Funda klukkan níu um hvort opna eigi gossvæðið á ný Magnús Jochum Pálsson skrifar 15. júlí 2023 07:31 Ferðamenn við eldgosið við Litla-Hrút. Mikil reykmengun hefur verið á svæðinu undanfarna þrjá daga. Vísir/Vilhelm Viðbragðsaðilar munu funda nú klukkan níu vegna eldgossins við Litla-Hrút. Á þeim fundi verður ákveðið hvort gossvæðið verður opnað almenningi á ný. Lögreglan á Suðurnesjum lokaði gossvæðinu fyrir almenningi á fimmtudagsmorgun vegna gróðurelda og vondra veðurskilyrða við gosstöðvarnar. Mikið rok hefur verið við gosstöðvarnar undanfarna daga og skilyrðin því ekki góð fyrir göngufólk. Viðbragðsaðilar funda þennan morguninn og munu þar endurskoða þá ákvörðun að loka fyrir aðgengi að gossvæðinu. Frétta af þeim fundi er að vænta upp úr tíu. Börðust við gróðureldana Slökkviliðsmenn börðust við gróðurelda á gossvæðinu á Reykjanesi í allan gærdag með aðstoð þyrlu Landhelgisgæslunnar. Þyrla gæslunnar, TF-EIR, fór fjölda ferða yfir svæðið við gosstöðvarnar og sturtaði í hverri ferð tveimur tonnum af vatni yfir mosann. Frá slökkvistörfum á Reykjanesskaga.vísir/arnar Einar Sveinn Jónsson, slökkviliðsstjóri í Grindavík, sagðist í gærkvöldi vera ánægður með hvernig hafi gengið að ráða við gróðureldana. „Við bættum aðeins í mannskap og búnað, fengum landsliðsgengi frá brunavörnum Suðurnesja og bíla frá þeim. Þetta hefur bara gengið vel þrátt fyrir krefjandi aðstæður og meiri mengun frá mosanum.“ Vill koma fólki nær gossvæðinu Guðrún Hafsteinsdóttir, dómsmálaráðherra, greindi frá því í viðtali við Stöð 2 í gær að það væri brýnt að tryggja betra aðgengi fólks að gossvæðinu. Viðbragðsaðilar væru mun betur í stokk búnir til að bregðast við en í fyrri gosum að hennar sögn. Guðrún Hafsteinsdóttir vill tryggja betra aðgengi fólks að eldgosinu.Vísir/Vilhelm Hún sagði að verið væri að vinna að því að finna nýjan stað nær gosinu þaðan sem fólk getur gengið. Einn möguleiki sem Guðrún nefndi var Vigdísarvellir en þaðan eru aðeins fjórir kílómetrar að gossvæðinu. „Þetta er löng ganga sem ekki allir geta gengið. Ég legg áherslu á að sveitarfélög og landeigendur kortleggi núna vel landið þarna í kring,“ sagði Guðrún. Þá greindi Guðrún frá því að búið væri að tryggja viðveru landvarða og sjúkraflutningamanna á staðnum. Þá ákvað ríkisstjórnin í gærmorgun að styrkja björgunarsveitina Þorbjörn um tíu milljónir króna og fjárfesta í fleiri gasmælum til að hægt sé að kortleggja betur mengun á gossvæðinu. Eldgos á Reykjanesskaga Eldgos og jarðhræringar Grindavík Mest lesið Skipt um lás hjá Sósíalistaflokknum Innlent Læknanemar látnir borga hagræðingarbrúsann Innlent Nemendur greiði tuttugu þúsund krónum meira í Strætó en starfsfólk Innlent „Þetta er ekkert líf“ Innlent Sanna og Gunnar Smári höfðu betur á æsingarfundi Innlent Foreldrar fjölbura fá lengra fæðingarorlof Innlent Strandveiðisjómaður lést Innlent Náðu með markaðsátaki að lokka til sín fleiri smærri leiðangursskip Innlent Annað útkall vegna strandveiðibáts úti fyrir Patreksfirði Innlent Allkröpp lægð á leiðinni til landsins Veður Fleiri fréttir Foreldrar fjölbura fá lengra fæðingarorlof Læknanemar látnir borga hagræðingarbrúsann Náðu með markaðsátaki að lokka til sín fleiri smærri leiðangursskip Skipt um lás hjá Sósíalistaflokknum Nemendur greiði tuttugu þúsund krónum meira í Strætó en starfsfólk Sanna og Gunnar Smári höfðu betur á æsingarfundi Annað útkall vegna strandveiðibáts úti fyrir Patreksfirði „Þetta er ekkert líf“ Umræða um veiðigjöldin orðin sú þriðja lengsta Óprúttinn aðili rispaði tíu bíla á Seltjarnarnesi Fylkingarnar safna liði og ásakanir ganga á víxl: Stefnir í átök í Bolholti Líf í biðstöðu og hitafundur sósíalista Strandveiðisjómaður lést Deila um Suðurnesjalínu 2 fer beint í Hæstarétt Áslaug Arna farin í frí en enginn tekinn við Sviptur prófinu eftir að hafa ekið á 185 Ældi í rútunni og réðst svo á bílstjórann Sá sem réðst á Ingunni áfrýjar til hæstaréttar Bein útsending: Rektorsskipti í Háskóla Íslands Snurða hljóp á þráðinn í nótt Samstöðinni verði mögulega lokað í kvöld: Vilja fá lögbann á boðaðan aðalfund Strandveiðibátur sökk úti fyrir Patreksfirði Reynt að ná saman um þinglok og hart deilt um Vorstjörnuna Máttu ekki eyða gögnum fyrr en málum væri lokið á öllum dómstigum Bjórpása í Víkinni og lögreglan í heimsókn í Garðabæ Skoða ekki hvort maður hafi mátt binda barn niður og kitla Biður Höllu afsökunar á fréttum af meintum lífvörðum Svörin líklega að finna á Íslandi: Vonlítill um að Jón Þröstur sé á lífi Skjálfti upp á þrjá í Kötlu Fundar með þingflokksformönnum Sjá meira
Lögreglan á Suðurnesjum lokaði gossvæðinu fyrir almenningi á fimmtudagsmorgun vegna gróðurelda og vondra veðurskilyrða við gosstöðvarnar. Mikið rok hefur verið við gosstöðvarnar undanfarna daga og skilyrðin því ekki góð fyrir göngufólk. Viðbragðsaðilar funda þennan morguninn og munu þar endurskoða þá ákvörðun að loka fyrir aðgengi að gossvæðinu. Frétta af þeim fundi er að vænta upp úr tíu. Börðust við gróðureldana Slökkviliðsmenn börðust við gróðurelda á gossvæðinu á Reykjanesi í allan gærdag með aðstoð þyrlu Landhelgisgæslunnar. Þyrla gæslunnar, TF-EIR, fór fjölda ferða yfir svæðið við gosstöðvarnar og sturtaði í hverri ferð tveimur tonnum af vatni yfir mosann. Frá slökkvistörfum á Reykjanesskaga.vísir/arnar Einar Sveinn Jónsson, slökkviliðsstjóri í Grindavík, sagðist í gærkvöldi vera ánægður með hvernig hafi gengið að ráða við gróðureldana. „Við bættum aðeins í mannskap og búnað, fengum landsliðsgengi frá brunavörnum Suðurnesja og bíla frá þeim. Þetta hefur bara gengið vel þrátt fyrir krefjandi aðstæður og meiri mengun frá mosanum.“ Vill koma fólki nær gossvæðinu Guðrún Hafsteinsdóttir, dómsmálaráðherra, greindi frá því í viðtali við Stöð 2 í gær að það væri brýnt að tryggja betra aðgengi fólks að gossvæðinu. Viðbragðsaðilar væru mun betur í stokk búnir til að bregðast við en í fyrri gosum að hennar sögn. Guðrún Hafsteinsdóttir vill tryggja betra aðgengi fólks að eldgosinu.Vísir/Vilhelm Hún sagði að verið væri að vinna að því að finna nýjan stað nær gosinu þaðan sem fólk getur gengið. Einn möguleiki sem Guðrún nefndi var Vigdísarvellir en þaðan eru aðeins fjórir kílómetrar að gossvæðinu. „Þetta er löng ganga sem ekki allir geta gengið. Ég legg áherslu á að sveitarfélög og landeigendur kortleggi núna vel landið þarna í kring,“ sagði Guðrún. Þá greindi Guðrún frá því að búið væri að tryggja viðveru landvarða og sjúkraflutningamanna á staðnum. Þá ákvað ríkisstjórnin í gærmorgun að styrkja björgunarsveitina Þorbjörn um tíu milljónir króna og fjárfesta í fleiri gasmælum til að hægt sé að kortleggja betur mengun á gossvæðinu.
Eldgos á Reykjanesskaga Eldgos og jarðhræringar Grindavík Mest lesið Skipt um lás hjá Sósíalistaflokknum Innlent Læknanemar látnir borga hagræðingarbrúsann Innlent Nemendur greiði tuttugu þúsund krónum meira í Strætó en starfsfólk Innlent „Þetta er ekkert líf“ Innlent Sanna og Gunnar Smári höfðu betur á æsingarfundi Innlent Foreldrar fjölbura fá lengra fæðingarorlof Innlent Strandveiðisjómaður lést Innlent Náðu með markaðsátaki að lokka til sín fleiri smærri leiðangursskip Innlent Annað útkall vegna strandveiðibáts úti fyrir Patreksfirði Innlent Allkröpp lægð á leiðinni til landsins Veður Fleiri fréttir Foreldrar fjölbura fá lengra fæðingarorlof Læknanemar látnir borga hagræðingarbrúsann Náðu með markaðsátaki að lokka til sín fleiri smærri leiðangursskip Skipt um lás hjá Sósíalistaflokknum Nemendur greiði tuttugu þúsund krónum meira í Strætó en starfsfólk Sanna og Gunnar Smári höfðu betur á æsingarfundi Annað útkall vegna strandveiðibáts úti fyrir Patreksfirði „Þetta er ekkert líf“ Umræða um veiðigjöldin orðin sú þriðja lengsta Óprúttinn aðili rispaði tíu bíla á Seltjarnarnesi Fylkingarnar safna liði og ásakanir ganga á víxl: Stefnir í átök í Bolholti Líf í biðstöðu og hitafundur sósíalista Strandveiðisjómaður lést Deila um Suðurnesjalínu 2 fer beint í Hæstarétt Áslaug Arna farin í frí en enginn tekinn við Sviptur prófinu eftir að hafa ekið á 185 Ældi í rútunni og réðst svo á bílstjórann Sá sem réðst á Ingunni áfrýjar til hæstaréttar Bein útsending: Rektorsskipti í Háskóla Íslands Snurða hljóp á þráðinn í nótt Samstöðinni verði mögulega lokað í kvöld: Vilja fá lögbann á boðaðan aðalfund Strandveiðibátur sökk úti fyrir Patreksfirði Reynt að ná saman um þinglok og hart deilt um Vorstjörnuna Máttu ekki eyða gögnum fyrr en málum væri lokið á öllum dómstigum Bjórpása í Víkinni og lögreglan í heimsókn í Garðabæ Skoða ekki hvort maður hafi mátt binda barn niður og kitla Biður Höllu afsökunar á fréttum af meintum lífvörðum Svörin líklega að finna á Íslandi: Vonlítill um að Jón Þröstur sé á lífi Skjálfti upp á þrjá í Kötlu Fundar með þingflokksformönnum Sjá meira