælingarhóps dæmdur í þrjátíu og fimm ára fangelsi Chunk er loksins „feitasti“ björninn Átján tegundir af sólarvörn teknar úr sölu í Ástralíu Dómari skikkar lækna til að vanda skriftina Tæplega hundrað nemenda saknað Gríðarleg öryggisgæsla í Kaupmannahöfn í aðdraganda leiðtogafundar Ríkisreksturinn í Bandaríkjunum í limbó Tala látinna hækkar á Filippseyjum Lykillinn að kraftaverki að Birgir var frá Íslandi Fleiri en tuttugu látnir eftir jarðskjálfta á Filippseyjum Sendiherra fannst látinn í miðborg Parísar Tillögum Trumps lýst sem uppgjöf Segir herforingjum að búa sig undir átök gegn innlendum „óvinum“ Aðstoðarmaður AfD-leiðtoga í fangelsi fyrir njósnir Stefnir í fyrstu ríkisstöðvunina í sjö ár Ná ekki að leika árangur Wagner eftir Vilja Diddy í ellefu ára fangelsi „Við erum ekki í stríði en við búum ekki við frið“ Um þúsund manns teknir af lífi í Íran það sem af er ári Tugir drengja fastir í rústum skóla sem hrundi til grunna Leiðtogar fagna áætluninni en bíða svara frá Hamas Misstu allt samband við Internetið Erlendir miðlar fjalla um gjaldþrot Play Ísraelar samþykkja friðaráætlun Trumps Sjá meira
Í myndbandsfréttinni hér að neðan má sjá otur hrekja barn af brimbretti og reyna að synda með brettið á brott. Otrar sjást oft á svæðinu þar sem þeir keppast við að gera brimbrettaköppum lífið leitt með því að naga í brettin, en þessi tiltekni otur er sagður ganga lengra en félagar sínir og þykir sérstaklega ágengur. „Þegar fólk brunar á brimbretti hér eru otrar á staðnum. Þeir naga ólarnar og klifra upp á brimbrettin. En þessi otur virtist skæður þegar hann elti strákinn,“ segir Hank Scott, brimbrettakappi. Vandamálið er orðið svo þrálátt að tilefni hefur þótt til að vara við þessum eina otri. Hann ólst upp í haldi en var sleppt út í náttúruna árið 2020. „Þessi otur er með senditæki svo við getum hlustað á merkið frá henni. Þá getum við séð hvar hún er. Hún er líka með merki á bægslinu svo við getum séð hana úr fjarlægð,“ sagði Jessica Fujii, hjá Sea Otter samtökunum. Reyna að lokka hann með brimbretti Dýralífsyfirvöld hafa gert nokkrar tilraunir til að fanga hann og koma af svæðinu án árangurs. „Það er ekki hægt að kasta neti yfir hana í sjónum. Það er ekki hægt að svæfa hana því þá gæti hún drukknað. Þeir þurfa nauðsynlega að ná henni. Þeir hafa notað bretti með beitu. Kafari fer í sjóinn og dregur bretti sem hún klifrar upp á. Kafarinn syndir með brettið að bátnum. Þegar brettið nálgast bátinn stingur hún sér í sjóinn,“ Mark Woodward, ljósmyndari.
Dýr Bandaríkin Mest lesið Tálbeitan ákærð fyrir rangt brot Innlent Telja sig hafa fundið skipið sem skaut drónunum Erlent Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Innlent Létu sér andlát Hjörleifs í léttu rúmi liggja Innlent Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Innlent Vissu af auknum töfum en óraði ekki fyrir viðbrögðunum Innlent Lykillinn að kraftaverki að Birgir var frá Íslandi Erlent Frelsisflotinn umkringdur og farþegar fluttir til Ísraels Erlent Samtök „gamalla karla“ sem sumum finnst „kúl“ Innlent Átján tegundir af sólarvörn teknar úr sölu í Ástralíu Erlent Fleiri fréttir Frelsisflotinn umkringdur og farþegar fluttir til Ísraels Jane Goodall látin Telja sig hafa fundið skipið sem skaut drónunum Brýnt að koma rafmagni aftur á kjarnorkuverið „Dimmur dagur“ í sögu Slóvakíu Völdu tveggja ára stúlku sem nýja jómfrúargyðju Höfuðpaur tælingarhóps dæmdur í þrjátíu og fimm ára fangelsi Chunk er loksins „feitasti“ björninn Átján tegundir af sólarvörn teknar úr sölu í Ástralíu Dómari skikkar lækna til að vanda skriftina Tæplega hundrað nemenda saknað Gríðarleg öryggisgæsla í Kaupmannahöfn í aðdraganda leiðtogafundar Ríkisreksturinn í Bandaríkjunum í limbó Tala látinna hækkar á Filippseyjum Lykillinn að kraftaverki að Birgir var frá Íslandi Fleiri en tuttugu látnir eftir jarðskjálfta á Filippseyjum Sendiherra fannst látinn í miðborg Parísar Tillögum Trumps lýst sem uppgjöf Segir herforingjum að búa sig undir átök gegn innlendum „óvinum“ Aðstoðarmaður AfD-leiðtoga í fangelsi fyrir njósnir Stefnir í fyrstu ríkisstöðvunina í sjö ár Ná ekki að leika árangur Wagner eftir Vilja Diddy í ellefu ára fangelsi „Við erum ekki í stríði en við búum ekki við frið“ Um þúsund manns teknir af lífi í Íran það sem af er ári Tugir drengja fastir í rústum skóla sem hrundi til grunna Leiðtogar fagna áætluninni en bíða svara frá Hamas Misstu allt samband við Internetið Erlendir miðlar fjalla um gjaldþrot Play Ísraelar samþykkja friðaráætlun Trumps Sjá meira