Kassabílar við vígslu nýrrar brúar yfir Stóru-Laxá Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 13. júlí 2023 20:31 Félagarnir Hrafnkell Máni og Snorri á kassabílnum, sem þeir smíðuðu sjálfir. Snorri tekur hér á móti árnaðaróskum í símanum sínum. Magnús Hlynur Hreiðarsson Börn og kassabílar voru í aðalhlutverki í dag þegar ný tvíbreið brú var formlega opnuð yfir Stóru – Laxá, sem liggur á mörkum Skeiða- og Gnúpverjahrepps og Hrunamannahrepps. Umferð yfir nýju brúna var opnuð 25. júní þó brúin hafi ekki verið formlega opnuð fyrr en í dag. Nýja brúin kemur í stað einbreiðrar 120 metra langrar brúar frá árinu 1985, sem er þó enn á sínum stað og verður meðal annars notuð fyrir umferð reiðhjólafólks og hestamanna. Innviðaráðherra, forstjóri Vegagerðarinnar og oddvitar Skeiða- og Gnúpverjahrepps og Hrunamannahrepps sáu um að klippa á borðann á brúnni. Sigurður Ingi, innviðaráðherra er að sjálfsögðu kampakátur með daginn og vígsluna því hann býr í næsta nágrenni við brúna. „Þetta erstórglæsilegt mannvirki og mikilvægt og það er gríðarleg umferð yfir þessa brú eða níu sinnum meiri umferð en það viðmið, sem við notum við einbreiðar brýr þó hún sé ekki á hringveginum og þess vegna mikilvægur áfangi í öryggismálum hvað varðar fækkun einbreiðra brúa,“ segir Sigurður Ingi og bætir við. „Við ætlum að útrýma einbreiðum brúm á hringveginum í næstu samgönguáætlun á 15 árum en við höfum fækkað þeim umtalsvert á síðustu árum“. Hvað eru þær margar í dag? „Þær eru 29 á hringveginum en í vegakerfinu okkar eru þær yfir 600,“ segir Sigurður Ingi. Það kom í hlut innviðaráðherra, forstjóra Vegagerðarinnar og oddvita Hrunamannahrepps og Skeiða- og Gnúpverjahrepps að klippa á borðann á nýju brúnni í dag.Magnús Hlynur Hreiðarsson Eftir formlegu opnunina fengu oddvitarnir það hlutverk að ýta krökkum á kassabílum yfir brúnna og þar með var hún formlega opnuð. „Það gekk bara mjög vel, við vorum í fyrsta sæti á besta tímanum, þannig að Skeiða og Gnúpverjahreppur vann,“ segja félagarnir Hrafnkell Máni Sigfússon 13 ára úr Skeiða og Gnúpverjahreppi og Snorri Ingvarsson 12 ára úr sama sveitarfélagi, sem voru í öðrum kassabílnum en þeir smíðuðu hann úr barnakerru. Ístak sá um smíði nýju brúarinnar og var kostnaður við verkið um 790 milljónir króna. Fjölmenni mætti við vígsluathöfnina í dag.Magnús Hlynur Hreiðarsson Skeiða- og Gnúpverjahreppur Hrunamannahreppur Vegagerð Mest lesið Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Innlent Ákváðu að vera opin gagnvart börnunum varðandi veikindin Erlent Erfitt að skilja drengina eftir í Suður-Afríku en jákvætt að þeir séu loks edrú Innlent Kínverjar menga mest en standa sig samt best Erlent Mótefni við RSV muni draga verulega úr álagi og kostnaði Innlent Aðdragandinn að endinum hjá ríkislögreglustjóra Innlent „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Erlent Hótar að kæra BBC fyrir einn milljarð dala Erlent Héldu samverustund þar sem að tvö ár eru liðin Innlent Bjarga Gunnfaxa með því að flytja inn samskonar flugvél Innlent Fleiri fréttir Erfitt að skilja drengina eftir í Suður-Afríku en jákvætt að þeir séu loks edrú Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – seinni dagur Mótefni við RSV muni draga verulega úr álagi og kostnaði Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Ágreiningur, slagsmál og líkamsárás Héldu samverustund þar sem að tvö ár eru liðin Aðdragandinn að endinum hjá ríkislögreglustjóra Bjarga Gunnfaxa með því að flytja inn samskonar flugvél Hvatningarverðlaun gegn einelti afhent á Laugarvatni Tekist á um afgreiðslu velferðarnefndar Þörf á endurskoðun meðferðarheimila fyrir börn Dómsmálaráðherra verði að segja satt og rétt frá Leiðtogaprófkjör hjá Sjálfstæðisflokknum í Reykjavík Mælist nú ekki með eins jákvætt viðhorf til kvenleiðtoga Nýr lögreglustjóri fljótur að ákveða sig og nýir vextir hjá Arion Breytingar á húsaleigulögum samþykktar sem lög Arndís Soffía tekur við af Grími Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Skyggnst inn í Hegningarhúsið Enginn gleymir þessum degi fyrir tveimur árum Heldur fullum launum Sigríður Björk hverfur á braut og umboðsmaður vill endurskoða meðferðarheimilin Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Sigríður Björk segir af sér Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – fyrri dagur Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Sjá meira
Umferð yfir nýju brúna var opnuð 25. júní þó brúin hafi ekki verið formlega opnuð fyrr en í dag. Nýja brúin kemur í stað einbreiðrar 120 metra langrar brúar frá árinu 1985, sem er þó enn á sínum stað og verður meðal annars notuð fyrir umferð reiðhjólafólks og hestamanna. Innviðaráðherra, forstjóri Vegagerðarinnar og oddvitar Skeiða- og Gnúpverjahrepps og Hrunamannahrepps sáu um að klippa á borðann á brúnni. Sigurður Ingi, innviðaráðherra er að sjálfsögðu kampakátur með daginn og vígsluna því hann býr í næsta nágrenni við brúna. „Þetta erstórglæsilegt mannvirki og mikilvægt og það er gríðarleg umferð yfir þessa brú eða níu sinnum meiri umferð en það viðmið, sem við notum við einbreiðar brýr þó hún sé ekki á hringveginum og þess vegna mikilvægur áfangi í öryggismálum hvað varðar fækkun einbreiðra brúa,“ segir Sigurður Ingi og bætir við. „Við ætlum að útrýma einbreiðum brúm á hringveginum í næstu samgönguáætlun á 15 árum en við höfum fækkað þeim umtalsvert á síðustu árum“. Hvað eru þær margar í dag? „Þær eru 29 á hringveginum en í vegakerfinu okkar eru þær yfir 600,“ segir Sigurður Ingi. Það kom í hlut innviðaráðherra, forstjóra Vegagerðarinnar og oddvita Hrunamannahrepps og Skeiða- og Gnúpverjahrepps að klippa á borðann á nýju brúnni í dag.Magnús Hlynur Hreiðarsson Eftir formlegu opnunina fengu oddvitarnir það hlutverk að ýta krökkum á kassabílum yfir brúnna og þar með var hún formlega opnuð. „Það gekk bara mjög vel, við vorum í fyrsta sæti á besta tímanum, þannig að Skeiða og Gnúpverjahreppur vann,“ segja félagarnir Hrafnkell Máni Sigfússon 13 ára úr Skeiða og Gnúpverjahreppi og Snorri Ingvarsson 12 ára úr sama sveitarfélagi, sem voru í öðrum kassabílnum en þeir smíðuðu hann úr barnakerru. Ístak sá um smíði nýju brúarinnar og var kostnaður við verkið um 790 milljónir króna. Fjölmenni mætti við vígsluathöfnina í dag.Magnús Hlynur Hreiðarsson
Skeiða- og Gnúpverjahreppur Hrunamannahreppur Vegagerð Mest lesið Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Innlent Ákváðu að vera opin gagnvart börnunum varðandi veikindin Erlent Erfitt að skilja drengina eftir í Suður-Afríku en jákvætt að þeir séu loks edrú Innlent Kínverjar menga mest en standa sig samt best Erlent Mótefni við RSV muni draga verulega úr álagi og kostnaði Innlent Aðdragandinn að endinum hjá ríkislögreglustjóra Innlent „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Erlent Hótar að kæra BBC fyrir einn milljarð dala Erlent Héldu samverustund þar sem að tvö ár eru liðin Innlent Bjarga Gunnfaxa með því að flytja inn samskonar flugvél Innlent Fleiri fréttir Erfitt að skilja drengina eftir í Suður-Afríku en jákvætt að þeir séu loks edrú Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – seinni dagur Mótefni við RSV muni draga verulega úr álagi og kostnaði Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Ágreiningur, slagsmál og líkamsárás Héldu samverustund þar sem að tvö ár eru liðin Aðdragandinn að endinum hjá ríkislögreglustjóra Bjarga Gunnfaxa með því að flytja inn samskonar flugvél Hvatningarverðlaun gegn einelti afhent á Laugarvatni Tekist á um afgreiðslu velferðarnefndar Þörf á endurskoðun meðferðarheimila fyrir börn Dómsmálaráðherra verði að segja satt og rétt frá Leiðtogaprófkjör hjá Sjálfstæðisflokknum í Reykjavík Mælist nú ekki með eins jákvætt viðhorf til kvenleiðtoga Nýr lögreglustjóri fljótur að ákveða sig og nýir vextir hjá Arion Breytingar á húsaleigulögum samþykktar sem lög Arndís Soffía tekur við af Grími Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Skyggnst inn í Hegningarhúsið Enginn gleymir þessum degi fyrir tveimur árum Heldur fullum launum Sigríður Björk hverfur á braut og umboðsmaður vill endurskoða meðferðarheimilin Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Sigríður Björk segir af sér Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – fyrri dagur Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Sjá meira