Færeyingar segja grindhvaladráp í samræmi við lög um dýravelferð Kristinn Haukur Guðnason skrifar 23. júlí 2023 16:00 Farþegarnir voru í áfalli efir að hafa horft upp á fjörutíu grindhvali rekna upp í fjöru og drepna með krókum og sveðjum. EPA Færeyska utanríkisráðuneytið hefur gefið út yfirlýsingu til þess að verja grindhvaladráp. Ferðamenn á bresku skemmtiferðaskipi urðu nýlega vitni að drápunum og vakti það óhug hjá mörgum. „Grindhvaladráp í Færeyjum eru ekki stunduð sem gróðastarfsemi heldur eru þetta samfélagslegar veiðar,“ segir í yfirlýsingunni. „Kjötinu er dreift á milli þátttakenda og samfélagsins án greiðslu og notað til matar.“ Eins og Vísir greindi frá í síðustu viku voru það farþegar á skemmtiferðaskipinu Ambassador sem horfðu upp á dráp 40 grindhvala í Þórshöfn fyrir skemmstu. Hvalahjörðinni var smalað á bátum og þyrlum upp á land þar sem þeir hvalirnir voru brytjaðir niður með sveðjum og krókum. Þurfti skipafyrirtækið að biðja um þúsund farþega sína afsökunar og gagnrýndi forstjórinn Færeyinga harðlega fyrir drápin. Það hafi verið vonbrigði að þetta færi fram á meðan skipið væri í höfn. „Dramatísk sjón“ Að sögn ráðuneytisins hefur færeyska ríkisstjórnin ekki áhyggjur af samlífi hvalveiða og hvalaskoðunar í landinu. Drápin geta hins vegar verið „dramatísk sjón“ fyrir þá sem ekki eru vanir því að sjá slátrun spendýra. „Um aðferðir grindhvaladráps gilda ákveðin lög til að tryggja öryggi þátttakenda og velferð dýra,“ segir í yfirlýsingunni. „Samkvæmt vísindalegum gögnum og sífelldri vöktun eru grindhvaladráp í Færeyjum viðurkennd sem sjálfbær.“ Færeyingar séu aftengdir raunveruleikanum Sally Hamilton, hjá dýraverndunarsamtökunum Orca, sagði við breska blaðið Express að færeysk stjórnvöld væru algjörlega aftengd raunveruleikanum. „Þau sem heimsækja Færeyjar sjá að þessar veiðar eru grimmilegar og villimannlegar,“ sagði Hamilton. „Sú hugmynd að blómstrandi ferðamannaiðnaður og grimmilegt grindhvaladráp geti þrifist saman er fráleitt.“ Fleiri dýraverndunarsamtök hafa látið í sér heyra vegna grindhvaladrápanna. Meðal annars The Humane Society sem benda á að óvenjulegt sé að stjórnvöld gefi yfirlýsingar af þessu tagi. Málið hljóti að reynast erfitt á stjórnarheimilinu. „Í síðasta mánuði sáum við Íslendinga stöðva hvalveiðitímabilið á grundvelli dýravelferðar. Við vonumst til þess að Færeyingar geri slíkt hið sama,“ segir í yfirlýsingu samtakanna. Færeyjar Hvalir Dýraheilbrigði Mest lesið Rabbíni drepinn í árásinni Erlent Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Erlent Mikið myrkur þegar ekið var á konu á rafhlaupahjóli Innlent Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Innlent Tvinn-rafmagnsflugvél sem lækka á fargjöldin Erlent Tíu drepnir í skotárás á gyðingahátíð Erlent Segir Kristrúnu verja „lögbrot“ samráðherra síns Innlent Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Innlent Skýrsla ráðherra svari ekki mikilvægum spurningum um brúun bilsins Innlent Tveir látnir eftir skotárás í háskóla Erlent Fleiri fréttir Tólf ára barn á meðal sextán látinna Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Einn í haldi í tengslum við skotárás í Brown-háskóla Rabbíni drepinn í árásinni Grunaðir um að skipuleggja hryðjuverk á jólamarkaði Tíu drepnir í skotárás á gyðingahátíð Tveir látnir eftir skotárás í háskóla Tvinn-rafmagnsflugvél sem lækka á fargjöldin Rannsókn á meintri gagnaöflun um Giuffre felld niður Þingmenn bannaðir á krám vegna skattahækkana Föngum sleppt og viðskiptaþvingunum aflétt Vopnahlé Trumps hélt í nokkrar klukkustundir Witkoff fundar með Selenskí ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Trump, Clinton, Gates og fleiri á nýjum Epstein-myndum Selenskí í Kúpíansk, sem Pútín sagðist hafa hernumið Segir Trump að skipta sér ekki af evrópsku lýðræði Stefna á að taka fleiri skip frá Venesúela Evrópa þurfi að vera búin undir aðra stórstyrjöld Meintur morðingi Kirk mætti fyrir dómara í gær Takmarkar getu ríkjanna til að setja gervigreindinni skorður Bandaríkjamenn vilji koma á fríverslunarsvæði í Donbas Sagður tilbúinn að yfirgefa Venesúela með friðhelgi Hóta að koma fram við Belga eins og Ungverja „Arkitektar gervigreindar“ manneskja ársins hjá Time Fallhlífin flæktist í stélið 900 sviptir ökuleyfinu fyrir að hjóla undir áhrifum áfengis Geta fengið sex milljónir í bætur frá danska ríkinu Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Óvinafögnuður Trumps og Pútíns Missti af afhendingunni en er komin heil á húfi til Osló Sjá meira
„Grindhvaladráp í Færeyjum eru ekki stunduð sem gróðastarfsemi heldur eru þetta samfélagslegar veiðar,“ segir í yfirlýsingunni. „Kjötinu er dreift á milli þátttakenda og samfélagsins án greiðslu og notað til matar.“ Eins og Vísir greindi frá í síðustu viku voru það farþegar á skemmtiferðaskipinu Ambassador sem horfðu upp á dráp 40 grindhvala í Þórshöfn fyrir skemmstu. Hvalahjörðinni var smalað á bátum og þyrlum upp á land þar sem þeir hvalirnir voru brytjaðir niður með sveðjum og krókum. Þurfti skipafyrirtækið að biðja um þúsund farþega sína afsökunar og gagnrýndi forstjórinn Færeyinga harðlega fyrir drápin. Það hafi verið vonbrigði að þetta færi fram á meðan skipið væri í höfn. „Dramatísk sjón“ Að sögn ráðuneytisins hefur færeyska ríkisstjórnin ekki áhyggjur af samlífi hvalveiða og hvalaskoðunar í landinu. Drápin geta hins vegar verið „dramatísk sjón“ fyrir þá sem ekki eru vanir því að sjá slátrun spendýra. „Um aðferðir grindhvaladráps gilda ákveðin lög til að tryggja öryggi þátttakenda og velferð dýra,“ segir í yfirlýsingunni. „Samkvæmt vísindalegum gögnum og sífelldri vöktun eru grindhvaladráp í Færeyjum viðurkennd sem sjálfbær.“ Færeyingar séu aftengdir raunveruleikanum Sally Hamilton, hjá dýraverndunarsamtökunum Orca, sagði við breska blaðið Express að færeysk stjórnvöld væru algjörlega aftengd raunveruleikanum. „Þau sem heimsækja Færeyjar sjá að þessar veiðar eru grimmilegar og villimannlegar,“ sagði Hamilton. „Sú hugmynd að blómstrandi ferðamannaiðnaður og grimmilegt grindhvaladráp geti þrifist saman er fráleitt.“ Fleiri dýraverndunarsamtök hafa látið í sér heyra vegna grindhvaladrápanna. Meðal annars The Humane Society sem benda á að óvenjulegt sé að stjórnvöld gefi yfirlýsingar af þessu tagi. Málið hljóti að reynast erfitt á stjórnarheimilinu. „Í síðasta mánuði sáum við Íslendinga stöðva hvalveiðitímabilið á grundvelli dýravelferðar. Við vonumst til þess að Færeyingar geri slíkt hið sama,“ segir í yfirlýsingu samtakanna.
Færeyjar Hvalir Dýraheilbrigði Mest lesið Rabbíni drepinn í árásinni Erlent Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Erlent Mikið myrkur þegar ekið var á konu á rafhlaupahjóli Innlent Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Innlent Tvinn-rafmagnsflugvél sem lækka á fargjöldin Erlent Tíu drepnir í skotárás á gyðingahátíð Erlent Segir Kristrúnu verja „lögbrot“ samráðherra síns Innlent Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Innlent Skýrsla ráðherra svari ekki mikilvægum spurningum um brúun bilsins Innlent Tveir látnir eftir skotárás í háskóla Erlent Fleiri fréttir Tólf ára barn á meðal sextán látinna Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Einn í haldi í tengslum við skotárás í Brown-háskóla Rabbíni drepinn í árásinni Grunaðir um að skipuleggja hryðjuverk á jólamarkaði Tíu drepnir í skotárás á gyðingahátíð Tveir látnir eftir skotárás í háskóla Tvinn-rafmagnsflugvél sem lækka á fargjöldin Rannsókn á meintri gagnaöflun um Giuffre felld niður Þingmenn bannaðir á krám vegna skattahækkana Föngum sleppt og viðskiptaþvingunum aflétt Vopnahlé Trumps hélt í nokkrar klukkustundir Witkoff fundar með Selenskí ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Trump, Clinton, Gates og fleiri á nýjum Epstein-myndum Selenskí í Kúpíansk, sem Pútín sagðist hafa hernumið Segir Trump að skipta sér ekki af evrópsku lýðræði Stefna á að taka fleiri skip frá Venesúela Evrópa þurfi að vera búin undir aðra stórstyrjöld Meintur morðingi Kirk mætti fyrir dómara í gær Takmarkar getu ríkjanna til að setja gervigreindinni skorður Bandaríkjamenn vilji koma á fríverslunarsvæði í Donbas Sagður tilbúinn að yfirgefa Venesúela með friðhelgi Hóta að koma fram við Belga eins og Ungverja „Arkitektar gervigreindar“ manneskja ársins hjá Time Fallhlífin flæktist í stélið 900 sviptir ökuleyfinu fyrir að hjóla undir áhrifum áfengis Geta fengið sex milljónir í bætur frá danska ríkinu Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Óvinafögnuður Trumps og Pútíns Missti af afhendingunni en er komin heil á húfi til Osló Sjá meira