Foreldrar Hákons og Hauks: Við erum náttúrulega bara fótboltafjölskylda Runólfur Trausti Þórhallsson og Aron Guðmundsson skrifa 22. júlí 2023 12:00 Haukur Andri ásamt foreldrum sínum. Vísir/Ívar Fannar Það getur tekið á að vera foreldri ungra drengja sem iðka íþróttir. Það þekkja Jónína Víglundsdóttir og Haraldur Ingólfsson betur en flestir aðrir foreldrar. Síðustu vikur hafa verið strembnar hjá þeim hjónum þar sem tveir synir þeirra hafa samið við franska knattspyrnuliðið Lille. Annar þeirra, sá eldri, kostaði liðið tæpa tvo og hálfan milljarð íslenskra króna. Hákon Arnar og Haukur Andri Haraldssynir eru báðir gengnir í raðir franska knattspyrnuliðsins Lille. Hákon Arnar er keyptur á fúlgur fjár frá FC Kaupmannahöfn en Haukur Andri kemur inn í unglingalið félagsins frá uppeldisfélaginu ÍA. Foreldrar drengjanna, sem voru ágæt í tuðrusparki á sínum tíma, ræddu við Stöð 2 og Vísi um vistaskiptin og framtíðina. „Þetta hefur verið mjög gaman, viðburðarríkir og langir dagar að baki. Við fórum þarna út til Frakklands, sáum æfingasvæðið hjá Lille og það var mjög skemmtilegt. Maður er kannski ekki alveg búin að ná utan um þessa stöðu, er frekar í praktísku hlutunum núna að skipuleggja og slíkt,“ segir Jónína Víglundsdóttir, móðir drengjanna. Strembnar vikur að baki Haraldur Ingólfsson, faðir Hákons segir að vissulega hafi það verið stressandi tími þegar að félagsskiptin voru á lokametrunum. Þá tilfinningu þekki bæði hann og Jónína eiginkona hans frá sínum eigin leikmannaferlum í fótboltanum en bæði eiga þau yfir að skipa glæstum ferlum í boltanum. Allir sem hafa verið í fótbolta vita að hlutirnir eru ekki klárir fyrr en það er búið að skrifa undir og ganga frá öllum lausum endum. Félagsskipti Hákons hafa tekið töluvert langan tíma og vissulega hefur því fylgt stress, er þetta að fara ganga upp eða ekki. „Þetta hafa verið strembnar vikur en loksins er þetta í húsi og frábært að sjá hann kominn með þetta nýja tækifæri.“ Stjarna Hákonar hefur risið hratt frá því að hann gekk til liðs við FC Kaupmannahöfn frá ÍA árið 2019. Hann sló í gegn með unglingaliði félagsins og vann sig upp í aðalliðið þar sem að hann átti eftir að spila 58 leiki, verða danskur meistari í tvígang sem og danskur bikarmeistari ásamt því að spila - og skora - í Meistaradeild Evrópu. Haraldur segir þetta ferli hafa verið frábært fyrir son sinn. „Það er gaman sjá hluti, sem hann lagði upp með sér í upphafi þessa ferlis, raungerast. FC Kaupmannahöfn setti strax, við komu Hákonar til félagsins, ákveðið prógram fyrir hann af stað í samræmi við þá leið sem hann ætlaði sér að fara og smám saman tekur hann hverja áskorunina á fætur annarri og vinnur sig áfram. Það er frábært að sjá þetta prógram, sem þú leggur upp með í upphafi ferilsins, ganga upp. Þetta sýnir bæði styrk hjá Hákoni, sem og FC Kaupmannahöfn að hafa gefið honum þessar áskoranir. Þetta hefur ekkert bara verið gaman, þetta hefur líka verið mjög erfitt fyrir Hákon og hann þurft stuðning á leiðinni.“ Fréttin heldur áfram eftir viðtalið. Að sögn Jónínu er hægt að finna margt líkt með fyrrum félagi Hákons í Kaupmannahöfn og nýja félagi hans Lille í Frakklandi. „Í grunninn er, bæði hjá FC Kaupmannahöfn sem og hjá Lille, þarna að finna gott fólk. Eftir okkar heimsókn til Frakklands sjáum við margt mjög líkt með félögunum en auðvitað sér maður að þetta er aðeins stærra og meira um sig í Frakklandi heldur en Kaupmannahöfn. Aðstæðurnar sem Lille er að bjóða upp á eru virkilega flottar.“ Með félagsskiptunum tikkar Hákon Arnar í enn eitt boxið sem hann vill fylla út í á sínum leikmannaferli og segir Jónína það hafa verið virkilega gaman að fylgjast með syni sínum á þessum tímamótum. „Hann hefur verið ótrúlega kaldur, hefur ekki verið að láta þennan draum sinn trufla sig mikið. Hann vill bara spila fótbolta, það er það skemmtilegasta sem hann gerir og alltaf er hann til í að leggja sig fram. En það var mjög gaman að sjá hversu tilbúinn hann var í að taka þessari áskorun í Frakklandi. Hann var spenntur fyrir því að komast á æfingu og til í að fara berjast.“ Hákon Arnar er þó ekki eini fjölskyldumeðlimurinn sem er búinn að semja við Lille því félagið hefur einnig samið um kaupverð við ÍA á yngsta bróður hans, hinum 17 ára gamla Hauki Andra. Var það alltaf ljóst að Haukur myndi líka fara til félagsins? „Nei það var alls ekki ljóst og kemur í rauninni mjög óvænt upp fyrir nokkrum vikum síðan,“ svarar Haraldur. „Þá lýsa forráðamenn Lille yfir áhuga á því að fá Hauk til sín líka, segjast hafa verið að fylgjast með honum, en á öðrum forsendum en Hákon. Haukur kemur þarna inn sem leikmaður yngra liðs félagsins. Það var algjörlega af fyrra frumkvæði Lille að þeir reyna að fá Hauk til sín. Þeir voru að leita að miðjumanni inn í sitt yngra lið og þeim fannst Haukur passa mjög vel við sína hugmyndafræði. Þeir gefa Hauki fínan samning og hafa samið við Skagann um kaupverð. Þetta er frábært tækifæri fyrir Hauk, hann mun búa inn á heimavist félagsins og mun æfa og spila við frábærar aðstæður. Með því fær hann flott tækifæri til að þroskast og verða betri fótboltamaður.“ Hákon Andri spilaði sínar fyrstu mínútur fyrir Lille í dag og nýtti þær svo sannarlega. Hann skoraði þrennu á aðeins 45 mínútum í 7-2 sigri Lille á belgíska úrvalsdeildarliðinu Cercle Brugge. Gott að vita af bræðrunum þarna saman úti í Frakklandi „Þeir munu geta stutt hvorn annan þarna úti ásamt kærustu Hákonar,“ segir Jónína. „Það er virkilega góð tilhugsun að vita af þeim þarna saman.“ Eins og fyrr sagði eiga þau hjónin bæði yfir að skipa glæstum leikmannaferlum í boltanum. Jónína er goðsögn á Skaganum þar sem að hún spilaði lengi vel með ÍA og þá á hún að baki A-landsleiki fyrir Íslands hönd. Þá spilaði Haraldur bæði sem atvinnu- og landsliðsmaður. Nú er svo komið að allir drengir þeirra hafa farið út í atvinnumennsku í boltanum. Sá elsti, Tryggvi Hrafn, fór á sínum tíma út í mennskuna en hann spilar nú með Val hér heima í Bestu deildinni. Unnur Ýr spilar svo með ÍA í 2. deildinni og er markahæsti leikmaður þeirra gulklæddu með sjö mörk í tólf leikjum. Hvert er leyndarmálið á bak við þessa staðreynd? „Við höfum svo sem ekkert svar við því,“ segir Haraldur og glottir. Tryggvi Hrafn spilar með Val.Vísir/Hulda Margrét „Að einhverju leyti er þetta kannski genatískt, svo höfum við öll að einhverju leyti verið heppin að því leytinu til að við héldum nokkuð meiðslalaus nema Tryggvi Hrafn. Svo erum við náttúrulega bara fótboltafjölskylda, börnin okkar alast upp við þetta og fótboltinn hefur alltaf verið nálægur. Svo snýst þetta náttúrulega líka um hugarfar, krakkarnir hötuðu að tapa fyrir mér í fótbolta þegar að þau voru yngri og lögðu sig 100 prósent fram í því að reyna vinna mig. Það hefur einhvern veginn skilað sér í öll börnin. Við erum ekki með einhverja eina uppskrift að þessu, er bara samblanda af mörgum þáttum.“ Þá hafi börn þeirra notið góðs af því að alast upp á Skaganum. „Hér við hliðina á fótboltavellinum. Hér eyddu þau löngum dögum í að æfa sjálf og hafa fengið frábæra þjálfun hér. Það er líka hluti af þessu, uppbyggingarstarfið sem þau hafa gengið í gegnum hér hjá ÍA.“ Viðtalið við þau hjón má sjá í spilaranum hér að ofan. Fótbolti ÍA Franski boltinn Íslendingar erlendis Mest lesið Syrgja átján ára fimleikakonu Sport Arnar Þór ráðinn til FIFA: „Himinlifandi að hafa fengið þetta starf“ Fótbolti Fyrsta mark Wirtz í þriðja sigrinum í röð Enski boltinn Írar ætli að fylgja eftir tillögu Heimis Fótbolti Arsenal aftur á toppinn Enski boltinn Watkins hélt ótrúlegri sigurgöngu Villa áfram Enski boltinn Gerir grín að klæðaburði liðsfélaga síns Körfubolti Salah sakaður um dýfu: „Getum ekki keppt við Egypta og dómarana“ Fótbolti Cherki aðalmaðurinn í sigri City Enski boltinn Segir að Arsenal stefni á sögulega fernu á þessu tímabili Enski boltinn Fleiri fréttir Aldrei spilað þarna en sagði strax já „Viss um að ég myndi skora einn daginn“ Mané tryggði Senegal stig Watkins hélt ótrúlegri sigurgöngu Villa áfram Schade og Jiménez sendu Brentford og Fulham í efri hlutann Arsenal aftur á toppinn Fyrsta mark Wirtz í þriðja sigrinum í röð Þjálfari Þóris sá rautt í tapi fyrir Fabregas Salah sakaður um dýfu: „Getum ekki keppt við Egypta og dómarana“ Arnar Þór ráðinn til FIFA: „Himinlifandi að hafa fengið þetta starf“ Tap hjá Tómasi í grannaslagnum og toppbaráttan harðnar Cherki aðalmaðurinn í sigri City Úlfarnir heiðruðu minningu Jota Enn tapa Albert og félagar Andri Lucas frá í mánuð Írar ætli að fylgja eftir tillögu Heimis Þjálfar 2. flokk samhliða því að spila fyrir KR Svakalegur derby-dagur fyrir Tómas Bent og félaga Sjáðu dönsku þrumuna sem færði United-mönnum öll þrjú stigin Segir að Arsenal stefni á sögulega fernu á þessu tímabili Sú besta í heimi ætlar sér að koma til baka löngu fyrir Íslandsleikinn Amorim endaði viðtalið á gamansömum nótum „Við eigum heima í Evrópu“ Malí tók stig af heimamönnum Daninn skaut Man. United upp fyrir Liverpool Amorim segir strákinn í frystinum vera framtíðin hjá Man. United Frönsk fótboltagoðsögn lést á jólunum Martinez með fyrirliðabandið og báðir Fletcher-bræðurnir á bekknum Mo Salah tryggði Egyptum sigur annan leikinn í röð Færeysk landsliðskona til liðs við ÍBV Sjá meira
Hákon Arnar og Haukur Andri Haraldssynir eru báðir gengnir í raðir franska knattspyrnuliðsins Lille. Hákon Arnar er keyptur á fúlgur fjár frá FC Kaupmannahöfn en Haukur Andri kemur inn í unglingalið félagsins frá uppeldisfélaginu ÍA. Foreldrar drengjanna, sem voru ágæt í tuðrusparki á sínum tíma, ræddu við Stöð 2 og Vísi um vistaskiptin og framtíðina. „Þetta hefur verið mjög gaman, viðburðarríkir og langir dagar að baki. Við fórum þarna út til Frakklands, sáum æfingasvæðið hjá Lille og það var mjög skemmtilegt. Maður er kannski ekki alveg búin að ná utan um þessa stöðu, er frekar í praktísku hlutunum núna að skipuleggja og slíkt,“ segir Jónína Víglundsdóttir, móðir drengjanna. Strembnar vikur að baki Haraldur Ingólfsson, faðir Hákons segir að vissulega hafi það verið stressandi tími þegar að félagsskiptin voru á lokametrunum. Þá tilfinningu þekki bæði hann og Jónína eiginkona hans frá sínum eigin leikmannaferlum í fótboltanum en bæði eiga þau yfir að skipa glæstum ferlum í boltanum. Allir sem hafa verið í fótbolta vita að hlutirnir eru ekki klárir fyrr en það er búið að skrifa undir og ganga frá öllum lausum endum. Félagsskipti Hákons hafa tekið töluvert langan tíma og vissulega hefur því fylgt stress, er þetta að fara ganga upp eða ekki. „Þetta hafa verið strembnar vikur en loksins er þetta í húsi og frábært að sjá hann kominn með þetta nýja tækifæri.“ Stjarna Hákonar hefur risið hratt frá því að hann gekk til liðs við FC Kaupmannahöfn frá ÍA árið 2019. Hann sló í gegn með unglingaliði félagsins og vann sig upp í aðalliðið þar sem að hann átti eftir að spila 58 leiki, verða danskur meistari í tvígang sem og danskur bikarmeistari ásamt því að spila - og skora - í Meistaradeild Evrópu. Haraldur segir þetta ferli hafa verið frábært fyrir son sinn. „Það er gaman sjá hluti, sem hann lagði upp með sér í upphafi þessa ferlis, raungerast. FC Kaupmannahöfn setti strax, við komu Hákonar til félagsins, ákveðið prógram fyrir hann af stað í samræmi við þá leið sem hann ætlaði sér að fara og smám saman tekur hann hverja áskorunina á fætur annarri og vinnur sig áfram. Það er frábært að sjá þetta prógram, sem þú leggur upp með í upphafi ferilsins, ganga upp. Þetta sýnir bæði styrk hjá Hákoni, sem og FC Kaupmannahöfn að hafa gefið honum þessar áskoranir. Þetta hefur ekkert bara verið gaman, þetta hefur líka verið mjög erfitt fyrir Hákon og hann þurft stuðning á leiðinni.“ Fréttin heldur áfram eftir viðtalið. Að sögn Jónínu er hægt að finna margt líkt með fyrrum félagi Hákons í Kaupmannahöfn og nýja félagi hans Lille í Frakklandi. „Í grunninn er, bæði hjá FC Kaupmannahöfn sem og hjá Lille, þarna að finna gott fólk. Eftir okkar heimsókn til Frakklands sjáum við margt mjög líkt með félögunum en auðvitað sér maður að þetta er aðeins stærra og meira um sig í Frakklandi heldur en Kaupmannahöfn. Aðstæðurnar sem Lille er að bjóða upp á eru virkilega flottar.“ Með félagsskiptunum tikkar Hákon Arnar í enn eitt boxið sem hann vill fylla út í á sínum leikmannaferli og segir Jónína það hafa verið virkilega gaman að fylgjast með syni sínum á þessum tímamótum. „Hann hefur verið ótrúlega kaldur, hefur ekki verið að láta þennan draum sinn trufla sig mikið. Hann vill bara spila fótbolta, það er það skemmtilegasta sem hann gerir og alltaf er hann til í að leggja sig fram. En það var mjög gaman að sjá hversu tilbúinn hann var í að taka þessari áskorun í Frakklandi. Hann var spenntur fyrir því að komast á æfingu og til í að fara berjast.“ Hákon Arnar er þó ekki eini fjölskyldumeðlimurinn sem er búinn að semja við Lille því félagið hefur einnig samið um kaupverð við ÍA á yngsta bróður hans, hinum 17 ára gamla Hauki Andra. Var það alltaf ljóst að Haukur myndi líka fara til félagsins? „Nei það var alls ekki ljóst og kemur í rauninni mjög óvænt upp fyrir nokkrum vikum síðan,“ svarar Haraldur. „Þá lýsa forráðamenn Lille yfir áhuga á því að fá Hauk til sín líka, segjast hafa verið að fylgjast með honum, en á öðrum forsendum en Hákon. Haukur kemur þarna inn sem leikmaður yngra liðs félagsins. Það var algjörlega af fyrra frumkvæði Lille að þeir reyna að fá Hauk til sín. Þeir voru að leita að miðjumanni inn í sitt yngra lið og þeim fannst Haukur passa mjög vel við sína hugmyndafræði. Þeir gefa Hauki fínan samning og hafa samið við Skagann um kaupverð. Þetta er frábært tækifæri fyrir Hauk, hann mun búa inn á heimavist félagsins og mun æfa og spila við frábærar aðstæður. Með því fær hann flott tækifæri til að þroskast og verða betri fótboltamaður.“ Hákon Andri spilaði sínar fyrstu mínútur fyrir Lille í dag og nýtti þær svo sannarlega. Hann skoraði þrennu á aðeins 45 mínútum í 7-2 sigri Lille á belgíska úrvalsdeildarliðinu Cercle Brugge. Gott að vita af bræðrunum þarna saman úti í Frakklandi „Þeir munu geta stutt hvorn annan þarna úti ásamt kærustu Hákonar,“ segir Jónína. „Það er virkilega góð tilhugsun að vita af þeim þarna saman.“ Eins og fyrr sagði eiga þau hjónin bæði yfir að skipa glæstum leikmannaferlum í boltanum. Jónína er goðsögn á Skaganum þar sem að hún spilaði lengi vel með ÍA og þá á hún að baki A-landsleiki fyrir Íslands hönd. Þá spilaði Haraldur bæði sem atvinnu- og landsliðsmaður. Nú er svo komið að allir drengir þeirra hafa farið út í atvinnumennsku í boltanum. Sá elsti, Tryggvi Hrafn, fór á sínum tíma út í mennskuna en hann spilar nú með Val hér heima í Bestu deildinni. Unnur Ýr spilar svo með ÍA í 2. deildinni og er markahæsti leikmaður þeirra gulklæddu með sjö mörk í tólf leikjum. Hvert er leyndarmálið á bak við þessa staðreynd? „Við höfum svo sem ekkert svar við því,“ segir Haraldur og glottir. Tryggvi Hrafn spilar með Val.Vísir/Hulda Margrét „Að einhverju leyti er þetta kannski genatískt, svo höfum við öll að einhverju leyti verið heppin að því leytinu til að við héldum nokkuð meiðslalaus nema Tryggvi Hrafn. Svo erum við náttúrulega bara fótboltafjölskylda, börnin okkar alast upp við þetta og fótboltinn hefur alltaf verið nálægur. Svo snýst þetta náttúrulega líka um hugarfar, krakkarnir hötuðu að tapa fyrir mér í fótbolta þegar að þau voru yngri og lögðu sig 100 prósent fram í því að reyna vinna mig. Það hefur einhvern veginn skilað sér í öll börnin. Við erum ekki með einhverja eina uppskrift að þessu, er bara samblanda af mörgum þáttum.“ Þá hafi börn þeirra notið góðs af því að alast upp á Skaganum. „Hér við hliðina á fótboltavellinum. Hér eyddu þau löngum dögum í að æfa sjálf og hafa fengið frábæra þjálfun hér. Það er líka hluti af þessu, uppbyggingarstarfið sem þau hafa gengið í gegnum hér hjá ÍA.“ Viðtalið við þau hjón má sjá í spilaranum hér að ofan.
Fótbolti ÍA Franski boltinn Íslendingar erlendis Mest lesið Syrgja átján ára fimleikakonu Sport Arnar Þór ráðinn til FIFA: „Himinlifandi að hafa fengið þetta starf“ Fótbolti Fyrsta mark Wirtz í þriðja sigrinum í röð Enski boltinn Írar ætli að fylgja eftir tillögu Heimis Fótbolti Arsenal aftur á toppinn Enski boltinn Watkins hélt ótrúlegri sigurgöngu Villa áfram Enski boltinn Gerir grín að klæðaburði liðsfélaga síns Körfubolti Salah sakaður um dýfu: „Getum ekki keppt við Egypta og dómarana“ Fótbolti Cherki aðalmaðurinn í sigri City Enski boltinn Segir að Arsenal stefni á sögulega fernu á þessu tímabili Enski boltinn Fleiri fréttir Aldrei spilað þarna en sagði strax já „Viss um að ég myndi skora einn daginn“ Mané tryggði Senegal stig Watkins hélt ótrúlegri sigurgöngu Villa áfram Schade og Jiménez sendu Brentford og Fulham í efri hlutann Arsenal aftur á toppinn Fyrsta mark Wirtz í þriðja sigrinum í röð Þjálfari Þóris sá rautt í tapi fyrir Fabregas Salah sakaður um dýfu: „Getum ekki keppt við Egypta og dómarana“ Arnar Þór ráðinn til FIFA: „Himinlifandi að hafa fengið þetta starf“ Tap hjá Tómasi í grannaslagnum og toppbaráttan harðnar Cherki aðalmaðurinn í sigri City Úlfarnir heiðruðu minningu Jota Enn tapa Albert og félagar Andri Lucas frá í mánuð Írar ætli að fylgja eftir tillögu Heimis Þjálfar 2. flokk samhliða því að spila fyrir KR Svakalegur derby-dagur fyrir Tómas Bent og félaga Sjáðu dönsku þrumuna sem færði United-mönnum öll þrjú stigin Segir að Arsenal stefni á sögulega fernu á þessu tímabili Sú besta í heimi ætlar sér að koma til baka löngu fyrir Íslandsleikinn Amorim endaði viðtalið á gamansömum nótum „Við eigum heima í Evrópu“ Malí tók stig af heimamönnum Daninn skaut Man. United upp fyrir Liverpool Amorim segir strákinn í frystinum vera framtíðin hjá Man. United Frönsk fótboltagoðsögn lést á jólunum Martinez með fyrirliðabandið og báðir Fletcher-bræðurnir á bekknum Mo Salah tryggði Egyptum sigur annan leikinn í röð Færeysk landsliðskona til liðs við ÍBV Sjá meira