Farsímagögn, Chevrolet Avalanche og pizzakassi reyndust lykillinn Hólmfríður Gísladóttir skrifar 21. júlí 2023 07:30 Það er ekki hægt að útiloka að Heuermann hefði náðst töluvert fyrr ef öllum vísbendingum hefði verið fylgt eftir. AP/Fógetinn í Suffolksýslu Það er mögulegt að lögregla hefði getað handsamað raðmorðingjann Rex Heuermann miklu fyrr ef allar vísbendingar í málinu hefðu verið betur gaumgæfðar. Bifreið sem morðinginn ók og vitni tók eftir reyndist lykillinn að lausn málsins. Frá þessu greinir New York Times í ítarlegri umfjöllun. Lögreglan í New York-ríki hafði um langt skeið haft til rannsóknar morð sem kennd voru við Gilgo Beach en ellefu lík höfðu fundist við ströndina fyrir um áratug síðan, þar af fjögur af ungum vændiskonum. Lík þeirra höfðu verið bundin og vafin í strigapoka og þær áttu það einnig sameiginlegt að hafa horfið eftir að hafa farið að hitta kúnna. Þegar nýr lögreglustjóri tók við ákvað hann að gera gangskör í rannsókn málsins og var þá meðal annars óskað gagna sem sýndu fram á við hvaða fjarskiptaturna einnota farsímar morðingjans höfðu tengt við þegar hann hafði samband við konurnar. Gögnin sýndu að á kvöldin og næturnar voru símarnir staðsettir á afmörkuðu svæði í Massapequa Park en á daginn nærri Penn Station á Manhattan. Svæðið í Massapequa Park taldi aðeins nokkur hundruð heimili en vandinn var að afmarka leitina enn frekar. Vatnaskil urðu í málinu í mars í fyrra þegar einn rannsakenda fann lýsingu vitnis á bifreið sem morðinginn ók þegar hann heimsótti eitt fórnarlambanna; fyrstu kynslóðar Chevrolet Avalanche. Eftir leit í gagnabönkum kom í ljós að einn íbúa á svæðinu, Rex Heuermann, hafði átt slíkan bíl þegar fórnarlambið hvarf árið 2010. Heuermann hafði ekki verið á radar lögreglu en hann passaði við lýsingu vitnisins; var stór og mikill. Þá starfaði hann á því svæði á Manhattan þar sem farsímarnir höfðu verið notaðir. In the Gilgo Beach killings, the arrest of a suspect ended years of anguish for some of the victims families. But the investigation, and a key clue, also raised an unsettling question: Could the authorities have solved the case years earlier? https://t.co/Nq8g9aCYmu— The New York Times (@nytimes) July 21, 2023 Það sem gerðist í framhaldinu var að umfangsmikið eftirlit hófst með Heuermann og einnig gagnasöfnun, sem leiddi í ljós að eiginkona hans, sem er íslensk, hafði verið á Íslandi, í Maryland og í New Jersey þegar þrjú morðana voru framin. Þá var lífsýnum safnað, meðal annars af pizzakassa sem Heuermann losaði sig við á Manhattan, og þau borin saman við hár sem fundust á strigapokunum sem fórnarlömbin höfðu verið vafin í. Flest háranna voru talin vera af eiginkonu Heuermann en eitt reyndist af honum sjálfum. Niðurstöðurnar lágu fyrir í júní og var Heuermann handtekinn í kjölfarið en hann hafði haldið áfram að heimsækja vændiskonur og höfðu rannsakendur nokkrar áhyggjur af því að hann myndi láta til skarar skríða á ný. Rannsókn lögreglu leiddi einnig í ljós að Hauermann átti barnaklám á tölvu sinni og þá hafði hann margoft leitað að upplýsingum í tengslum við morðin við Gilgo Beach, meðal annars: Af hverju hefur Long Island raðmorðinginn ekki náðst? Embættismenn sem New York Times ræddi við sögðust gera ráð fyrir því að það yrði rannsakað hvers vegna vitnisburðinum um bifreiðina var ekki fylgt eftir fyrr. Bandaríkin Erlend sakamál Tengdar fréttir Systir Ásu Ellerup: „Við höfum ekki heyrt neitt frá henni“ Fjölskylda Ásu Ellerup, eiginkonu Rex Heuermann, hefur enga hugmynd um hver staðan er á henni þessa dagana eða hvar hún er niðurkomin. Þetta kemur fram í frétt á vef Daily Mail þar sem rætt er við Jóhönnu Ellerup, systur Ásu og mágkonu Heuermann. 19. júlí 2023 18:16 Ýmist lýst sem ógnvekjandi nágranna eða tryggum fjölskylduföður Það tók rannsakendur fimmtán ár að komast á snoðir um það hver morðinginn, að baki „morðunum á Gilgo ströndinni“, væri. Rannsakendur telja sig hafa fundið morðingjann, Rex Heuermann, sem hefur lifað tvöföldu lífi á Long Island í New York undanfarna áratugi. Honum er bæði lýst sem samviskusömum fjölskyldumanni og ógnvekjandi nágranna með stuttan þráð. 15. júlí 2023 23:59 Grunaður raðmorðingi giftur íslenskri konu Maðurinn, sem handtekinn var í New York í gær og er ákærður fyrir að myrða þrjár konur, er giftur íslenskri konu. Spjótin beindust meðal annars að honum vegna DNA-sýnis sem fannst á konunum þremur og talið er vera af íslensku konunni. 14. júlí 2023 22:06 Skæður raðmorðingi loks gómaður Lögreglan í New York hefur handtekið mann sem grunaður er um aðild að „Morðunum á Gilgo Beach“ svokölluðu. Hann er talinn hafa myrt nokkrar konur en líkamsleifar ellefu manns hafa fundist við rannsókn morðanna frá árinu 2010. 14. júlí 2023 14:20 Mest lesið Tálbeitan ákærð fyrir rangt brot Innlent Telja sig hafa fundið skipið sem skaut drónunum Erlent Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Innlent Létu sér andlát Hjörleifs í léttu rúmi liggja Innlent Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Innlent Vissu af auknum töfum en óraði ekki fyrir viðbrögðunum Innlent Lykillinn að kraftaverki að Birgir var frá Íslandi Erlent Frelsisflotinn umkringdur og farþegar fluttir til Ísraels Erlent Samtök „gamalla karla“ sem sumum finnst „kúl“ Innlent Átján tegundir af sólarvörn teknar úr sölu í Ástralíu Erlent Fleiri fréttir Frelsisflotinn umkringdur og farþegar fluttir til Ísraels Jane Goodall látin Telja sig hafa fundið skipið sem skaut drónunum Brýnt að koma rafmagni aftur á kjarnorkuverið „Dimmur dagur“ í sögu Slóvakíu Völdu tveggja ára stúlku sem nýja jómfrúargyðju Höfuðpaur tælingarhóps dæmdur í þrjátíu og fimm ára fangelsi Chunk er loksins „feitasti“ björninn Átján tegundir af sólarvörn teknar úr sölu í Ástralíu Dómari skikkar lækna til að vanda skriftina Tæplega hundrað nemenda saknað Gríðarleg öryggisgæsla í Kaupmannahöfn í aðdraganda leiðtogafundar Ríkisreksturinn í Bandaríkjunum í limbó Tala látinna hækkar á Filippseyjum Lykillinn að kraftaverki að Birgir var frá Íslandi Fleiri en tuttugu látnir eftir jarðskjálfta á Filippseyjum Sendiherra fannst látinn í miðborg Parísar Tillögum Trumps lýst sem uppgjöf Segir herforingjum að búa sig undir átök gegn innlendum „óvinum“ Aðstoðarmaður AfD-leiðtoga í fangelsi fyrir njósnir Stefnir í fyrstu ríkisstöðvunina í sjö ár Ná ekki að leika árangur Wagner eftir Vilja Diddy í ellefu ára fangelsi „Við erum ekki í stríði en við búum ekki við frið“ Um þúsund manns teknir af lífi í Íran það sem af er ári Tugir drengja fastir í rústum skóla sem hrundi til grunna Leiðtogar fagna áætluninni en bíða svara frá Hamas Misstu allt samband við Internetið Erlendir miðlar fjalla um gjaldþrot Play Ísraelar samþykkja friðaráætlun Trumps Sjá meira
Frá þessu greinir New York Times í ítarlegri umfjöllun. Lögreglan í New York-ríki hafði um langt skeið haft til rannsóknar morð sem kennd voru við Gilgo Beach en ellefu lík höfðu fundist við ströndina fyrir um áratug síðan, þar af fjögur af ungum vændiskonum. Lík þeirra höfðu verið bundin og vafin í strigapoka og þær áttu það einnig sameiginlegt að hafa horfið eftir að hafa farið að hitta kúnna. Þegar nýr lögreglustjóri tók við ákvað hann að gera gangskör í rannsókn málsins og var þá meðal annars óskað gagna sem sýndu fram á við hvaða fjarskiptaturna einnota farsímar morðingjans höfðu tengt við þegar hann hafði samband við konurnar. Gögnin sýndu að á kvöldin og næturnar voru símarnir staðsettir á afmörkuðu svæði í Massapequa Park en á daginn nærri Penn Station á Manhattan. Svæðið í Massapequa Park taldi aðeins nokkur hundruð heimili en vandinn var að afmarka leitina enn frekar. Vatnaskil urðu í málinu í mars í fyrra þegar einn rannsakenda fann lýsingu vitnis á bifreið sem morðinginn ók þegar hann heimsótti eitt fórnarlambanna; fyrstu kynslóðar Chevrolet Avalanche. Eftir leit í gagnabönkum kom í ljós að einn íbúa á svæðinu, Rex Heuermann, hafði átt slíkan bíl þegar fórnarlambið hvarf árið 2010. Heuermann hafði ekki verið á radar lögreglu en hann passaði við lýsingu vitnisins; var stór og mikill. Þá starfaði hann á því svæði á Manhattan þar sem farsímarnir höfðu verið notaðir. In the Gilgo Beach killings, the arrest of a suspect ended years of anguish for some of the victims families. But the investigation, and a key clue, also raised an unsettling question: Could the authorities have solved the case years earlier? https://t.co/Nq8g9aCYmu— The New York Times (@nytimes) July 21, 2023 Það sem gerðist í framhaldinu var að umfangsmikið eftirlit hófst með Heuermann og einnig gagnasöfnun, sem leiddi í ljós að eiginkona hans, sem er íslensk, hafði verið á Íslandi, í Maryland og í New Jersey þegar þrjú morðana voru framin. Þá var lífsýnum safnað, meðal annars af pizzakassa sem Heuermann losaði sig við á Manhattan, og þau borin saman við hár sem fundust á strigapokunum sem fórnarlömbin höfðu verið vafin í. Flest háranna voru talin vera af eiginkonu Heuermann en eitt reyndist af honum sjálfum. Niðurstöðurnar lágu fyrir í júní og var Heuermann handtekinn í kjölfarið en hann hafði haldið áfram að heimsækja vændiskonur og höfðu rannsakendur nokkrar áhyggjur af því að hann myndi láta til skarar skríða á ný. Rannsókn lögreglu leiddi einnig í ljós að Hauermann átti barnaklám á tölvu sinni og þá hafði hann margoft leitað að upplýsingum í tengslum við morðin við Gilgo Beach, meðal annars: Af hverju hefur Long Island raðmorðinginn ekki náðst? Embættismenn sem New York Times ræddi við sögðust gera ráð fyrir því að það yrði rannsakað hvers vegna vitnisburðinum um bifreiðina var ekki fylgt eftir fyrr.
Bandaríkin Erlend sakamál Tengdar fréttir Systir Ásu Ellerup: „Við höfum ekki heyrt neitt frá henni“ Fjölskylda Ásu Ellerup, eiginkonu Rex Heuermann, hefur enga hugmynd um hver staðan er á henni þessa dagana eða hvar hún er niðurkomin. Þetta kemur fram í frétt á vef Daily Mail þar sem rætt er við Jóhönnu Ellerup, systur Ásu og mágkonu Heuermann. 19. júlí 2023 18:16 Ýmist lýst sem ógnvekjandi nágranna eða tryggum fjölskylduföður Það tók rannsakendur fimmtán ár að komast á snoðir um það hver morðinginn, að baki „morðunum á Gilgo ströndinni“, væri. Rannsakendur telja sig hafa fundið morðingjann, Rex Heuermann, sem hefur lifað tvöföldu lífi á Long Island í New York undanfarna áratugi. Honum er bæði lýst sem samviskusömum fjölskyldumanni og ógnvekjandi nágranna með stuttan þráð. 15. júlí 2023 23:59 Grunaður raðmorðingi giftur íslenskri konu Maðurinn, sem handtekinn var í New York í gær og er ákærður fyrir að myrða þrjár konur, er giftur íslenskri konu. Spjótin beindust meðal annars að honum vegna DNA-sýnis sem fannst á konunum þremur og talið er vera af íslensku konunni. 14. júlí 2023 22:06 Skæður raðmorðingi loks gómaður Lögreglan í New York hefur handtekið mann sem grunaður er um aðild að „Morðunum á Gilgo Beach“ svokölluðu. Hann er talinn hafa myrt nokkrar konur en líkamsleifar ellefu manns hafa fundist við rannsókn morðanna frá árinu 2010. 14. júlí 2023 14:20 Mest lesið Tálbeitan ákærð fyrir rangt brot Innlent Telja sig hafa fundið skipið sem skaut drónunum Erlent Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Innlent Létu sér andlát Hjörleifs í léttu rúmi liggja Innlent Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Innlent Vissu af auknum töfum en óraði ekki fyrir viðbrögðunum Innlent Lykillinn að kraftaverki að Birgir var frá Íslandi Erlent Frelsisflotinn umkringdur og farþegar fluttir til Ísraels Erlent Samtök „gamalla karla“ sem sumum finnst „kúl“ Innlent Átján tegundir af sólarvörn teknar úr sölu í Ástralíu Erlent Fleiri fréttir Frelsisflotinn umkringdur og farþegar fluttir til Ísraels Jane Goodall látin Telja sig hafa fundið skipið sem skaut drónunum Brýnt að koma rafmagni aftur á kjarnorkuverið „Dimmur dagur“ í sögu Slóvakíu Völdu tveggja ára stúlku sem nýja jómfrúargyðju Höfuðpaur tælingarhóps dæmdur í þrjátíu og fimm ára fangelsi Chunk er loksins „feitasti“ björninn Átján tegundir af sólarvörn teknar úr sölu í Ástralíu Dómari skikkar lækna til að vanda skriftina Tæplega hundrað nemenda saknað Gríðarleg öryggisgæsla í Kaupmannahöfn í aðdraganda leiðtogafundar Ríkisreksturinn í Bandaríkjunum í limbó Tala látinna hækkar á Filippseyjum Lykillinn að kraftaverki að Birgir var frá Íslandi Fleiri en tuttugu látnir eftir jarðskjálfta á Filippseyjum Sendiherra fannst látinn í miðborg Parísar Tillögum Trumps lýst sem uppgjöf Segir herforingjum að búa sig undir átök gegn innlendum „óvinum“ Aðstoðarmaður AfD-leiðtoga í fangelsi fyrir njósnir Stefnir í fyrstu ríkisstöðvunina í sjö ár Ná ekki að leika árangur Wagner eftir Vilja Diddy í ellefu ára fangelsi „Við erum ekki í stríði en við búum ekki við frið“ Um þúsund manns teknir af lífi í Íran það sem af er ári Tugir drengja fastir í rústum skóla sem hrundi til grunna Leiðtogar fagna áætluninni en bíða svara frá Hamas Misstu allt samband við Internetið Erlendir miðlar fjalla um gjaldþrot Play Ísraelar samþykkja friðaráætlun Trumps Sjá meira
Systir Ásu Ellerup: „Við höfum ekki heyrt neitt frá henni“ Fjölskylda Ásu Ellerup, eiginkonu Rex Heuermann, hefur enga hugmynd um hver staðan er á henni þessa dagana eða hvar hún er niðurkomin. Þetta kemur fram í frétt á vef Daily Mail þar sem rætt er við Jóhönnu Ellerup, systur Ásu og mágkonu Heuermann. 19. júlí 2023 18:16
Ýmist lýst sem ógnvekjandi nágranna eða tryggum fjölskylduföður Það tók rannsakendur fimmtán ár að komast á snoðir um það hver morðinginn, að baki „morðunum á Gilgo ströndinni“, væri. Rannsakendur telja sig hafa fundið morðingjann, Rex Heuermann, sem hefur lifað tvöföldu lífi á Long Island í New York undanfarna áratugi. Honum er bæði lýst sem samviskusömum fjölskyldumanni og ógnvekjandi nágranna með stuttan þráð. 15. júlí 2023 23:59
Grunaður raðmorðingi giftur íslenskri konu Maðurinn, sem handtekinn var í New York í gær og er ákærður fyrir að myrða þrjár konur, er giftur íslenskri konu. Spjótin beindust meðal annars að honum vegna DNA-sýnis sem fannst á konunum þremur og talið er vera af íslensku konunni. 14. júlí 2023 22:06
Skæður raðmorðingi loks gómaður Lögreglan í New York hefur handtekið mann sem grunaður er um aðild að „Morðunum á Gilgo Beach“ svokölluðu. Hann er talinn hafa myrt nokkrar konur en líkamsleifar ellefu manns hafa fundist við rannsókn morðanna frá árinu 2010. 14. júlí 2023 14:20