Margmenni á Druslugöngunni: „Það var mikið grátið og mikið öskrað“ Kristinn Haukur Guðnason skrifar 22. júlí 2023 17:14 Samstöðufundurinn fór fram á Austurvelli. Steingrímur Dúi Margmenni kom saman í miðborg Reykjavíkur í dag til að ganga hina árlegu Druslugöngu. Á samstöðufundi á Austurvelli greindi fólk frá ofbeldi sem það varð fyrir og skilaði skömminni. „Samstaðan var áþreifanleg. Það var mikið grátið og mikið öskrað. En líka mikið um faðmlög. Þetta var virkilega einstök stund,“ segir Lísa Margrét Gunnarsdóttir, ein af skipuleggjendum Druslugöngunnar sem var gengin í ellefta skiptið í dag. Frá Hallgrímskirkju að Austurvelli. Þegar Vísir náði tali af Lísu Margréti var dagskránni lokið og verið að taka saman. Eins og sjá má á myndunum var gríðarlegur fjöldi saman kominn á göngunni í ár. Gangan hófst við Hallgrímskirkju og gengið var niður Skólavörðustíg og Bankastræti.Steingrímur Dúi „Við höfum enga hugmynd eins og er um hversu margt fólk mætti. Það flaug dróni yfir sem gæti gefið vísbendingar um það. En mætingin fór fram úr okkar björtustu vonum,“ segir Lísa Margrét. Skömminni skilað í ræðu og tónum Meðal þeirra sem fluttu erindi á fundinum voru aktívistahópurinn Öfgar og hin afganska Zahra Hussaini sem starfar sem femínskur sjálfsvarnarþjálfari. Þá var táknmálstúlkurinn Margrét Baldursdóttir að túlka sína síðustu göngu og hélt í kjölfarið ræðu þar sem hún skilaði sinni áratuga gömlu skömm. Að sögn Lísu Margrétar var mikið öskrað og mikið grátið.Steingrímur Dúi Einnig voru flutt tónlistaratriði. Meðal annars frá tónlistarkonunum Lúpínu, Silju Rós og Þórunni Sölku. En Þórunn Salka frumflutti lag sem hún samdi til að vinna úr sínum tilfinningum í kjölfar kynferðisofbeldis. Þá var Mars Proppé kynnir á fundinum. Lísa Margrét segir að allt hafi gengið vel enda sé sjálfboðaliðateymið öflugt. „Þetta stendur okkur mörgum mjög nærri. Þegar þú ert með svona góðan hóp af fólki sem styður þolendur saman þá gerast stórkostlegir hlutir,“ segir hún. Druslugangan Kynferðisofbeldi Tengdar fréttir Finna reiðina og losa hana út í Druslugöngunni Druslugangan fer fram í ellefta skiptið í dag. Hún var fyrst gengin árið 2011 en lá niður í tvö ár í heimsfaraldrinum. Lísa Margrét Gunnarsdóttir, ein af skipuleggjendum göngunnar, segir öll velkomin hvort sem það séu þolendur, aðstandendur eða fólk sem vill styðja við bakið á þeim sem hafa lent í kynferðisofbeldi. 22. júlí 2023 12:46 Mest lesið Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því Innlent „Ég má ekki heita Hrísey en ég má heita Rodriguez“ Innlent „Þau eru að herja á börnin okkar“ Innlent Lofthelgi aftur lokað í Álaborg vegna drónaflugs Erlent James Comey ákærður vegna Rússarannsóknar Erlent Skvísur séu almennt frekar næringarsnauðar og börnin geti orðið matvönd Innlent Minna fólk á að hafa vistir til þriggja daga á heimilinu Innlent Lægð sem valdi meiri usla Innlent Breytingar í vændum á skrifstofu forseta Innlent Dæmigert hundaflaut að spyrja hvort kynin séu tvö Innlent Fleiri fréttir Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því „Ég má ekki heita Hrísey en ég má heita Rodriguez“ Skvísur séu almennt frekar næringarsnauðar og börnin geti orðið matvönd „Þau eru að herja á börnin okkar“ Skipulagði bæjarferðir að vestan þannig að hann kæmist í Blóðbankann Lægð sem valdi meiri usla Minna fólk á að hafa vistir til þriggja daga á heimilinu Dæmigert hundaflaut að spyrja hvort kynin séu tvö Grafalvarleg staða í Danmörku, trampólínlægð og hundaflaut Viðvörunarstig hækkað: Auknar líkur á gosi Refsing fyrir að nauðga þroskaskertum manni milduð Breytingar í vændum á skrifstofu forseta Stærðarinnar grjót féll á fjölfarinn veg Bein útsending: Farið yfir það nýjasta í krabbameinsrannsóknum „Handagangur í öskjunni“ leiddi til þess að menntskælingar fengu áfengi Skæð fuglaflensa greindist á Norðurlandi Uppsagnir hjá Norðuráli í dag Þingmenn ræða stjórnlausa veðmálastarfsemi: Íslendingar Evrópumeistarar Stórt framfaraskref að færa Blóðbankann í Kringluna Austurstræti orðið að göngugötu Íbúar Ártúnsholts hrósa sigri gegn borginni - í bili Fyrsta trampólínlægðin væntanleg á morgun Dóttirin fær einungis að mæta einu sinni í viku í frístund Drónar í Danaveldi og Blóðbankinn opnar í Kringlunni „Skoðun mín skiptir ekki máli“ Nýtt Lækjartorg á ís þar til flóðamat liggur fyrir 3,2 stiga skjálfti í Mýrdalsjökli Óskaði aðstoðar með gríðarstóran hníf Hegðun Helga kunni að skýra skort á símtölum Enska verði orðin ráðandi í atvinnulífi um miðja öld Sjá meira
„Samstaðan var áþreifanleg. Það var mikið grátið og mikið öskrað. En líka mikið um faðmlög. Þetta var virkilega einstök stund,“ segir Lísa Margrét Gunnarsdóttir, ein af skipuleggjendum Druslugöngunnar sem var gengin í ellefta skiptið í dag. Frá Hallgrímskirkju að Austurvelli. Þegar Vísir náði tali af Lísu Margréti var dagskránni lokið og verið að taka saman. Eins og sjá má á myndunum var gríðarlegur fjöldi saman kominn á göngunni í ár. Gangan hófst við Hallgrímskirkju og gengið var niður Skólavörðustíg og Bankastræti.Steingrímur Dúi „Við höfum enga hugmynd eins og er um hversu margt fólk mætti. Það flaug dróni yfir sem gæti gefið vísbendingar um það. En mætingin fór fram úr okkar björtustu vonum,“ segir Lísa Margrét. Skömminni skilað í ræðu og tónum Meðal þeirra sem fluttu erindi á fundinum voru aktívistahópurinn Öfgar og hin afganska Zahra Hussaini sem starfar sem femínskur sjálfsvarnarþjálfari. Þá var táknmálstúlkurinn Margrét Baldursdóttir að túlka sína síðustu göngu og hélt í kjölfarið ræðu þar sem hún skilaði sinni áratuga gömlu skömm. Að sögn Lísu Margrétar var mikið öskrað og mikið grátið.Steingrímur Dúi Einnig voru flutt tónlistaratriði. Meðal annars frá tónlistarkonunum Lúpínu, Silju Rós og Þórunni Sölku. En Þórunn Salka frumflutti lag sem hún samdi til að vinna úr sínum tilfinningum í kjölfar kynferðisofbeldis. Þá var Mars Proppé kynnir á fundinum. Lísa Margrét segir að allt hafi gengið vel enda sé sjálfboðaliðateymið öflugt. „Þetta stendur okkur mörgum mjög nærri. Þegar þú ert með svona góðan hóp af fólki sem styður þolendur saman þá gerast stórkostlegir hlutir,“ segir hún.
Druslugangan Kynferðisofbeldi Tengdar fréttir Finna reiðina og losa hana út í Druslugöngunni Druslugangan fer fram í ellefta skiptið í dag. Hún var fyrst gengin árið 2011 en lá niður í tvö ár í heimsfaraldrinum. Lísa Margrét Gunnarsdóttir, ein af skipuleggjendum göngunnar, segir öll velkomin hvort sem það séu þolendur, aðstandendur eða fólk sem vill styðja við bakið á þeim sem hafa lent í kynferðisofbeldi. 22. júlí 2023 12:46 Mest lesið Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því Innlent „Ég má ekki heita Hrísey en ég má heita Rodriguez“ Innlent „Þau eru að herja á börnin okkar“ Innlent Lofthelgi aftur lokað í Álaborg vegna drónaflugs Erlent James Comey ákærður vegna Rússarannsóknar Erlent Skvísur séu almennt frekar næringarsnauðar og börnin geti orðið matvönd Innlent Minna fólk á að hafa vistir til þriggja daga á heimilinu Innlent Lægð sem valdi meiri usla Innlent Breytingar í vændum á skrifstofu forseta Innlent Dæmigert hundaflaut að spyrja hvort kynin séu tvö Innlent Fleiri fréttir Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því „Ég má ekki heita Hrísey en ég má heita Rodriguez“ Skvísur séu almennt frekar næringarsnauðar og börnin geti orðið matvönd „Þau eru að herja á börnin okkar“ Skipulagði bæjarferðir að vestan þannig að hann kæmist í Blóðbankann Lægð sem valdi meiri usla Minna fólk á að hafa vistir til þriggja daga á heimilinu Dæmigert hundaflaut að spyrja hvort kynin séu tvö Grafalvarleg staða í Danmörku, trampólínlægð og hundaflaut Viðvörunarstig hækkað: Auknar líkur á gosi Refsing fyrir að nauðga þroskaskertum manni milduð Breytingar í vændum á skrifstofu forseta Stærðarinnar grjót féll á fjölfarinn veg Bein útsending: Farið yfir það nýjasta í krabbameinsrannsóknum „Handagangur í öskjunni“ leiddi til þess að menntskælingar fengu áfengi Skæð fuglaflensa greindist á Norðurlandi Uppsagnir hjá Norðuráli í dag Þingmenn ræða stjórnlausa veðmálastarfsemi: Íslendingar Evrópumeistarar Stórt framfaraskref að færa Blóðbankann í Kringluna Austurstræti orðið að göngugötu Íbúar Ártúnsholts hrósa sigri gegn borginni - í bili Fyrsta trampólínlægðin væntanleg á morgun Dóttirin fær einungis að mæta einu sinni í viku í frístund Drónar í Danaveldi og Blóðbankinn opnar í Kringlunni „Skoðun mín skiptir ekki máli“ Nýtt Lækjartorg á ís þar til flóðamat liggur fyrir 3,2 stiga skjálfti í Mýrdalsjökli Óskaði aðstoðar með gríðarstóran hníf Hegðun Helga kunni að skýra skort á símtölum Enska verði orðin ráðandi í atvinnulífi um miðja öld Sjá meira
Finna reiðina og losa hana út í Druslugöngunni Druslugangan fer fram í ellefta skiptið í dag. Hún var fyrst gengin árið 2011 en lá niður í tvö ár í heimsfaraldrinum. Lísa Margrét Gunnarsdóttir, ein af skipuleggjendum göngunnar, segir öll velkomin hvort sem það séu þolendur, aðstandendur eða fólk sem vill styðja við bakið á þeim sem hafa lent í kynferðisofbeldi. 22. júlí 2023 12:46