Bjarni ósammála ákvörðun Svandísar um strandveiðar Kristinn Haukur Guðnason skrifar 23. júlí 2023 14:00 Bjarni kennir starfsfólki matvælaráðuneytisins um styttingu strandveiðitímabilsins en hvetur ráðherra til að breyta ákvörðuninni. Vísir/Vilhelm Þingmaðurinn Bjarni Jónsson segist vera ósammála flokkssystur sinni, matvælaráðherranum Svandísi Svavarsdóttur, varðandi strandveiðar. Hann gagnrýnir ráðuneytið fyrir styttingu tímabilsins og hvetur það til þess að auka við strandveiðikvótann. Segir Bjarni að hægt sé að gera það strax í ár. Þetta kom fram í þættinum Sprengisandi í morgun þar sem Bjarni og Kjartan Páll Sveinsson, formaður Strandveiðifélags Íslands, ræddu um málið. „Með því að fara vel yfir þetta í upphafi sumars þá er hægt að sjá heimildir hér og þar sem hægt er að nýta sem annars féllu niður á fiskveiðiárinu og bæta þeim við strandveiðipottinn. Það gerði núverandi ráðherra með myndarbrag síðastliðið sumar og forveri hennar á árinu undan. Ég er ekki á sama stað og matvælaráðuneytið núna, að það hefði ekki verið hægt að gera slíkt hið sama þetta fiskveiðiárið,“ sagði Bjarni. Aumlegt og lúalegt viðtal Bæði Bjarni og Kjartan sögðu það aumlegt og lúalegt af Þorsteini Sigurðssyni,forstjóra Hafrannsóknarstofnunar að segja í viðtali við RÚV að kvótakerfið væri í uppnámi ef nokkur hundruð tonnum yrði bætt við strandveiðarnar. Ekki múkk hefði heyrst frá sömu stofnun varðandi stórútgerðina. Kjartan var mjög ómyrkur í máli í garð stórútgerðarinnar og SFS hvað varðar umræðuna um skiptingu aflans. Strandveiðimenn hefðu einungis 0,88 prósent kvótans. „Ef það væri ekki fyrir SFS og stórútgerðina þá væri þetta lagað með einu pennastriki. Við verðum að athuga hvers vegna þeir hata okkur svona gjörsamlega eins og pestina. Samningurinn við þjóðina út frá þeirra sjónarhorni er að íslenskur sjávarútvegur sé arðbær en fá þá að vera svolitlir bastarðar á móti. Það er díllinn. Ef það þarf að leggja nokkur sjávarpláss í rúst og skrapa nokkur kóralrif þá er það í lagi,“ sagði Kjartan. ATH: Fréttin hefur verið uppfærð Vinstri græn Sjávarútvegur Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Alþingi Tengdar fréttir Síðasti dagur strandveiða Síðasti dagur strandveiða er í dag og verða þær stöðvaðar frá og með morgundeginum. Þetta er stysta vertíðin í sögu strandveiða á Íslandi. 11. júlí 2023 14:39 Stöðvun strandveiða mótmælt: „Jafnmargir þorskhausar utan Alþingishússins og innan þess“ Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar, sagði Alþingi ekki vera að vinna vinnuna sína í tengslum við aflaheimildir strandveiða á mótmælum Strandveiðifélags Íslands gegn stöðvun strandveiða á Austurvelli í dag. 15. júlí 2023 15:15 Mest lesið Færði féð yfir á eigin reikning til að losa frysta reikninga Innlent Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Innlent Ekið á börn í annað sinn á sama tíma og sama stað Innlent Foreldrar í Garðabæ hvumsa yfir æfingagjöldum Innlent Ákváðu að vera opin gagnvart börnunum varðandi veikindin Erlent Smallville-leikkona opnar sig í fyrsta sinn um aðkomu sína að kynlífssértrúarsöfnuðinum Erlent Erfitt að skilja drengina eftir í Suður-Afríku en jákvætt að þeir séu loks edrú Innlent Uppgötvuðu svikin á fimmtudegi og kærðu aðfaranótt laugardags Innlent Hafa uppgötvað djöflabýflugu Erlent „Jafnvel Kringvarpið í Færeyjum flytur fréttir á ensku“ Innlent Fleiri fréttir Glæpahópar horfa til íslenskra barna og ofbeldisverk til sölu Fresta skurðaðgerðum vegna inflúensufaraldurs Íslensk stjórnvöld viðurkenndu brot „Jafnvel Kringvarpið í Færeyjum flytur fréttir á ensku“ Ekið á börn í annað sinn á sama tíma og sama stað Skjálftum fækkar og kvikan hægir á sér Foreldrar í Garðabæ hvumsa yfir æfingagjöldum Uppgötvuðu svikin á fimmtudegi og kærðu aðfaranótt laugardags Verða með leiðtogaprófkjör 31. janúar Mikið undir á næsta sáttafundi flugumferðarstjóra Vill hætta að kaupa auglýsingar á samfélagsmiðlum Fimm ára fangelsi fyrir að skera mann á háls Færði féð yfir á eigin reikning til að losa frysta reikninga Erfitt að skilja drengina eftir í Suður-Afríku en jákvætt að þeir séu loks edrú Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – seinni dagur Mótefni við RSV muni draga verulega úr álagi og kostnaði Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Ágreiningur, slagsmál og líkamsárás Héldu samverustund þar sem að tvö ár eru liðin Aðdragandinn að endinum hjá ríkislögreglustjóra Bjarga Gunnfaxa með því að flytja inn samskonar flugvél Hvatningarverðlaun gegn einelti afhent á Laugarvatni Tekist á um afgreiðslu velferðarnefndar Þörf á endurskoðun meðferðarheimila fyrir börn Dómsmálaráðherra verði að segja satt og rétt frá Leiðtogaprófkjör hjá Sjálfstæðisflokknum í Reykjavík Mælist nú ekki með eins jákvætt viðhorf til kvenleiðtoga Nýr lögreglustjóri fljótur að ákveða sig og nýir vextir hjá Arion Breytingar á húsaleigulögum samþykktar sem lög Arndís Soffía tekur við af Grími Sjá meira
Þetta kom fram í þættinum Sprengisandi í morgun þar sem Bjarni og Kjartan Páll Sveinsson, formaður Strandveiðifélags Íslands, ræddu um málið. „Með því að fara vel yfir þetta í upphafi sumars þá er hægt að sjá heimildir hér og þar sem hægt er að nýta sem annars féllu niður á fiskveiðiárinu og bæta þeim við strandveiðipottinn. Það gerði núverandi ráðherra með myndarbrag síðastliðið sumar og forveri hennar á árinu undan. Ég er ekki á sama stað og matvælaráðuneytið núna, að það hefði ekki verið hægt að gera slíkt hið sama þetta fiskveiðiárið,“ sagði Bjarni. Aumlegt og lúalegt viðtal Bæði Bjarni og Kjartan sögðu það aumlegt og lúalegt af Þorsteini Sigurðssyni,forstjóra Hafrannsóknarstofnunar að segja í viðtali við RÚV að kvótakerfið væri í uppnámi ef nokkur hundruð tonnum yrði bætt við strandveiðarnar. Ekki múkk hefði heyrst frá sömu stofnun varðandi stórútgerðina. Kjartan var mjög ómyrkur í máli í garð stórútgerðarinnar og SFS hvað varðar umræðuna um skiptingu aflans. Strandveiðimenn hefðu einungis 0,88 prósent kvótans. „Ef það væri ekki fyrir SFS og stórútgerðina þá væri þetta lagað með einu pennastriki. Við verðum að athuga hvers vegna þeir hata okkur svona gjörsamlega eins og pestina. Samningurinn við þjóðina út frá þeirra sjónarhorni er að íslenskur sjávarútvegur sé arðbær en fá þá að vera svolitlir bastarðar á móti. Það er díllinn. Ef það þarf að leggja nokkur sjávarpláss í rúst og skrapa nokkur kóralrif þá er það í lagi,“ sagði Kjartan. ATH: Fréttin hefur verið uppfærð
Vinstri græn Sjávarútvegur Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Alþingi Tengdar fréttir Síðasti dagur strandveiða Síðasti dagur strandveiða er í dag og verða þær stöðvaðar frá og með morgundeginum. Þetta er stysta vertíðin í sögu strandveiða á Íslandi. 11. júlí 2023 14:39 Stöðvun strandveiða mótmælt: „Jafnmargir þorskhausar utan Alþingishússins og innan þess“ Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar, sagði Alþingi ekki vera að vinna vinnuna sína í tengslum við aflaheimildir strandveiða á mótmælum Strandveiðifélags Íslands gegn stöðvun strandveiða á Austurvelli í dag. 15. júlí 2023 15:15 Mest lesið Færði féð yfir á eigin reikning til að losa frysta reikninga Innlent Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Innlent Ekið á börn í annað sinn á sama tíma og sama stað Innlent Foreldrar í Garðabæ hvumsa yfir æfingagjöldum Innlent Ákváðu að vera opin gagnvart börnunum varðandi veikindin Erlent Smallville-leikkona opnar sig í fyrsta sinn um aðkomu sína að kynlífssértrúarsöfnuðinum Erlent Erfitt að skilja drengina eftir í Suður-Afríku en jákvætt að þeir séu loks edrú Innlent Uppgötvuðu svikin á fimmtudegi og kærðu aðfaranótt laugardags Innlent Hafa uppgötvað djöflabýflugu Erlent „Jafnvel Kringvarpið í Færeyjum flytur fréttir á ensku“ Innlent Fleiri fréttir Glæpahópar horfa til íslenskra barna og ofbeldisverk til sölu Fresta skurðaðgerðum vegna inflúensufaraldurs Íslensk stjórnvöld viðurkenndu brot „Jafnvel Kringvarpið í Færeyjum flytur fréttir á ensku“ Ekið á börn í annað sinn á sama tíma og sama stað Skjálftum fækkar og kvikan hægir á sér Foreldrar í Garðabæ hvumsa yfir æfingagjöldum Uppgötvuðu svikin á fimmtudegi og kærðu aðfaranótt laugardags Verða með leiðtogaprófkjör 31. janúar Mikið undir á næsta sáttafundi flugumferðarstjóra Vill hætta að kaupa auglýsingar á samfélagsmiðlum Fimm ára fangelsi fyrir að skera mann á háls Færði féð yfir á eigin reikning til að losa frysta reikninga Erfitt að skilja drengina eftir í Suður-Afríku en jákvætt að þeir séu loks edrú Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – seinni dagur Mótefni við RSV muni draga verulega úr álagi og kostnaði Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Ágreiningur, slagsmál og líkamsárás Héldu samverustund þar sem að tvö ár eru liðin Aðdragandinn að endinum hjá ríkislögreglustjóra Bjarga Gunnfaxa með því að flytja inn samskonar flugvél Hvatningarverðlaun gegn einelti afhent á Laugarvatni Tekist á um afgreiðslu velferðarnefndar Þörf á endurskoðun meðferðarheimila fyrir börn Dómsmálaráðherra verði að segja satt og rétt frá Leiðtogaprófkjör hjá Sjálfstæðisflokknum í Reykjavík Mælist nú ekki með eins jákvætt viðhorf til kvenleiðtoga Nýr lögreglustjóri fljótur að ákveða sig og nýir vextir hjá Arion Breytingar á húsaleigulögum samþykktar sem lög Arndís Soffía tekur við af Grími Sjá meira
Síðasti dagur strandveiða Síðasti dagur strandveiða er í dag og verða þær stöðvaðar frá og með morgundeginum. Þetta er stysta vertíðin í sögu strandveiða á Íslandi. 11. júlí 2023 14:39
Stöðvun strandveiða mótmælt: „Jafnmargir þorskhausar utan Alþingishússins og innan þess“ Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar, sagði Alþingi ekki vera að vinna vinnuna sína í tengslum við aflaheimildir strandveiða á mótmælum Strandveiðifélags Íslands gegn stöðvun strandveiða á Austurvelli í dag. 15. júlí 2023 15:15