Funda klukkan níu um hvort opna eigi gossvæðið á ný Magnús Jochum Pálsson skrifar 15. júlí 2023 07:31 Ferðamenn við eldgosið við Litla-Hrút. Mikil reykmengun hefur verið á svæðinu undanfarna þrjá daga. Vísir/Vilhelm Viðbragðsaðilar munu funda nú klukkan níu vegna eldgossins við Litla-Hrút. Á þeim fundi verður ákveðið hvort gossvæðið verður opnað almenningi á ný. Lögreglan á Suðurnesjum lokaði gossvæðinu fyrir almenningi á fimmtudagsmorgun vegna gróðurelda og vondra veðurskilyrða við gosstöðvarnar. Mikið rok hefur verið við gosstöðvarnar undanfarna daga og skilyrðin því ekki góð fyrir göngufólk. Viðbragðsaðilar funda þennan morguninn og munu þar endurskoða þá ákvörðun að loka fyrir aðgengi að gossvæðinu. Frétta af þeim fundi er að vænta upp úr tíu. Börðust við gróðureldana Slökkviliðsmenn börðust við gróðurelda á gossvæðinu á Reykjanesi í allan gærdag með aðstoð þyrlu Landhelgisgæslunnar. Þyrla gæslunnar, TF-EIR, fór fjölda ferða yfir svæðið við gosstöðvarnar og sturtaði í hverri ferð tveimur tonnum af vatni yfir mosann. Frá slökkvistörfum á Reykjanesskaga.vísir/arnar Einar Sveinn Jónsson, slökkviliðsstjóri í Grindavík, sagðist í gærkvöldi vera ánægður með hvernig hafi gengið að ráða við gróðureldana. „Við bættum aðeins í mannskap og búnað, fengum landsliðsgengi frá brunavörnum Suðurnesja og bíla frá þeim. Þetta hefur bara gengið vel þrátt fyrir krefjandi aðstæður og meiri mengun frá mosanum.“ Vill koma fólki nær gossvæðinu Guðrún Hafsteinsdóttir, dómsmálaráðherra, greindi frá því í viðtali við Stöð 2 í gær að það væri brýnt að tryggja betra aðgengi fólks að gossvæðinu. Viðbragðsaðilar væru mun betur í stokk búnir til að bregðast við en í fyrri gosum að hennar sögn. Guðrún Hafsteinsdóttir vill tryggja betra aðgengi fólks að eldgosinu.Vísir/Vilhelm Hún sagði að verið væri að vinna að því að finna nýjan stað nær gosinu þaðan sem fólk getur gengið. Einn möguleiki sem Guðrún nefndi var Vigdísarvellir en þaðan eru aðeins fjórir kílómetrar að gossvæðinu. „Þetta er löng ganga sem ekki allir geta gengið. Ég legg áherslu á að sveitarfélög og landeigendur kortleggi núna vel landið þarna í kring,“ sagði Guðrún. Þá greindi Guðrún frá því að búið væri að tryggja viðveru landvarða og sjúkraflutningamanna á staðnum. Þá ákvað ríkisstjórnin í gærmorgun að styrkja björgunarsveitina Þorbjörn um tíu milljónir króna og fjárfesta í fleiri gasmælum til að hægt sé að kortleggja betur mengun á gossvæðinu. Eldgos á Reykjanesskaga Eldgos og jarðhræringar Grindavík Mest lesið Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Innlent Sundlaugargestur handtekinn Innlent Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Innlent Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Innlent Jarðskjálfti við Langjökul: „Þetta er sá stærsti síðan árið 2007“ Innlent Segir leigubílstjórastéttina hafa verið „eyðilagða“ Innlent Taldi upp nýlendur sem ætti að endurheimta Erlent Veita útlendingum greiðari aðgang að heilbrigðiskerfinu en er skylt Innlent Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Innlent Ekkert sem bendi til þess að um sé að ræða óvinveitt geimskip Innlent Fleiri fréttir RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Hundrað þúsund ferðamenn heimsóttu Jökulsárlón í júlí Ekkert bann við opnum kvíum en „skussinn borgi brúsann“ Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Loka Miðfjarðará með grjóti og segja stjórnvöld hafa dregið lappirnar Fundað um Múlaborg og eldislöxum varist Braust inn á flugvallarsvæðið Ekkert bendi til að brotið hafi verið á fleiri börnum Hnullungur þveraði veginn þar sem banaslys varð „Það gengur ekki að við séum með starfsemi sem sniðgengur lögin hér á Íslandi“ „Það bjó enginn í húsinu“ Ekkert sem bendi til þess að um sé að ræða óvinveitt geimskip Vísað ölvuðum frá borði á leið frá Keflavík Heilunarguðþjónustur í Lágafellskirkju njóta mikilla vinsælda „Pútín fékk það út úr þessum fundi sem hann vildi“ Segir dómsmálaráðherra hafa talað inn í óttann Íþróttafélag kært fyrir að bjóða upp á áfengi utandyra Evrópa verði að hætta að stóla á Bandaríkin og ólögleg bílastæðagjöld Blaðaviðtal við Matthías lagt fram í gögnum málsins Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Kærður fyrir að taka myndband af vettvangi slyss Deilt um fund Trump og Pútín og leigubílamarkaðurinn Jarðskjálfti við Langjökul: „Þetta er sá stærsti síðan árið 2007“ Sundlaugargestur handtekinn Furðuísar hjá Kjörís og 70 ára afmæli Heilsustofnunar Hlaupa sex maraþon á jafnmörgum dögum í jakkafötum Eldur á svölum reyndist vera íbúi að grilla Rýnt í fund Trump og Pútíns og jakkafataklæddir raðmaraþonhlauparar „Það hefði auðvitað verið betra“ Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Sjá meira
Lögreglan á Suðurnesjum lokaði gossvæðinu fyrir almenningi á fimmtudagsmorgun vegna gróðurelda og vondra veðurskilyrða við gosstöðvarnar. Mikið rok hefur verið við gosstöðvarnar undanfarna daga og skilyrðin því ekki góð fyrir göngufólk. Viðbragðsaðilar funda þennan morguninn og munu þar endurskoða þá ákvörðun að loka fyrir aðgengi að gossvæðinu. Frétta af þeim fundi er að vænta upp úr tíu. Börðust við gróðureldana Slökkviliðsmenn börðust við gróðurelda á gossvæðinu á Reykjanesi í allan gærdag með aðstoð þyrlu Landhelgisgæslunnar. Þyrla gæslunnar, TF-EIR, fór fjölda ferða yfir svæðið við gosstöðvarnar og sturtaði í hverri ferð tveimur tonnum af vatni yfir mosann. Frá slökkvistörfum á Reykjanesskaga.vísir/arnar Einar Sveinn Jónsson, slökkviliðsstjóri í Grindavík, sagðist í gærkvöldi vera ánægður með hvernig hafi gengið að ráða við gróðureldana. „Við bættum aðeins í mannskap og búnað, fengum landsliðsgengi frá brunavörnum Suðurnesja og bíla frá þeim. Þetta hefur bara gengið vel þrátt fyrir krefjandi aðstæður og meiri mengun frá mosanum.“ Vill koma fólki nær gossvæðinu Guðrún Hafsteinsdóttir, dómsmálaráðherra, greindi frá því í viðtali við Stöð 2 í gær að það væri brýnt að tryggja betra aðgengi fólks að gossvæðinu. Viðbragðsaðilar væru mun betur í stokk búnir til að bregðast við en í fyrri gosum að hennar sögn. Guðrún Hafsteinsdóttir vill tryggja betra aðgengi fólks að eldgosinu.Vísir/Vilhelm Hún sagði að verið væri að vinna að því að finna nýjan stað nær gosinu þaðan sem fólk getur gengið. Einn möguleiki sem Guðrún nefndi var Vigdísarvellir en þaðan eru aðeins fjórir kílómetrar að gossvæðinu. „Þetta er löng ganga sem ekki allir geta gengið. Ég legg áherslu á að sveitarfélög og landeigendur kortleggi núna vel landið þarna í kring,“ sagði Guðrún. Þá greindi Guðrún frá því að búið væri að tryggja viðveru landvarða og sjúkraflutningamanna á staðnum. Þá ákvað ríkisstjórnin í gærmorgun að styrkja björgunarsveitina Þorbjörn um tíu milljónir króna og fjárfesta í fleiri gasmælum til að hægt sé að kortleggja betur mengun á gossvæðinu.
Eldgos á Reykjanesskaga Eldgos og jarðhræringar Grindavík Mest lesið Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Innlent Sundlaugargestur handtekinn Innlent Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Innlent Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Innlent Jarðskjálfti við Langjökul: „Þetta er sá stærsti síðan árið 2007“ Innlent Segir leigubílstjórastéttina hafa verið „eyðilagða“ Innlent Taldi upp nýlendur sem ætti að endurheimta Erlent Veita útlendingum greiðari aðgang að heilbrigðiskerfinu en er skylt Innlent Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Innlent Ekkert sem bendi til þess að um sé að ræða óvinveitt geimskip Innlent Fleiri fréttir RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Hundrað þúsund ferðamenn heimsóttu Jökulsárlón í júlí Ekkert bann við opnum kvíum en „skussinn borgi brúsann“ Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Loka Miðfjarðará með grjóti og segja stjórnvöld hafa dregið lappirnar Fundað um Múlaborg og eldislöxum varist Braust inn á flugvallarsvæðið Ekkert bendi til að brotið hafi verið á fleiri börnum Hnullungur þveraði veginn þar sem banaslys varð „Það gengur ekki að við séum með starfsemi sem sniðgengur lögin hér á Íslandi“ „Það bjó enginn í húsinu“ Ekkert sem bendi til þess að um sé að ræða óvinveitt geimskip Vísað ölvuðum frá borði á leið frá Keflavík Heilunarguðþjónustur í Lágafellskirkju njóta mikilla vinsælda „Pútín fékk það út úr þessum fundi sem hann vildi“ Segir dómsmálaráðherra hafa talað inn í óttann Íþróttafélag kært fyrir að bjóða upp á áfengi utandyra Evrópa verði að hætta að stóla á Bandaríkin og ólögleg bílastæðagjöld Blaðaviðtal við Matthías lagt fram í gögnum málsins Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Kærður fyrir að taka myndband af vettvangi slyss Deilt um fund Trump og Pútín og leigubílamarkaðurinn Jarðskjálfti við Langjökul: „Þetta er sá stærsti síðan árið 2007“ Sundlaugargestur handtekinn Furðuísar hjá Kjörís og 70 ára afmæli Heilsustofnunar Hlaupa sex maraþon á jafnmörgum dögum í jakkafötum Eldur á svölum reyndist vera íbúi að grilla Rýnt í fund Trump og Pútíns og jakkafataklæddir raðmaraþonhlauparar „Það hefði auðvitað verið betra“ Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Sjá meira